Origo völlurinn
þriðjudagur 14. maí 2019  kl. 19:15
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Ágætis aðstæður en blæs nokkuð duglega.
Dómari: Bríet Bragadóttir
Áhorfendur: 212
Maður leiksins: Birta Guðlaugsdóttir (Stjarnan)
Valur 1 - 0 Stjarnan
1-0 Margrét Lára Viðarsdóttir ('29)
Myndir: Anna Þonn - fotbolti.net
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
4. Guðný Árnadóttir
9. Margrét Lára Viðarsdóttir (f)
10. Elín Metta Jensen
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
14. Hlín Eiríksdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir ('70)
27. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir ('59)
32. Fanndís Friðriksdóttir ('87)

Varamenn:
2. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
7. Elísa Viðarsdóttir
15. Bergdís Fanney Einarsdóttir ('87)
17. Thelma Björk Einarsdóttir ('70)
23. Guðrún Karítas Sigurðardóttir

Liðstjórn:
Jóhann Emil Elíasson
Pétur Pétursson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Mist Edvardsdóttir
Eiður Benedikt Eiríksson (Þ)
Karen Guðmundsdóttir
María Hjaltalín
Rajko Stanisic
Thelma Guðrún Jónsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@OrriRafn Orri Rafn Sigurðarson
Skýrslan
Hvað réði úrslitum?
Valur virka bara óstöðvandi og spiluðu oft á tíðum frábærlega í dag. Birta Guðlaugsdóttir markvörður Stjörnunar átti stórkostlegar vörslur í þessum leik og er kannski ein helsta ástæða þess að leikurinn endaði bara 1-0 því hann hefði getað endað stærra. Stjarnan náði lítið að ógna á síðasta þriðjung vallarins
Bestu leikmenn
1. Birta Guðlaugsdóttir (Stjarnan)
Sú var geðveik í dag. Ég á varla orð til að lýsa því en ég ætla bara staðfesta það hér að hún er framtíðar landsliðsmarkvörður Íslands. Hún átti nokkrar rosalegar vörslur og þrátt fyrir að vera í tapliði var hún best á vellinum í kvöld!
2. Elín Metta Jensen (Valur)
Sú er að koma sterk inn í þetta Íslandsmót. Hún var hættuleg í hvert skipti sem boltinn kom nálagt henni og boxinu og var óheppinn að skora ekki í þessum leik! Í svona formi er hún að fara valda usla í sumar hjá hverri einustu vörn sem hún spilar á móti.
Atvikið
Það voru nokkrur móment þar sem Valur vildi fá vítaspyrnur en aldrei var dæmt. Þetta voru nokkur 50/50 atriði og svo eitt sem var líklegri en annað og það var þegar Sigrún Ella tæklar Elín Mettu inn í teig en Valur fékk bara hornspyrnu.
Hvað þýða úrslitin?
Valur er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir og virka í hörkustandi. Stjarnan tapar hinsvegar sínum fyrsta leik og fá á sig sitt fyrsta mark í deildinni og eru með 6 stig eftir þrjár umferðir
Vondur dagur
Renae Nicole Cuellar átti mjög erfitt uppdráttar í þessum leik þar sem Stjarnan náði lítið að ógna. Þær voru mikið í löngum boltum inn fyrir vörnina og hún réði illa við Guðný og Lillý í þeim einvígum. Ætlast til meira af henni og í svona leik á hún að geta tekið af skarið þegar liðið þarf á sóknarþunga að halda.
Dómarinn - 7
Voru nokkri mögulegir vítaspyrnudómar sem ekki allir eru sammála um.
Byrjunarlið:
1. Birta Guðlaugsdóttir (m)
0. Viktoría Valdís Guðrúnardóttir
2. Sóley Guðmundsdóttir
4. Edda María Birgisdóttir
4. Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir
7. Renae Nicole Cuellar ('67)
9. Sigrún Ella Einarsdóttir
16. María Eva Eyjólfsdóttir
17. María Sól Jakobsdóttir ('67)
18. Jasmín Erla Ingadóttir
22. Elín Helga Ingadóttir ('82)

Varamenn:
6. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir ('82)
9. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
11. Diljá Ýr Zomers
13. Helga Guðrún Kristinsdóttir
19. Birna Jóhannsdóttir
28. Birta Georgsdóttir ('67)
37. Jana Sól Valdimarsdóttir ('67)

Liðstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Kjartan Sturluson
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
Gréta Guðnadóttir
Guðný Guðnadóttir
Sigurður Már Ólafsson
Róbert Þór Henn

Gul spjöld:
Renae Nicole Cuellar ('44)

Rauð spjöld: