Solskjær, Alonso, Tel, Reijnders, Kimmich, Zaniolo, Watkins og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
Breiðablik
2
1
KR
0-1 Þorsteinn Már Ragnarsson '73
Kristinn Jónsson '78 1-1
Sverrir Ingi Ingason '87 2-1
20.06.2012  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-deildin
Dómari: Magnús Þórisson
Maður leiksins: Kristinn Jónsson (Breiðablik)
Byrjunarlið:
0. Olgeir Sigurgeirsson ('80)
2. Gísli Páll Helgason
4. Damir Muminovic
7. Kristinn Jónsson
18. Finnur Orri Margeirsson
27. Tómas Óli Garðarsson ('72)
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
10. Árni Vilhjálmsson
15. Davíð Kristján Ólafsson ('80)
17. Elvar Páll Sigurðsson
77. Þórður Steinar Hreiðarsson ('80)

Liðsstjórn:
Sigmar Ingi Sigurðarson

Gul spjöld:
Haukur Baldvinsson ('48)

Rauð spjöld:
@elvargeir Elvar Geir Magnússon
Sverrir tryggði Blikum sigur á meisturunum
Þeir voru 1388 áhorfendurnir sem sáu Íslands- og bikarmeistara KR heimsækja Breiðablik á Kópavogsvelli í kvöld. Það er hægt að segja að um kjöraðstæður til knattspyrnuiðkunar hafi verið að ræða, blankalogn og blautur völlur þó einhver gæti haldið því fram að völlurinn hafi verið helst til of blautur eftir hellidembu rétt fyrir leik.

Þrátt fyrir kjöraðstæður var ekki boðið upp á merkilegan bolta í fyrri hálfleik sem einkenndist af feilsendingum hjá báðum liðum og úrræðaleysis á síðasta þriðjungi vallarins.

Það var ekki fyrr en á 24. mínútu leiksins sem annað liðið var nálægt því að skora þegar Blikinn Andri Yeoman átti skot í varnarmann KR og þaðan fór boltinn í boga yfir Hannes í markinu sem átti í nokkrum vandræðum með að verja boltann í slá og yfir.

Besta færi hálfleiksins kom þó á 45. mínútu þegar Guðmundur Reynir spændi upp kantinn fyrir KR-inga og átti sendingu á Atla Sigurjónsson sem var óvaldaður rétt fyrir utan markteiginn en skot hans fór framhjá áður en Magnús Þórisson, góður dómari leiksins, flautaði til hálfleiks.

Það var greinilegt að Rúnar Kristinsson var ekki ánægður leik sinna manna og gerði breytingu strax í hálfleik þegar Baldur Sigurðsson kom inná fyrir Atla Sigurjóns.
Það voru þó Blikarnir sem komu mikið grimmari til leiks eftir hlé og það var því nokkuð gegn gangi leiksins þegar KR komst yfir á 73. mínútu með marki frá Þorsteini Má Ragnarssyni.

Dofri Snorrason átti þá sendingu inn á teig þar sem Þorsteinn tók við boltanum og skaut hnitmiðuðu skoti framhjá varnarmanni Blika og í gegnum Kale í markinu.

Hafi einhver haldið að þetta myndi slá Blikana út af laginu þá var það síður en svo raunin því aðeins fimm mínútum eftir mark KR voru þeir búnir að jafna. Þar var að verki Kristinn Jónsson sem fylgdi eftir skoti Guðmunds Péturssonar sem Hannes í marki KR varði vel.

Kristinn var aftur á ferðinni á 87. mínútu þegar hann átti flotta fyrirgjöf úr aukaspyrnu á hægri kanti sem Sverri Ingi Ingason skallaði í markið einn og óáreittur rétt fyrir utan markteig. Virkilega flott spyrna hjá Kristni og skallinn ekki síðri hjá Sverri og Blikar komnir með, að mínu mati, verðskuldaða forystu sem þeir héldu til leiksloka.
Byrjunarlið:
0. Viktor Bjarki Arnarsson
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Haukur Heiðar Hauksson
8. Þorsteinn Már Ragnarsson
9. Kjartan Henry Finnbogason
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
22. Óskar Örn Hauksson (f) ('68)
23. Atli Sigurjónsson ('46)

Varamenn:
5. Egill Jónsson ('72)
6. Gunnar Þór Gunnarsson
8. Baldur Sigurðsson ('46)
18. Aron Bjarki Jósepsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Óskar Örn Hauksson ('51)
Þorsteinn Már Ragnarsson ('41)

Rauð spjöld: