Kópavogsvöllur
miđvikudagur 20. júní 2012  kl. 19:15
Pepsi-deildin
Dómari: Magnús Ţórisson
Mađur leiksins: Kristinn Jónsson (Breiđablik)
Breiđablik 2 - 1 KR
0-1 Ţorsteinn Már Ragnarsson ('73)
1-1 Kristinn Jónsson ('78)
2-1 Sverrir Ingi Ingason ('87)
Myndir: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Byrjunarlið:
0. Olgeir Sigurgeirsson ('80)
2. Gísli Páll Helgason
4. Damir Muminovic
7. Kristinn Jónsson
18. Finnur Orri Margeirsson
27. Tómas Óli Garđarsson ('72)
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
10. Árni Vilhjálmsson
15. Davíđ Kristján Ólafsson ('80)
17. Elvar Páll Sigurđsson
77. Ţórđur Steinar Hreiđarsson ('80)

Liðstjórn:
Sigmar Ingi Sigurđarson

Gul spjöld:
Haukur Baldvinsson ('48)

Rauð spjöld:
@elvargeir Elvar Geir Magnússon
Sverrir tryggđi Blikum sigur á meisturunum
Ţeir voru 1388 áhorfendurnir sem sáu Íslands- og bikarmeistara KR heimsćkja Breiđablik á Kópavogsvelli í kvöld. Ţađ er hćgt ađ segja ađ um kjörađstćđur til knattspyrnuiđkunar hafi veriđ ađ rćđa, blankalogn og blautur völlur ţó einhver gćti haldiđ ţví fram ađ völlurinn hafi veriđ helst til of blautur eftir hellidembu rétt fyrir leik.

Ţrátt fyrir kjörađstćđur var ekki bođiđ upp á merkilegan bolta í fyrri hálfleik sem einkenndist af feilsendingum hjá báđum liđum og úrrćđaleysis á síđasta ţriđjungi vallarins.

Ţađ var ekki fyrr en á 24. mínútu leiksins sem annađ liđiđ var nálćgt ţví ađ skora ţegar Blikinn Andri Yeoman átti skot í varnarmann KR og ţađan fór boltinn í boga yfir Hannes í markinu sem átti í nokkrum vandrćđum međ ađ verja boltann í slá og yfir.

Besta fćri hálfleiksins kom ţó á 45. mínútu ţegar Guđmundur Reynir spćndi upp kantinn fyrir KR-inga og átti sendingu á Atla Sigurjónsson sem var óvaldađur rétt fyrir utan markteiginn en skot hans fór framhjá áđur en Magnús Ţórisson, góđur dómari leiksins, flautađi til hálfleiks.

Ţađ var greinilegt ađ Rúnar Kristinsson var ekki ánćgđur leik sinna manna og gerđi breytingu strax í hálfleik ţegar Baldur Sigurđsson kom inná fyrir Atla Sigurjóns.
Ţađ voru ţó Blikarnir sem komu mikiđ grimmari til leiks eftir hlé og ţađ var ţví nokkuđ gegn gangi leiksins ţegar KR komst yfir á 73. mínútu međ marki frá Ţorsteini Má Ragnarssyni.

Dofri Snorrason átti ţá sendingu inn á teig ţar sem Ţorsteinn tók viđ boltanum og skaut hnitmiđuđu skoti framhjá varnarmanni Blika og í gegnum Kale í markinu.

Hafi einhver haldiđ ađ ţetta myndi slá Blikana út af laginu ţá var ţađ síđur en svo raunin ţví ađeins fimm mínútum eftir mark KR voru ţeir búnir ađ jafna. Ţar var ađ verki Kristinn Jónsson sem fylgdi eftir skoti Guđmunds Péturssonar sem Hannes í marki KR varđi vel.

Kristinn var aftur á ferđinni á 87. mínútu ţegar hann átti flotta fyrirgjöf úr aukaspyrnu á hćgri kanti sem Sverri Ingi Ingason skallađi í markiđ einn og óáreittur rétt fyrir utan markteig. Virkilega flott spyrna hjá Kristni og skallinn ekki síđri hjá Sverri og Blikar komnir međ, ađ mínu mati, verđskuldađa forystu sem ţeir héldu til leiksloka.
Byrjunarlið:
0. Viktor Bjarki Arnarsson
2. Grétar Sigfinnur Sigurđarson
3. Haukur Heiđar Hauksson
8. Ţorsteinn Már Ragnarsson
9. Kjartan Henry Finnbogason
21. Guđmundur Reynir Gunnarsson
22. Óskar Örn Hauksson (f) ('68)
23. Atli Sigurjónsson ('46)

Varamenn:
5. Egill Jónsson ('72)
6. Gunnar Ţór Gunnarsson
8. Baldur Sigurđsson ('46)
18. Aron Bjarki Jósepsson

Liðstjórn:

Gul spjöld:
Óskar Örn Hauksson ('51)
Ţorsteinn Már Ragnarsson ('41)

Rauð spjöld: