Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mán 14. júlí 2025 08:45
Elvar Geir Magnússon
Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard
Powerade
Trossard er orðaður við Bayern München.
Trossard er orðaður við Bayern München.
Mynd: EPA
Evan Ferguson í leik með írska landsliðinu.
Evan Ferguson í leik með írska landsliðinu.
Mynd: EPA
Það er alltaf gaman þegar sólin skín! Hér er slúðurpakki dagsins í boði Powerade en BBC tók saman allt það helsta sem verið er að ræða.

Vængmaðurinn Alejandro Garnacho (21) hefur hafnað tilboði um að ganga til liðs við Al Nassr í Sádi-Arabíu. Argentínski landsliðsmaðurinn ætlar að vera áfram í Evrópuboltanum. (Telegraph)

Bayern München mun snúa sér að Leandro Trossard (30), belgískum sóknarleikmanni Arsenal, ef félagið nær ekki samkomulagi við Liverpool um kaup á vængmanninum Luis Díaz (28). (Bild)

Evan Ferguson (20), framherji Brighton, hefur samþykkt að ganga í raðir Roma. Ítalska félagið er nú viðræðum við Brighton um kaupverð á írska landsliðsmanninum. (Gianluca di Marzio)

West Ham hefur náð samkomulagi um kaup á senegalska bakverðinum El Hadji Malick Diouf (20) frá Slavia Prag. (Footmercato)

Nottingham Forest mætir samkeppni frá evrópskum liðum um vængmanninn Johan Bakayoko (22) hjá PSV. Forest vill fá hann til að fylla skarð Anthony Elanga sem gekk til liðs við Newcastle um síðustu viku. (Nottinghamshire Live)

Umboðsmenn framherjans Benjamin Sesko (22) hjá RB Leipzig hafa haft samband við Liverpool til að kanna áhuga á slóvenska landsliðsmanninum. Arsenal ákvað að einbeita sér frekar að kaupum á Viktor Gyökeres frá Sporting Lissabon. (TBR)

Manchester United er enn að leita að nýjum markverði, en þar sem aðrar stöður eru í forgangi mun André Onana (29) líklega halda stöðu sinni sem aðalmarkvörður. (i)

Everton hefur bæst í hóp félaga sem berjast um að fá Neil El Aynaoui (24), miðjumann RC Lens og Marokkó, þrátt fyrir að hann hafi þegar samþykkt munnlegt samkomulag við Roma í ítölsku A-deildinni, (TeamTalk)

Marco Bizot (34), markvörður Brest, er talinn líklegur til að ganga í raðir Aston Villa og mun ferðast til Bretlands til að ganga frá samningnum. (L’Equipe)

Rangers reynir að fá Jesurun Rak-Sakyi (22), vængmann Crystal Palace, á lánssamningi, en fær mikla samkeppni héðan og þaðan. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner