Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
FH
3
0
Grindavík
Steven Lennon '16 1-0
Steven Lennon '50 , víti 2-0
Marc Mcausland '51
Morten Beck Guldsmed '60 3-0
28.09.2019  -  14:00
Kaplakrikavöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Fullkomnar haustaðstæður, rennisléttur iðagrænn grasvöllur, sól, andvari og 12 stiga hiti.
Dómari: Þorvaldur Árnason
Maður leiksins: Steven Lennon
Byrjunarlið:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
Davíð Þór Viðarsson ('88)
7. Steven Lennon
8. Þórir Jóhann Helgason
10. Björn Daníel Sverrisson ('81)
11. Atli Guðnason ('56)
14. Morten Beck Guldsmed
15. Þórður Þorsteinn Þórðarson
16. Guðmundur Kristjánsson
21. Guðmann Þórisson
27. Brandur Olsen

Varamenn:
1. Gunnar Nielsen (m)
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
8. Kristinn Steindórsson ('88)
11. Jónatan Ingi Jónsson ('56)
22. Halldór Orri Björnsson ('81)
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
34. Logi Hrafn Róbertsson

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Hákon Atli Hallfreðsson
Guðlaugur Baldursson
Eiríkur K Þorvarðsson
Ólafur H Guðmundsson
Styrmir Örn Vilmundarson
Ásmundur Guðni Haraldsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@maggimark Magnús Þór Jónsson
Skýrslan: Kóngurinn í Krikanum kvaddi með Evrópusæti
Hvað réði úrslitum?
Gæðin á lokaþriðjungnum. Grindavík voru inní leiknum í 51 mínútu án þess að búa sér til alvöru færi á meðan að FH refsuðu.
Bestu leikmenn
1. Steven Lennon
Missti af markakóngstitlinum en kláraði erfitt færi fyrir fyrsta markið og fiskaði svo víti og skoraði númer tvö. Gæðaframherji á allan hátt.
2. Davíð Þór Viðarsson
Kannski eilítið sentimental en þá það, Davíð fékk heiðursskiptingu sem "Kóngurinn í Krikanum" og í þessum leik var hann með klassíska frammistöðu. Braut upp sóknarleik gesta, skilaði boltanum vel frá sér og hjálpaði dómaranum að dæma. Alvöru leiðtogi fram á síðustu mínútu.
Atvikið
Rauða spjaldið, McAusland náði ekki að stoppa sendingu í gegn betur en svo að boltinn slapp framhjá þar sem Atli Guðna rauk af stað til að ná honum, McAusland klippti Atla niður og fékk rautt spjald sem þýddi leik lokið í Kaplakrika.
Hvað þýða úrslitin?
FH mun leika í Evrópukeppni á ný sumarið 2020, þungu fargi af þeim létt. Grindvíkingar voru fallnir fyrir leik en þetta tap þýddi að þeir enda einungis með 20 stig.
Vondur dagur
Sóknarleikur Grindvíkinga var enn á ný vandi þeirra. Áttu flottan leik síðast gegn Val en í dag voru þeir á ný í miklu brasi með að komast í færi eftir að hafa náð að komast vel upp völlinn þangað til á lokaþriðjunginn kom. Í hnotskurn ástæða þess að þeir eru fallnir.
Dómarinn - 9,5
Fullkomin frammistaða hjá teyminu. Allar lykilákvarðanir réttar, fengju 10 ef erfiðleikastuðullinn væri hærri. Flottur endir á sumrinu hjá Þorvaldi.
Byrjunarlið:
Maciej Majewski
4. Rodrigo Gomes Mateo
9. Josip Zeba
11. Elias Tamburini
13. Marc Mcausland (f)
14. Diego Diz
18. Stefan Ljubicic ('56)
21. Marinó Axel Helgason
22. Primo ('77)
23. Aron Jóhannsson (f) ('68)
33. Sigurður Bjartur Hallsson

Varamenn:
24. Vladan Djogatovic (m)
4. Pálmar Sveinsson
5. Nemanja Latinovic
11. Símon Logi Thasaphong ('77)
19. Hermann Ágúst Björnsson ('68)
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('56)

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Arnar Már Ólafsson
Guðmundur Ingi Guðmundsson
Sigurvin Ingi Árnason
Helgi Þór Arason
Gunnar Guðmundsson
Srdjan Rajkovic

Gul spjöld:
Maciej Majewski ('49)
Sigurður Bjartur Hallsson ('74)

Rauð spjöld:
Marc Mcausland ('51)