Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 25. apríl 2024 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: EPA

Gleðilegt sumar. Slúðurpakkinn er kominn í hús.


Manchester United hefur áhuga á enska framherjanum Ivan Toney, 28, leikmanni Brentford. (90min)

Tottenham gæti reynt við Toney ef það er ekki mikil samkeppni um hann. (GiveMeSport)

Manchester United gæti losað sig við tólf leikmenn í sumar, þar á meðal enska sóknarmanninn Marcus Rashford, 26, og brasilíska miðjumanninn Casemiro, 32. (Mirror)

Framtíð Mauricio Pochettino hjá Chelsea stendur og fellur með því hvort hann nái að tryggja liðinu Evrópusæti á næstu leiktíð. (Times)

Chelsea er tilbúið að hlusta á tilboð frá Sádí-Arabíu í Raheem Sterling, 29. Þá gæti Marc Cucurella, 25, verið seldur. (Telegraph)

Newcastle United er að vinna kapphlaupið um Ousmane Diomande, 20, miðvörð Sporting Lisbon en hann er með 80 milljón evra riftunarákvæði í samningi sínum. (A Bola)

Tottenham er í góðri stöðu til að næla í Conor Gallagher, 24, miðjumann Chelsea þrátt fyrir áhuga Newcastle. (Football Insider)

Victor Osimhen, 25, framherji Napoli er nálægt því að ganga til liðs við PSG en það er einnig áhugi frá Chelsea. (Il Mattino)

Arsenal er orðað við Ferland Mendy, 28, varnarmann Real Madrid en Liverpool, Man Utd og Newcastle hafa einnig áhuga. (L'Equipe)

Unai Emery, stjóri Aston Villa, vill eindregið fá Nico Williams, 21, vængmann Athletic Bilbao. (GiveMeSport)

Villa fylgist vel með gangi mála hjá Crysencio Summerville, 22, vængmanni Leeds. (Football Insider)

Tottenham gæti boðið Genoa að kaupa Djed Spence, 23, sem er á láni hjá ítalska félaginu, í skiptum við íslenska landsliðsmanninn Albert Guðmundsson, 26. (Calcio Mercato)

Arsenal er tilbúið að samþykkja tilboð upp á 20-25 milljónir punda í Thomas Partey, 30, og vilja fá Douglas Luiz, miðjumann Aston Villa í staðinn. (Football Insider)

Joseph Oosting stjóri Twente er efstur á óskalista Feyenoord ef Arne Slot yfirgefur félagið til að taka við af Liverpool. (Mirror)

West Ham hefur verið í viðræðum við Julen Lopetegui í marga mánuði en samningur David Moyes rennur út í sumar. (Mundo Deportivo)

Newcastle mun kaupa Lewis Hall, 19, varnarmann Chelsea alfarið í sumar. (Football Insider)

Erik ten Hag mun fá 25% launalækkun ef hann verður áfram stjóri Man Utd þar sem félagið mun missa af Meistaradeildarsæti. (ESPN)


Athugasemdir
banner
banner
banner