Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Breiðablik
0
4
PSG
0-1 Karina Sævik '10
0-2 Formiga '17
0-3 Marie-Antoinette Katoto '28
0-4 Paulina Dudek '92
16.10.2019  -  18:30
Kópavogsvöllur
Meistaradeild kvenna - 16 liða úrslit
Dómari: Olga Zadinová (Tékklandi)
Áhorfendur: 1312
Maður leiksins: Karina Sævik
Byrjunarlið:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
Fjolla Shala
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('90)
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('87)
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
16. Alexandra Jóhannsdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
21. Hildur Antonsdóttir ('82)

Varamenn:
2. Sóley María Steinarsdóttir
4. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('90)
6. Isabella Eva Aradóttir ('82)
6. Þórhildur Þórhallsdóttir ('87)
19. Esther Rós Arnarsdóttir
24. Hildur Þóra Hákonardóttir

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Sonný Lára Þráinsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@MistRunarsdotti Mist Rúnarsdóttir
Skýrslan: Erfiður eltingaleikur gegn einu besta félagsliði heims
Hvað réði úrslitum?
PSG er einfaldlega eitt besta félagslið heims. Það hefði allt þurft að ganga á afturfótunum hjá þeim og Blikar að eiga sinn allra besta til leik til að ná stigi eða stigum í kvöld.
Bestu leikmenn
1. Karina Sævik
Sóknarmenn PSG voru hver annarri erfiðari viðureignar. Karina spilaði allan leikinn og var stórhættuleg frá upphafi til enda. Braut ísinn fyrir PSG strax á tíundu mínútu.
2. Sandy Baltimore
Hélt Blikum uppteknum í eltingaleik og gaf þeim svo höfuðverk með fjölmörgum hættulegum sendingum fyrir markið. Frábær leikmaður.
Atvikið
Rúmlega 1300 manns mættu á völlinn og stemmningin var góð. Aðdáendur PSG létu betur í sér heyra lengst af en það kviknaði heldur betur á ungum stuðningsmönnum Blika er líða tók á seinni hálfleikinn. Þau sungu og trölluðu og studdu vel við sitt lið. Þeir allra hörðustu rifu sig meira að segja úr að ofan. Gaman að því svona um miðjan október.
Hvað þýða úrslitin?
PSG er í ansi vænlegri stöðu fyrir síðari leik liðanna sem fram fer í París þann 31. október.
Vondur dagur
Pass. Boltanum var mikið dælt inn á teig hjá Blikum. Leikmenn PSG eflaust pirraðar að hafa ekki náð að skapa sér fleiri dauðafæri en það væri skrítið að tala um vondan dag eftir 4-0 sigur á útivelli. Eins voru allir leikmenn Blika að gera sitt besta, það var bara ekki nóg gegn firnasterkum andstæðingunum.
Dómarinn - 7,5
Stuðningsmenn Blika pirruðu sig í nokkur skipti og fannst dómararnir bera fullmikla virðingu fyrir gestunum. Eftir endursýningar af þeim atvikum virtist tríóið þó hafa gert rétt í öllu nema einu tilfellinu.
Byrjunarlið:
16. Christiane Endler (m)
2. Hanna Glas
4. Paulina Dudek
5. Alana Cook
7. Aminata Diallo
9. Marie-Antoinette Katoto ('45)
10. Nadia Nadim ('69)
12. Ashley Lawrence
15. Karina Sævik
21. Sandy Baltimore ('76)
24. Formiga

Varamenn:
1. Katarzyna Kledrzynek (m)
17. Eve Perisset
18. Lina Boussaha ('69)
19. Annahita Zamanian
20. Perle Morrini
23. Jordyn Huitema ('45)
27. Lea Khelifi ('76)

Liðsstjórn:
Olivier Echouafni (Þ)

Gul spjöld:
Sandy Baltimore ('49)

Rauð spjöld: