Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Þróttur R.
1
2
Valur
0-1 Elín Metta Jensen '60
0-2 Diljá Ýr Zomers '67
Linda Líf Boama '77 1-2
18.06.2020  -  19:15
Eimskipsvöllurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Dómari: Helgi Ólafsson
Maður leiksins: Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir
Byrjunarlið:
2. Sóley María Steinarsdóttir
2. Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir
6. Laura Hughes
7. Andrea Rut Bjarnadóttir
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f) ('83)
9. Stephanie Mariana Ribeiro
11. Lea Björt Kristjánsdóttir ('77)
14. Margrét Sveinsdóttir ('62)
16. Mary Alice Vignola
18. Andrea Magnúsdóttir
20. Friðrika Arnardóttir

Varamenn:
3. Mist Funadóttir
5. Jelena Tinna Kujundzic ('83)
11. Tinna Dögg Þórðardóttir
13. Linda Líf Boama ('62)
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir ('77)
29. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Þórkatla María Halldórsdóttir
Egill Atlason
Edda Garðarsdóttir

Gul spjöld:
Andrea Rut Bjarnadóttir ('25)
Laura Hughes ('25)
Sóley María Steinarsdóttir ('88)
Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir ('89)

Rauð spjöld:
@MistRunarsdotti Mist Rúnarsdóttir
Skýrslan: Íslandsmeistararnir fengu alvöru leik í Laugardalnum
Hvað réði úrslitum?
Gæðin og reynslan kláruðu dæmið fyrir Val. Leikurinn var kaflaskiptur. Valskonur byrjuðu með látum og áttu þrjú skot í tréverkið á fyrstu 13 mínútunum. Nýliðarnir stóðu af sér stórsóknirnar og voru síst síðri aðilinn út fyrri hálfleikinn. Íslandsmeistararnir mættu svo betur stilltar til leiks í seinni hálfleik, voru þolinmóðar og klókar og komust í 2-0. Þróttarar gáfust þó ekki upp og náðu að minnka muninn undir lokin. Áhorfendur fengu því spennandi leik frá upphafi til enda. Íslandsmeistararnir sýndu gæði í að klára leikinn en nýliðarnir mega vera stoltar af sinni frammistöðu þrátt fyrir tap.
Bestu leikmenn
1. Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir
Simma byrjaði á bekknum í Eyjum í fyrstu umferð en Nik þjálfari vildi reynslu og meiri kraft í loftið í kvöld. Simma svaraði kallinu vel og átti frábæran leik í hjarta varnarinnar hjá Þrótti.
2. Elín Metta Jensen
Markadrottningin skoraði markið mikilvæga sem braut ísinn fyrir Val. Hefur oft verið meira áberandi en gerði vel í að halda bolta fyrir liðið sitt og vinna tíma undir lokin. Ómetanleg fyrir Valsliðið.
Atvikið
Þróttarar vildu meina að þær hefðu skorað mark á 25. mínútu. Margrét Sveins náði þá skoti á markið eftir harða baráttu við varnarmenn Vals og Söndru markmann. Boltinn fór klárlega að einhverju leyti yfir marklínuna áður en Lillý hreinsaði en eftir að hafa séð endursýningu fór boltinn líklega ekki allur yfir línuna og því rétt að dæma ekki mark.
Hvað þýða úrslitin?
Valskonur byrja mótið af krafti og eru með 6 stig eftir tvær fyrstu umferðirnar. Nýliðarnir eru hinsvegar stigalausar.
Vondur dagur
Það voru nokkrar Valskonur sem mér fannst ekki ná sér á strik í kvöld en ég skutla þessu á systurnar Örnu og Hlín Eiríksdætur fyrir sjaldséða feila. Arna átti slaka sendingu til baka sem Linda Líf komst inní og tókst að skora upp úr. Hlín tókst svo á einhvern ótrúlegan hátt að skjóta yfir fyrir opnu marki af markteig þegar hún hefði getað lokað leiknum fyrir Val. Þá er erfitt að líta framhjá mistökum Þróttarans Andreu Magg í fyrra marki Vals.
Dómarinn - 6
Stóru atriðin virðast hafa verið rétt. Dómarar virðast oft ragir við að gefa spjöld þegar þeir dæma hjá konum en sú var ekki raunin í kvöld. Það fóru heil 7 spjöld á loft. Þar af fyrstu fjögur fyrir tuð. Gott og blessað en ég velti því fyrir mér hvort það hefði ekki verið eðlilegra ef tvö af þessum fjórum tuðspjöldum hefðu farið á loft fyrir brotin sem var mótmælt.
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
4. Guðný Árnadóttir ('45)
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('64)
10. Elín Metta Jensen
14. Hlín Eiríksdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir (f)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir ('64)
23. Fanndís Friðriksdóttir ('74)

Varamenn:
12. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
3. Arna Eiríksdóttir ('45)
9. Ída Marín Hermannsdóttir ('74)
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
15. Bergdís Fanney Einarsdóttir ('64)
17. Katla Tryggvadóttir
40. Málfríður Erna Sigurðardóttir
77. Diljá Ýr Zomers ('64)

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Eiður Benedikt Eiríksson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Thelma Guðrún Jónsdóttir
Jóhann Emil Elíasson
Kjartan Sturluson

Gul spjöld:
Elín Metta Jensen ('35)
Hlín Eiríksdóttir ('69)
Bergdís Fanney Einarsdóttir ('78)

Rauð spjöld: