Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Keflavík
2
1
Þór
Adam Ægir Pálsson '9 1-0
Helgi Þór Jónsson '28 2-0
Frans Elvarsson '31
2-1 Alvaro Montejo '49 , víti
Kian Williams '82
12.07.2020  -  16:00
Nettóvöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Hægur vindur, skúrir hiti um 11 gráður. Völlurinn blautur og flottur
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Maður leiksins: Sindri Kristinn Ólafsson
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson
4. Nacho Heras
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson
7. Davíð Snær Jóhannsson
10. Kian Williams
11. Helgi Þór Jónsson
16. Sindri Þór Guðmundsson
23. Joey Gibbs
24. Adam Ægir Pálsson ('74)
25. Frans Elvarsson (f)

Varamenn:
12. Þröstur Ingi Smárason (m)
3. Andri Fannar Freysson
6. Ólafur Guðmundsson
8. Ari Steinn Guðmundsson
10. Dagur Ingi Valsson
18. Cezary Wiktorowicz
28. Ingimundur Aron Guðnason ('74)

Liðsstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason

Gul spjöld:
Frans Elvarsson ('24)
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson ('48)
Kian Williams ('59)

Rauð spjöld:
Frans Elvarsson ('31)
Kian Williams ('82)
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
Skýrslan: Karaktersigur 9 Keflvíkinga á Þór
Hvað réði úrslitum?
Barátta Keflvíkinga og lukkan sem henni fylgdi. Það hjálpaði líka að vera 2-0 yfir en róðurinn varð þungur eftir að Þórsarar minnkuðu munin í upphafi síðari hálfleiks og hvað þá þegar Keflvíkingar voru orðnir tveimur færri. En vinnusemi skilar oft árángri og þess nutu Keflvíkingar í dag. Þórsarar mega samt alveg vera svekktir því þeir fengu færinn til að jafna en þeir nýttu þau ekki og því fór sem fór.
Bestu leikmenn
1. Sindri Kristinn Ólafsson
Varði nokkrum sinnum glæsilega í leiknum og stýrði öftustu línu vel. Að vera markvörður í liði sem er manni færri og hvað þá tveimur verður alltaf áskorun en Sindri var yfirvegaður í sínum leik og að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins.
2. Rúnar Þór Sigurgeirsson
Ég gæti sett allt Keflavíkurliðið sem var á vellinum síðustu 10 hér inn. Menn fórnuðu sér í allt og ætluðu sér stigin þrjú. Adam Ægir Pálsson með mark og stoðsendingu fær líka sérstak shoutout hjá en hann gerði vel í báðum mörkum Keflavíkur og tók þátt í skítavinnunni sem fylgir því að vera manni færri með miklum myndarbrag eins og reyndar allt Keflavíkurliðið. Þótt Rúnar sé tekin út fyrir sviga er þessi reitur Keflavíkurliðsins alls.
Atvikið
Fyrsta mark leiksins var áhugavert. Virtist eiga vera auðveldur bolti fyrir Aron Birki í marki Þórs en boltinn hreinlega lak úr höndunum á honum og í netið. Reyndist dýrkeypt þegar upp var staðið.
Hvað þýða úrslitin?
Keflavík lyftir sér upp í 3.sætið með 10 stig fyrir ofan Leikni á markatölu. Þórsarar sitja í því 5. með 9 stig.
Vondur dagur
Aron Birkir gerir slæm mistök í fyrsta marki Keflavíkur en átti nokkrar góðar vörslur eftir það og verður seint sakaður einn um tapið. Þórsarar voru sömuleiðis og skapa sér færi fram á við en frammistaða Sindra í marki Keflavíkur sem og fórnfýsi útileikmanna Keflavíkur sem hentu sér fyrir boltann þegar þess þurfti komu í veg fyrir að þeir fengju eitthvað úr þessum leik svo það er erfitt að tala um vondan dag. Ég held samt að Frans Elvarssyni og hvað þá Kian Williams hafi ekki liðið neitt sérstaklega vel að horfa á leikinn eftir að þeim var vikið af velli en á endanum kom það ekki að sök.
Dómarinn - 6
Gunnar Freyr Róbertsson átti bara heilt yfir ágætan dag. Ekkert frábær en ekkert slæmur heldur. Auðvitað atvik sem gera má betur í en engin er fullkominn.
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
Sveinn Elías Jónsson ('67)
4. Hermann Helgi Rúnarsson ('67)
5. Loftur Páll Eiríksson
6. Ólafur Aron Pétursson
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson ('74)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
14. Jakob Snær Árnason
16. Jakob Franz Pálsson ('89)
24. Alvaro Montejo
30. Bjarki Þór Viðarsson

Varamenn:
28. Halldór Árni Þorgrímsson (m)
2. Elmar Þór Jónsson
9. Jóhann Helgi Hannesson ('67)
15. Guðni Sigþórsson ('67)
18. Izaro Abella Sanchez ('74)
25. Aðalgeir Axelsson

Liðsstjórn:
Páll Viðar Gíslason (Þ)
Kristján Sigurólason
Sölvi Sverrisson
Birkir Hermann Björgvinsson
Gestur Örn Arason
Stefán Ingi Jóhannsson

Gul spjöld:
Hermann Helgi Rúnarsson ('62)
Alvaro Montejo ('90)

Rauð spjöld: