Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Þróttur R.
0
3
ÍBV
0-1 Jón Jökull Hjaltason '57
0-2 Jack Lambert '78
0-3 Róbert Aron Eysteinsson '89
26.09.2020  -  14:00
Eimskipsvöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Rigning og vindur til skiptis, stundum bæði
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Áhorfendur: Ekki of margir
Maður leiksins: Jón Jökull Hjaltason (ÍBV)
Byrjunarlið:
1. Franko Lalic (m)
Magnús Pétur Bjarnason ('87)
5. Atli Geir Gunnarsson
7. Daði Bergsson (f) ('14)
9. Esau Rojo Martinez
10. Guðmundur Axel Hilmarsson
14. Lárus Björnsson ('77)
15. Gunnlaugur Hlynur Birgisson
18. Tyler Brown ('87)
22. Oliver Heiðarsson
23. Guðmundur Friðriksson
33. Hafþór Pétursson

Varamenn:
1. Sveinn Óli Guðnason (m)
3. Árni Þór Jakobsson ('87)
6. Birkir Þór Guðmundsson ('14) ('46)
8. Sölvi Björnsson ('87)
20. Djordje Panic ('77)

Liðsstjórn:
Gunnar Guðmundsson (Þ)
Jóhann Gunnar Baldvinsson
Baldvin Már Baldvinsson
Baldur Hannes Stefánsson
Srdjan Rajkovic
Páll Steinar Sigurbjörnsson
Sigurður Már Birnisson

Gul spjöld:
Tyler Brown ('47)
Oliver Heiðarsson ('65)
Baldur Hannes Stefánsson ('74)

Rauð spjöld:
@Hilmarjokull Hilmar Jökull Stefánsson
Skýrslan: Þróttur komið í fallsæti
Hvað réði úrslitum?
Léleg spilamennska í seinni hálfleik varð Þrótturum að falli en eftir fyrsta mark ÍBV sem kom eftir rúman tíu mínútna leik í seinni hálfleik þá voru Þróttur varla með. Mættu lítið á Eyjamenn, þorðu ekki að spila sig út úr fyrstu pressu og gáfu boltann mest megnis aftur á Eyjapeyjana þegar þeir unnu boltann.
Bestu leikmenn
1. Jón Jökull Hjaltason (ÍBV)
Jón Jökull var mjög góður í dag. Hann spilaði á miðjunni og var duglegur að tengja spilið upp úr vörninni við bæði sóknarmenn og kantmenn. Skoraði, lagði upp og hélt hreinu, væntanlega helvíti sáttur með sína frammistöðu þessi ungi Eyjapeyji.
2. Jack Lambert (ÍBV)
Englendingurinn kom inn á í stöðunni 0-1 fyrir hans liði en þá voru 20 mínútur eftir af leiknum. Á þessum 20 mínútum tókst Lambert að skora mark og aðstoða við það að kaffæra Þrótturum alveg. Flott innkoma. Einnig er vert að nefna Róbert á miðju ÍBV sem var stórfínn í leiknum og setti síðasta naglann í kistu Þróttara þegar hann skoraði þriðja mark leiksins.
Atvikið
Hálfleikurinn. Bæði lið virtust senda ný lið út á völl í seinni hálfleik því leikurinn var allt annar eftir helmingaskiptin á 45. mínútu. Þróttur sá ekki til sólar og ÍBV voru mjög góðir í seinni hálfleik.
Hvað þýða úrslitin?
Eins og fyrirsögnin segir þá er útlitið orðið heldur svart fyrir Laugdælinga en eftir leiki dagsins er liðið í 11. sæti Lengjudeildarinnar. Þróttarar eru með 12 stig eftir 18 leiki, mínus 22 í markatölu og bara 15 mörk skoruð en það er einmitt þetta síðastnefnda sem sendir liðið í fallsæti þar sem að þeir eru jafnir Leikni Fáskrúðsfirði að stigum og markatölu, en með færri mörk skoruð. Fyrir Eyjamenn þá heldur þetta lífi í veikri von þeirra á sæti í Pepsi Max deildinni 2021 en liðið er ennþá sex stigum á eftir Leikni og Fram, þegar fjórar umferðir eru eftir af mótinu.
Vondur dagur
Tyler Brown var ágætur í fyrri hálfleik og þá sérstaklega sóknarlega en varnarleikurinn sem maðurinn bauð upp á í seinni hálfleik var ekki til útflutnings (eða innflutnings?). Tyler átti að gera betur í fyrra marki Jack Lambert og svo hefði ábyggilega ekki skemmt fyrir Þrótturum ef hann hefði aðeins hlaupið í seinni hálfleiknum.
Dómarinn - 9
Gunnar Oddur gerði enga feila í leiknum frekar en hans aðstoðarmenn. Lét leikinn fljóta ágætlega og gaf spjöld á réttum stað og réttri stund. Alltaf gaman þegar umræðan eftir leiki getur 0% snúist að dómurunum og 100% að fótboltanum sem var spilaður á vellinum.
Byrjunarlið:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon ('71)
3. Felix Örn Friðriksson
5. Jón Ingason
6. Jón Jökull Hjaltason
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
9. Sito ('71)
10. Gary Martin ('88)
17. Róbert Aron Eysteinsson
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson
32. Bjarni Ólafur Eiríksson

Varamenn:
21. Birkir Haraldsson (m)
4. Jack Lambert ('71)
11. Víðir Þorvarðarson
12. Eyþór Orri Ómarsson
18. Eyþór Daði Kjartansson
19. Breki Ómarsson ('88)

Liðsstjórn:
Jonathan Glenn (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Ian David Jeffs
Elías J Friðriksson
Þorsteinn Magnússon
Óskar Snær Vignisson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: