Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   sun 04. janúar 2026 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Slúðurpakki dagsins er kominn í hús. Sandro Tonali, Kobbie Mainoo, Rodri, Morgan Rogers, Carlos Baleba og fleiri koma við sögu.

Chelsea fylgistmeð Sandro Tonali, miðjumanni Newcastle, en félagið ætlar að gera tilboð í hann næsta sumar. (Football Insider)

Napoli hefur áfram áhuga á Kobbie Mainoo, 20, miðjumanni Man Utd. Ítalska getur aðeins fengið hann ef félaginu tekst að losa sig við Noa Lang, 26. (La Gazzetta dello Sport)

Real Madrid heldur áfram að fylgjast með Rodri, 29, en mun ekki gera tilboð fyrr en næsta sumar þegar hann er á sínu síðasta ári hjá Man City. (Marca)

Chelsea er að undirbúa 130 milljón punda tilboð í Morgan Rogers, 23, miðjumann Aston Villa. (Fichhajes)

Aston Villa hefur áhuga á Omar Marmoush, 26, egypskum vængmanni Man City en hann hefur ekki átt fast sæti hjá City. (Teamtalk)

Jahmai Simpson-Pusey, 20, varnarmaður Man City, er á leiðinni til Köln á láni. (Sun)

Udinese hefur hafnað 20 evru tilboði frá Fulham í franska miðjumanninn Arthur Atta, 22. (Fabrizio Romano)

Barcelona er að vinna kapphlaupið um Dusan Vlahovic, 25, framherja Juventus. Samningur hans rennur út næsæta sumar en Milan og Bayern hafa einnig áhuga á honum. (La Gazzetta dello Sport)

Man City er með í kapphlaupinu um Mathys Detourbet, 18 ára leikmann Troyes. Félagið er í baráttu við Roma og Mónakó. (L'Equipe)

Harry Amass, 18, varnarmaður Man Utd, gæti rifið lánssamningi sínum við Sheffield Wednesday til að fara til Stoke út tímabilið. (Sun)

Liverpool hefur blandað sér í baráttuna við Man Utd og Tottenham um Carlos Baleba, 22 ára miðjumann Brighton. (CaughtOffside)

Liverpool hefur hins vegar hætt að eltast við Sven Botman, 25, varnarmann Newcastle vegna áhyggna af viðvarandi meiðslavandræðum hans. (Chronicle)

Tottenham fylgist með Christos Tzolis, 23, vængmanni Club Brugge. (Teamtalk)

Frankfurt mun borga 1.5 milljón evra til að fá Arnaud Kalimuendo á láni frá Nottingham Forest. Frankfurt getur einnig fest kaup á honum fyrir 27 milljónir evra. (Florian Plettenberg)

Matteo Guendouzi, 26, miðjumaður Lazio, er á óskalista tveggja úrvalsdeildarfélaga en Fenerbahce er fyrsta liðið til að gera tilboð upp á 27 milljónir evra. (L'Equipe)

Roma vill endurbyggja sóknarlínuna sína í næstu tveimur gluggum. Federico Chiesa, 28, vængmaður Liverpool, er á óskalistanum. (Corriere dello Sport)

Coventry hefur áhuga á Romain Esse, tvítugum vængmanni Crystal Palace. Kaup Palace á Brennan Johnson frá Tottenham gætu orðið til þess að Esse yfirgefi félagið. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner