Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Breiðablik
9
0
Fylkir
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir '27 1-0
Tiffany Janea Mc Carty '31 2-0
Karitas Tómasdóttir '43 3-0
Hafrún Rakel Halldórsdóttir '54 4-0
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir '64 5-0
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir '70 6-0
Birta Georgsdóttir '77 7-0
Birta Georgsdóttir '82 8-0
Agla María Albertsdóttir '86 9-0
04.05.2021  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-Max deild kvenna
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Maður leiksins: Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
0. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir ('84)
0. Ásta Eir Árnadóttir ('46)
0. Karitas Tómasdóttir ('74)
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir (f)
8. Heiðdís Lillýardóttir
16. Tiffany Janea Mc Carty ('69)
18. Kristín Dís Árnadóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('74)
24. Hildur Þóra Hákonardóttir

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
6. Þórhildur Þórhallsdóttir ('74)
10. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('46)
21. Hildur Antonsdóttir
23. Vigdís Edda Friðriksdóttir ('74)
27. Selma Sól Magnúsdóttir
28. Birta Georgsdóttir ('69)
31. Ísafold Þórhallsdóttir ('84)

Liðsstjórn:
Ólafur Pétursson (Þ)
Vilhjálmur Kári Haraldsson (Þ)
Fjolla Shala
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Særún Jónsdóttir
Aron Már Björnsson
Úlfar Hinriksson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@MistRunarsdotti Mist Rúnarsdóttir
Skýrslan: Blikar bombuðu í níu í fyrsta leik
Hvað réði úrslitum?
Ef undan er skilinn örlítill hrollur í upphafi leiks var Blikalestin í fluggír. Eftir að Blikar komust yfir koðnaði Fylkisliðið hratt niður og lokakafli leiksins var hreint skelfilegur af þeirra hálfu. Andleysið var algjört og skipulagið löngu fokið. Á meðan nutu flinkir Blikar þess að ganga á lagið og raða inn mörkum.
Bestu leikmenn
1. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
Það var engin spenntari að hefja leik í Pepsi Max heldur en Áslaug Munda sem missti af bróðurhluta síðasta tímabils vegna meiðsla og veikinda. Leikmaðurinn fjölhæfi leysti hægri kantstöðuna í dag og gerði það frábærlega. Áslaug Munda ógnaði trekk í trekk með hraða sínum og eitruðum skotfæti. Skoraði tvö mörk og lagði upp annað.
2. Andrea Rán Snæfeld
Það er hart barist um þennan titil og að minnsta kosti 10 Blikar sem gera tilkall. Andrea Rán fær heiðurinn. Nýkomin frá Frakklandi og var framúrskarandi á miðjunni. Átti stóran þátt í því hvernig Blikar tóku yfir leikinn.
Atvikið
Mörk breyta leikjum og Áslaug Munda ákvað að gjörbreyta þessum leik með sturluðum þrumufleyg utan teigs. Sú smellhitti boltann sem söng í netinu þegar hún skoraði fyrsta mark leiksins.
Hvað þýða úrslitin?
Ríkjandi Íslandsmeistararnir setja tóninn heldur betur með markaveislu í fyrsta leik. Fylkisliðið sem hefur verið spáð góðu gengi í sumar fer hinsvegar heim með skottið á milli lappanna eftir afar dapra frammistöðu.
Vondur dagur
Það verður líklega eitthvað um svefnleysi í Árbænum í nótt. Það er alltaf erfitt að fara á Kópavogsvöll en úrslitin og hvernig þau urðu til er áhyggjuefni. Hver einn og einasti liðsmaður á að geta betur og það er Árbæinganna að sýna það í næsta leik.
Dómarinn - 5
Fylkir hefði líklega átt að fá vítaspyrnu í stöðunni 2-0. Hefði það breytt leiknum? Líklega eitthvað þó það sé skrítið að tala um það í ljósi þess hvernig fór. Annars var ekki mikið um stórar ákvarðanir að taka.
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
0. Bryndís Arna Níelsdóttir ('53)
0. Stefanía Ragnarsdóttir
2. Valgerður Ósk Valsdóttir ('80)
5. Katla María Þórðardóttir
6. Sara Dögg Ásþórsdóttir ('56)
7. María Eva Eyjólfsdóttir
8. Hulda Hrund Arnarsdóttir
19. Helena Ósk Hálfdánardóttir
26. Þórdís Elva Ágústsdóttir (f)
28. Sæunn Björnsdóttir

Varamenn:
12. Birna Dís Eymundsdóttir (m)
3. Íris Una Þórðardóttir
4. María Björg Fjölnisdóttir ('56)
9. Guðrún Karítas Sigurðardóttir
10. Berglind Baldursdóttir ('53)
18. Erna Sólveig Sverrisdóttir
22. Sigrún Salka Hermannsdóttir
31. Emma Steinsen Jónsdóttir ('80)

Liðsstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
Þorsteinn Magnússon
Oddur Ingi Guðmundsson
Ágúst Aron Gunnarsson
Halldór Steinsson

Gul spjöld:
Sara Dögg Ásþórsdóttir ('32)

Rauð spjöld: