Kópavogsvöllur
laugardagur 24. júlí 2021  kl. 16:00
Pepsi-Max deild kvenna
Dómari: Jóhann Gunnar Guðmundsson
Áhorfendur: 110
Maður leiksins: Karitas Tómasdóttir
Breiðablik 2 - 1 Selfoss
0-0 Brenna Lovera ('19, misnotað víti)
1-0 Agla María Albertsdóttir ('77, víti)
1-1 Bergrós Ásgeirsdóttir ('79)
2-1 Taylor Marie Ziemer ('81)
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('39)
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
14. Chloé Nicole Vande Velde ('67)
16. Tiffany Janea Mc Carty ('67)
17. Karitas Tómasdóttir ('90)
18. Kristín Dís Árnadóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('90)
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
9. Taylor Marie Ziemer ('67)
19. Birta Georgsdóttir ('90)
21. Hildur Antonsdóttir ('67)
23. Vigdís Edda Friðriksdóttir ('90)
24. Hildur Þóra Hákonardóttir ('39)

Liðstjórn:
Ólafur Pétursson (Þ)
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Aron Már Björnsson
Úlfar Hinriksson
Vilhjálmur Kári Haraldsson (Þ)
Hildur Kristín Sveinsdóttir

Gul spjöld:
Kristín Dís Árnadóttir ('92)

Rauð spjöld:
@arnardadi Arnar Daði Arnarsson
Skýrslan
Hvað réði úrslitum?
Þegar stórt er spurt. Þetta var ótrúlegur kafli í leiknum þar sem öll þrjú mörk leiksins komu á stuttum tíma. Ætli einstaklingsgæði í liði Breiðabliks hafi ekki hjálpað til en það er klisja sem oft er hægt að nota. Það var algjör óþarfi hjá Selfossi að tapa þessum leik en það er ekki spurt af því.
Bestu leikmenn
1. Karitas Tómasdóttir
Virkilega öflug í dag. Átti þátt í því að brjóta ísinn í dag þegar brotið var á henni innan teigs í aðdraganda fyrsta mark Breiðabliks.
2. Telma Ívarsdóttir
Fyrir það að hafa varið víti í fyrri hálfleik færir henni þann titil var að næst besti leikmaður leiksins. Varði víti frá Brenna Lovera í fyrri hálfleik sem hafði mikil áhrif á leikinn. Gerði mistök í aðdraganda vítisins en bjargaði sér fyrir horn.
Atvikið
Bæði lið fengu víti í leiknum. Breiðablik nýtti sitt á meðan Selfoss gerði það ekki. Þegar upp er staðið, skipti það gríðarlega miklu máli í leiknum.
Hvað þýða úrslitin?
Breiðablik skilur Selfoss nú níu stigum á eftir sér þegar einungis sex leikir eru eftir af deildinni. Breiðablik heldur áfram að elta Val sem er á toppi deildarinnar með tveggja stiga forskot.
Vondur dagur
Brenna Lovera átti alls ekki sinn besta leik í dag. Ekki bara að brenna af víti í fyrri hálfleik þá voru móttökur hennar í leiknum oft á tíðum slakar og hún komst í lítinn takt við leikinn.
Dómarinn - 6
Allt í lagi, ekkert spes. Erfiðleikastigið ekki hátt en fékk þó kvartanir frá báðum liðum oft á tíðum í leiknum. Báðir vítaspyrnudómarnir voru virkilega soft.
Byrjunarlið:
13. Guðný Geirsdóttir (m)
6. Bergrós Ásgeirsdóttir
9. Eva Núra Abrahamsdóttir
10. Barbára Sól Gísladóttir
11. Anna María Bergþórsdóttir ('77)
15. Unnur Dóra Bergsdóttir
21. Þóra Jónsdóttir ('83)
22. Brenna Lovera
23. Emma Kay Checker
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir
27. Caity Heap

Varamenn:
1. Benedicte Iversen Haland (m)
2. Brynja Líf Jónsdóttir
3. Emilía Torfadóttir
8. Katrín Ágústsdóttir ('83)
17. Íris Embla Gissurardóttir
18. Magdalena Anna Reimus ('77)

Liðstjórn:
Erna Guðjónsdóttir
Elías Örn Einarsson
Svandís Bára Pálsdóttir
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Óttar Guðlaugsson (Þ)
Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir

Gul spjöld:
Unnur Dóra Bergsdóttir ('64)
Eva Núra Abrahamsdóttir ('93)

Rauð spjöld: