Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Breiðablik
4
0
Víkingur R.
Jason Daði Svanþórsson '34 1-0
Jason Daði Svanþórsson '38 2-0
Viktor Örn Margeirsson '48 3-0
Gísli Eyjólfsson '55 4-0
02.08.2021  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Topp aðstæður
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 658
Maður leiksins: Jason Daði Svanþórsson
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('43)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
10. Kristinn Steindórsson ('68)
11. Gísli Eyjólfsson ('75)
14. Jason Daði Svanþórsson ('68)
21. Viktor Örn Margeirsson
24. Davíð Örn Atlason ('68)
25. Davíð Ingvarsson

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
9. Thomas Mikkelsen ('68)
10. Árni Vilhjálmsson ('68)
18. Finnur Orri Margeirsson ('68)
19. Sölvi Snær Guðbjargarson ('75)
29. Arnar Númi Gíslason
30. Andri Rafn Yeoman ('43)

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Ólafur Pétursson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Alex Tristan Gunnþórsson

Gul spjöld:
Oliver Sigurjónsson ('61)
Jason Daði Svanþórsson ('66)

Rauð spjöld:
@AddiLauf Arnar Laufdal Arnarsson
Skýrslan: Blikar nýttu færin en Víkingur ekki
Hvað réði úrslitum?
Færanýtingin í fyrri hálfleik réði nánast úrslitum en Víkingar hefðu getað verið 2-0 yfir í fyrri hálfleik en nýttu ekki færin sín áður en Jason Daði skoraði tvö mörk á skömmum tíma seint í fyrri hálfleik. Eftir það var þetta einstefna og Blikarnir sylgdu þessu örugglega heim.
Bestu leikmenn
1. Jason Daði Svanþórsson
Tvö mörk og stoðsending í dag og hljóp eins og óður maður! Tölfræðin talar sínu máli.
2. Viktor Örn Margeirsson
Frábær í vörninni í dag, skorar frábært skallamark og skallaði alla bolta frá og var virkilega öruggur í sínum aðgerðum.
Atvikið
Færi Helga Guðjóns eftir 10 sekúndna leik hefði getað breytt leiknum verulega en það var sannkallað dauðafæri. Hefði verið áhugavert að sjá hvernig leikurinn hefði þróast ef Víkingar hefðu komist yfir eftir 10 sek.
Hvað þýða úrslitin?
Blikarnir fara í 3. sæti með 26 stig eftir 14 leiki spilaða og eru aðeins þremur stigum frá Víkingum og Blikar eiga leik til góða á þá. Víkingar sitja ennþá í 2. sæti með 29 stig og eru aðeins stigi á eftir Val en Valur á leik inni.
Vondur dagur
Helgi Guðjónsson sást lítið í leiknum og komst ekkert í takt við leikinn. Eftir tíu sekúndur fékk Helgi besta færi Víkinga, sannkallað dauðafæri en nýtti það ekki. Það sást það vantaði nærveru Nikolaj Hansen. Helga var svo skipt út af eftir 50 mínútna leik.
Dómarinn - 7
Elli var bara ansi flottur í dag og það var ekkert út á hann að segja, engar stórar ákvarðannir sem hann þurfti að takast á við og var bara með góð tök á leiknum.
Byrjunarlið:
Sölvi Ottesen ('81)
Kári Árnason
Þórður Ingason
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason
9. Helgi Guðjónsson ('50)
10. Pablo Punyed
17. Atli Barkarson
20. Júlíus Magnússon (f) ('50)
77. Kwame Quee ('60)
80. Kristall Máni Ingason

Varamenn:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson ('50)
11. Adam Ægir Pálsson ('60)
11. Stígur Diljan Þórðarson
12. Halldór Smári Sigurðsson ('81)
27. Tómas Guðmundsson
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('50)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Einar Guðnason
Guðjón Örn Ingólfsson
Jón Ragnar Jónsson

Gul spjöld:
Pablo Punyed ('37)
Arnar Gunnlaugsson ('87)

Rauð spjöld: