Domusnovavöllurinn
mánudagur 04. júlí 2022  kl. 19:15
Besta-deild karla
Dómari: Þorvaldur Árnason
Maður leiksins: Birgir Baldvinsson
Leiknir R. 1 - 0 ÍA
1-0 Mikkel Jakobsen ('65)
Kaj Leo Í Bartalstovu, ÍA ('94)
Maciej Makuszewski, Leiknir R. ('95)
Myndir: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Byrjunarlið:
22. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
5. Daði Bærings Halldórsson ('64)
7. Maciej Makuszewski
9. Mikkel Dahl ('81)
10. Kristófer Konráðsson ('64)
11. Brynjar Hlöðversson
15. Birgir Baldvinsson
18. Emil Berger
23. Dagur Austmann
80. Mikkel Jakobsen ('90)

Varamenn:
12. Bjarki Arnaldarson (m)
14. Sindri Björnsson ('64)
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('81)
19. Jón Hrafn Barkarson
21. Róbert Hauksson ('64)
24. Loftur Páll Eiríksson
28. Arnór Ingi Kristinsson ('90)

Liðstjórn:
Valur Gunnarsson
Gísli Friðrik Hauksson
Sólon Breki Leifsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Hlynur Helgi Arngrímsson
Davíð Örn Aðalsteinsson
Halldór Geir Heiðarsson

Gul spjöld:
Birgir Baldvinsson ('57)
Róbert Hauksson ('80)
Hlynur Helgi Arngrímsson ('83)

Rauð spjöld:
Maciej Makuszewski ('95)


@saebjornth Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skýrslan
Hvað réði úrslitum?
Það kviknaði á Leiknismönnum eftir um klukkutíma leik og liðið átti kafla þar sem það tók yfir leikinn, skoraði og ógnaði meira í kjölfarið. ÍA var alls ekki verra liðið fram að því en nýtti ekki sín færi og hálf færi. Leikurinn var engin flugeldasýning og var ekkert sérstaklega mikið fyrir augað.
Bestu leikmenn
1. Birgir Baldvinsson
Átti virkilega fínan dag í vinstri bakverðinum í kvöld, bæði varnar- og sóknarlega.
2. Viktor Freyr Sigurðsson
Varði allt sem kom á markið og var öruggur í sínum aðgerðum. Brynjar Hlöðversson og Makuszewski gera einnig tilkall í þetta box.
Atvikið
Sigurmarkið og svo rauðu spjöldin. Wout Droste var óheppinn að sending Mikkel Dahl hrökk af honum til Mikkel Jakobsen sem gerði allt rétt inná teignum og kláraði í fyrsta framhjá Árna Snæ. í uppbótartíma fengu svo Kaj Leo og Makuszewski báðir rautt spjald. Kaj Leo keyrði í Birgi Baldvinsson sem ætlaði að hindra Skagamenn í að sækja hratt og Makuszewski fór svo eitthvað í Kaj Leo í kjölfarið.
Hvað þýða úrslitin?
Fyrsti sigur Leiknis í tæplega ellefu mánuði í mótsleik. Þeir unnu síðast þann 8. ágúst á síðasta ári! Fyrsti sigur Leiknis í Bestu deildinni og liðið þar með það næstsíðasta til að vinna leik í deildinni. Eitt stig skilur liðin núna að í 10. og 11. sæti - ÍA með stigi meira. ÍA hefur ekki unnið síðan í 2. umferð þegar liðið lagði Víking.
Vondur dagur
Kaj Leo gerði lítið eftir að hann kom inná og fékk svo rautt fyrir pirring í uppbótartíma. Ekkert sérstaklega gáfulegt en nær nú vonandi að ná sér 100% fyrir þarnæsta leik ÍA.
Dómarinn - 7,5
Fannst leikurinn nokkuð vel dæmdur. Spurning með rauða spjaldið á Makuszewski og brotið þegar Birgir fékk gult spjald. Bæði lið vildu fá víti en held að Þorvaldur hafi metið þau atvik rétt.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
3. Johannes Vall
4. Oliver Stefánsson ('46)
5. Wout Droste ('70)
6. Jón Gísli Eyland Gíslason
10. Steinar Þorsteinsson (f)
16. Brynjar Snær Pálsson
17. Gísli Laxdal Unnarsson
18. Aron Bjarki Jósepsson ('46)
19. Eyþór Aron Wöhler ('66)
22. Benedikt V. Warén ('81)

Varamenn:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
11. Kaj Leo Í Bartalstovu ('66)
20. Guðmundur Tyrfingsson ('81)
21. Haukur Andri Haraldsson
23. Ingi Þór Sigurðsson ('70)
24. Hlynur Sævar Jónsson ('46)
39. Kristian Lindberg ('46)

Liðstjórn:
Aron Ýmir Pétursson
Jón Þór Hauksson (Þ)
Daníel Þór Heimisson
Skarphéðinn Magnússon
Bjarki Sigmundsson
Hallur Freyr Sigurbjörnsson
Guðlaugur Baldursson

Gul spjöld:
Gísli Laxdal Unnarsson ('45)
Benedikt V. Warén ('73)
Oliver Stefánsson ('94)

Rauð spjöld:
Kaj Leo Í Bartalstovu ('94)