Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Í BEINNI
Besta-deild karla
Vestri
1' 0
0
Afturelding
Fylkir
2
0
Selfoss
Benedikt Daríus Garðarsson '37 1-0
Pablo Aguilera Simon '68 2-0
09.05.2025  -  19:30
tekk VÖLLURINN
Lengjudeild karla
Aðstæður: Minnir fátt á sumarið veðurfarslega.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 517
Maður leiksins: Pablo Aguilera Simon
Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
5. Orri Sveinn Segatta
7. Tumi Fannar Gunnarsson
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
9. Eyþór Aron Wöhler
11. Pablo Aguilera Simon
17. Birkir Eyþórsson ('72)
19. Arnar Númi Gíslason ('84)
20. Theodór Ingi Óskarsson ('84)
70. Guðmundur Tyrfingsson ('32)
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
12. Hilmar Þór Kjærnested Helgason (m)
3. Arnór Breki Ásþórsson ('84)
10. Benedikt Daríus Garðarsson ('32)
13. Þórður Ingi Ingimundarson
14. Þorkell Víkingsson
34. Guðmar Gauti Sævarsson ('84)
77. Bjarki Steinsen Arnarsson ('72)
- Meðalaldur 22 ár

Liðsstjórn:
Árni Freyr Guðnason (Þ)
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Daði Ólafsson
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Arnór Gauti Brynjólfsson
Ágúst Aron Gunnarsson
Ólafur Engilbert Árnason

Gul spjöld:
Pablo Aguilera Simon ('75)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
Skýrslan: Augljós gæðamunur er Fylkir lagði Selfoss
Hvað réði úrslitum?
Einfalda svarið er stigsmunur á liðunum. Fylkismenn sýndu í kvöld að þeir eru skrefi framar gestunum frá Selfossi sem stendur á flestum sviðum fótbolta og tóku verðskuldað þrjú stig með sér inn í klefa. Ákafinn í þeirra leik var meiri, tempóið hærra, sendingarnar betri og nákvæmari og hugmyndaflugið var meira.
Bestu leikmenn
1. Pablo Aguilera Simon
Kom skemmtilega út í leiknum. Spilaði nokkuð frjálsa rullu fyrir aftan fremstu menn og var stöðugt að leita að plássi í millisvæðinu og fann það oftar en ekki. Gerði virkilega vel að vinna boltann í markinu sínu og kláraði enn betur.
2. Ragnar Bragi Sveinsson
Er Ragnar Bragi besti leikmaður Lengjudeildarinnar? Hann allavega átti miðju vallarins með öllu í kvöld. Hleypti ekki nokkrum manni fram hjá og skilaði boltanum vel af sér fram á við.
Atvikið
Seinna mark Fylkismanna drap svolítið leikinn og von gestaliðsins. 1-0 staða var alltaf óþægileg fyrir heimamenn í Fylki og aðeins eitt augnablik hefði getað breytt öllu. Augnablikið féll þó Fylkismanna þegar Pablo vinnur boltann við vítateig Selfoss. Kemur sér einn gegn Blakala og skorar með yfirveguðum hætti og slökkti þann litla vonarneista sem bjó í Selfossliðinu.
Hvað þýða úrslitin?
Fylkismenn fara í fjögur stig og eru í hópi liða á toppi deildarinnar með sama stigafjölda. Selfoss áfram með þrjú stig og sitja í sjötta sæti.
Vondur dagur
Það var svo sem vitað að gestirnir myndu freista þess að sitja djúpt og freista þess að beita skyndisóknum á erfiðum útivelli. Náðu einni góðri í blábyrjun leiks en eftir það voru sóknaraðgerðir þeirra fáar og ansi langt á milli þeirra. Sem dæmi rekur mig ekki minni í að þeir hafi átt tilraun að marki Fylkis í síðari hálfleik fyrr en komið var fram í uppbótartíma.
Dómarinn - 8
Setti spurningamerki i lýsingu hvort að Fylkir hefði mögulega átt að fá vítaspyrnu. Ég get ekki séð það svo vel sé í útsendingu frá leiknum. Ívar sjálfur var vel staðsettur og fljótur að taka ákvörðun og tel ég talsvert meiri líkur en minni að sú ákvörðun hafi verið rétt. Annars fínasti leikur hjá teyminu í kvöld.
Byrjunarlið:
1. Robert Blakala (m)
2. Ívan Breki Sigurðsson ('69)
4. Alexander Berntsson
5. Jón Vignir Pétursson (f) ('83)
6. Daði Kolviður Einarsson
7. Harley Willard ('69)
8. Raúl Tanque ('83)
11. Alfredo Ivan Sanabria
21. Frosti Brynjólfsson
28. Eysteinn Ernir Sverrisson
32. Aron Lucas Vokes
- Meðalaldur 24 ár

Varamenn:
12. Arnór Elí Kjartansson (m)
3. Reynir Freyr Sveinsson
15. Alexander Clive Vokes ('69)
17. Brynjar Bergsson ('69)
18. Dagur Jósefsson
20. Elvar Orri Sigurbjörnsson ('83)
24. Guðmundur Stefánsson ('83)
- Meðalaldur 20 ár

Liðsstjórn:
Bjarni Jóhannsson (Þ)
Ingi Rafn Ingibergsson
Þorkell Ingi Sigurðsson
Arnar Helgi Magnússon
Heiðar Helguson
Helgi Bárðarson
Halldór Rafn Halldórsson

Gul spjöld:
Raúl Tanque ('30)

Rauð spjöld: