Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   lau 10. maí 2025 10:55
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea í viðræðum um Leao - Markvörður Espanyol færist nær Arsenal
Powerade
Rafael Leao gæti verið á leið til Englands
Rafael Leao gæti verið á leið til Englands
Mynd: EPA
Saliba er í viðræðum við Arsenal um nýjan samning
Saliba er í viðræðum við Arsenal um nýjan samning
Mynd: EPA
Fer Jobe Bellingham til Dortmund?
Fer Jobe Bellingham til Dortmund?
Mynd: EPA
Chelsea ætlar að halda áfram að styrkja ungan leikmannahóp sinn, William Saliba er í viðræðum við Arsenal um nýjan samning og þá gæti Jobe Bellingham verið á leið til Þýskalands. Þetta og margt fleira í Powerade-slúðurpakka dagsins.

Chelsea hefur opnað viðræður við AC Milan um portúgalska vængmanninn Rafael Leao (25) en ítalska félagið er reiðubúið að láta hann af hendi fyrir 63,5 milljónir punda. (CaughtOffside)

Arsenal hefur hafið viðræður við franska varnarmanninn William Saliba (24) um nýjan samning, en hann hefur undanfarnar vikur verið orðaður við spænska stórveldið Real Madrid. (Athletic)

Þá er Arsenal nálægt því að ganga frá viðræðum um kaup á Joan Garcia (24), markverði Espanyol, en hann verður varamarkvörður fyrir David Raya. (Independent)

Jobe Bellingham (19), leikmaður Sunderland, gæti fetað í fótspor bróður síns Jude hjá Borussia Dortmund í Þýskalandi, en félagið er að undirbúa 25 milljóna punda tilboð í enska miðjumanninn. (Times)

Þýski miðjumaðurinn Florian Wirtz (22) hefur samþykkt að ganga í raðir Bayern München frá Bayer Leverkusen. Bayern er reiðubúið að greiða 87,1 milljón punda fyrir leikmanninn. (Bild)

Skoska félagið Rangers er að íhuga að endurráða Steven Gerrard í stjórastöðuna. Gary O'Neil, Rob Edwards og Russell Martin koma einnig til greina í starfið. (Telegraph)

Xabi Alonso vill fá Dean Huijsen (20), miðvörð Bournemouth og spænska landsliðsins, til Real Madrid í sumar, en Alonso mun líklegast taka við af Carlo Ancelotti á næstu vikum. (Talksport)

Darwin Nunez (25), framherji Liverpool og úrúgvæska landsliðsins, er á lista hjá ítalska félaginu Napoli fyrir sumarið. Hann er einn af nokkrum kostum sem Napoli er að skoða í framlínuna. (Corriere dello Sport)

Ameríski auðkýfingurinn John Textor hefur rætt við David Blitzer og Josh Harris, meðeigendur hans hjá Crystal Palace, um að kaupa meirihluta í félaginu, en hann mun fá samkeppni frá Woody Johnson, eiganda bandaríska NFL-félagsins New York Jets. (Guardian)

Liverpool mun ræða við kólumbíska vængmanninn Luis Díaz (28) um nýjan samning í sumar, en núgildandi samningur kappans rennur út árið 2027. (TBR Football)

Nottingham Forest er komið í baráttuna við Newcastle og Inter Milan um Jarrell Quansah (22), miðvörð Liverpool. (Teamtalk)

Forest hefur einnig áhuga á James McAtee (22), leikmanni Manchester City. Tottenham og Bayer Leverkusen eru einnig sögð í baráttunni. (TBR Football)
Athugasemdir
banner
banner
banner