

Vodafonevöllurinn
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Góðar. Völlurinn í maí ástandi og veðrið gott.
Dómari: Valgeir Valgeirsson
Áhorfendur: 1824
('72)
('68)
('82)
('82)
('68)
('72)
Þvílík byrjun hjá nýliðunum sem nær allir spáðu falli fyrir sumarið.
Hinsvegar afleit byrjun Vals á tímabilinu. Afleit byrjun Óla Jó. hjá nýju félagi.
Freyr Alexandersson er svalasti maðurinn í jarðarför Valsmanna á Hlíðarenda. #fotboltinet #dadbod
— Sunna Kristín (@sunnakh) May 3, 2015
Alvöru kudos á Leiknismenn. Svona á að mæta í Pepsi!
— Kristjana Arnarsd. (@kristjanaarnars) May 3, 2015
fer að vanta smið, hvað ætli að það sé langt i að óli jóh verði laus ? #fotboltinet
— Óskar G Óskarsson (@Oggi_22) May 3, 2015
MARK!Stoðsending: Ólafur Hrannar Kristjánsson
Varamaðurinn, Ólafur Hrannar kemst innfyrir vörn Vals eftir hroðalega mistök Þórð Steinars. Orri Sigurður mætir Ólafi sem sendir boltann í kjölfarið innfyrir. Hárnákvæm sending sem Hilmar Árni hleypur inn í og klárar færið vel.
3-0 dömur mínar og herrar!
Óli Jó hafði ekki trú à liðinu fyrir mót. Ætli Börkur hafi trú à honum eða liðinu? Tap à heimvelli fyrir nýliðum. Omg #fotboltinet #433
— Elvar Már Svansson (@ESvans) May 3, 2015
Einar Karl hefur tekið nánast öll föst leikatriði Vals í leiknum. Hefur verið mikið að gera hjá honum að sinna í því. Meira var það ekki.
Svona gerist þegar þjálfarinn hefur ekki trú á verkefninu og finnst sínir menn ekki góðir. Hvað endist Óli J lengi í starfinu? #fotboltinet
— Haukur V. Magnússon (@haukur80) May 3, 2015
Leiknismenn 2-0 yfir í hálfleik.
Valsmenn fá falleinkunn fyrir sína frammistöðu. Leiknismenn hafa hinsvegar staðist prófið, amk. enn sem komið er.
Elvar Páll kemst einn innfyrir vörn Valsmanna en skot hans afleitt og yfir markið. Góð sending frá Hilmari Árna innfyrir vörnina. Hafsentapar Vals steinsofandi.
Gult spjald: Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Brynjar liggur eftir en harkar þetta síðan af sér.
Breiðholtið er mætt #fotboltinet pic.twitter.com/ARmV0jcRKi
— Magnus Gudmundsson (@maggiperan) May 3, 2015
Það er ekki að sjá að Leiknismenn séu að leika sínar fyrstu mínútur í efstu deild.
Gult spjald: Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)
Spyrnan var fín, en Haukur Páll átti allan daginn að gera miklu betur og því fór sem fór.
Mikið áfall þessi byrjun fyrir Valsmenn en Leiknismenn gleðjast og mikil stemning í herbúðum Leiknismanna þessa stundina.
MARK!Haukur Páll með glórulausa bakfallspyrnu innan teigs. Hann hittir varla boltann og dettur boltinn beint fyrir fætur Sindra sem lætur vaða í fyrsta í nærhornið.
Velkomnir í Pepsi - Leiknismenn!
MARK!Stoðsending: Hilmar Árni Halldórsson
Hilmar Árni með hornspyrnuna og boltinn beint á Kolbein sem stýrir boltanum í netið með viðstöðulausu skoti.
Nýliðarnir komnir yfir - þvílik draumabyrjun!
Hilmar Árni Halldórsson með fyrstu marktilraun Leiknismanna og þarna munaði mjóu. Boltinn átti viðkomu í varnarmann Vals og boltinn rúllaði framhjá fjærstönginni. Ingvar Kale var í boltanum en náði ekki til hans.
Og Leiknismenn fengu horn.
Þeir eru talsvert fleiri í Leikni sem eru að spila sinn fyrsta leik í efstu deild.
Einar Karl tók þær báðar og sú seinni var stór hættuleg. Haukur Páll átti síðan lausan skalla sem fór framhjá fjærstönginni.
Andri Fannar með sendingu fram á Patrick Pedersen sem gerir vel heldur boltanum og reynir fyrirgjöf sem Halldór Kristinn tæklar í horn.
Þrjár mínútur í leik og mikil tilhlökkun í mannskapnum.
Lets go Leiknir !! #stoltbreiðholts pic.twitter.com/DaNIt56mPy
— damir muminovic (@damirmuminovic) May 3, 2015
Anton Ari Einarsson leikmaður Vals og Magnús Már Einarsson leikmaður Leiknis, takast hér í hendur á milli varamannaskýlanna. Þeir eru báðir varamenn sinna liða í kvöld.
Stuðningsmenn Leiknis stóðu upp og klöppuðu fyrir sínum mönnum, á sama tíma og þeir gengu til búningsherbergja.
Stór dagur fyrir alla sem hafa komið eitthvað nálægt þeim frábæra klúbb, Leikni. Til hamingju með daginn! Áfram Leiknir! #fotboltinet
— Örvar Arnarsson (@orvar05) May 3, 2015
Svei mér þá, ég er ekki frá því að það verði ágætis stemning í stúkunni.
Fleiri tengingar eru á milli þessara liða.
Kolbeinn Kárason framherji Leiknis gekk til liðs við félagsins frá Val í vetur. Hann er því mættur á sinn gamla heimavöll.
Halldór Kristinn Halldórsson varnarmaður Leiknis er kominn heim í Breiðholtið eftir nokkurra ára fjarveru. Hann lék með Val sumrin 2011 og 2012. Síðustu tvö sumur lék hann suður með sjó, með Keflavík.
Eyjólfur Tómasson stendur í rammanum hjá Leikni. Hann var á láni hjá Val seinni hluta sumars 2012.
Edvard Börkur Óttharsson vermir varamannabekk Leiknis í kvöld en hann er uppalinn hjá Val. Hann hefur þó ekki leikið með meistaraflokki Vals.
Allt klárt #leiknirreykjavik @LeiknirRvkFC pic.twitter.com/852LISspr6
— Magnus Gudmundsson (@maggiperan) May 3, 2015
Valur 1 - 2 Leiknir
Nýlíðar eiga það til að mæta á fullri ferð til leiks og Leiknismenn verða engin undantekning. Breiðhyltingarnir koma á óvart og taka þrjú stigin heim frá Hlíðarenda.
Við erum nefnilega að fara fylgjast með fyrsta leik Leiknis í efstu deild frá upphafi! Til hamingju með það Leiknir.
Það er ekki það eina sem gerir þennan leik athyglisverðan, því heimamenn í Val eru undir stjórn nýs þjálfarateymis. Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Örn Hreiðarsson eru að stýra Valsliðinu í fyrsta alvöru mótsleik en þeir tóku við liðinu í vetur af Magnúsi Gylfasyni.
('90)
('67)
('84)
('84)
('90)
