

Víkingsvöllur
Forkeppni Meistaradeildar karla
Dómari: Tomasz Musia (Pólland)
Áhorfendur: Rigning og smá gustur
Maður leiksins: Kristall Máni Ingason
('81)
('54)
('74)
('74)
('54)
('81)
('74)
('74)
Gult spjald: Ilja Antonov (Levadia Tallinn)
MARK!Stoðsending: Kristall Máni Ingason
Boltinn berst á fjærstöngina þar sem fyrirliðinn Júlíus Magnússon skorar í tómt markið.
MARK!Helgi vann boltann á vinstri kantinum, kom sér inní teig og renndi boltanum á Kristal Mána sem átti fínt skot úr góðu færi sem Vallner varði.
Boltinn barst hinsvegar til Helga sem var einn og óvaldaður við nærstöngina og hann lagði boltann auðveldlega í markið.
Helgi búinn að vera inná í þrjár mínútur.
Þeir áttu síðan aðra marktilraun og vildu fá hendi víti en Musia hristir bara hausinn og áfram gakk.
Gult spjald: Liliu (Levadia Tallinn)
Besta færi leiksins eftir hápressu sem að mér sýndist markvörður Levadia, Vallner réði ekkert við og missti boltann frá sér innan teigs.
MARK!Stoðsending: Pablo Punyed
Nikolaj gerði allt hárrétt, tók boltann á kassann og lagði hann síðan fyrir sig áður en hann lagði boltann snyrtilega í netið.
Algjör óþarfi að hafa lent undir en Víkingarnir hafa sýnt styrk sinn og gott betur en það með því að leiða í hálfleik 3-1. Engin stjörnu frammistaða og Víkingarnir eiga ennþá nóg inni.
Eistarnir gátu ekki einu sinni tekið miðjuna eftir markið. Pólverjinn flautaði nánast strax til hálfleiks eftir að Halldór Smári skoraði.
MARK!Kristall Máni átti hornspyrnu sem Nikolaj Hansen skallaði að marki. Í stað þess að reyna grípa, kýla eða slá boltann í burtu þá sparkaði Vallner boltanum í Halldór Smára og inn í markið.
Ég er ekki frá því að boltinn hafi farið í hendina á Halldóri Smára en hvað um það, markið dæmt löglegt.
Gult spjald: Mark Oliver Roosnupp (Levadia Tallinn)
Gestirnir eiga í erfiðleikum með pressu Víkinga og finna nánast enga leið til að ná upp einhverju spili upp völlinn.
Levadia spilar heimaleiki sÃna á Lé coq Stadium eða Limvangur eins og ég kalla hann. Lé coq er samt bjórtegund en ekki hinn gamli búninga framleiðandi. Góður bjór meira segja. Mæli með að fólk fari til Tallinn geggjuð Borg #fotboltinet
— Magnus Bodvarsson (@MBodvarsson) June 21, 2022
KRISTAL MANI!!!!!!!! No stopping this man, so calm with his finish 👠@vikingurfc really do deserve this lead.
— Lucas Arnold (@FotboltiLucas) June 21, 2022
MARK!Stoðsending: Davíð Örn Atlason
Kristall Máni er búinn að koma Víkingum yfir 2-1 eftir laglega fyrirgjöf frá Davíð Erni Atlasyni.
Davíð fór upp hægri vænginn, átti fyrirgjöf meðfram gervigrasinu framhjá markinu en þar læddist Kristall Máni á fjærstönginni og kláraði vel úr góðu færi.
Pablo tekur síðan hornið sem Hansen skallar að marki en Eistarnir bægja hættunni frá.
Annars er það að frétta að Erlingur Agnarsson þurfti að láta teipa skóinn sinn sem virðist hafa rifnað.
Og sveimér þá, það er hætt að rigna og vindurinn er aðeins að minnka sýnist mér. Þetta stefnir bara í ágætis kvöld eftir allt saman.
MARK!Stoðsending: Pablo Punyed
Þetta var ekki flókið. Pablo með aukaspyrnu frá vinstri, inn í teig þar sem Kyle er einn og óvaldaður og stýrir boltanum í netið nokkuð þægilega.
Kirss fékk sendingu upp völlinn, hann var einn gegn Ekroth sem bakkaði frá honum og Kirss lét vaða.
Það varð síðan ekkert úr hornspyrnunni, þrátt fyrir að boltinn hafi endað á fjærstönginni hjá einum leikmanni Levadia sem var einn og óvaldaður.
Mark úr víti!Zakaria setur boltann á mitt markið en Þórður Ingason fer til hægri.
Þvílík draumabyrjun fyrir Eistana, sem ég kalla hér eftir gestina þrátt fyrir að vera skráðir sem heimalið hér í kvöld.
Halldór Smári er í baráttunni við Robert Kirss innan teigs. Ég sé ekki hvað gerist, en Halldór Smári hlýtur að hafa fengið boltann í hendina. Hann var á fjórum fótum að kljást og það getur ekki annað verið en að hann sé að dæma hendi á Halldór Smára.
Gult spjald: Marko Putincanin (Levadia Tallinn)
Fer í fáránlega tæklingu og fær réttilega spjald.
Víkingar sem leika í sínum sígildu rauðu og svörtu treyjum sækja í átt að Ísbúð Huppu í Hafnarfirði á meðan grænklæddir Levadia menn sækja í átt að Ísbúð Huppu í Álfheimum.
,,Ég er ekki að segja að það sé formsatriði fyrir bæði lið að klára þá leikinn á föstudaginn, en miðað við leikinn sem var hérna áðan þá eiga bæði lið að líta á þennan leik á eftir sem úrslitaleik."
Á meðan Eistarnir halda áfram sinni upphitun eru Víkingarnir farnir inn í klefa, 20 mínútum fyrir leik.
Þeir gerast varla mikið yngri leikmennirnir í Meistaradeildinni.
Pablo Punyed er áfram í liðinu eftir að hafa farið meiddur af velli eftir stundarfjórðung í eyjum en þeir Logi Tómasson, Karl Friðleifur Gunnarsson og Birnir Snær Ingason fara út.
Inn koma þeir Kyle McLagan, Davíð Örn Atlason og Nikolaj Hansen.
Ingvar Jónsson er skráður vararmarkvörður en er líklega ekki leikfær og kæmi ekki inná þó svo eitthvað kæmi uppá. Jochum Magnússon er einnig skráður varamarkvörður en Hannes Þór Halldórsson sem gekk í raðir félagsins í vikunni náði ekki leikheimild í tæka tíð fyrir þennan leik.
Markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu er, Zakaria Beglarishvili, 32 ára leikmaður frá Georgíu. Á síðustu leiktíð skoraði hann 24 mörk fyrir Levadia eftir frekar misheppnaða dvöl bæði í Finnlandi og í Ungverjalandi. Þar áður hafði hann slegið í gegn með Flora í Eistlandi.
,,Ég er ekkert alltof bjartsýnn á það. Hann verður skoðaður á morgun [föstudag] almennilega. Ef þetta er tognun þá er það ekki séns en vonandi kom hann út af nógu snemma svo að við höfum komið í veg fyrir meiri skaða en hann þarf að fá 2-3 hörkuæfingar fyrir hausinn á sjálfum sér til þess að sjá hvort hann verði heill eða ekki. Auðvitað gerum við allt sem í okkar valdi stendur til að láta hann spila,"
VÃkingur hefur aldrei unnið Evrópuleik. à seinni tÃð eru 3 leikir. Tvö jafntefli á útivelli à SlóvenÃu þar sem annar tapaðist à framlenginu og eitt tap heima með minnsta mun. à kvöld ætlum við að skrifa söguna, sigra og ýta Ãslandi upp listann. #fotboltinet @vikingurfc #UCL
— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) June 21, 2022
Vinni Víkingar hinsvegar í kvöld en tapa úrslitaleiknum á föstudaginn þá fara Víkingar annað hvort til Armeníu og mæta þar Pyunik eða til Rúmeníu og mæta þar CFR Cluj.
Allt er þetta frekar mikið ef og ef. Við pælum í þessu þegar nær dregur, förum að einbeita okkur að leiknum sjálfum í kvöld.
Þar sem þeir mæta sænska stórliðinu, Malmö FF, undir stjórn fyrrum leikmanns og þjálfara Víkings, Milos Milojevic í fyrstu umferð í undankeppni Meistaradeildarinnar. Þetta yrði athyglisverð viðureign á alla vegu.
Forkeppni Meistaradeildar á þriðjudag à VÃkinni. Það er ljóst að Ãslandsmeistarar fara aftur à þessa keppni á næsta ári EN svo hættir hún. Nú þarf að setja allan fókus á að ná fjórða Evrópusætinu aftur. Það gerist með að vinna leiki. Fjölmennum! @vikingurfc #fotboltinet
— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) June 19, 2022
Hér í kvöld tekur Víkingur á móti Levadia Tallinn í forkeppni Meistaradeildarinnar. Þetta er bara einn úrslitaleikur um að komast í annan úrslitaleik um sæti á næsta stigi forkeppninnar, en liðið sem tapar fer í Sambandsdeildina.
Við hvetjum alla til að skella sér á völlinn og styðja við bakið á Víkingum. Það skiptir máli fyrir íslenskan fótbolta að íslensku félögunum gangi vel í Evrópukeppnum.
('68)
('74)
('68)
('74)
('78)
('74)
('68)
('68)
('78)
('74)
