Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Völsungur
1
1
Njarðvík
0-1 Tómas Bjarki Jónsson '28
Elvar Baldvinsson '75 1-1
12.07.2025  -  14:00
PCC völlurinn Húsavík
Lengjudeild karla
Aðstæður: Skýjað, logn, 12 stiga hiti
Dómari: Sveinn Arnarsson
Maður leiksins: Amin Cosic
Byrjunarlið:
1. Ívar Arnbro Þórhallsson (m)
4. Elvar Baldvinsson ('90)
5. Arnar Pálmi Kristjánsson (f)
6. Inigo Albizuri Arruti
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Bjarki Baldvinsson
11. Rafnar Máni Gunnarsson
12. Gestur Aron Sörensson ('63)
14. Xabier Cardenas Anorga
16. Jakob Héðinn Róbertsson
23. Elmar Örn Guðmundsson
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
88. Einar Ísfjörð Sigurpálsson (m)
3. Davíð Leó Lund
7. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('63)
8. Ólafur Jóhann Steingrímsson
15. Tómas Bjarni Baldursson
17. Aron Bjarki Kristjánsson
39. Gunnar Kjartan Torfason ('90)
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson (Þ)
Ásgeir Kristjánsson
Tryggvi Grani Jóhannsson
Róbert Ragnar Skarphéðinsson
Michael Charpentier Kjeldsen

Gul spjöld:
Inigo Albizuri Arruti ('44)
Elvar Baldvinsson ('67)
Xabier Cardenas Anorga ('70)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið með jafntefli hér á Húsavík. Njarðvíkingar voru töluvert betri í fyrri hálfleik en það var allt annað að sjá til heimamanna í seinni hálfleik. Bæði lið reyndu allt til að vinna þetta í lokin sem skilaði sér í frábærum lokakafla leiksins. Jafntefli nokkuð sanngjörn niðurstaða þegar öllu er á botninn hvolft.
94. mín
Njarðvíkingar fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað en Omar Diouck skrúfar boltann yfir.
93. mín
Jakob Héðinn hársbreidd frá að sleppa einn í gegn en Aron í marki Njarðvíkur með frábært úthlaup til að bjarga.
91. mín Gult spjald: Amin Cosic (Njarðvík)
Eftir hornspyrnu Njarðvíkinga sparkar Amin Cosic í Jakob og fær réttilega gult spjald
90. mín
Inn:Gunnar Kjartan Torfason (Völsungur) Út:Elvar Baldvinsson (Völsungur)
88. mín
Var þetta ekki víti?? Elfar og Jakob Héðinn spila frábærlega sín á milli og Elfar er kominn einn gegn markmanni og leikur á hann og Aron virðist taka hann niður en ekkert dæmt. Frá mér séð virkaði þetta pjúra víti.
87. mín
Alvöru tempó í leiknum undanfarnar mínútur og bæði lið eru að sækja til sigurs.
86. mín Gult spjald: Sigurjón Már Markússon (Njarðvík)
Elfar Árni snýr laglega á Sigurjón sem tosar hann niður.
83. mín
Aftur fær Cosic færi. Kemur löng sending innfyrir og Rafnar Máni hittir ekki boltann sem verður til þess að Amin Cosic sleppur í gegn en aftur ver Ívar.
81. mín
FÆRI Eftir harða sókn Njarðvíkinga berst boltinn á Amin Cosic á fjærstönginni sem er í dauðafæri en Ívar í markinu ver vel.
79. mín
Inn:Viggó Valgeirsson (Njarðvík) Út:Dominik Radic (Njarðvík)
79. mín
Inn:Símon Logi Thasaphong (Njarðvík) Út:Valdimar Jóhannsson (Njarðvík)
78. mín
Njarðvíkingar pressa stíft eftir jöfnunarmarkið en Völsungar fá hættulega skyndisókn í kjölfarið sem rennur út í sandinn.
75. mín MARK!
Elvar Baldvinsson (Völsungur)
Stoðsending: Steinþór Freyr Þorsteinsson
Völsungar jafna! Steinþór Freyr með frábæra hornspyrnu á Elvar Baldvinsson sem stangar boltann inn. 1-1 og korter eftir.
74. mín
Dauðafæri Völsungar fá dauðafæri. Elfar Árni fær sendingu inní teig og leggur á Jakob í dauðafæri en Aron ver í horn.
70. mín Gult spjald: Xabier Cardenas Anorga (Völsungur)
68. mín
Njarðvíkingar telja sig hafa skorað. Eftir hornspyrnu lendir Ívar í marki Völsungs í brasi og missir boltann og eftir klafs í markteignum eru Njarðvíkingar handvissir um að boltann hafi farið yfir línuna en dómararnir eru ekki sammála því.
67. mín Gult spjald: Elvar Baldvinsson (Völsungur)
Elvar fær gult fyrir brot á Omar Diouck úti á kanti. Elvar ekki sáttur.
65. mín
Færi hjá Völsungi! Arnar Pálmi með flotta sendingu inn fyrir á Jakob Héðinn sem er kominn í gegn en undir pressu frá varnarmanni er skotið slakt og Aron í markinu ver auðveldlega.
63. mín
Inn:Steinþór Freyr Þorsteinsson (Völsungur) Út:Gestur Aron Sörensson (Völsungur)
Stálmúsin mætt til leiks.
59. mín
Omar Diouck fær langa sendingu upp hægri kantinn og Ívar kemur langt útúr marki sínu og nær að koma boltanum í horn. Eftir hornið fær Tómas Bjarki gott skotfæri í teignum en neglir í samherja.
58. mín Gult spjald: Tómas Bjarki Jónsson (Njarðvík)
Tómas fær gult fyrir brot á Bjarka Baldvinssyni.
57. mín
Njarðvík fær aukaspyrnu á álitlegum stað og Arnleifur Hjörleifsson lætur vaða en boltinn verulega hátt yfir markið.
51. mín
Elfar Árni vinnur aukaspyrnu á miðjum vellinum og ákveður að taka hana fljótt en á hörmulega sendingu á Amin Cosic sem á flottan sprett upp völlinn og skrúfar boltann hársbreidd framhjá markinu. Þarna sluppu Völsungar.
47. mín
Völsungar byrja seinni hálfleik af miklum krafti og setja pressu á Njarðvíkinga. Hins vegar hreinsa Njarðvíkingar langt fram og Omar Diouck er hársbreidd frá að sleppa einn í gegn en Elvar Baldvins og Ívar ná að bjarga á síðustu stundu.
46. mín
Færi hjá Völsungi! Gestur Aron fær fínt færi strax í byrjun seinni hálfleiks en Aron ver vel.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er hafinn.
45. mín
Leikurinn er í beinni útsendingu á Livey


45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur hér á Húsavík. Njarðvíkingar leiða verðskuldað. Það hefur lítið gerst eftir að þeir komust yfir og þeir virðast hafa mjög góða stjórn á leiknum.
Heimamenn þurfa að girða sig í brók ætli þeir sér að fá eitthvað úr þessum leik.
44. mín Gult spjald: Inigo Albizuri Arruti (Völsungur)
Brýtur af sér á miðsvæðinu.
39. mín
Njarðvík eru með góða stjórn á leiknum. Völsungar reyna að búa eitthvað til en það er erfitt gegn mjög öflugu liði Njarðvíkur.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
32. mín
Heimamenn virðast hafa vaknað aðeins við að lenda undir og setja smá pressu á Njarðvíkinga. Hafa þó ekki náð að skapa sér álitleg færi.
28. mín MARK!
Tómas Bjarki Jónsson (Njarðvík)
Stoðsending: Amin Cosic
Amin Cosic á frábæran sprett upp vinstri kantinn og leikur á varnarmann og leggur boltinn útí teiginn á Tómas Bjarka sem klárar af miklu öryggi niður í vinstra hornið.
Njarðvíkingar leiða og það er verðskuldað.
24. mín
Dauðafæri Ívar markmaður Völsungs með mjög tæpa markspyrnu og Njarðvíkingar vinna boltann og alltí einu er Joao Ananias kominn í dauðafæri en setur boltinn yfir markið. Þarna voru heimamenn heppnir!
22. mín
Njarðvíkingar eru miklu meira með boltann og Völsungar liggja til baka. Heimamenn ætla sennilega að treysta á hraða Jakob Héðins og skyndisóknir.
18. mín
Njarðvíkingar eru með tök á leiknum þessa stundina. Omar Diouck keyrir upp hægri kantinn og á fína fyrirgjöf á Amin Cosic sem hendir í gamla góða hjólhestinn en framhjá fer boltinn.
11. mín
Völsungar vilja fá víti! Eftir langt innkast og klafs í teig Njarðvíkur fær Gestur Aron boltann og neglir að marki en beint í hönd varnarmanns. Sveinn dæmir ekkert. Þetta var af mjög stuttu færi þannig að sennilega var þetta rétt dæmt.
8. mín
Eftir fast leikatriði Völsungs fær Arnar Pálmi boltann á vinstri kantinum og á flotta fyrirgjöf á Albizuri sem er einn á móti markmanni en hann er flaggaður rangstæður.
6. mín
Njarðvík fær aukaspyrnu á ágætis stað úti á hægri kantinum. Allir búast við fyrirgjöf en Valdimar Jóhannson lætur vaða á nærstöngina en boltinn í hliðarnetið.
3. mín
Njarðvíkingar fá fyrsta tækifærið. Boltinn berst á Omar Diouck sem lætur vaða rétt fyrir utan teig en boltinn yfir markið.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn hér á Húsavík. Sólin farin að láta sjá sig, Njarðvíkingar virðast steinhissa á því enda ekki vanir að sjá hana.
Fyrir leik
Smá töf á því að leikurinn geti hafist þar sem það er eitthvað vesen á netinu í öðru markinu. Kári Páll kemur og reddar því.
Fyrir leik
Byrjunarliðin klár Aðalsteinn Jóhann þjálfari Völsungs gerir eina breytingu frá tapinu gegn HK. Gestur Aron Sörensson kemur inn fyrir Ismael Salmi Yagoub sem tekur út leikbann.

Gunnar Heiðar þjálfari Njarðvíkur stillir upp óbreyttu liði frá sigrinum á Grindavík.
Fyrir leik
Dómaratríóið Akureyringurinn Sveinn Arnarson er með flautuna í dag og honum til aðstoðar eru Birkir Örn Pétursson og Arnór Bjarki Hjaltalín.
Eftirlitsmaður er Sverrir Gunnar Pálmason.
Fyrir leik
Staða liðana Völsungur situr í 8. sæti deildarinnar með 13 stig eftir fyrri umferðina. Töluvert betri árangur en búist var við af þeim fyrir mót en ég þykist vita að þeir grænu eru hvergi nærri hættir.
Í síðasta leik tapaði Völsungar á grátlegan hátt gegn HK þar sem liðið fékk á sig þrjú mörk undir lokin eftir að hafa leitt stóran hluta leiksins.

Njarðvík er í 3. sæti deildarinnar með 23 stig og geta með sigri í dag komist uppfyrir bæði HK og ÍR og skellt sér í toppsætið.
Síðasti leikur Njarðvíkinga var gegn nágrönnum þeirra í Grindavík og unnu þeir afar sannfærandi 5-1 sigur þar sem þeir voru komnir með fjögurra marka forystu eftir 22 mínútur.
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá PCC-vellinum á Húsavík þar sem að Völsungur og Njarðvík mætast kl. 14:00 í Lengjudeild karla.

Það er ótrúlegt en satt skýjað á Húsavík í dag en það er logn og um 12 gráðu hiti þannig að það eru fínustu aðstæður.
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
2. Davíð Helgi Aronsson
3. Sigurjón Már Markússon
6. Arnleifur Hjörleifsson
7. Joao Ananias
9. Oumar Diouck
10. Valdimar Jóhannsson ('79)
13. Dominik Radic ('79)
14. Amin Cosic
18. Björn Aron Björnsson
19. Tómas Bjarki Jónsson (f)
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
12. Bartosz Matoga (m)
5. Arnar Helgi Magnússon
8. Kenneth Hogg
11. Freysteinn Ingi Guðnason
16. Svavar Örn Þórðarson
17. Símon Logi Thasaphong ('79)
21. Viggó Valgeirsson ('79)
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Þ)
Arnar Freyr Smárason
Sigurður Már Birnisson
Ingi Þór Þórisson
Jaizkibel Roa Argote
Bergur Darri Hauksson
Gabríel Sindri Möller

Gul spjöld:
Tómas Bjarki Jónsson ('58)
Sigurjón Már Markússon ('86)
Amin Cosic ('91)

Rauð spjöld: