Gervigrasvöllur Laugardal
fimmtudagur 04. september 2014  kl. 18:00
1. deild karla 2014
Dómari: Sigurður Óli Þórleifsson
KV 0 - 2 ÍA
0-1 Jón Vilhelm Ákason ('35)
0-2 Garðar Gunnlaugsson ('36)
Myndir: Ingólfur Hannes Leósson
Byrjunarlið:
12. Atli Jónasson (m)
0. Auðunn Örn Gylfason
3. Benis Krasniqi
9. Magnús Bernhard Gíslason
9. Davíð Birgisson
10. Garðar Ingi Leifsson ('43)
10. Ingólfur Sigurðsson
18. Tómas Agnarsson
19. Kristinn Jens Bjartmarsson
21. Guðmundur Óli Steingrímsson
24. Davíð Steinn Sigurðarson ('75)

Varamenn:
12. Kristófer Ernir G. Haraldsson (m)
7. Einar Már Þórisson ('43)
13. Vignir Daníel Lúðvíksson
16. Sigurður Andri Jóhannsson
20. Guðmundur Sigurðsson
28. Kristófer Eggertsson ('75)
33. Eyjólfur Fannar Eyjólfsson

Liðstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@alexander_freyr Alexander Freyr Tamimi
Fyrir leik
Halló halló! Hvernig hafið þið það á þessum dásamlega fimmtudegi, þar sem sólin skín og hörkuspennandi fótbolti er framundan?
Eyða Breyta
Fyrir leik
Í dag gæti það ráðist hvaða lið úr 1. deild spila í Pepsi-deildinni að ári. Leiknir og ÍA eru bæði í frábærri stöðu og geta klárað verkefnið í kvöld. Tekst þeim það? Við vitum það ekki enn, en við munum vita svarið áður en kvöld er á enda!
Eyða Breyta
Fyrir leik
ÍA mætir KV hér á gervigrasinu í Laugardal í kvöld. KV er í afskaplega vondum málum í næst-neðsta sæti, sex stigum frá öruggu sæti þegar einungis þrjár umferðir eru eftir. KV gæti mögulega bjargað sér á ótrúlegan hátt en þarf þá að vinna Skagamenn í kvöld.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Skaginn er hins vegar í 2. sæti deildarinnar með sjö stiga forystu á Víking Ólafsvík, og ef ÍA vinnur í kvöld er ljóst að Ólsarar geta ekki náð þeim að stigum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Tvö scenario geta hér gerst í Laugardalnum í kvöld.

1. ÍA 100% upp og KV 99% niður.
2. ÍA tryggir sig ekki upp og KV á smá von.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Veðrið í Laugardalnum er eins og hannað fyrir fótboltaleik. Frekar lygnt og gott að mér sýnist og prýðilega hlýtt. Sumarið er núna.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Nú fer heldur betur að styttast í leik. Ekki eru áhorfendur nú margir, en leikmenn hafa skokkað inn í klefa og fá nú lokafyrirmæli frá þjálfurum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikmenn eru mættir inn á með dómarann Sigurð Óla Þórleifsson í fararbroddi. KV leikur í hvítu en ÍA í gulu.
Eyða Breyta
1. mín
Leikurinn er hafinn og "heimamenn" í KV byrja með boltann.
Eyða Breyta
5. mín
Leikurinn fer nokkuð rólega af stað. Lítið um færi, bara nokkuð jafnræði meðal liðanna.
Eyða Breyta
9. mín
Skagamenn í fínasta færi! Teitur Pétursson með flotta sendingu inn á Garðar Gunnlaugsson í teignum, Garðar snýr og nær skotinu en það fer yfir markið.
Eyða Breyta
16. mín
Skagamenn fá aukaspyrnu á hættulegum stað til hliðar við teiginn en KV bjargar naumlega í horn!
Eyða Breyta
17. mín
Hornspyrnan er hættuleg, Garðar Gunnlaugsson nær skoti úr þröngu færi í teignum en skotið er varið af Atla Jónassyni. Annað horn.
Eyða Breyta
20. mín
Skagamenn eru að sækja ansi þungt!! Andri Adolphsson hér í hörkufæri í teignum en skýtur framhjá.
Eyða Breyta
22. mín
KV fær hornspyrnu en engin hætta verður úr henni.
Eyða Breyta
25. mín
Magnús Bernharð við það að komast í hættulegt færi, þarf bara að leika á einn varnarmann ÍA í viðbót en tekst það ekki.
Eyða Breyta
28. mín
Garðar í upplögðu skotfæri utan teigs en hittir boltann afleitlega og skýtur langt yfir!
Eyða Breyta
32. mín
Jón Vilhelm í hörku skallafæri! Hann skallar boltann framhjá, ÍA er ekki að ná að brjóta ísinn!
Eyða Breyta
35. mín MARK! Jón Vilhelm Ákason (ÍA)
MAAAAAAAAAAAAAAARK!!! JÓN VILHELM SKORAR GLÆSILEGT MARK BEINT ÚR AUKASPYRNU!!! Staðan 1-0 fyrir ÍA!
Eyða Breyta
36. mín MARK! Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
MAAAAAAARK!! GARÐAR GUNNLAUGSSON BÆTIR STRAX VIÐ ÖÐRU MARKI FYRIR SKAGAMENN!! FYRIRGJÖF FRÁ DARREN LOUGH OG GARÐAR STANGAÐI BOLTANN Í NETIÐ!
Eyða Breyta
42. mín
Lítið að gerast eftir þessi tvö mörk. KV missti einbeitninguna þarna í nokkrar mínútur og fékk á sig tvö mörk í andlitið.
Eyða Breyta
43. mín Einar Már Þórisson (KV) Garðar Ingi Leifsson (KV)

Eyða Breyta
45. mín
Flautað til leikhlés hér á gervigrasinu í Laugardal. Staðan er 2-0 ÍA í vil þegar leikmenn og dómarar ganga til búningsklefanna.
Eyða Breyta
46. mín
Leikurinn er hafinn á ný hér í Laugardal.
Eyða Breyta
47. mín
Ingólfur Sigurðsson reynir skot en KV fær horn. Ingó sjálfur tekur hornið en Skagamenn hreinsa.
Eyða Breyta
51. mín
KV fær aukaspyrnu á hættulegum stað. Ingólfur tekur hana, boltinn fer yfir vegginn en Árni Snær ver nokkuð þægilega.
Eyða Breyta
56. mín
Skagamenn hafa pressað þokkalega vel síðustu mínúturnar en ekki tekist að bæta við þriðja markinu.
Eyða Breyta
62. mín
Afskaplega kedeligt þessa stundina. Lítið að gerast.
Eyða Breyta
64. mín
FÁRÁNLEGT SKÓGARHLAUP HJÁ ATLA!! Hann veður út og lætur plata sig upp úr skónum en sem betur fer fyrir hann ná varnarmenn KV að bjarga.
Eyða Breyta
68. mín Gult spjald: Arnar Már Guðjónsson (ÍA)

Eyða Breyta
69. mín
Allt að sjóða upp úr!! Davíð Steinn Sigurðarson hoppar upp í skallabolta með Arnóri Snæ Guðmundssyni og það endar með því að sá síðarnefndi steinliggur og heldur um andlitið. Davíð Steinn er ekkert sáttur og létt áflog hefjast. Ekkert alvarlegt samt.
Eyða Breyta
71. mín
Greinilegt að einhver snerting átti sér stað, Arnór Snæ er alblóðugur í framan þegar hann stendur upp! Það er hlúð að honum í grasinu.
Eyða Breyta
72. mín Gylfi Veigar Gylfason (ÍA) Arnór Snær Guðmundsson (ÍA)
ÍA gerir breytingu. Hinn blóðugi Arnór fer út af og Gylfi Veigar Gylfason kemur inn í hans stað.
Eyða Breyta
75. mín Kristófer Eggertsson (KV) Davíð Steinn Sigurðarson (KV)

Eyða Breyta
82. mín
Hörkuskot hjá Garðari en Atli ver vel með fótunum!
Eyða Breyta
87. mín Eggert Kári Karlsson (ÍA) Hjörtur Júlíus Hjartarson (ÍA)

Eyða Breyta
90. mín
Stórhættuleg sókn hjá KV en boltinn svífur framhjá markinu. Nú fer þetta senn að klárast. Skagamenn, ásamt Leikni, eru komnir í Pepsi deildina nema eitthvað gersamlega fráleitt eigi sér stað!
Eyða Breyta
90. mín Leik lokið!
LEIKNUM ER LOKIÐ!!! ÍA ER KOMIÐ AFTUR UPP Í EFSTU DEILD!!! TIL HAMINGJU SKAGAMENN NÆR OG FJÆR!
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
0. Arnar Már Guðjónsson
0. Ármann Smári Björnsson
0. Arnór Snær Guðmundsson ('72)
8. Hallur Flosason
9. Garðar Gunnlaugsson
10. Jón Vilhelm Ákason
15. Teitur Pétursson
17. Andri Adolphsson
27. Darren Lough

Varamenn:
3. Sindri Snæfells Kristinsson
19. Eggert Kári Karlsson ('87)
20. Gylfi Veigar Gylfason ('72)

Liðstjórn:
Páll Gísli Jónsson
Ingimar Elí Hlynsson

Gul spjöld:
Arnar Már Guðjónsson ('68)

Rauð spjöld: