Alvogenvöllurinn
mánudagur 27. júlí 2015  kl. 20:00
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Mjög flott veður til að spila fótbolta. Völlurinn virkar mjög góður líka
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 2250
KR 0 - 0 Breiðablik
Myndir: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
7. Gary Martin ('76)
8. Þorsteinn Már Ragnarsson
8. Jónas Guðni Sævarsson
10. Pálmi Rafn Pálmason (f)
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Sören Frederiksen ('76)
20. Jacob Toppel Schoop ('65)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
4. Gonzalo Balbi Lorenzo
9. Hólmbert Aron Friðjónsson ('76)
11. Almarr Ormarsson ('65)
16. Kristinn Jóhannes Magnússon
20. Axel Sigurðarson
22. Óskar Örn Hauksson ('76)

Liðstjórn:

Gul spjöld:
Þorsteinn Már Ragnarsson ('32)

Rauð spjöld:
@ Jóhann Ingi Hafþórsson
90. mín Leik lokið!
Markalaust jafntefli í stórleiknum. Frekar leiðinlegur leikur fyrir utan tíu mínútur eða svo í seinni hálfleik.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni. Takk fyrir mig.
Eyða Breyta
90. mín
Fjórum mínútum bætt við. Ég hefði búist við lengri uppbótartíma.
Eyða Breyta
89. mín
Aron Bjarki kemur með fyrirgjöf á Hólmbert Aron sem skallar hársbreidd framhjá markinu. KR-ingar fá hornspyrnu í kjölfarið sem Blikar rétt ná að koma í burtu.
Eyða Breyta
87. mín
Glenn sendir boltann á Arnþór Ara sem er í mjög góðu færi. Hann hittir ekki rammann og það er búið að flagga rangstæðu í þokkabót.
Eyða Breyta
85. mín
Nú er hver að vera síðastur. Fimm mínútur eftir af venjulegum leiktíma. Það verður þó væntanlega nokkuð langur uppbótartími þar sem Stefán Logi lá meiddur áðan.
Eyða Breyta
81. mín
Guðjón Pétur er við það að sleppa í gegn en sem betur fer fyrir KR-inga þá er hann ekki sá hraðasti og varnarmenn KR ná að komast til baka og bjarga.
Eyða Breyta
79. mín
Búið að róast aðeins yfir þessu eftir rosalegar mínútur. Eftir að Stefán Logi meiddist, þá stoppaði leikurinn í nokkrar mínútur og hann hefur ekki náð sömu hæðum eftir það.
Eyða Breyta
76. mín Hólmbert Aron Friðjónsson (KR) Gary Martin (KR)
Rándýr tvöföld skipting hjá KR-ingum.
Eyða Breyta
76. mín Óskar Örn Hauksson (KR) Sören Frederiksen (KR)

Eyða Breyta
75. mín
Leikurinn heldur loks áfram og virðist vera í lagi með Stefán.
Eyða Breyta
73. mín
Meira búið að gerast síðustu tæpar tíu mínútur en allan leikinn á undan því. Loksins er líf að færast í þetta.

Stefán Logi er ennþá meiddur en það er verið að gefa honum aðhlynningu. KR-ingar ætluðu að gera tvöfalda breytingu. Hólbert og Óskar virtust vera á leiðinni inná. Spurning hvað gerist núna.
Eyða Breyta
72. mín
Jonathan Glenn kominn einn í gegn en hann tekur aðeins of fasta snertingu og Stefán Logi kemst í boltann. Þeim lendir síðan saman og Stefán liggur eftir meiddur. Þarna hefði Glenn átt að gera betur.
Eyða Breyta
70. mín
Áður en skiptingin var gerð var Arnþór Ari kominn í svipað færi og Gary var í rétt áðan. Nú ver Stefán Logi frábærlega og Ellert rétt missti af frákastinu.
Eyða Breyta
70. mín Jonathan Glenn (Breiðablik) Ellert Hreinsson (Breiðablik)
Glenn spilar tvo leiki á tveim dögum með tveim mismunandi liðum í Pepsi deildinni.
Eyða Breyta
69. mín
KR-ingar nálægt því að komast yfir! Besta færi leiksins hingað til. Gary Martin var í góðri stöðu innan teigs hjá Blikum en Gunnleifur varði skotið hans mjög vel. Boltinn barst síðan á Gunnar Þór sem setur boltann hátt yfir.
Eyða Breyta
68. mín
Leikurinn hefur lifnað við síðustu mínútur. Þorsteinn Már átti hættulega fyrirgjöf sem Gary rétt missti af.
Eyða Breyta
67. mín
Ellert og Kári nálægt því að skora eftir hornspyrnuna en KR-ingar rétt sleppa. Er markið að fara að koma?
Eyða Breyta
66. mín
Kristinn Jónsson með stórhættulegan bolta fyrir markið sem Grétar þarf að skalla í horn.
Eyða Breyta
65. mín Almarr Ormarsson (KR) Jacob Toppel Schoop (KR)

Eyða Breyta
64. mín
Blikar nálægt því að komast yfir!

Arnþór Ari var í fínasta færi eftir hraða sókn, Stefán Logi varði hins vegar skotið hans virkilega vel. Blikar hafa verið líklegri síðustu mínútur.
Eyða Breyta
61. mín
Ellert Hreinsson var kominn í mjög góða stöðu en hann var við það að komast einn gegn Stefáni Loga. KR-ingar rétt ná að bjarga í horn á síðustu stundu. Besta tækifæri leiksins hingað til.
Eyða Breyta
60. mín Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Gæti hresst upp á leikinn.
Eyða Breyta
57. mín
Fín sókn KR-inga endar með því að Þorsteinn Már er dæmdur rangstæður.

Seinni hálfleikurinn er beint framhald á þeim fyrri. Nokkuð rólegt yfir þessu bara.
Eyða Breyta
55. mín
Schoop er við það að komast í gott færi er Oliver kemur askvaðandi til baka og stöðvar hann með frábærri tæklingu.
Eyða Breyta
52. mín
Þess má geta að Þorvaldur Árnason, dómari leiksins yfirgaf svæðið með sjúkrabíl í hálfleik. Erlendur Eiríkson dæmir því síðari hálfleikinn.

Þorvaldur er með heilahristing eftir að hafa fengið boltann í höfuðið frá Atla Sigurjóns.
Eyða Breyta
50. mín
Fyrsta færi seinni hálfleiks fá KR-ingar, Gary Martin á skalla eftir aukaspyrnu Schoop en færið var þröngt og skallinn í hliðarnetið.
Eyða Breyta
45. mín
Síðari hálfleikurinn er byrjaður
Eyða Breyta
45. mín Kári Ársælsson (Breiðablik) Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
Heppinn að fá ekki rautt í þeim fyrri þannig Arnar Grétarson er skynsamur.
Eyða Breyta
45. mín


Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Markalaust og frekar dauft í fyrri hálfleik. Vonumst eftir betri seinni hálfleik.
Eyða Breyta
45. mín
Guðjón Pétur Lýðsson átti aukaspyrnu sem var nánast á vítateigslínunni á hlið vítateigsins. Hann reyndi skot sem var alls ekki svo galið. Stefán Logi kíldi boltann yfir markið. Ein besta tilraun leiksins hingað til.
Eyða Breyta
43. mín
Blikar bruna í sókn hinum megin og Atli Sigurjónsson reynir skot utan teigs sem fer naumlega framhjá. Atli búinn að vera manna sprækastur hjá Blikum.
Eyða Breyta
42. mín
Schoop með skalla að marki en hann er ekki hættulegur.
Eyða Breyta
40. mín
Þorvaldur er búinn að vera heldur duglegur að dæma fyrir minn smekk. Boltinn fær ekki að rúlla nóg.
Eyða Breyta
34. mín
Pálmi Rafn með skot sem Gulli ver vel. Eftir langa KR sókn kemst Pálmi í fínt en þröngt færi. Gunnleifur lokar hins vegar vel og bjargar.
Eyða Breyta
32. mín Gult spjald: Þorsteinn Már Ragnarsson (KR)
Braut af sér, Þorvaldur ætlaði að láta leikinn halda áfram. Blikar misstu boltann, Þorvaldur flautar og spjaldar Þorstein, líklegast rétt.
Eyða Breyta
31. mín
Atli Sigurjónsson reynir fasta sendingu fram völlinn sem fer beint í Þorvald dómara sem dettur á rassinn og allir í stúkunni fagna.
Eyða Breyta
28. mín
Elfar er stálheppinn að fá ekki annað gult spjald. Stoppar snögga sókn KR-inga með tæklingu.

Þorvaldur hefði að öllum líkindum spjaldað Elfar, hefði hann ekki verið á spjaldi.
Eyða Breyta
27. mín
Eins og ég var nú spenntur fyrir þessum leik, þá er hann að valda smá vonbriðgum þennan fyrsta tæpa hálftíma.
Eyða Breyta
24. mín
Blikar sækja hratt, Arnþór Ari finnur Atla Sigurjónsson rétt utan teigs. Hann fer í skotið en það fer yfir markið. Ég held Atla myndi ekki finnast það neitt leiðinlegt að skora gegn KR.
Eyða Breyta
22. mín
"Við þurfum meiri hraða í þennan leik. Liðin eru of varkár eins og þau hugsi fyrst og fremst um að tapa ekki," segir Kristján Guðmundsson sem lýsir á Stöð 2 Sport og er ekki sáttur með gæðin hingað til.
Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
19. mín Gult spjald: Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
Brýtur af sér, sparkar boltanum í burtu og fær að launum gult kort.
Eyða Breyta
18. mín
Arnór Sveinn og Þorsteinn Már fara upp í sama bolta og Þorsteinn virtist fá hendina á Arnóri í sig og hann liggur eftir. KR-ingar vilja eitthvað en Þorvaldur stöðvar leikinn vegna höfuðmeiðsla en dæmir ekkert.
Eyða Breyta
16. mín
Talandi um Kristinn Jónsson. Sören er við það að komast í mjög gott færi en Kristinn kemur með svakalega tæklingu og bjargar. Frábær varnarleikur.
Eyða Breyta
14. mín
Kristinn Jónsson fer upp vinstri vænginn við hvert tækifæri og reynir að sækja á bakverði KR-inga. Hann er hættulegur þegar hann tekur á því að fara í þessi hlaup en hann hefur verið einstaklega góður í einmitt þeim í allt sumar.
Eyða Breyta
11. mín


Eyða Breyta
10. mín
Atli Sigurjónsson átti rétt í þessu misheppnaða sendingu sem fór beint útaf. Stuðningsmönnum KR finnst það ekkert leiðinlegt.
Eyða Breyta
7. mín
Pálmi Rafn hefur fengið eitthvað högg á höfuðið, leikurinn er stöðvaður og hann fær aðhlynningu. Hann virðst ætla að halda leik áfram.
Eyða Breyta
6. mín
Oliver Sigurjónsson á fyrstu tilraun Blika í leiknum. Hann tekur aukaspyrnu af um 30 metrum. Boltinn fer rétt framhjá markinu hjá Stefáni Loga sem virtist vera með þetta á hreinu. Fínasta tilraun engu að síður.
Eyða Breyta
3. mín
Schoop aftur með fyrirgjöf, þessi er stórhættuleg og Þorsteinn Már er mjög nálægt því að komast í boltann. Blikar rétt ná að bjarga.
Eyða Breyta
2. mín
KR-ingar eiga fyrstu sóknina. Schoop reynir fyrirgjöf en KR-ingarnir ná að koma boltanum í burtu.
Eyða Breyta
1. mín


Eyða Breyta
Fyrir leik Leikur hafinn
KR-ingar byrja og sækja að KR heimilinu. Veislan er byrjuð!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leiðrétting frá því áðan. Þorvaldur mun dæma leikinn. Erlendur Eiríksson mun vera aðstoðardómari. Annar aðstoðardómarinn hefur því meiðst. Þóroddur Hjaltalín mun því vera varadómari.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Bóas, KR-ingur númer eitt er á Alogen vellinum að vanda. Hann lifir sig almennilega í þetta og syngur hástöfum með KR laginu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Blikar eru ekki ánægðir með að mega ekki koma með trommur á völlinn. Þeir berja þess í stað í auglýsingaskiltin við hliðarlínuna.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Átta mínútur í leik, ég er orðinn spenntur! Eruð þið spennt? Þið ættuð að vera það.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þorvaldur Árnason, maðurinn sem átti að dæma leikinn er meiddur. Þóroddur Hjaltalín er kallaður upp í stúkunni og beðinn um að gefa sig fram. Hann mun væntanlega verða varadómari og Erlendur Eiríksson, sem átti að verða varadómari, mun þá dæma leikinn.
Eyða Breyta
Fyrir leik


Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik


Eyða Breyta
Fyrir leik
Bjarni Fel er mættur. Það er rosalega þæginlegt að vera á KR vellinum, ef maður missir af einhverju, þá er Bjarni Fel að lýsa leiknum við hliðina á manni fyrir KR útvarpið. Eðall.
Eyða Breyta
Fyrir leik
KR-ingarnir voru mættir töluvert á undan Blikum en nú eru bæði lið að hita upp á vellinum.

Eitt af mínum uppahalds lögum í gangi á fóninum. Love me Again með John Newman. Kemur mér alltaf í knattspyrnu gírinn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Endilega komið á Twitter, skrifið hvað þið eruð að hugsa tengt leiknum og gerið #fotboltinet og ég mun henda inn áhugaverðum punktum og allskonar sprelli inn í textalýsinguna.
Eyða Breyta
Fyrir leik


Eyða Breyta
Fyrir leik
Bæði lið eru án miðvarðar sem venjulega er í byrjunarliði.

Daninn Rasmus Steenberg Christiansen er ekki með vegna leikbanns og sömu sögu er að segja um Damir Muminovic hjá Breiðablik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ég trúi varla öðru en að Glenn komi inná á einhverjum tímapunkti.

Atli Sigurjónsson spilar í fyrsta skipti gegn KR í Frostaskjóli síðan hann færði sig um set og fór í Kópavoginn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hjá Blikum fer Höskuldur Gunnlaugsson á bekkinn, spurning hvort hann sé eitthvað tæpur fyrir leikinn en hann hefur verið að glíma við meiðsli í sumar. Jonathan Glenn er á bekknum en hann spilaði 45 mínútur með ÍBV í gær, gegn Stjörnunni.

Það verður að teljast mjög áhugavert að vera í leikmannahópi tveggja mismunandi liða, tvo daga í röð í sömu deildinni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Örn Hauksson, Almarr Ormarson og Hólmbert Aron Friðjónsson eru allir á varamannabekk KR-inga.

Þorsteinn Már Ragnarsson, Jacob Schoop, Gary Martin og Sören Fredriksen verða því fremstu menn KR í leiknum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Blikar geta komist upp í annað sætið í deildinni með sigri og verða þeir þá aðeins stigi á eftir KR sem vermir toppsætið.

Sigri KR-ingar hins vegar, skella þeir sér í fimm stiga forrystu á toppi deildarinnar. FH á þá reyndar leik til góða á þá.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Halló halló gott fólk. Verið velkomin í stórleik í Pepsi deildinni!

KR-ingar fá Blika í heimsókn í Vesturbæinn í mjög mikilvægum leik á toppi deildarinnar.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
0. Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
5. Elfar Freyr Helgason ('45)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Kristinn Jónsson
8. Arnþór Ari Atlason
10. Atli Sigurjónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ellert Hreinsson ('70)
30. Andri Rafn Yeoman ('60)
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Varamenn:
24. Aron Snær Friðriksson (m)
7. Höskuldur Gunnlaugsson ('60)
11. Gísli Eyjólfsson
17. Jonathan Glenn ('70)
21. Guðmundur Friðriksson

Liðstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Elfar Freyr Helgason ('19)

Rauð spjöld: