Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 03. júlí 2025 09:23
Elvar Geir Magnússon
Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo
Powerade
Rodrygo á ekki öruggt sæti hjá Real Madrid.
Rodrygo á ekki öruggt sæti hjá Real Madrid.
Mynd: EPA
Ollie Watkins, sóknarmaður Villa.
Ollie Watkins, sóknarmaður Villa.
Mynd: EPA
Tíminn flýgur áfram og félögin eru á fullu að reyna að styrkja sig fyrir tímabilið sem er framundan. Hér er slúðurpakki dagsins en BBC tók saman helstu vangavelturnar.

Það eru auknir möguleikar á því að Arsenal gæti krækt í brasilíska sóknarleikmanninn Rodrygo (24) hjá Real Madrid. Rodrygo á ekki öruggt sæti í byrjunarliðinu undir nýjum stjóra Real Madrid, Xabi Alonso. (Mirror)

Atletico Madrid er tilbúið að gera allt sem þarf til að fá argentínska varnarmanninn Cristian Romero (27) frá Tottenham. Um er að ræða samning sem gæti numið um 61 milljónum punda. (AS)

West Ham hefur hafnað 50 milljóna punda tilboði frá Tottenham í ganverska framherjann Mohammed Kudus (24). (Talksport)

Manchester United vill fá 25 milljónir punda fyrir enska vængmanninn Jadon Sancho (25), Juventus hefur enn áhuga á honum. (Corriere dello Sport)

Sancho er tilbúinn að lækka launakröfur sínar til að ganga í raðir 36-faldra Ítalíumeistara Juventus. (Eurosport Italia)

Manchester United hefur aukið áhuga sinn á Ollie Watkins (29), framherja Aston Villa og enska landsliðsins. Félagið hefur átt fyrstu viðræður við Aston Villa, sem vill fá um 60 milljónir punda fyrir hann. (Mirror)

Antonio Conte, stjóri Napoli, vill fá Ademola Lookman (27), framherja Atalanta, til liðs við sitt félag í sumar. (La Gazzetta dello Sport)

Newcastle vill ganga frá samningi við enska markvörðinn James Trafford (22) frá Burnley sem fyrst og er einnig í viðræðum við Nottingham Forest um sænska vængmanninn Anthony Elanga (23). (i paper)

Japanski vængmaðurinn Kaoru Mitoma (28) hefur sagt Brighton að hann vilji vera áfram hjá félaginu og skrifa undir nýjan samning, þrátt fyrir áhuga Bayern München. (Sky Sports)

Marcin Bulka (25), markvörður Nice, mun ganga til liðs við Sádi-arabíska félagið Neom, þrátt fyrir að Sunderland hafi fengið 12,8 milljón punda tilboð í pólska landsliðsmanninn samþykkt. (Meczyki)

Sunderland hefur snúið sjónum sínum að serbneska markverðinum Djordje Petrovic (25) hjá Chelsea en stendur frammi fyrir samkeppni frá Aston Villa og Bournemouth. (Times)

Sunderland er nálægt því að klára kaup á Noah Sadiki (20) frá Union Saint-Gilloise. Sadiki getur spilað sem varnarmaður eða miðjumaður. (Sunderland Echo)

Ítalski framherjinn Ciro Immobile (35) er á leiðinni að rifta samningi sínum við tyrkneska félagið Besiktas og ganga í raðir Bologna á frjálsri sölu. (Corriere dello Sport)

Spænski varnarmaðurinn Cristhian Mosquera (21) hjá Valencia hefur hafnað nýju samningstilboði þar sem hann vill ganga í raðir Arsenal. (Las Provincias)

Nasser Djiga (22), varnarmaður Wolves, gæti gengið til liðs við Rangers á láni eftir að hafa spilað aðeins fimm leiki í ensku úrvalsdeildinni frá því hann kom í febrúar. (Express and Star)
Athugasemdir
banner
banner