Man Utd ætlar að selja Antony - Zirkzee til Arsenal?
Valur
2
1
Breiðablik
0-1 Guðmundur Atli Steinþórsson '15
Haukur Páll Sigurðsson '45 1-1
Rolf Toft '72 2-1
14.04.2016  -  17:30
Valsvöllur
Lengjubikar karla - A deild Úrslit
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Byrjunarlið:
1. Ingvar Þór Kale (m)
Haukur Páll Sigurðsson ('45)
4. Einar Karl Ingvarsson ('45)
9. Rolf Toft
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('45)
12. Nikolaj Hansen ('45)
13. Rasmus Christiansen
17. Andri Adolphsson ('45)
19. Baldvin Sturluson ('68)
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson

Varamenn:
25. Jón Freyr Eyþórsson (m)
5. Sindri Björnsson ('45)
6. Daði Bergsson ('45)
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('45)
11. Sigurður Egill Lárusson ('45)
16. Tómas Óli Garðarsson ('68)
23. Andri Fannar Stefánsson ('45)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ingvar Þór Kale ('67)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Valsmenn komast í undanúrslitin!
90. mín
Atli Sigurjóns er eitthvað meiddur og klárar ekki leikinn. Líður ekki sérlega vel út.
90. mín
Fyrirgjöf inn í box Valsmanna og boltinn berst manna á milli áður en Ingvar nær honum. Þarna var hálffæri fyrir Blika.
86. mín
Inn:Ólafur Hrafn Kjartansson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
85. mín
Blikar hafa fimm mínútur eða svo til að bjarga leiknum. Valsmenn hafa heilt yfir verið betri og er staðan sanngjörn eins og hún er.
82. mín Gult spjald: Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
Fer í boltann en kom á fullum krafti með hressilega tæklingu. Dómarar árið 2016 eru ekki hrifnir af þessu.
81. mín
Það verður að segjast eins og er að Blikar virðast ekki sérlega líklegir til að jafna leikinn.
80. mín
Andri Fannar á fyrirgjöf sem hafnar á Toft sem hittir boltann ekki sérlega vel og fer hann hátt yfir.
75. mín
Sólin er sest og skítugir gluggar á Hlíðarenda komnir í ljós. Erfitt að sjá hvað er að gerast en maður einbeitir sér bara meira. Það sem maður gerir ekki fyrir lesendur.
74. mín
Inn:Alfons Sampsted (Breiðablik) Út:Guðmundur Atli Steinþórsson (Breiðablik)
72. mín MARK!
Rolf Toft (Valur)
MAAAAAAAAAAARK!

Glæsilegt mark líka. Frábær sókn hjá Val þar sem Daði, Guðjón og Rolf átu í sig vörnina hjá Breiðablik og þurfti Toft á endanum bara að pota honum inn.
69. mín
Inn:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) Út:Sergio Jose Carrallo Pendas (Breiðablik)
Sergio ekki sýnt sérlega mikið í dag.
68. mín
Inn:Tómas Óli Garðarsson (Valur) Út:Baldvin Sturluson (Valur)
67. mín Gult spjald: Ingvar Þór Kale (Valur)
Fyrir leiktöf. Óli sagði honum að vera lengi að sparka út svo hann geti gert skiptingu. Dómaranir sáu í gegnum það og sögðu nei. Óli er brjálaður. 20 sekúndum seinna kemur skiptingin. Óli er samt ekki hættur að láta fjórða dómarann heyra það.
66. mín
Höskuldur kemur sér í fínt skotfæri utan teigs. Hannr reynir að smyrja boltann í bláhornið en framhjá fer hann.
59. mín
Valsmenn hafa verið betri í seinni hálfleiknum en ekki skapað mjög gott færi ennþá.
59. mín
Inn:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) Út:Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
52. mín Gult spjald: Damir Muminovic (Breiðablik)
Straujar Toft harkalega.
47. mín
Bjarni Ólafur í ágætis færi utarlega í teignum en skotið er laflaust og beint á Gulla.
45. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað

Nóg af skiptingum hjá Óla Jó. Yfirvinna hjá mér að ná þeim öllum. Liðið er nýkomið heim frá Spáni og vill Óli dreifa álaginu.
45. mín
Inn:Andri Fannar Stefánsson (Valur) Út:Andri Adolphsson (Valur)
45. mín
Inn:Sigurður Egill Lárusson (Valur) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
45. mín
Inn:Guðjón Pétur Lýðsson (Valur) Út:Einar Karl Ingvarsson (Valur)
45. mín
Inn:Daði Bergsson (Valur) Út:Nikolaj Hansen (Valur)
45. mín
Inn:Sindri Björnsson (Valur) Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
45. mín
Hálfleikur
Jafn leikur og sanngjörn staða.
45. mín MARK!
Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Stoðsending: Einar Karl Ingvarsson
MAAAAAAAAAARK!!

Það er ekki flókið. Einar Karl með hornspyrnu á kollinn á Hauki Páli. Þvílíkur skallamaður miðað við hæð.
43. mín
Inn:Kári Ársælsson (Breiðablik) Út:Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
Elfar fór greinilega verr en Hansen eftir samstuðið og þarf að fara af velli.
42. mín
Kristinn Freyr verður að jafna! Kominn einn gegn Gunnleifi en Gulli ver frábærlega með hælnum.
41. mín
Rolf Toft reynir lúmskt skot utarlega í teignum sem Gunnleifur ver örugglega. Valsliðið hefur aðeins tekið við sér síðustu mínútur.
38. mín
Nikolaj Hansen og Elfar Freyr lentu í einhverju samstuði og liggja báðir eftir með höfuðhögg. Þeir virðast þó báðir ætla að harka af sér og halda áfram.
35. mín
Elfar Freyr skallar hornspyrnu rétt framhjá markinu. Föst leikatriði hafa verið hættuleg hjá Blikum.
32. mín
Rolf Toft reynir skot af löngu færi sem fer langt framhjá. Toft er búinn að vera á vinstri vængnum í dag og ekki heillað sérlega mikið.
25. mín
Atli Sigurjóns á hornspyrnu sem Arnþór reynir að hæla inn. Gékk ekki alveg upp.

Valur var sterkari aðilinn þangað til Blikar skoruðu. Nú ráða þeir grænklæddu ferðinni.
20. mín
Sergio Pendas á skot úr þröngu færi langt framhjá. Fyrir þá sem ekki vita þá er sá ágæti Spánverji með Real Madrid á ferilskránni.
19. mín
Blikar nálægt því að bæta við. Guðmundur Atli og Höskuldur spila vel saman og Guðmundur kemst í gott færi en Ingvar ver ágætt skot hans í horn.
15. mín MARK!
Guðmundur Atli Steinþórsson (Breiðablik)
MAAAAAAAAAARK!!

ÚFF. Rasmus Christiansen mun aldrei horfa á þetta mark aftur. Hann leggur boltann snyrtilega á Guðmund sem gat ekki annað en skorað. Hörmulegur varnarleikur og maður eins og Guðmundur refsar í níu af hverjum tíu skiptum fyrir svona vitleysu.
14. mín
Andri Andophsson nær boltanum og keyrir að marki Breiðabliks, Rolf Toft er við hliðina á honum í mjög góðu færi en Andri kýs að skjóta, skotið fer beint á Gunnleif og er Daninn ekki sáttur við þá ákvörðun.
13. mín
Kristinn Freyr í góðu færi nánast inn í markteig en Gunnleifur er svo sannarlega betri en enginn í markinu og ver hann skot Kristins vel.
8. mín
Fyrsta færið er Valsmanna. Einar Karl leggur boltann á Bjarna Ólaf sem er í fínni fyrirgjafarstöðu. Hann leggur boltann aftur á Einar sem er í mjög fínu færi innan teigs en hittir boltann svakalega illa.
6. mín
Hefðbundin haust byrjun hjá liðunum. Nokkuð rólegt yfir þessu öllu.
Fyrir leik
Leikur hafinn
Keyrum þetta í gang!
Fyrir leik
Sól og blíða á Hlíðarenda. Gervigrasið er gullfallegt en nú eru leikmenn að ganga inn á völlinn.
Fyrir leik
Byrjunarliðin má sjá til hliðar. Það eru þrír danskir leikmenn í byrjunarliði Vals; varnarmaðurinn Rasmus Christiansen og sóknarmennirnir Rolf Toft og Nikolaj Hansen. Toft kom á dögunum til Vals frá Víkingi Reykjavík.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá leik Vals og Breiðabliks á Valsvellinum sem hefst 17:30.

Um er að ræða leik í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins. Sigurliðið mun mæta Víkingi Reykjavík í undanúrslitum á mánudag.

Hinn undanúrslitaleikurinn er viðureign KR og Keflavíkur sem fram fer í Egilshöllinni annað kvöld.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason ('43)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Arnþór Ari Atlason ('59)
10. Atli Sigurjónsson
15. Davíð Kristján Ólafsson
18. Guðmundur Atli Steinþórsson ('74)
23. Sergio Jose Carrallo Pendas ('69)
30. Andri Rafn Yeoman ('86)

Varamenn:
33. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('69)
11. Gísli Eyjólfsson ('59)
20. Ólafur Hrafn Kjartansson ('86)
21. Guðmundur Friðriksson
26. Alfons Sampsted ('74)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Damir Muminovic ('52)
Oliver Sigurjónsson ('82)

Rauð spjöld: