Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
Breiðablik
1
2
Valur
Hrvoje Tokic '5 1-0
1-1 Einar Karl Ingvarsson '52
1-2 Bjarni Ólafur Eiríksson '90
14.06.2017  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla 2017
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 1925
Maður leiksins: Bjarni Ólafur Eiríksson
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f) ('73)
8. Arnþór Ari Atlason
9. Hrvoje Tokic
10. Martin Lund Pedersen
11. Gísli Eyjólfsson
15. Davíð Kristján Ólafsson
21. Guðmundur Friðriksson ('63)
26. Michee Efete
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
11. Aron Bjarnason
13. Sólon Breki Leifsson
16. Ernir Bjarnason
18. Willum Þór Willumsson ('63)
20. Kolbeinn Þórðarson
35. Brynjar Óli Bjarnason ('73)

Liðsstjórn:
Milos Milojevic (Þ)
Olgeir Sigurgeirsson
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Aron Már Björnsson
Þorsteinn Máni Óskarsson

Gul spjöld:
Guðmundur Friðriksson ('57)
Hrvoje Tokic ('68)
Arnþór Ari Atlason ('88)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta var ótrúlegt!!! Þvílíkur sigur hjá Val í hreint út sagt mögnuðum leik!!! 1-2 lokatölur frá Kópavogsvelli! Viðtöl á leiðinni!
90. mín MARK!
Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)
Stoðsending: Einar Karl Ingvarsson
Maaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaark!!!!!!!!!! Bjarni Ólafur með skalla eftir GEGGJAÐA sendingu frá Einari Karli. Ja, hérna hér!!! Þvílík dramatík!!! VALUR VINNUR LEIKINN!!!!
90. mín
Einar Karl!!! Fær boltann á vítateigslínunni eftir hraða sókn en beint á Gulla sem grípur boltann.
90. mín
Kristinn Ingi með skot fyrir utan teig en Gulli ver.
88. mín Gult spjald: Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
Vilhjálmur Alvar rífur upp gula spjaldið og erum við í fréttamannastúkunni 99% vissir um að Arnþór Ari hafi fengið það eftir samskipti sín við Svein Aron.
86. mín
Kristinn Ingi með snúning á teignum en nær ekki góðu skoti á markið.
84. mín
HÆTTULEGT!!! Davíð með frábæra hornspyrnu og Brynjar Óli í dauðafæri en nær ekki að stýra skallanum á markið!
83. mín
Inn:Nicolas Bögild (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Sigurður Egill hálf haltrar af velli.
82. mín
Blikar aðeins farnir að taka þátt hérna.
81. mín
Willum með skottilraun en framhjá fór boltinn.
80. mín
Einar Karl með skot fyrir utan sem fer framhjá og var ekki mjög fast.
78. mín
Vóóóóóó!!! Arnþór Ari með sleggju í stöngina!!! Þarna hefðu Blikar getað komist yfir.
77. mín
Inn:Sveinn Aron Guðjohnsen (Valur) Út:Dion Acoff (Valur)
Til gamans má geta að pabbi Sveins Arons er í stúkunni.
73. mín
Inn:Brynjar Óli Bjarnason (Breiðablik) Út:Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Fyrsti leikur Brynjars Óla í M.fl. skv. vallarþulnum.
72. mín
Inn:Sindri Björnsson (Valur) Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Breiðhyltingurinn kemur inn.
71. mín
Haukur Páll liggur og veltum við því fyrir okkur hvort hann hafi kastað upp. Hann er allavega að fara af velli.
71. mín
Vilhjálmur Alvar er að reyna eins og hann getur að beita hagnaði í leiknum en bíður stöku sinnum of lengi.
68. mín Gult spjald: Hrvoje Tokic (Breiðablik)
Tokic fær hér gult fyrir að brjóta á Hauki Páli. Tokic er búinn að vera afar dapur síðustu mínútur.
67. mín
Kristinn Ingi gerir vel með að finna Arnar Svein í teignum. Hann næri allt í lagi skoti en Gulli ver.
66. mín
Valsmenn eru að sýna talsverða yfirburði hérna.
64. mín
Bjarni með sendingu sem Sigurður Egill reynir að ná en gerir ekki. Boltinn stefnir í fjærhornið en Gulli ver. Mögulega ekki á rammann en vel gert hjá Gulla.
63. mín
Inn:Willum Þór Willumsson (Breiðablik) Út:Guðmundur Friðriksson (Breiðablik)
62. mín
Gísli Eyjólfs með skot fyrir utan teig og yfir markið.
61. mín
Það eru komnar hreyfingar á varamannabekkjum liðanna.
57. mín Gult spjald: Guðmundur Friðriksson (Breiðablik)
56. mín Gult spjald: Arnar Sveinn Geirsson (Valur)
Allt of seinn í tæklingu.
55. mín Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Nokkrar tæklingar á miðjum vellinum og síðan kemur Haukur Páll með eina all hressilega og fær fyrsta spjald dagsins.
52. mín MARK!
Einar Karl Ingvarsson (Valur)
Stoðsending: Bjarni Ólafur Eiríksson
Bjarni Ólafur með góða sendingu með hægri áður en Einar Karl tók hann á kassann og smellti honum síðan í netið!!! Frábært mark, sem lá í loftinu.
51. mín
DAUÐAFÆRI!!! Dion fær boltann frá Kristni Inga og maður minn. Þarna átti hann að gera betur. Gulli varði meistaralega í horn sem Gulli kýldi svo í burtu. Gulli er búinn að eiga geggjaðan leik!
49. mín
Valsmenn tóku hornið stutt og átti Guðjón Pétur fína sendingu inn í teiginn en Blikar bægðu hættunni frá.
49. mín
Valsmenn fá horn. GPL.
46. mín
Einar Karl með skot eftir góða sókn Valsmanna. Þeir voru nokkrum sinnum næstum búnir að koma sér í gríðarlega gott fær en aldrei alveg og skaut hann svo síðan eftir að hafa fengið boltann út.
46. mín
Leikur hafinn
Valsmenn sparka þessu í gang!

45. mín
Hálfleikur
45. mín
Kristinn Ingi fær hér gott skallafæri í lok fyrir hálfleiks en fékk hann í öxlina. Þetta var enginn Hörður Björgvin enda greip Gulli boltann auðveldlega.
42. mín
Dion með skot og Gulli splæsir í sjónvarpsvörslu. Vel gert hjá gamla manninum.
42. mín
Vó! Davíð tók hornið og Damir skallaði laust að marki og Martin skallaði boltann á markið. Anton með þetta allt á hreinu.
41. mín
Bjarni tekinn og étinn af Höskuldi! Höskuldur stendur upp eftir þeirra návígi og Valur bjargar í horn.
38. mín
Guðjón Pétur með aukaspyrnu inn í teig Blika en í lúkurnar á Gulla.
36. mín
DAUÐAFÆRI! Já, þeir eru ekki lengi að þessu Blikarnir þegar þeir leggja af stað! Martin Lund skaut af stuttu færi en í varnarmann og Valsmenn bjarga. Stórhættuleg sókn sem Arnþór Ari hóf, sendi á Gísla sem renndi smekklega á Martin áður en hann klúðraði.
35. mín
Einar Karl tók hornið og Orri náði að flikka en Blikar bjarga í annað horn.
34. mín
Einar Karl með langskot sem fer framhjá. Lítil hætta en hann vann samt horn.
32. mín
Davíð með góða aukaspyrnu inn á teig Vals en Anton Ari kýlir frá áður en hann lendir í samstuði við Tokic.
30. mín
Ekkert varð úr þessu. Valur hefur verið betra og meira með boltann. Gísli, Höskuldur, Martin Lund og Tokic eru þó alltaf líklegir til að sækja hratt.
30. mín
Valur fær hornspyrnu. Gaui Lýðs.
22. mín
KRISTINN INGI!!! HÆTTU ÞESSU DRENGUR!!! Dauðafæri eftir geggjaða sendingu frá Sigurði Agli en Gulli varði slappt skot. Hann verður einfaldlega að gera betur í svona sénsum. Valsmenn að minna á sig heldur betur!!!
21. mín
DION!!! Vá!! Komst upp kantinn og átti hálf misheppnaða sendingu en fékk boltann og blastaði hann út í burskann! Ja, hér. Þarna hefði Dion átt að skora.
20. mín
Valur spilar líka 4-2-3-1
Arnar Sveinn, Orri, Rasmus, Bjarni
Haukur Páll og Einar Karl
Dion, GPL, Sigurður Egill
Kristinn Ingi
18. mín
Davíð með hálf groddaralegt brot á Dion. Arnar Sveinn vann návígi og var kominn í ákjósanlega stöðu. Vilhjálmur ætlaði að beita hagnaði en stoppaði samt á klaufalegu augnabliki. Ekkert varð úr aukaspyrnunni.
14. mín
Höski með hornspyrnu og vá! Tokic stekkur manna hæst og á góðan skalla en yfir markið fór hann. Þarna var Tokic óvaldaður.
13. mín
Valsmenn hafa aðeins ráðið ferðinni síðustu mínútur.
9. mín
Sigurður Egill með skot framhjá. Ágætis sókn hjá Val.
7. mín
Tokic skorar aftur!!!!! 2-0!!! Þvílík afgreiðsla!!! En, nei. Rangstaða dæmd og það líklega hárrétt.
5. mín MARK!
Hrvoje Tokic (Breiðablik)
Stoðsending: Gísli Eyjólfsson
Já, þetta er ekki lengi að gerast! Blikar eru komnir yfir. Gísli Eyjólfs og Tokic komust í gegn og lagði Gísli boltann til hliðar á Tokic og skoraði hann með laglegu slútti. 1-0!!!
2. mín
Blikar spila 4-2-3-1
Gulli
Guðmmi Fri, Damir, Efete, Davíð
Gísli - Andri
Höski - Arnþór - Martin Lund
Tokic
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er hafið! Blikar byrja með boltann!
Fyrir leik
7. flokkur drengja hjá Blikum gengur með liðunum inn á völlinn.
Fyrir leik
Markahæsti leikmaður liðanna er Sigurður Egill Lárusson en hann hefur skorað 4 mörk fyrir Val. Arnþór Ari hefur skorað 3 fyrir Breiðablik.
Fyrir leik
Milos er í ljómandi fallegri bleikri peysu hér í dag. Óli Jó er í íþróttagalla.
Fyrir leik
Andri Vigfússon (ad1) er með leyndan hæfileika en hann gerir frábæra Dr. Saxa eftirhermu. Já, svona er þetta.
Fyrir leik
Dion Acoff kemur inn í liðið eftir meiðsli. Valsmenn hafa saknað hans.
Fyrir leik
Spá úr fjölmiðlastúkunni:
Benni Bóas, Vísi: 1-3 fyrir Val.
Björn Már, MBL: 2-2 í hörkuleik!
Tómas Þór, Síðstu 20: Ég spái að Valur vinni með marki á síðustu 20.
Sjálfur held ég að Blikar vinni: 2-1.
Fyrir leik
Það er mikil stemning við Kópavogsvöll. Verið að gefa pulsur og blöðrur. Vantar bara Dolphins Cry.
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin. Kohlert kemst ekki í hóp! Bögild og Hansen á bekknum. Er Patrick Pedersen á leiðinni?
Fyrir leik
Í leikjum liðanna í fyrra tókst Val ekki að skora mark. 0-0 fór í Kópavogi en Blikar unnu 0-3 á Hlíðarenda! Mörk Blika skoruðu Gísli Eyjólfsson og Árni Vilhjálms sem skoraði tvö. Það eru litlar líkur á að Árni endurtaki það hér í dag.
Fyrir leik
Maggi Bö sér til þess að völlurinn sé glæsilegur hér í dag en Bö-vélin, eins og hann vill láta kalla sig, sér um Kópavogsvöll af mikilli ástríðu. Til gamans má geta að Maggi heldur með Crystal Palace í enska boltanum.

Fyrir leik
Vilhjálmur Alvar dæmir hér í kvöld en með honum verða Andri Vigfússon (ad1) og Gylfi Tryggvason (ad2). Skiltadómari er Egill Arnar Sigurþórsson. Vilhjálmur Alvar er að mínu mati einn af okkar bestu dómurum í dag.
Fyrir leik
Kolbeinn Þórðarson var yngstur í leikmannahópi Blika í síðasta leik en til gamans má geta að Gunnleifur Gunnleifsson var 25 ára þegar Kolbeinn fæddist!
Fyrir leik
Arnþór Ari skoraði tvö mörk gegn ÍA í síðasta leik og ef hann ætlar að nýta færin sín vel veitir það heldur betur á gott fyrir Blika. Arnþór er duglegur að koma sér í færi og býr yfir frábærum leikskilningi og góðum hlaupum. Færanýtingin hefur ekki verið á pari við hlaupin en sjáum hvað setur hér í kvöld.
Fyrir leik
Gísli Eyjólfsson er sá leikmaður sem hefur fengið mest lof hjá Blikum það sem af er sumri. Hjá Val hefur Sigurður Egill fengið hvað mest lof og einnig Dion Acoff. Sá síðarnefndi var ekki í hóp í síðasta leik og hafa Valsmenn saknað hans gríðarlega þegar hann hefur dottið út vegna meiðsla í sumar.
Fyrir leik
Stærsta spurningin fyrir þennan leik hjá Breiðabliki hlýtur að vera hvort Oliver Sigurjónsson verði í hóp en hann hefur ekkert leikið í sumar vegna meiðsla. Á góðum degi er Oliver einn af bestu leikmönnum deildarinnar.
Fyrir leik
Nokkuð hefur verið ritað um hugsanlega endurkomu Patrick Pedersen til Vals. Staða fremsta manns hefur verið illa leyst í sumar. Kristinn Ingi hefur farið afskaplega illa með sín færi og þá hefur N. Hansen fengið á sig mikla gagnrýni. Óskar Hrafn, sérfræðingur Pepsi markanna, sagði m.a. að betra væri að senda út af en á Hansen!!!
Fyrir leik
Það hefur dregið saman með liðunum í töflunni síðustu umferðir og munar nú aðeins 4 stigum. Valur er með 13 stig, rétt eins og Stjarnan og Grindavík, en engin lið eru með fleiri stig í deildinni. Breiðablik eru með 9 stig, rétt eins og FH, og eru í 6. sæti deildarinnar.
Fyrir leik
Breiðablik mætti ÍA í síðasta leik og var leikið uppi á Skaga. Blikar komust í 0-2 áður en 10 mínútur voru liðnar og enduðu leikar 2-3. Blikar hafa verið að finna taktinn að undanförnu eftir afleita byrjun. Heldur sigurganga þeirra áfram hér í kvöld?
Fyrir leik
Síðasti leikur Vals endaði með 2-1 heimasigri gegn ÍBV. Þar þurfti valur heldur betur að hafa fyrir hlutunum. Valur hefur aðeins hikstað eftir geggjaða byrjun á mótinu og verður forvitnilegt að sjá hvernig þeir koma undan landsleikjahléinu.
Fyrir leik
Góða kvöldið lesendur góðir! Hér verður leik Breiðabliks og Vals lýst og hvet ég ykkur til að vera virk á Twitter og nota myllumerkið #fotboltinet.
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson ('72)
4. Einar Karl Ingvarsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson
10. Guðjón Pétur Lýðsson
11. Sigurður Egill Lárusson ('83)
13. Arnar Sveinn Geirsson
13. Rasmus Christiansen
16. Dion Acoff ('77)
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson

Varamenn:
25. Jón Freyr Eyþórsson (m)
5. Sindri Björnsson ('72)
9. Nicolas Bögild ('83)
12. Nikolaj Hansen
22. Sveinn Aron Guðjohnsen ('77)
23. Andri Fannar Stefánsson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Rajko Stanisic
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson

Gul spjöld:
Haukur Páll Sigurðsson ('55)
Arnar Sveinn Geirsson ('56)

Rauð spjöld: