FH
0
0
Grindavík
06.09.2017 - 17:30
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild kvenna
Dómari: Kristján Már Ólafs
Maður leiksins: Viviane Holzel Domingues
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild kvenna
Dómari: Kristján Már Ólafs
Maður leiksins: Viviane Holzel Domingues
Byrjunarlið:
23. Lindsey Harris (m)
Maria Selma Haseta
('62)
Erna Guðrún Magnúsdóttir
Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir
4. Guðný Árnadóttir
5. Victoria Frances Bruce
('81)
8. Megan Dunnigan
11. Rannveig Bjarnadóttir
15. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
17. Alda Ólafsdóttir
('67)
18. Caroline Murray
Varamenn:
25. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
8. Valgerður Ósk Valsdóttir
11. Helena Ósk Hálfdánardóttir
('67)
16. Diljá Ýr Zomers
('81)
22. Nadía Atladóttir
Liðsstjórn:
Orri Þórðarson (Þ)
Halla Marinósdóttir
Bryndís Hrönn Kristinsdóttir
Snædís Logadóttir
Daði Lárusson
Silja Rós Theodórsdóttir
Hákon Atli Hallfreðsson
Gul spjöld:
Maria Selma Haseta ('35)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þessum leik lýkur með markalausu jafntefli þó að færin til að skora hafi svo sannarlega verið til staðar!
Það sem er kannski helst markvert í augnablikinu er að KR er að vinna Fylki í Frostaskjóli, sem þýðir einfaldlega það að Fylkir fellur ásamt Haukum!
Já og svo má ekki gleyma því að FH voru hér að slá stigametið sitt í efstu deild! Fyrsta skipti sem þær ná 20 stigum!
Ég kem aftur seinna í kvöld með viðtöl og skýrslu!
Það sem er kannski helst markvert í augnablikinu er að KR er að vinna Fylki í Frostaskjóli, sem þýðir einfaldlega það að Fylkir fellur ásamt Haukum!
Já og svo má ekki gleyma því að FH voru hér að slá stigametið sitt í efstu deild! Fyrsta skipti sem þær ná 20 stigum!
Ég kem aftur seinna í kvöld með viðtöl og skýrslu!
90. mín
Karólína rekur boltann upp að endamörkum vinstra megin, reynir fyrirgjöf en það er beint í hendurnar á Viviane. Fyrirgjöfin heldur slök.
88. mín
Ég trúi því ekki að við fáum ekkert mark í þennan leik! FH stelpur búnar að sækja og sækja, Grindavík treysta á skyndisóknir. Viviane ver og ver!
87. mín
Helena leggur boltann þvert inn völlinn í fætur á Megan sem reynir skot en það er rétt yfir.
86. mín
Thaisa reynir sendingu inná teiginn í átt að Carolinu en Lindsey gerir vel í að koma útúr markinu og taka þennan.
81. mín
Inn:Diljá Ýr Zomers (FH)
Út:Victoria Frances Bruce (FH)
Diljá kemur beint inná miðjuna þar sem Victoria var að spila.
79. mín
Dröfn með sendingu í átt að teignum, skoppar yfir varnarmann FH og sóknarmann Grindavíkur en þar fyrir aftan er Lauren með varnarmann í bakinu, hún nær að snúa en boltinn fer of langt frá henni og skoppar til Lindsey, þetta hefði getað orðið hættulegt.
78. mín
Grindavíkurstúlkur að reyna að vinna sig inní þetta. Lauren með skot fyrir utan teig sem fer af varnarmanni og aftur fyrir. Horn - Grindavík.
Kirstín tekur hornið sem er hátt útí teiginn. Þar er Linda sem reynir skallann en þessi er of utarlega og of hár fyrir hana. Ekkert verður úr þessu.
Kirstín tekur hornið sem er hátt útí teiginn. Þar er Linda sem reynir skallann en þessi er of utarlega og of hár fyrir hana. Ekkert verður úr þessu.
75. mín
Thaisa með fína sendingu út á hægri, inn fyrir vörnina á Rilany, en Rilany nær ekki að leggja þennan almennilega fyrir sig og rétt nær að koma honum út í teiginn áður en hann fer útaf. En sendingin of nálægt Lindsey sem handsamar hann.
74. mín
Caroline með fast skot, en hvað haldið þið að hafi gerst? Jújú, Viviane nær að blaka þessum yfir og FH fá horn! Hún er bara búin að loka markinu! En FH stelpur halda áfram að reyna.
73. mín
Það liggur mark í loftinu! Það hlýtur bara að vera!
Rilany með eitthvað kæruleysi hérna á sínum eigin vítateig og sendir boltann til baka á Dröfn sem er í stökustu vandræðum undir pressu frá Caroline sem hreinlega hirðir af henni boltann og kemur honum inná teiginn. Þar kemur Helena á fleygiferð og er dæmd brotleg, sá nú ekki almennilega á hvað.
Rilany með eitthvað kæruleysi hérna á sínum eigin vítateig og sendir boltann til baka á Dröfn sem er í stökustu vandræðum undir pressu frá Caroline sem hreinlega hirðir af henni boltann og kemur honum inná teiginn. Þar kemur Helena á fleygiferð og er dæmd brotleg, sá nú ekki almennilega á hvað.
70. mín
VIVIANE!
Ég get svo svarið það! Hún bara ver og ver! Caroline með flott skot sem er á leið rétt undir slánna en Viviane nær að blaka þessum yfir!!
FH fær horn. Ekkert kemur útúr því þar sem Megan var dæmt rangstæð á fjær.
Ég get svo svarið það! Hún bara ver og ver! Caroline með flott skot sem er á leið rétt undir slánna en Viviane nær að blaka þessum yfir!!
FH fær horn. Ekkert kemur útúr því þar sem Megan var dæmt rangstæð á fjær.
69. mín
Helena í upplögðu færi inná vítateigslínu eftir fína sendingu frá Bryndísi. Hún reynir skalla en hann er máttlaus og Viviane skokkar hreinlega og nær þessum áður en hann fer út fyrir endamörk! Þarna hafði Helena sennilega tíma til að taka boltann niður og hlaða svo í skotið. En það var eitthvað stress í henni þarna!
67. mín
Inn:Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH)
Út:Alda Ólafsdóttir (FH)
Helena fer á hægri kantinn þar sem Caroline var, Caroline flytur sig yfir á vinstri kantinn þar sem Karólína var og Karólína fer uppá topp!!
62. mín
Inn:Bryndís Hrönn Kristinsdóttir (FH)
Út:Maria Selma Haseta (FH)
María Selma virðist hafa meitt sig eitthvað hérna áðan. FH stelpur spörkuðu boltanum útaf til að hægt væri að hlúa að henni og henni er hreinlega bara skipt útaf strax. Bryndís Hrönn fer í hægri bakvörðinn og Erna Guðrún flytur sig yfir í vinstri bakvörðinn þar sem María Selma var að spila
62. mín
Inn:Thaisa (Grindavík)
Út:María Sól Jakobsdóttir (Grindavík)
Þetta eru fréttir! Thaisa hefur verið meidd meiri hluta sumars og þetta er einungis hennar 5. leikur í sumar.
59. mín
Alda og, að mér sýndis, Megan eiga gott samspil nálægt vítateig Grindavíkur sem endar með skoti sem Viviane, enn og aftur, grípur!
58. mín
Rilany á miklum spretti upp hægra megin, hún er öskufljót en María Selma gerir vel í að halda í við hana og setur nægilega mikla pressu á hana til að fyrirgjöfin verður ekki eins góð og best verður á kosið. Boltinn berst aftur út hægra megin þar sem María Sól reynir fyrirgjöf en það er enginn sóknarmaður Grindvíkinga inná teignum og Lindsey handsamar þennan undir engri pressu.
57. mín
Grindavík fær aukaspyrnu nálægt hornfána hægra megin. Rilany tekur spyrnuna en hún er of nálægt Lindsey í markinu sem grípur hann.
55. mín
Enn eru FH stelpur að sækja. Nú er það Erna Guðrún sem fær boltann upp í hægra horni eftir gott utanáhlaup. Caroline setti boltann niður á Guðnýju sem setti hann upp á Ernu í fyrsta. Erna misreiknar sig samt eitthvað og reynir að koma boltanum fyrir í fyrstu snertingu en hún hafði nú meiri tíma en þetta. Hefði getað gert mun betur.
54. mín
Það er bara sama uppskrift!! Viviane grípur aukaspyrnuna frá Guðnýju. Hún var þó tiltölulega beint á hana en það er sama, hún var föst.
53. mín
FH fá aukaspyrnu á hættulegum stað eftir brot Kristínar á Öldu.
Guðný stillir sér upp til að taka spyrnuna. Spurning hvað verður!
Guðný stillir sér upp til að taka spyrnuna. Spurning hvað verður!
52. mín
Grindavíkurstúlkur komast loksins yfir miðju hérna í seinni hálfleik! FH hreinlega búnar að vera í sókn fyrstu 6 mínútur hálfleiksins.
48. mín
Áfram halda FH stelpur að sækja!
Nú er það Caroline sem er að komast upp að endamörkum þegar Linda rennir sér í hana. Linda nær samt ekki að taka boltann af Caroline, sem fipast samt aðeins, en stendur þetta af sér og reynir sendingu útí teiginn en hann er of innarlega og Viviane grípur boltann. Þarna er hreinlega spurning hvort að Caroline hefði átt að vera aðeins klókari og sleppa því að reyna svona mikið til að standa þetta áhlaup af sér því ég er nokkuð viss um að Kristján dómari hefði mögulega dæmt á þetta. Ekki að ég sé að styðja að leikmenn hendi sér í jörðina en þarna var klárlega næg snerting fyrir það!
Nú er það Caroline sem er að komast upp að endamörkum þegar Linda rennir sér í hana. Linda nær samt ekki að taka boltann af Caroline, sem fipast samt aðeins, en stendur þetta af sér og reynir sendingu útí teiginn en hann er of innarlega og Viviane grípur boltann. Þarna er hreinlega spurning hvort að Caroline hefði átt að vera aðeins klókari og sleppa því að reyna svona mikið til að standa þetta áhlaup af sér því ég er nokkuð viss um að Kristján dómari hefði mögulega dæmt á þetta. Ekki að ég sé að styðja að leikmenn hendi sér í jörðina en þarna var klárlega næg snerting fyrir það!
47. mín
KARÓLÍNA Í DAUÐAFÆRI!
Caroline á glæsilega sendingu hátt inná fjær þar sem Karólína á dauðafrían skalla, en hún nær ekki að stýra þessum á markið! Þetta var sannkallað dauðafæri!
Caroline á glæsilega sendingu hátt inná fjær þar sem Karólína á dauðafrían skalla, en hún nær ekki að stýra þessum á markið! Þetta var sannkallað dauðafæri!
46. mín
FH stelpur eiga fyrstu sókn seinni hálfleiks. Karólína á flotta sendingu á Megan í utanáhlaupinu vinstra megin. Megan reynir að koma honum útí teiginn á Öldu en vörn Grindvíkinga vel á verði og kemur þessu frá.
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur og Grindvíkingar heppnir að vera ekki undir. Geta þakkað Viviane það!
Kem aftur að vörmu spori!
Kem aftur að vörmu spori!
45. mín
Guðný með flotta, háa sendingu þvert yfir völlinn á Karólínu, hún reynir skot en það er hátt yfir.
45. mín
Grindavík fær horn. Spyrnan hjá Kristínu alltof utarlega og þetta rennur útí sandinn.
43. mín
Megan alveg við það að sleppa í gegnum vörn Grindavíku en sendingin frá Öldu ekki alveg nógu góð og Linda gerir svo vel í að komast fyrir Megan. Boltinn berst út til Caroline sem fer upp að endamörkum og reynir fyrirgjöf en aftur gerir Linda vel og kemst fyrir. FH fá horn, ekkert kemur útúr því.
41. mín
FH stelpur fá aukaspyrnu á fínum stað fyrir utan miðjan teig Grindvíkinga. Þetta er auðveldlega skotfæri fyrir Guðnýju og hún lætur ekki bjóða sér það tvisvar! Lætur vaða en ENN OG AFTUR er það Viviane í markinu sem kemur í veg fyrir að FH stelpur komist yfir!! Hún er eina ástæða þess að Grindvíkingar eru ekki undir hérna í fyrri hálfleiknum.
40. mín
Karólina reynir háa fyrirgjöf frá vinstri en enn og aftur er Vivane að bjarga Grindvíkingum!! Rís hæst í teignum og grípur hann!
36. mín
Caroline hleður í eitt vinstri fótar skot fyrir utan teig. Ég er ekki frá því að þessi hefði verið nálægt því að vera inni en Viviane gerir mjög vel, tekur eina góða sjónvarpsskutlu og hreinlega grípur hann. Virkilega vel gert hjá henni!
35. mín
Gult spjald: Maria Selma Haseta (FH)
Kristján gerir vel, gefur Maríu Selmu spjald fyrir peysutogið á Lauren. Verðskuldað.
33. mín
Lauren er að sleppa framhjá Maríu Selmu á hægri kantinum en María hangir í treyjunni hennar. Lauren nær að slíta sig lausa og tekur á rás upp að endamörkum, reynir að koma þessu á samherja en FH stelpur hreinsa, en bara beint á Berglindi sem reynir skot, það er fast, en beint í varnarmann.
Kristján dómari hlýtur að spjalda Maríu Selmu þegar boltinn fer útaf fyrir peysutogið.
Kristján dómari hlýtur að spjalda Maríu Selmu þegar boltinn fer útaf fyrir peysutogið.
31. mín
Uppúr horninu sem FH-ingar fengu eftir skot Rannveigar kemst Guðný í skotstöðu og lætur vaða, aftur þarf Viviane að hafa sig alla við að verja og aftur nær hún ekki að halda og hann lekur rétt framhjá!
FH fá annað horn. Þetta er tekið langt á fjær þar sem Megan reynir að standa hann en boltinn of hár fyrir hana og þetta rennur útí sandinn.
FH fá annað horn. Þetta er tekið langt á fjær þar sem Megan reynir að standa hann en boltinn of hár fyrir hana og þetta rennur útí sandinn.
30. mín
FRÁBÆRT SKOT HJÁ RANNVEIGU!
Rannveig reynir langskot og þetta var nálægt því að koma FH-ingum yfir! Viviane þurfti að hafa sig alla við að verja þennan, náði ekki að halda honum og hann lekur rétt framhjá!
Rannveig reynir langskot og þetta var nálægt því að koma FH-ingum yfir! Viviane þurfti að hafa sig alla við að verja þennan, náði ekki að halda honum og hann lekur rétt framhjá!
27. mín
Grindavík fær aukaspyrnu á fínum stað, um miðjan vallarhelming FH. Kristín tekur spyrnuna en grípur svo bara um andlit sér þegar hún er búin að taka spyrnuna og ég skil það vel, hún var afleit! Flestir leikmenn Grindavíkur komnir inná teiginn en spyrnan er bara beint útaf hægra megin við markið þegar allir samherjar Kristínar voru búnar að taka sér stöðu vinstra megin á teiglínunni! Ég efa það ekki að hún geri mun betur í næstu spyrnu!
27. mín
Ég sé að prentaða skýrslan sem ég hef fengið í hendurnar fyrir leikinn er röng! María Sól Jakobsdóttir er í byrjunarliði Grindavíkur en ekki Helga Guðrún Kristinsdóttir eins og hefur verið gefið út hér fyrir leik. Það hefur greinilega eitthvað breyst fyrir leik. En það þýðir að Grindavík gerir tvær breytingar á sínu liði síðan í leiknum gegn Val í síðustu umferð en þar var Helga Guðrún í byrjunarliði en María Sól á bekknum.
26. mín
Grindavík að komast í upplagt færi!
Carolina er í baráttu við varnarmann FH og nær að stela af henni boltanum, þá kemur María Sól og hirðir upp boltann, keyrir inn í miðjan teiginn og rennir svo boltanum til hægri aftur á Carolina, en skotið hennar er beint í fangið á Lindsey í markinu!
Carolina er í baráttu við varnarmann FH og nær að stela af henni boltanum, þá kemur María Sól og hirðir upp boltann, keyrir inn í miðjan teiginn og rennir svo boltanum til hægri aftur á Carolina, en skotið hennar er beint í fangið á Lindsey í markinu!
24. mín
Erna Guðrún á flotta fyrirgjöf inná teiginn frá hægri þar sem Victoria fær frían skalla en setur hann yfir!!! Þetta var mjög góð sending og Victoria á að geta miklu betur!
19. mín
DAUÐAFÆRI!!
Victoria Frances er komin hér í dauðfæri, ein gegn Viviane eftir frábæra sendingu frá Caroline! Skot Victoriu er á leiðinni í markið, í gegnum klofið á Viviane en hún nær á einhvern ótrúlegan hátt að verja hann með hælnum og koma honum rétt framhjá stönginni!!
FH fær horn en Grindavíkurvörnin kemur því í burtu.
Victoria Frances er komin hér í dauðfæri, ein gegn Viviane eftir frábæra sendingu frá Caroline! Skot Victoriu er á leiðinni í markið, í gegnum klofið á Viviane en hún nær á einhvern ótrúlegan hátt að verja hann með hælnum og koma honum rétt framhjá stönginni!!
FH fær horn en Grindavíkurvörnin kemur því í burtu.
18. mín
Melkorka á hér flottan langan bolta upp í vinstra hornið á Karólínu. Hún reynir að taka Dröfn á og koma boltanum fyrir en þessi fer beint í hendurnar á Viviane.
16. mín
Tveir klobbar í röð!!
Erna Guðrún er að fara illa með Rilany og Ísabel! Byrjar á að klobba Rilany og gerir sér svo lítið fyrir og klobbar Ísabel líka! FH kemst svo í álitlega sókn sem endar með skoti beint í fangið á Viviane. Gaman að þessu...kannski ekki fyrir Rilany eða Ísabel samt!
Erna Guðrún er að fara illa með Rilany og Ísabel! Byrjar á að klobba Rilany og gerir sér svo lítið fyrir og klobbar Ísabel líka! FH kemst svo í álitlega sókn sem endar með skoti beint í fangið á Viviane. Gaman að þessu...kannski ekki fyrir Rilany eða Ísabel samt!
15. mín
Guðný með flottan langan bolta úr vörninni hægra megin yfir á Karólínu vinstra megin sem skallar boltann inn fyrir vörn Grindavíkur á Öldu, en Alda er réttilega dæmd rangstæð.
14. mín
Guðný tekur spyrnuna að sjálfsögðu!
Hún reynir fastan, lágan bolta inn á nær en Grindavíkurvörnin er vel með á nótunum og hreinsar. Þarna hefði verið hægt að gera betur!
Hún reynir fastan, lágan bolta inn á nær en Grindavíkurvörnin er vel með á nótunum og hreinsar. Þarna hefði verið hægt að gera betur!
13. mín
Flott spil hjá FH sem endar með að þær fá aukaspyrnu á milli hliðarlínu og vítateigs hægra megin eftir brot Rilany á Caroline.
9. mín
Það skapaðist hætta hérna eftir hornið sem FH fékk. María Selma nær að pota boltanum í áttina að Öldu sem reynir að koma honum á markið en var ekki í góðu jafnvægi og nær ekki að stýra honum á markið, fer framhjá. Þarna voru Grindvíkingar heppnir!
8. mín
Grindvíkingar fá aukaspyrnu nálægt miðju sem fer beint í hendurnar á Lindsey. Hún er fljót að koma honum í leik upp á Caroline sem geysist upp hægri vænginn en er í erfiðleikum með að finna sendingarmöguleika og Ísabel verst vel og kemst fyrir fyrirgjöfina. FH fá horn.
7. mín
Karólína Lea á skot fyrir FH sem dettur ofan á þaknetið. FH stelpur búnar að eiga 3 skot á markið á fyrstu 7 mínútunum.
6. mín
Rilany á góðan sprett þar sem hún hristir af sér varnarmann og kemur svo þvert á vörnina. Finnur sér skotstöðu og lætur vaða en skotið of hátt og dettur ofan á þaknetið. Ekki galin hugmynd samt og fyrsta marktilraun gestanna.
5. mín
Grindavík fær horn.
Flott sending frá Rilany inn á milli hafsents og bakvarðar þar sem Lauren kemur á ferðinni. En María Selma kemst fyrir þetta og bjargar þessu í horn.
Ekkert kemur útúr horninu.
Flott sending frá Rilany inn á milli hafsents og bakvarðar þar sem Lauren kemur á ferðinni. En María Selma kemst fyrir þetta og bjargar þessu í horn.
Ekkert kemur útúr horninu.
4. mín
Karólína Lea á skot fyrir FH en það er nokkuð auðvelt fyrir Viviane í markinu sem grípur hann.
3. mín
Guðný á hérna fínt hlaup upp völlinn og rennir svo boltanum út á Ernu Guðrúnu, en fyrsta snerting Ernu er slök og hún missir hann útaf.
2. mín
FH á fyrstu marktilraunina, langskot frá Megan sýndist mér, en það er ekki mjög fast og framhjá í þokkabót.
Fyrir leik
Vallarstarfsmaður hér var að segja mér að FH á möguleika á að slá stigametið sitt í efstu deild ef þær gera jafntefli eða vinna leikinn í dag! Þær hafa mest náð í 19 stig í efstu deild en það gerðu þær tímabilið 2012. Þá enduðu þær einmitt í 6. sæti deildarinnar. Það er þá heldur betur gulrót fyrir þær til að leggja sig allar í þennan leik þrátt fyrir að eiga ekki möguleika á að enda í hærra sæti í deildinni!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár!
Heimaliðið gerir eina breytingu á sínu liði frá tapinu gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Þar kemur inn Rannveig Bjarnadóttir en Nadía Atladóttir fær sér sæti á bekknum.
Gestirnir gera sömuleiðis eina breytingu á sínu byrjunarliði en þar kemur Lauren Brennan inn fyrir Elenu Brynjarsdóttur.
Heimaliðið gerir eina breytingu á sínu liði frá tapinu gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Þar kemur inn Rannveig Bjarnadóttir en Nadía Atladóttir fær sér sæti á bekknum.
Gestirnir gera sömuleiðis eina breytingu á sínu byrjunarliði en þar kemur Lauren Brennan inn fyrir Elenu Brynjarsdóttur.
Fyrir leik
Ég minni fólk sem hefur áhuga á að kíkja á völlinn að síðdegisumferðin er í blóma á þessum tíma dagsins! Það gæti því þurft að leggja nokkuð snemma af stað ef menn ætla ekki að missa af upphafsmínútunum!
Fyrir leik
Síðasti leikur FH var gegn Stjörnunni á fimmtudaginn síðasta þar sem þær töpuðu með tveimur mörkum. En þær voru vel inní þeim leik alveg þangað til að þær fengu á sig seinna markið á 66. mínútu. Svekkjandi fyrir þær en þær hafa verið að standa vel í liðunum í efri hluta deildarinnar oft á tíðum á tímabilinu.
Síðasti leikur Grindavíkur var heimaleikur gegn Val þar sem þær töpuðu 0-3. Róbert þjálfari var þokkalega sáttur við frammistöðu sinna leikmanna þrátt fyrir tapið en þær fengu öll 3 mörkin á sig í seinni hálfleiknum. Þær hafa líka verið að ná að standa í liðum úr efri hlutanum, líkt og FH, og hafa t.d. náð í stig gegn bæði Stjörnunni og ÍBV eftir EM pásuna.
Síðasti leikur Grindavíkur var heimaleikur gegn Val þar sem þær töpuðu 0-3. Róbert þjálfari var þokkalega sáttur við frammistöðu sinna leikmanna þrátt fyrir tapið en þær fengu öll 3 mörkin á sig í seinni hálfleiknum. Þær hafa líka verið að ná að standa í liðum úr efri hlutanum, líkt og FH, og hafa t.d. náð í stig gegn bæði Stjörnunni og ÍBV eftir EM pásuna.
Fyrir leik
FH liðið hefur að litlu að keppa uppá við í töflunni, en þær eiga engan möguleika á að enda hærra en í 6. sæti. En gulrótin þeirra hlýtur þá að snúast að því að halda þessu 6. sæti, sem þær gulltryggja einmitt ef þær vinna hér í dag!
Nú ef það tekst ekki hjá þeim og þær tapa leiknum í dag þá geta þær átt á hættu að missa sætið til Grindavíkur eða jafnvel KR, allt eftir því hvernig síðustu leikir tímabilsins fara. Þannig að ég ætla að gefa mér það að FH liðið vilji tryggja sér þetta 6. sæti strax í kvöld, áður en þær mæta Val og Þór/KA í síðustu 2 leikjum tímabilsins.
Nú ef það tekst ekki hjá þeim og þær tapa leiknum í dag þá geta þær átt á hættu að missa sætið til Grindavíkur eða jafnvel KR, allt eftir því hvernig síðustu leikir tímabilsins fara. Þannig að ég ætla að gefa mér það að FH liðið vilji tryggja sér þetta 6. sæti strax í kvöld, áður en þær mæta Val og Þór/KA í síðustu 2 leikjum tímabilsins.
Fyrir leik
Á sama tíma fer fram leikur KR og Fylkis í Frostaskjóli en KR situr einmitt í 8. sæti deildarinnar, 2 stigum á eftir Grindavík, en Fylkir í 9. sætinu, 4 stigum á eftir KR.
Það er því hægt að reikna hér fram og til baka hvernig þessi botnbarátta getur endað! Grindavík þarf helst að vinna leikinn hér í dag til að komast í vænlegri stöðu gagnvart KR og Fylki. Ef við gefum okkur að KR vinni Fylki og Grindavík tapi hér í dag þá eru Grindavíkurstúlkur enn ekki hólpnar þar sem Fylkir getur þá enn jafnað þær að stigum. Nú ef við gefum okkur að Fylkir vinni KR og Grindavík tapi þá er botnbaráttan orðin galopin! Þannig að það er alveg ljóst að Grindavíkurstúlkur vilja vinna hér í kvöld til að komast hjá því að spila á tæpasta vaði!
Það er því hægt að reikna hér fram og til baka hvernig þessi botnbarátta getur endað! Grindavík þarf helst að vinna leikinn hér í dag til að komast í vænlegri stöðu gagnvart KR og Fylki. Ef við gefum okkur að KR vinni Fylki og Grindavík tapi hér í dag þá eru Grindavíkurstúlkur enn ekki hólpnar þar sem Fylkir getur þá enn jafnað þær að stigum. Nú ef við gefum okkur að Fylkir vinni KR og Grindavík tapi þá er botnbaráttan orðin galopin! Þannig að það er alveg ljóst að Grindavíkurstúlkur vilja vinna hér í kvöld til að komast hjá því að spila á tæpasta vaði!
Fyrir leik
Þrír leikir fara fram í Pepsideild kvenna í dag og eru það lokaleikir 16. umferðarinnar. Á mánudaginn fóru Þór/KA-stúlkur langleiðina með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með öruggum sigri á Stjörnunni, 3-0, og Breiðablik tóku sömuleiðis gott skref í áttina að því að tryggja sér 2. sæti deildarinnar með öruggum sigri á liði ÍBV, 3-0.
En leikirnir sem fara fram í dag hafa allir mun meiri áhrif á hina hlið deildarinnar, botnbaráttuna. En hér mætast einmitt liðin í 6. og 7. sæti deildarinnar. FH í því 6. og Grindavík í því 7.
En leikirnir sem fara fram í dag hafa allir mun meiri áhrif á hina hlið deildarinnar, botnbaráttuna. En hér mætast einmitt liðin í 6. og 7. sæti deildarinnar. FH í því 6. og Grindavík í því 7.
Byrjunarlið:
1. Viviane Holzel Domingues (m)
Dröfn Einarsdóttir
Ísabel Jasmín Almarsdóttir
3. Linda Eshun
9. Anna Þórunn Guðmundsdóttir
13. Rilany Aguiar Da Silva
17. María Sól Jakobsdóttir
('62)
19. Carolina Mendes
26. Berglind Ósk Kristjánsdóttir
26. Kristín Anítudóttir Mcmillan
28. Lauren Brennan
Varamenn:
1. Emma Mary Higgins (m)
30. Heiðrún Fjóla Pálsdóttir (m)
5. Thaisa
('62)
7. Elena Brynjarsdóttir
8. Guðný Eva Birgisdóttir
16. Guðrún Bentína Frímannsdóttir
20. Áslaug Gyða Birgisdóttir
22. Helga Guðrún Kristinsdóttir
Liðsstjórn:
Róbert Jóhann Haraldsson (Þ)
Nihad Hasecic (Þ)
Þorsteinn Magnússon
Sreten Karimanovic
Gul spjöld:
Rauð spjöld: