Samsung völlurinn
þriðjudagur 01. maí 2018  kl. 16:00
Bikarkeppni karla
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Stjarnan 2 - 1 Fylkir
1-0 Hilmar Árni Halldórsson ('17, víti)
1-1 Jonathan Glenn ('20)
2-1 Ari Leifsson ('74, sjálfsmark)
Ragnar Bragi Sveinsson, Fylkir ('79)
Byrjunarlið:
1. Haraldur Björnsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Jósef Kristinn Jósefsson
5. Óttar Bjarni Guðmundsson
6. Þorri Geir Rúnarsson ('46)
7. Guðjón Baldvinsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
16. Ævar Ingi Jóhannesson
17. Kristófer Konráðsson ('46)
29. Alex Þór Hauksson (f) ('80)

Varamenn:
13. Terrance William F. Dieterich (m)
4. Jóhann Laxdal
8. Baldur Sigurðsson ('80)
11. Þorsteinn Már Ragnarsson
14. Hörður Árnason
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('46)

Liðstjórn:
Veigar Páll Gunnarsson
Eyjólfur Héðinsson
Fjalar Þorgeirsson
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson
Jón Þór Hauksson
Andri Freyr Hafsteinsson

Gul spjöld:
Alex Þór Hauksson ('36)

Rauð spjöld:
@OrriRafn Orri Rafn Sigurðarson
90. mín Leik lokið!
Ívar Orri er búinn að flauta leikinn af. Stjörnumenn eru komnir áfram í 16 liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 2-1 sigur á Fylkir

Viðtöl og skýrsla koma seinna í dag.

Takk fyrir mig
Eyða Breyta
90. mín
Gaui Baldvins nálagt því að skora þriðja mark Stjörnunar úr skyndisókn en hann reynir að setja boltann yfir Aron í markinu sem að vera hann í horn.
Eyða Breyta
90. mín
Ásgeir Börkur liggur hérna eftir einvígi við Guðmund Stein.
Eyða Breyta
90. mín
Það er sjúkrabíll kominn til að sækja Ævar Inga en hann virðist vera með meðvitund.

Fylkir fær aðra hornspyrnu og Aron Snær Markmaður er fljótur að hlaupa fram í teiginn, Spyrnan er hinsvegar slök. Arnar Már fær boltann aftur og dælir honum inn á teig þar sem Orri Sveinn á geggjað skot en Haraldur ver meistaralega. Önnur hornspyrna.
Eyða Breyta
90. mín
Fylkir fær hornspyrnu sem að Arnar Már tekur. Spyrnan er góð en Stjörnumenn ná að hreinsa og Fylkir fær aðra hornspyrnu. Sú spyrna er betri og Fylkismenn ná skallanum en yfir markið.


522 áhorfendur eru í stúkunni í kvöld.
Eyða Breyta
90. mín
Uppbótartími ná Fylkismenn að jafna??
Eyða Breyta
89. mín
ÞAÐ DAUÐAFÆRIÐ!! Þú verður að skora þarna Glenn. Frábær bolti fyrir markið og Glenn þarf bara að reka löppina í hann en hann bara hittir ekki boltann. Var þetta þreyta eða einbeitingarleysi! Stjarnan stálheppinn.
Eyða Breyta
88. mín
Lítið eftir af þessum leik en uppbótartíminn verður langur eftir meiðslin hjá Ævari.
Eyða Breyta
84. mín
Uss Uss Uss! Þetta lítur alls ekki alls ekki vel út Ævar ingi virðist fá þungt högg þegar hann skellur á jörðina og steinliggur á vellinum. Menn voru fljótir að hlaupa til hans. Við skulum vona að allt sé í lagi þarna en sem stendur standa menn tilbúnir með börurnar og hann virðist vera fara útaf. Þetta lítur bara alls ekki vel út.
Eyða Breyta
83. mín Arnar Már Björgvinsson (Fylkir) Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir)

Eyða Breyta
82. mín
Mig svíður í puttana af bruna eftir síðustu mínútur það er allt að gerast! Mark , dauðafæri og rautt spjald upp úr engu! Fáum við jöfnunarmark frá Fylkir eða sigla Stjörnumenn þessu heim!
Eyða Breyta
80. mín Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir) Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)

Eyða Breyta
80. mín Baldur Sigurðsson (Stjarnan) Alex Þór Hauksson (Stjarnan)

Eyða Breyta
79. mín Rautt spjald: Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
hvað gerðist þarna?? ALlt í einu labbar Ívar upp að Ragnari og gefur honum beint Rautt spjald. Jósef var að kvarta en hvað gerðist hef ég ekki hugmynd um.
Eyða Breyta
78. mín
Aftur er Guðmundur Steinn nálagt því að ná til boltans en rétt missir af honum í góðu færi.
Eyða Breyta
78. mín
Guðmundur Steinn nær skallanum eftir hornspyrnuna frá Hilmari en Fylkismenn bjarga á línu!


Eyða Breyta
77. mín
Hvernig svara Fylkismenn þessu marki hafa spilað þennan leik vel hngað til!

Stjarnan í góðri skyndisókn boltinn er settur langur fram á Gaua sem að leggur hann inn í teiginn á Hlmar en skot hans fer í varnarmann og aftur fyrir Hornspyrna
Eyða Breyta
74. mín SJÁLFSMARK! Ari Leifsson (Fylkir)
Þetta mark þurfum við að skoða betur því enginn í blaðamannastúkunni er að átta sig á því hver skoraði. Hilmar tekur hornspyrnuna sem að endar á því að við höldum Guðjón Baldvinsson kemur boltanum á markið með viðkomu í Ara þar sem Ásgeir Börkur virðist vera fara bjarga á marklínu en boltinn fer undir hann og rétt yfir línuna og dómarinn dæmir mark! Ég ætla gefa Gaua þetta mark 2-1
Eyða Breyta
74. mín
Stjörnumenn fá hornspyrnu sem að Hilmar Árni tekur
Eyða Breyta
72. mín
Núna liggur Gaui Baldvins á vellinum. Stúkan er að verða brjáluð sérstaklega Fylkis megin en mér finnst Ívar vera dæma þennan leik vel.
Eyða Breyta
71. mín
Fylkir fær hornspyrnu sem að jú Oddur Ingi tekur en spyrnan hans er slök
Eyða Breyta
70. mín
Úfff úfff úfff þetta lítur ekki vel út! Guðmundur Steinn liggur kylliflatur eftir skallaeinvígi. Sem betur fer var það öxlinn og hann virðist vera í lagi.

"Farðu úr bláu treyjunni dómari" heyrist frá stuðningsmönnum Fylkis þegar dómarinn stoppaði leikinn
Eyða Breyta
68. mín
Það touch hjá Hilmari Árna geggjuð touch á Gaua Baldvins sem að snýr vel á varnarmann FYlkis en þeir eru fljótir í hjálparvörn og á endanum er dæmt brot á Guðjón inn í teig Fylkis.
Eyða Breyta
67. mín
Oddur ingi með arfaslaka fyrirgjöf en hún virðist samt skapa smá vesen fyrir Harald í markinu en boltinn fer aftur fyrir markið.
Eyða Breyta
65. mín
Stjarnan nálagt því! Fá aukaspyrnu út á velli sem er tekinn inn á teig við það skapast mikill darraðardans og enginn virðist ætla sparka boltanum í burtu. Brynjar Gauti nær boltanum og tekur skot í varnarmann en þaðan í hendurnar á Arnoi Snæ.

Eyða Breyta
64. mín Gult spjald: Jonathan Glenn (Fylkir)

Eyða Breyta
60. mín
Fylkismenn fá hornspyrnu sem að Oddur Ingi tekur. Spyrnan er góð og beint á kollinn á Davíð Þór en skalli hans fer yfir.
Eyða Breyta
59. mín
Ég ætla bara óska eftir meiri gæðum í þessum leik og þá einna helst frá Stjörnunni. Þessi síðari hálfleikur fer full rólega af stað og finnst mér eins og Fylkismenn séu með leikinn nákvamlega þar sem þeir vilja hafa hann.

Það er mikill pirringur í gangi í stúkunni fólkið vil sjá betri fótbolta
Eyða Breyta
56. mín
Stjarnan með langt innkast inná teig. Guðmundur Steinn vinnur einvígið í loftnu en boltinn fer aftur fyrir markið.
Eyða Breyta
54. mín
Fylkismenn eru ekki alveg að samþykkja þá dóma sem að Ívar Orri hendir í. Emil Ásmunds eitthvað ósáttur en hann þarf að passa sig er á gulu spjaldi.
Eyða Breyta
52. mín
Oddur ingi með stórhættulegan skalla rétt yfir markið eftir frábæra fyrirsendingu frá Jonathan Glenn.
Eyða Breyta
50. mín
Núna er Brynjar Gauti með vinstri fótarskot. Fór það á markið? Svarið er nei það fór langt framhjá.


Gaui Baldvins liggur á vellinum og fær aðhlynningu ég sá ekki hvað gerðist en hann stingur við.
Eyða Breyta
48. mín
Alex Þór Með skot fyrir utan teig himinn hátt yfir
Eyða Breyta
47. mín
Guðmundur Steinn er kominn á topinn hjá Stjörnunni og mér sýnist Gaui fara út á vinstri væng. Eyjólfur tekur sitt gamla góða pláss á miðjunni.
Eyða Breyta
46. mín Hálfleikur
Síðari hálfleikur er farinn af stað og samkvæmt hinum alþjóðlegu reglum byrja Stjörnumenn með boltann.

Vonandi fáum við gott tempó og fleiri mörk í síðari hálfleik.
Eyða Breyta
46. mín Eyjólfur Héðinsson (Stjarnan) Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan)

Eyða Breyta
46. mín Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan) Kristófer Konráðsson (Stjarnan)

Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í Garðabæ þar sem Fylkismenn hafa átt mun hættulegri færi. 4 gul spjöld og tvö mörk allt eins og við viljum hafa það. Ég ætla skella mér í besta borgara landsins. Sjáumst í seinni.
Eyða Breyta
45. mín
Aukaspyrna dæmt á Alex Þór fyrir hendi á stórhættulegum stað. Mér sýnist Glenn ætla taka hana.

Davíð Ásbjörns tekur hinsvegar spyrnuna og hún er föst en Haraldur ver boltann fyrir í horn og um leið flautar Ívar til hálfleiks.
Eyða Breyta
45. mín
Þorri Geir á sendingu inná teig þar sem Ásgeir Börkur hittir ekki boltann. 50/50 hvar boltinn lendir en Fylkismenn koma boltanum frá.
Eyða Breyta
45. mín
Svei mér þá Fylkismenn eru miklu líklegri þessa stundina.
Eyða Breyta
44. mín
HVAÐ ER ÓTTAR BJARNI AÐ GERA! Alltof lengi á boltanum inn í markteig og Emil kjötar hann og nær skotinu en Haraldur með geggjaða markvörslu. Ívar Orri var hinsvegar búin að flauta en mér fannst þetta ekki brot.
Eyða Breyta
42. mín
Mikil hætta við mark Stjörnunar, Fylkismenn koma af miklum krafti upp hægri kantinn og koma boltamnum fyrir. Haraldur er í vandræðum í markinu og þarf að slá í annari tilraun aftur fyrir.
Upp úr hornspyrnunni fær Orri Sveinn gott færi en skot hans fer yfir markið!
Eyða Breyta
40. mín
Ég væri til í að sjá Stjörnumenn færa boltann aðeins hraðar fram á við, þeir eru mikið í því að færa hann milli kanta í öftustu línu en þurfa vera beinskeyttari. Fylkismenn eru að verjast vel mikið hrós á þeirra varnarleik.
Eyða Breyta
37. mín
Ég sagði 3 mörk yrðu skoruð annað yrði vonbrigði fyrir leik. Ég ætla bæta við einu rauðu spjaldi líka það er mikil harka í tæklingunum í þessum leik.
Eyða Breyta
36. mín Gult spjald: Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
Núna fær Alex Þór gult spjald fyrir tæklingu. 4 gul spjöld kominn í fyrri hálfleikinn.
Eyða Breyta
33. mín Gult spjald: Emil Ásmundsson (Fylkir)
Þetta var ljótt mjög ljótt! Emil er alltof alltof seinn og kemur á fullri hörku í Jósef Krstinn sem að steinliggur. Mér sýndist Emil fara með takkanna á undan, þetta gat alveg verið annar litur á spjaldinu.
Eyða Breyta
29. mín
Fylkir byjgga upp fallega fólk færa boltann frá vinstri til hægri og vinna hornspyrnu! Spyrnan er geggjuð, darraðadans myndast í teignum áður en Stjörnumenn bjarga á marklínu!
Eyða Breyta
27. mín
Jæja hagléls súpan er búinn og núna eru létt snjókorn að falla. Ef við fáum sól á næstu 5 mínútum þá er Ísland að standa undir nafni
Eyða Breyta
25. mín Ásgeir Örn Arnþórsson (Fylkir) Andri Þór Jónsson (Fylkir)
Fylkismenn gera breytingu. Andri Þór virðist hafa meiðst vonum það sé ekki útaf haglélinu
Eyða Breyta
24. mín
Það er úrhellis haglél þessa stundina. Ég sárvorkenni leikmönnum sem eru inná vellinum þetta eru stórir kögglar og það getur ekki verið gott að fá þetta framan í sig.
Eyða Breyta
23. mín
Kristófer Konráðs er búinn að vera flottur hér fyrstu 23 mínúturnar hann er við það að sleppa í gegn en varnamenn Fylkis ná að stoppa hann á síðustu stundu.
Eyða Breyta
20. mín MARK! Jonathan Glenn (Fylkir)
FYLKIR ERU BÚNIR AÐ JAFNA!

Fylkir með hornspyrnu taka hana stutt en setja boltann svo inn í teig þar sem boltnn endar hjá Jonathan Glenn og hann klippir boltann í netið!

1-1
Eyða Breyta
18. mín Gult spjald: Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir)
Fylkir vilja víti þegar að Andri potar boltanum og Haraldur virðist taka hann niður en ekkert er dæmt fyrstur á vettvang í tuðið er Ásgeir Börkur og uppsker gult spjald
Eyða Breyta
17. mín Mark - víti Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Hilmar Árni stígur á punktinn og skorar af örryggi en Aron Snær fór í rétt horn
Eyða Breyta
16. mín Gult spjald: Davíð Þór Ásbjörnsson (Fylkir)
Fyrir brotið
Eyða Breyta
16. mín
Vítaspyrna! Stjarnan fær dæmda vítaspyrnu eftir að Kristófer Konráðs vippar boltanum inn fyrir á Guðjón og DAvíð þór brýtur á honum.
Eyða Breyta
15. mín
Aftur reyna Fylkismenn langan bolta á Glenn en hann nær ekki taka boltann niður. Það á að reyna nota hraðann sem hann býr yfir
Eyða Breyta
14. mín
Fylkismenn reyna hér langan bolta inn fyrir á Glenn en sendinginn er of föst. Haraldur í markinu kemur samt út úr markinu og tekur einn léttan "You wanna piece of this" Move framan í Glenn.
Eyða Breyta
12. mín
#Celebvaktinn er að sjálfsögðu á sínum stað og er Reynir Leósson mættur í stúkuna! Ég sver það hárið á honum er alltaf upp á 10,5 Any tips Reynir?
Eyða Breyta
10. mín
Stjarnan fær hornspyrnu eftir baráttu milli Hilmars Árna og Orra Svein út á kantinum.

Silfurskeiðinn kyrjar "Inn með boltann" þegar Hilmar tekur spyrnuna. Hún er hinsvegar arfaslök og endar í hliðarnetinu.
Eyða Breyta
8. mín
Stjarnan með ágætis sókn sem endar á fyrirgjöf frá Alexi en hún er slök og beint í hendurnar á Aroni Snæ
Eyða Breyta
7. mín
Silfurskeiðin byrjuð að kyrja sína þjóðþekktu söngva og Bjarki Þórarins lemur trommuna eins og hann fái borgað fyrir það!
Eyða Breyta
6. mín
Lítið að gerast eftir þetta færi hjá Jósefi. Stjarnan heldur boltanum meira eins og við mátti búast. En boltinn gengur hægt á milli þeirra. Fylki reyna samt að pressa boltann.
Eyða Breyta
2. mín
DAUÐAFÆRI!!

Frábærlega spilað hjá Stjörnumönnum færa boltann frá hægri inn á miðjuna þar sem Hilmar Árni laumar boltanum í gegn á Jósef en Aron Snær er fljótur út úr markinu og ver frábærlega frá honum!
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Leikurinn er kominn af stað og það eru Fylkismenn sem að byrja með boltann og sækja með vindinn í bakið. Ég býst ekki við öðru en hörkuleik og alla vega 3 mörkum annað yrðu vonbrigði.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Vallarþulurinn er byrjuð að kynna inn liðinn og það er mikill stemming í stúkunni. Silfurskeiðinn er mætt og nokkrar fallegar appelsínugular úlpur!


Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðinn eru út á velli að hita upp. Ég bíð spenntur eftir uppkastinu hjá dómara leiksins. En fyrirliðarnir í dag eru þeir Ásgeir Börkur hjá Fylki reynslubolti með meiru og Alex Þór Hauksson hjá Stjörnunni kornungur en einn efnilegasti leikmaður Pepsi deildarinnar spilaði 19 leiki í fyrra á sínu fyrsta tímabili með Mfl. Mikið afrek að bera bandið í þessum leik innan um þessar kannónur
Eyða Breyta
Fyrir leik



Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og stilla bæði lið upp sterkum liðum í dag.

Hjá Stjörnunni byrjar San-Siro sjálfur Þorri Geir Rúnarsson og er gaman að sjá hann í byrjunarliðinu. Á meðan einn myndarlegasti krullhaus landsins Eyjólfur Héðinsson er á bekknum.

Hjá Fylkir byrjar Jonathan Glenn í fremstu víglínu en það verður gaman að fylgjast með honum í sumar. Á meðan situr Twitter stjarnan Albert Brynjar Ingason á bekkinn.
Eyða Breyta
Fyrir leik



Eyða Breyta
Fyrir leik
Ég verð að skella hrósi á Stjörnuna og Garðabæ í heild sinni. Það hjálpast allir að hérna við að gera allt klappað og klárt fyrir leikinn allt frá ungum iðkendum upp í foreldra og stuðningsmenn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Siggi Dúlla er búinn að taka út völlinn í dag og hann virðist vera í toppstandi. Það hefur skipts á skin og snjókomu í allan dag. En eins og staðan er núna eru fínar aðstæður til knattspyrnu iðkunar á Samsung vellinum. Það blæs aðeins og sólin lætur sjá sig við og við. Hvet fólk samt til að mæta í góðum jakka eða úlpu
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þar sem ég er mikill áhugamaður um alvöru hamborgara verð ég að segja að undanfarinn ár hafa Garðbæingar trónað á toppnum þar og það með talsverðum yfirburðum. Það er mikilvægt að fá sér eitt stykki Burger á Samsung vellinum til að taka með sér í stúkuna.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Bæði lið hófu leik í Pepsi deildinni um helgina þar sem Stjarnan gerði 2-2 jafntefli á heimavelli við Keflavík á meðan Fylkir tapaði 1-0 gegn Víkingum á útivelli. Núna er komið að Mjólkurbikarnum og býst ég við hörkuleik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Komiði blessuð og sæl. Hér mun fara fram bein textalýsing frá leik Stjörnunar og Fylkis í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Leikurinn fer fram á Samsung vellinum í Garðabæ
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
3. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
4. Andri Þór Jónsson ('25)
5. Orri Sveinn Stefánsson
8. Emil Ásmundsson
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
10. Andrés Már Jóhannesson ('80)
17. Davíð Þór Ásbjörnsson
18. Jonathan Glenn
23. Ari Leifsson
99. Oddur Ingi Guðmundsson ('83)

Varamenn:
12. Stefán Ari Björnsson (m)
7. Daði Ólafsson
10. Orri Hrafn Kjartansson
11. Valdimar Þór Ingimundarson ('80)
11. Arnar Már Björgvinsson ('83)
14. Albert Brynjar Ingason
49. Ásgeir Örn Arnþórsson ('25)

Liðstjórn:
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Rúnar Pálmarsson
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Þorleifur Óskarsson (Þ)
Magnús Gísli Guðfinnsson
Halldór Steinsson

Gul spjöld:
Davíð Þór Ásbjörnsson ('16)
Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('18)
Emil Ásmundsson ('33)
Jonathan Glenn ('64)

Rauð spjöld:
Ragnar Bragi Sveinsson ('79)