Stjarnan
6
1
Fjölnir
Guðmundur Steinn Hafsteinsson '27 1-0
1-1 Bergsveinn Ólafsson '40
Hilmar Árni Halldórsson '47 , víti 2-1
Baldur Sigurðsson '52 3-1
Guðjón Baldvinsson '57 4-1
Guðmundur Steinn Hafsteinsson '59 5-1
Þorsteinn Már Ragnarsson '61 6-1
10.06.2018  -  17:00
Samsung völlurinn
Pepsi-deild karla
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 951
Maður leiksins: Guðmundur Steinn Hafsteinsson
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
7. Guðjón Baldvinsson ('72)
8. Baldur Sigurðsson ('68)
9. Daníel Laxdal ('68)
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson
29. Alex Þór Hauksson (f)

Varamenn:
13. Terrance William F. Dieterich (m)
3. Jósef Kristinn Jósefsson
3. Tristan Freyr Ingólfsson
5. Óttar Bjarni Guðmundsson ('68)
6. Þorri Geir Rúnarsson
16. Ævar Ingi Jóhannesson ('68)
18. Sölvi Snær ('72)

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Veigar Páll Gunnarsson
Fjalar Þorgeirsson
Davíð Sævarsson
Jón Þór Hauksson
Andri Freyr Hafsteinsson
Halldór Svavar Sigurðsson

Gul spjöld:
Óttar Bjarni Guðmundsson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+ 3

Leiknum er lokið með stór sigri Stjörnunnar. Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
90. mín Gult spjald: Óttar Bjarni Guðmundsson (Stjarnan)
+ 2
90. mín
Það er í það minnsta tveimur mínútum bætt við. Brynjar Gauti er kominn aftur inn á völlinn.
89. mín
Brynjar Gauti er kominn út að hliðarlínu og það virðist blæða úr andlitinu á honum. En mér sýnist þetta ekki vera alvarlegt.
89. mín
Brynjar Gauti liggur hér eftir og hélt um höfuð sér eftir að hafa fengið högg eftir samstuð.
87. mín
Guðmundur Steinn er ólmur í að skora þriðja markið sitt í dag og er að reyna sitt ýtrasta til þess. Átti skot að marki Fjölnis frá vítateigslínunni en Hlynur varði vel.
84. mín
Það kemur ekki á óvart að Silfurskeiðin er búin að vera ansi lífleg í seinni hálfleiknum.....
76. mín
Verð alveg að viðurkenna að ég kvarta ekkert yfir því að hafa fengið síðustu fimm mínútur eða svo í rólegheitum. Maður er bara að jafna sig hérna.
72. mín
Inn:Sölvi Snær (Stjarnan) Út:Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Alveg sammala!



70. mín
Inn:Ægir Jarl Jónasson (Fjölnir) Út:Valmir Berisha (Fjölnir)
68. mín
Inn:Óttar Bjarni Guðmundsson (Stjarnan) Út:Daníel Laxdal (Stjarnan)
68. mín
Inn:Ævar Ingi Jóhannesson (Stjarnan) Út:Baldur Sigurðsson (Stjarnan)
64. mín
Ég er orðlaus og það bara gerist að ég held aldrei. Ég hef ekki orðið vitni að eins miklu hruni í leik í Pepsí deild karla á knattspyrnu. Fjölnir var svo sannarlega inn í leiknum í fyrri hálfleik og ekkert mikið slakara lið en síðan gerist eitthvað í byrjun seinni hálfleiks og það er alls ekki hægt að skrifa það á Hlyn markmann sem kemur í stað Þórðar.
63. mín
Inn:Sigurpáll Melberg Pálsson (Fjölnir) Út:Mario Tadejevic (Fjölnir)
63. mín Gult spjald: Mario Tadejevic (Fjölnir)
61. mín MARK!
Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan)
MAAAARRRKKKKKK!!!

ÞETTA ER EITTHVERT MESTA RUGL SEM ÉG HEF SÉÐ.

Halli Björns með langa sendingu á Gauja sem kemst inn fyrir vörn Fjölnis, skýtur að marki sem Hlynur ver en boltinn fer til Þorsteins sem tekur boltann og setur hann snyrtilega í markið.
59. mín MARK!
Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan)
Stoðsending: Guðjón Baldvinsson
MAAARRRRKKKK!!!!

HVAÐ ER Í GANGI Í GARÐABÆNUM! Stjörnumenn koma þrír á tvo, Gaui upp kantinn, sendir boltann inn í teig þar sem Guðmundur Steinn kemur boltanum í netið með miklu harðfylgni.
57. mín MARK!
Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Stoðsending: Baldur Sigurðsson
MAAAARRRRKKKKK!!!!

Það er veisla á Samsungvellinum. Guðmundur Steinn geysist upp völlinn, kemur boltanum á Baldur sem kemst inn í teiginn, sendir út á Gauja sem kemur á ferðinni og neglir boltanum í fjærhornið.
52. mín MARK!
Baldur Sigurðsson (Stjarnan)
Stoðsending: Þorsteinn Már Ragnarsson
MAAARRRRKKKKK!!!!

Stjörnumenn að gera út um leikinn á fyrstu mínútum seinni hálfleiks. Þorsteinn með glæsilega sendingu inn fyrir vörn Fjölnis. Hlynur kemur út og nær til boltans en Baldur náði með harðfylgni að koma boltanum frá Hlyn sem hélt honum ekki og Baldur tók boltann til hliðar og setti hann laglega í netið.
50. mín
Aukaspyrnan var ekki nógu góð hjá Hilmari Árna, boltinn fór beint í fangið á Hlyni.
49. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teig eftir að brotið var á Gauja. Hilmar Árni tekur spyrnuna, það er næsta víst.
47. mín Mark úr víti!
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
MAAAARRRRKKKKKK!!!

Níunda mark Hilmars Árna í 8 leikjum! Örugg vítaspyrna í vinstra hornið.
47. mín
Stjarnan fær víti ef eftir að Baldur var tekinn niður inn í teig Fjölnis.
46. mín
Inn:Hlynur Örn Hlöðversson (Fjölnir) Út:Þórður Ingason (Fjölnir)
Seinni hálfleikurinn er hafinn! Fjölnismenn gera eina breytingu Þórður Inga fer af velli og Hlynur Örn kemur í hans stað. Þórður varð fyrir hnjaski í lok fyrri hálfleiksins.
45. mín
Selebvaktin. Gulli Gull og Bjarni Ben hafa sést í Samsung stúkunni í dag.


45. mín
+ 3. Það er kominn hálfleikur. Fjörugur fyrri hálfleikur að baki og það er kaffi og með því næst á dagskrá.
45. mín
+ 2. Aukaspyrnan hans Hilmars fór rétt yfir markið.
45. mín
+ 2. Þetta er stór hættulegur staður upp á spyrnumann eins og Hilmar Árna.
45. mín Gult spjald: Þórður Ingason (Fjölnir)
+ 1 Þórður fær gult fyrir að stöðva Þorstein Má út rétt fyrir utan vítateigslínuna.
45. mín
Það er í það minnsta tveimur mínútum bætt við fyrri hálfleikinn.
43. mín
Þorsteinn Már nálægt því að koma Stjörnunni yfir á ný, nærri einn fyrir opnu marki en skotið fór yfir.
42. mín
Þetta er sko leikur!

Rétt áður en jöfnubnarmark Fjölnis kom hafði Halli bjargað Stjörnumönnum glæsilega. Það kom sending inn í teig Stjörnunnar sem Almarr náði til, náði alls ekki föstu en lúmsku skoti og þurfti Halli að teigja sig ansi vel til þess að slá boltann út af. En upp úr því kom hornspyrnan sem skilaði markinu.
40. mín MARK!
Bergsveinn Ólafsson (Fjölnir)
Stoðsending: Valmir Berisha
MAAAARRRRRKKKKK!!!!

Fjölnismenn fá hornspyrnu og dettur boltinn fyrir fæturnar á Begga sem kemur boltanum í netið.
38. mín Gult spjald: Almarr Ormarsson (Fjölnir)
Fyrir brot á Gauja Bald. Var að stöðva hraða sókn.
35. mín
Guðmundur Steinn með skot að marki sem Þórður Inga ver en nær ekki að halda boltanum og munaði litlu að Þorsteinn Már næði að setja boltann í netið og koma þar með Stjörnunni í tveggja marka forystu.
31. mín
Get ekki sagt að þessi staða sé mikið að koma á óvart en það er samt þannig að Fjölnismenn eru ekki að spila illa og það er kraftur í þeim og það þyrfti ekki mikið að gerast svo þeir setji mark í leikinn.
27. mín MARK!
Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan)
Stoðsending: Guðjón Baldvinsson
MAAAAARRRRRRKKKKK!!!!

Glæsilega gert hjá Stjörnunni. Gaui Baldvins upp kantinn, sendi háa sendingu inn í teig Fjölnis og þar var Guðmundur Steinn sem stökk hátt upp og skallaði boltann í netið.
22. mín
Lítið að gerast þessar síðustu mínútur en Stjarnan er miklu mun líklegri finnst mér að láta eitthvað gerast.
15. mín
Þetta var skrítið. Þorsteinn Már er við að sleppa inn fyrir vörn Fjölnis, er tekinn niður og þar með sóknin stöðvuð en Pétur dæmir ekkert. Stuðningsmenn Stjörnunnar voru ekki sáttir.
11. mín
Halli kom til bjargar! Heiðar Ægis átti skelfilega sendingu sem endaði í fótunum á Birni sem komst upp að endamörkum og náði skoti sem Halli varði vel.
9. mín
Þarna var Guðmundur Steinn aðeins of lengi að hlutunum. Fékk góða sendingu frá Gauja inn fyrir vörn Fjölnis en móttaka Guðmundar var ekki nógu góð og varnarmaður Fjölnis náði að stoppa hann áður en hætta skapaðist.
6. mín
Það er meiri ákafi í heimamönnum þessar fyrstu mínútur fyrri hálfleiksins.
1. mín
Leikur hafinn
Stjarnan spilar í átt að Hafnarfirði en Fjölnismenn í átt að Hagkaup í Garðabæ ( No Ad ) í fyrri hálfleik. Leikurinn er hafinn!
Fyrir leik
Eins og fram hefur komið hér að neðan að þá er varnarmaðurinn Hörður Árnason hættur að spila með Stjörnunni eftir að hafa spilað 152 leiki fyrir félagið. Samþætting vinnu og fótbolta hefur ekki gengið upp en Hörður er flugumferðarstjóri að atvinnu. Verður hann heiðraður fyrir leik.
Fyrir leik
10 mínútur í að Pétur Guðmundsson dómari flauti leikinn á. Honum til aðstoðar eru Andri Vigfússon og Smári Stefánsson
Fyrir leik
Hörður Árnason hættur með Stjörnunni:

Það kom fram á Twitter rétt í þessu að Hörður Árnason varnarmaður Stjörnunnar er hættur að spila með liðinu vegna þess að erfiðlega hefur gengið að samþætta vinnu og fótboltann.
Fyrir leik
Berglind spáir Stjörnunni sigri:
Stjörnumenn eru komnir í gang. Þeir fylgja á eftir sigrinum gegn Blikum.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir framherji kvennaliðs Blika er spámaður 8.umferðar hér á Fótbolta.net og spáir hún heimamönnum í Stjörnunni sigri í dag.




Fyrir leik
Þá eru byrjunarlið liðanna komin hér inn til hliðanna. Stjarnan gerir engar breytingar frá sigrinum á móti Breiðablik. Fjölnir hinsvegar gerir eina breytingu frá leiknum á móti Val. Þórir Guðjónsson er ekki í hóp, væntanlega vegna meiðsla. Valgeir Lunddal Friðriksson kemur inn í byrjunarliðið.


Fyrir leik
Samkvæmt tölfræðinni á heimasíðu KSÍ hafa liðin mæst 19 sinnum í leikjum á vegum sambandsins. Þar eru gestirnir með betra sigurhlutfall eða 42%. Stjarnan hefur sigrað í 32% tilvika og jafntefli hefur orðið niðurstaðan í 26% tilvika. Hefur þessi tölfræði eitthvað að segja í dag?
Fyrir leik
Fjölnismenn eru í 8. sæti deildarinnar með 9 stig. Tveir sigrar, 3 jafntefli og tvö töp það sem af er. En þeir töpuðu einmitt síðasta leik á móti Val. Með sigri í dag gætu þeir hinsvegar hugsanlega komist upp í 4. sæti. Sem sýnir bara hve mikið þessi deild er klikkaðslega skemmtileg.
Fyrir leik
Heimamenn sitja í 6. sæti deildarinnar með 10 stig og geta með sigri komist upp 4. sæti deildarinnar. En það hefur verið vandamál hjá liðinu að tengja saman sigurleiki. Eru búnir að sigra tvo leiki það sem af er, gera 4 jafntefli og tapa einum leik. En þeir sigruðu í síðasta leik á móti Breiðablik og því spurning hvort þeir nái öðrum sigurleik í dag.
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð. Hér mun fara fram bein textalýsing úr 8. umferð Pepsí deildar karla, frá leik heimamanna í Stjörnunni og gestanna úr Grafarvogi, Fjölni. Leikurinn hefst kl. 17:00.
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m) ('46)
2. Mario Tadejevic ('63)
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
7. Birnir Snær Ingason
8. Igor Jugovic
8. Arnór Breki Ásþórsson
11. Almarr Ormarsson
20. Valmir Berisha ('70)
23. Valgeir Lunddal Friðriksson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Varamenn:
1. Hlynur Örn Hlöðversson (m) ('46)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson ('63)
10. Ægir Jarl Jónasson ('70)
11. Hallvarður Óskar Sigurðarson
26. Ísak Óli Helgason
31. Jóhann Árni Gunnarsson
32. Kristófer Óskar Óskarsson

Liðsstjórn:
Ólafur Páll Snorrason (Þ)
Úlfur Arnar Jökulsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Gunnar Már Guðmundsson
Einar Hermannsson
Kári Arnórsson
Andri Roland Ford

Gul spjöld:
Almarr Ormarsson ('38)
Þórður Ingason ('45)
Mario Tadejevic ('63)

Rauð spjöld: