
2


4




Rostov við Don
HM í Rússlandi
Aðstæður: 33 gráðu hiti við Don
Dómari: Antonio Mateu Lahoz
Áhorfendur: 43.472








En það er ekki hægt annað en að vera stoltur eftir frammistöðuna. Stolt er orðið.

Perisic var skyndilega kominn í hörkufæri í teignum og lét vaða. Hannes var í boltanum en inn fór hann.
VIÐ ÞURFUM MARK HÉR Í LOKIN, SIGURMARK, OG VIÐ ERUM Á LEIÐ ÁFRAM!!!
Argentínumenn að skora!!!! Við þurfum 2-1 sigur og við erum á leiðinni áfram.


Svona er staðan núna #fotboltinet - ArgentÃna var að klúðra dauðafæri pic.twitter.com/HW3IhzZnsp
— Fotbolti.net (@Fotboltinet) June 26, 2018

Sá smurði knöttinn upp hægra megin.
Króatar í hættulegri sókn en boltinn framhjá.

Markaskorarinn Milan Badelj verður samningslaus hjá Fiorentina eftir fjóra daga. Hann er svosem að reyna að vekja athygli á sér
— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) June 26, 2018
Hannes kýlir hornspyrnuna frá en Króatía heldur boltanum og spilar honum á milli sín í rólegheitum.

djöfull er ég stoltur af Ãslenska landsliðinu. erum miklu betri en þessir króatar. mér er alveg sama hvernig fer. þessir strákar eru hetjur.#fotboltinet #fyririsland
— Friðrik Jónsson (@frikkiklippari) June 26, 2018


Svona er staðan núna #fotboltinet pic.twitter.com/V0rP2OvNda
— Fotbolti.net (@Fotboltinet) June 26, 2018
Það er ótrúlegt að við höfum ekki náð að skora.

Stoðsending: Josip Pivaric
Boltinn hrekkur til Badelj í teignum, hann tekur boltann á lofti í fyrsta og skorar.
Einbeittur á bekknum hann Heimir. Hvað ætli okkar maður sé að teikna upp? #fotboltinet pic.twitter.com/09WZeOPMB4
— Fotbolti.net (@Fotboltinet) June 26, 2018
à vanmetnasti leikmaður Ãslands Emmi Hall ekki bestu 135 mÃnútur okkar á þessu móti?
— Auðunn Blöndal (@Auddib) June 26, 2018
Vorum lÃka betri à fyrri gegn NÃgerÃu. Anda inn, anda út. Það er samt eitthvað à loftinu ... #fyririsland
— Runólfur Trausti Þórhallsson (@Runolfur21) June 26, 2018
Ãnægður með fyrri hálfleikinn. Góð færi en óheppnir að vera ekki yfir. Meira svona, ekki annan NÃgerÃu seinni hálfleik, takk! #fotboltinet
— Eyþór Oddsson (@eythore91) June 26, 2018
Argentínumenn leiða með marki Messi. Áttu stangarskot til að komast í 2-0.
Aron Einar með svakalegt skot en Kalinic varði.
Af hverju er ekki komið íslenskt mark???
Uppbótartími í gangi.
Skot hans sleikti hliðarnetið!!! Stuðningsmenn Íslands voru staðnir á fætur og tilbúnir að fagna marki.
Hahahaha Emil var ekki à liðinu vs. NÃgerÃu. Great comedy ef maður hugsar út à það.
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) June 26, 2018
Hahaha! Það er einhver bjartsýnn vallarstarfsmaður að reyna að fá Ãslenska hafið til að setjast! #WorldCup #fotboltinet #LOL
— Yngvi Eysteins (@yngvieysteins) June 26, 2018
Birkir Már var nú að taka sprettinn upp hægri kantinn og vann hornspyrnu. Á sama tíma er Argentína að skjóta í stöng.
Hörður Björgvin flikkar boltanum framhjá fjærstönginni. Marktilraun.
Allar neglur búnar, hvað get ég nagað núna? Verður að hafa sömu róandi áhrif.... #hmruv #fotboltinet
— Oskar Arngrimsson (@oskarzowie) June 26, 2018
Króatía í sókn og boltinn fer af Sverri Inga og í hornspyrnu.
Svona er staðan núna. Hægt að skoða þetta allt hér https://t.co/QP82Cff8sG pic.twitter.com/pkqw9DvlOS
— Fotbolti.net (@Fotboltinet) June 26, 2018
Lionel Messi að skora á 15. mínútu. Ef Ísland kemst í 1-0 hér þá er liðið á leiðinni áfram í þeirri stöðu.

Þjóðsöngvarnir að klárast #Fotboltinet pic.twitter.com/gjy2HLafie
— Fotbolti.net (@Fotboltinet) June 26, 2018
Jæja, þar hvarf stressið. LORD Lúka Kostic á leiknum. #HMRUV pic.twitter.com/cNE5Z4MFNA
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) June 26, 2018
Klárlega viljum við vinna og enda á toppnum með fullt hús. Allir leikmenn eru ákveðnir í því eftir tapið í Reykjavík í fyrra sem særir enn. Þrátt fyrir allar breytingarnar er liðið fullt af gæðum. Króatar hafa mikila virðingu fyrir árangri Íslands í íþróttum.
Þetta er að bresta á! #fotboltinet pic.twitter.com/ldi7wY7HDt
— Fotbolti.net (@Fotboltinet) June 26, 2018
Duje Caleta-Car, 21 árs miðvörður Red Bull Salzburg í Austurríki, spilar sinn fyrsta leik í byrjunarliði Króatíu í kvöld.
Eini landsleikur hans hingað til kom gegn Brasilíu í vináttuleik á Anfield fyrr í mánuðinum en þá spilaði hann 38 mínútur.
Duje fær reynslumikinn mann við hliðina á sér því Vedran Corluka, varnarmaður Lokomotiv Moskvu, er hinn miðvörður Króata í kvöld. Corluka spilaði sinn hundraðasta landsleik gegn Argentínu.
Hinn 32 ára gamli Corluka lék á árum áður með Manchester City og Tottenham en hann er í dag á eftir Dejan Lovren og Domagoj Vida í röðinni hjá Króatíu.
Þeir Lovren og Vida fá frí í dag og það kemur í hlut Duje og Corluka að kljást við sóknarmenn Íslands.
Luka Modric og Ivan Perisic eru einu leikmennirnir sem eru áfram í byrjunarliðinu.
Modric spilar aftar á miðjunni en hingað til á mótinu. Modric hefur spilað sem fremsti miðjumaður hingað til en líklegt er að Mateo Kovacic verði í þeirri stöðu.
Á meðal þeirra sem koma inn í liðið er Duje
Emil Hallfreðsson kemur inn á miðjuna og Jóhann Berg Guðmundsson mætir aftur á kantinn eftir að hafa misst af leiknum við Nígeríu vegna meiðsla á kálfa. Jón Daði Böðvarsson og Rúrik Gíslason fara á bekkinn.
Sverrir Ingi Ingason kemur einnig inn í vörnina fyrir Kára Árnason. Sverrir og Ragnar Sigurðsson verða saman í hjarta varnarinnar en þeir eru á heimavelli í kvöld þar sem þeir spila báðir með Rostov í Rússlandi.
Ísland vann Króatíu 1-0 á Laugardalsvelli fyrir rúmu ári síðan en eina breytingin á liðinu síðan þá er að Sverrir kemur inn fyrir Kára.
Heimir HallgrÃms veitir ekki viðtöl fyrir leik á leikdegi svo við spjölluðum bara við son hans à staðinn! #fotboltinet pic.twitter.com/HiIiweNJxr
— Fotbolti.net (@Fotboltinet) June 26, 2018
"Við unnum þá sÃðast og ætlum að vinna þá aftur," sagði @gudnibergs á leikdegi #fotboltinet 🇮🇸ðŸ‡ðŸ‡· pic.twitter.com/4q0Ob7LslJ
— Fotbolti.net (@Fotboltinet) June 26, 2018
Við erum mjög rólegir og yfirvegaðir. Við erum með mikla reynslu af stórmótum og erum mjög meðvitaðir um okkar styrk. Við ætlum ekki að fara fram úr okkur. Eftir síðustu ár þá erum við farnir að þekkja íslenska liðið vel og þeir þekkja okkur. Þeir eyðilögðu sumarfríið fyrir okkur í fyrra því þeir unnu okkur. Ég held að við getum fundið leiðir til að vinna leikinn og bæta upp fyrir tapið í Reykjavík.
Við erum ekkert að fara að umturna einhverju. Við vitum alveg hvaða hæfileika króatíska liðið hefur. Við erum búnir að aðlaga okkur svolítið að þeirra leikstíl. Við höfum breytt áherslunum okkar gegn þeim. Við höfum spilað 4 sinnum gegn þeim á 4 árum. Við teljum okkur vita nokkurnveginn hvar þeirra hættur liggja.
Þeir eru með heimsklassa miðju og miðjumenn og leikirnir gegn þeim vinnast og tapast oft á miðjunni. Við komum með leikplan í huganum þegar við komum hingað og það hefur lítið breyst. Það eru samt auðvitað aðeins öðruvísi áherslur hjá þeim. Zlatko Dalic (þjálfari Króatíu) hefur aðlagað sinn leik að andstæðingunum. Það er nýtt fyrir Króata og það er gaman að fylgjast með honum og sjá hvernig hann vinnur.
Leikvangurinn er glænýr og allur hinn glæsilegasti en hann var byggður sérstaklega fyrir HM.
Íslendingaliðið Rostov lék síðustu tvo heimaleiki sína í rússnesku úrvalsdeildinni á leikvanginum en eftir HM. Með liðinu leika þrír Íslendingar, þeir Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson.
Markatala gildir ef tvö lið verða jöfn að stigum en þar á eftir er farið í innbyrðis viðureignir. Ef Ísland og Argentína vinna bæði á þriðjudaginn enda þau bæði með fjögur stig.
Ef markatalan er alveg sú sama þá er ekki hægt að fara yfir í innbyrðis viðureignir þar sem Ísland og Argentína gerðu 1-1 jafntefli. Markatalan verður til að mynda eins ef Ísland vinnur Króatíu 2-1 og Argentína vinnur Nígeríu 2-0. Þá enda bæði lið með markatöluna 3-4.
Ef markatalan verður sú sama þá er farið eftir háttvísistigum en þar er farið eftir því hvaða lið fá færri gul og rauð spjöld. Ef ennþá er jafnt þar þá mun FIFA draga um það hvaða lið fer áfram.






