
Verslunarmannahelgin er að baki og það styttist heldur betur í enska boltann! Hér er allt helsta slúðrið en BBC tók saman.
Newcastle ætlar að endurvekja áhuga sinn á enska varnarmanninum Marc Guehi (25) og er með 40 milljón punda tilboð í undirbúningi. Crystal Palace metur hann þó á 50 milljónir punda. (Times)
Slóvenski framherjinn Benjamin Sesko (22) hjá RB Leipzig notar samkeppni Newcastle og Manchester United um sig til að styrkja stöðu sína í launaviðræðum. (Bild)
Newcastle hefur lagt fram tilboð að verðmæti 70 milljónir punda í Sesko eftir að hafa fengið upplýsingar um að leikmaðurinn sé tilbúinn að ganga í raðir félagsins. (Mai)
David Moyes, stjóri Everton, vill bæta við allt að sex leikmönnum áður en leikmannaglugganum lýkur. Hann leitar meðal annars að tveimur miðjumönnum og tveimur vængmönnum. (Telegraph)
Tottenham þarf að greiða 30 milljónir evra (26 milljónir punda) til að geta fengið spænska miðjumanninn Marc Casado (21) frá Barcelona. (Sport)
Brasilíski vængmaðurinn Rodrygo (24) vill vera áfram hjá Real Madrid þrátt fyrir áhuga frá Tottenham, Arsenal og Liverpool. (AS)
Crystal Palace þarf að keppa við Juventus um spænska hægri bakvörðinn Arnau Martinez (22) hjá Girona. (Tuttosport)
Jens Cajuste (25), miðjumaður Napoli og sænska landsliðsins, hyggst frekar snúa aftur til Ipswich Town en að fara til Burnley eða Sádi-Arabíu. (Gianlucadimarzio.com)
Stuttgart er að reyna að fá til sín portúgalska miðjumanninn Fabio Vieira (25) frá Arsenal. (Athletic)
Porto hafði áhuga á pólska varnarmanninum Jakub Kiwior (25), en var ekki tilbúið að greiða þær 30 milljónir evra (26 milljónir punda) sem Arsenal krefst fyrir hann. (A Bola)
Tottenham vill selja miðjumanninn Yves Bissouma (28) til að skapa rými fyrir enska miðjumanninn Conor Gallagher (25) frá Atletico Madrid. (Football Insider)
Liverpool hefur auga á írska varnarmanninum Nathan Collins (24) hjá Brentford. (GiveMeSport)
West Ham hefur lagt fram betrumbætt 10 milljóna punda tilboð í brasilíska markvörðinn John Victor (29) hjá Botafogo. (Football Insider)
Bayer Leverkusen hefur áhuga á danska framherjanum Rasmus HÖjlund (22) hjá Manchester United en þarf að keppa við AC Milan, Inter Milan og Juventus um hann. (Caught Offside)
Athugasemdir