Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
ÍR
0
8
Breiðablik
0-1 Alexandra Jóhannsdóttir '19
0-2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir '20
0-3 Alexandra Jóhannsdóttir '25
0-4 Selma Sól Magnúsdóttir '42
0-5 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir '47
0-6 Selma Sól Magnúsdóttir '64
0-7 Guðrún Arnardóttir '74
0-8 Agla María Albertsdóttir '92
30.06.2018  -  14:00
Hertz völlurinn
Mjólkurbikar kvenna
Aðstæður: Blautt, logn og frábært fótboltaveður
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Maður leiksins: Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
Byrjunarlið:
1. Eva Ýr Helgadóttir (m)
Bjarkey Líf Halldórsdóttir
3. Andrea Magnúsdóttir
9. Klara Ívarsdóttir ('55)
10. Ástrós Eiðsdóttir
11. Andrea Katrín Ólafsdóttir (f)
15. Nótt Jónsdóttir
20. Heba Björg Þórhallsdóttir ('45)
20. Sandra Dögg Bjarnadóttir
26. Alda Ólafsdóttir
26. Anna Bára Másdóttir ('76)

Varamenn:
4. Bryndís Hrönn Kristinsdóttir
5. Fransesca Salaorni ('55)
6. Sara Rós Sveinsdóttir
8. Lilja Gunnarsdóttir
14. Guðrún Ósk Tryggvadóttir
16. Dagný Rut Imsland
21. Margrét Selma Steingrímsdóttir
22. Ragna Björg Kristjánsdóttir ('76)
23. Shaneka Jodian Gordon ('45)

Liðsstjórn:
Guðmundur Guðjónsson (Þ)
Engilbert O Friðfinnsson (Þ)
Sigrún Hilmarsdóttir
Berglind Óskarsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Game Over. Leiknum lýkur með 8-0 sigri Blika og þær eru komnar í 4-liða úrslit.
92. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Alexandra Jóhannsdóttir
Queen of sprints tekur léttan Usian Bolt á þetta og keyrir inn á teiginn og fær geggjaða sendingu frá Alexöndru fyrir markið og staðan er 8-0
92. mín
ÍR á skot á markið! Sandra Dögg reynior skot í fyrsta en það fer beint á Ástu í markinu sem að grípur boltann auðveldlega.
91. mín
Agla María nálagt því að bæta við hérna á skot í fyrsta eftir sendingu frá Esther en Eva ver í markinu.
90. mín
Jæja uppbótartími framundan.
89. mín
Arnar er að detta í sinfóníu ham. Flautar aukaspyrnu handa Blikum núna sem þær taka snöggt spila aðeins á milli sín áður en boltinn endar hjá Alexöndru sem að tekur fast skot en framhjá fer það.
88. mín
Jæja ÍR fá aðra aukaspyrnu á ágætis stað sem að Alda tekur aftur. Þessi spyrna fór næstum því í kórahverfið svo hátt yfir var hún.
87. mín Gult spjald: Guðrún Gyða Haralz (Breiðablik)
Breiðablik fær spjald... það er já sérstakt
87. mín
Jæja nokkrar mínutur eftir af þessum leik og Blikar eru ennþá í sókn.

85. mín
Var að fá þær fréttir að Ásta Eir væri búinn að fara í sturtu og klæða sig og væri á leiðinni á skrifstofu Icelandair þar sem hún var kominn með starfs tilboð sem flugþjónn á emailið sitt á meðan leik stóð. Það er ekkert skrýtið gæti orðið geggjuð í þvi jobbi.
83. mín
Bíddu bíddu og 30 júní. ÍR fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað sem að Alda ætlar að taka. Spyrnan er geggjuððððððð en fer rétt framhjá markinu óheppinn þarna.
82. mín
Hornspyrnan frá Selmu er góð en skallinn frá Alexöndru var kraftlítill og beint á Evu.
80. mín
Úff.... Blikar eru bara nálagt því að bæta við áttunda markinu hérna. Fá 2-3 tækifæri á að koma sér í skot en ná því ekki inn á markteig ÍR.

Þær bruna svo aftur í sókn og Agla lendir ein á ein á móti Andreu sem að verst vel og hreinsar í horn.
79. mín
Blikar fá aukaspyrnu á stór stór stór stór stór hættulegum stað. Agla María ætlar að taka hana hún stendur eins og Ronaldo ég lýg því ekkert.

Skotið er gott eftir jörðinni og Eva er farinn í hitt hornið en nær að setja lappirnar í boltann og Breiðablik fær horn.
77. mín
Selmu fer að verkja í fótlegginn af öllum þessum skotum. Núna reynir hún skot í fyrsta eftir sendingu frá Áslaugu sem að fer yfir markið. Ég held að Selma muni tryllast af gleði ef hún nær þrennunni.
76. mín
Inn:Ragna Björg Kristjánsdóttir (ÍR) Út:Anna Bára Másdóttir (ÍR)
74. mín MARK!
Guðrún Arnardóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Selma Sól Magnúsdóttir
Blikar skora eftir hornspyrnuna frá Selmu. Guðrún Arnardóttir er mætt á nær og klárar með vinstri eins og hún hafi ekki gert annað út í U.S.A. Staðan er 7-0 og fimmtán mínútur eftir.
73. mín
ÚFF Selma Sól ætlar að ná þrennu í þessum leik! Reynir hér hörku skot sem fer rétt framhjá markinu.

Vitiði hvað gerist strax í næstu sókn? Jú einmitt Blikar fá horn
72. mín
Inn:Agla María Albertsdóttir (Breiðablik) Út:Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik)
The queen of sprints er mætt inn á
70. mín
"Are you serious" segir Shaneka þegar hún er flögguð rangstæð. Batman the dark night var einmitt í sjónvarpinu í gær en þar segir Jókerinn þetta nokkuð oft. Shaneka er greinilega með áskrift af stöð 2.
68. mín
Blikar fá horn, góð varsla frá Evu sem að slær hann yfir. Guðrún Gyða kom með skemmtilegan bolta fra´vængnum út á Áslaugu Mundu sem ég hefði viljað sjá taka þennan og hamra honum í fyrsta en hún tók touch og lét svo vaða. En skotið er varið í horn.

Hornspyrnan er fín en skallinn frá Heiðdísi endar beint í fanginu á Evu.
67. mín
Þessi leikur gæti alveg farið upp í tveggja stafa tölu. Ég vil sjá ÍR stelpurnar sækja núna setja smá kraft í sóknarleikinn til dæmis henda Andreu Magg úr hafsentnum og up á topp þar er hún stórhættuleg.
64. mín MARK!
Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik)
Selmu finnst rigninginn góð nananana Selma sóóóóll. Veit þið sunguð þetta, staðan er 6-0 og Selma með sitt annað mark og þetta var full auðvelt það kemur fyrirgjöf inn á teiginn og boltinn svona fer í gegnum allt og endar hjá Selmu sem á skot í varnarmann og inn.
64. mín
"Áfram Blikar Áfram" heyrist í ungum röddum í stúkunni. Takk stelpur fyrir að mæta og styðja ykkar lið
62. mín
Fyrir áhugsama þá verður stullusafnið hans Magga stullu til sýnis í ÍR heimilinu frá 8 til 23 júlí þar sem farið verður yfir söguna á bakvið hverja stullu, hvar hann keypti þær og hvar hann hefur notað þær. Ég hef farið á eina svona sýningu og var hún gjörsamlega frábær enda stullusafnið með yfir 100 stullur á skrá.
61. mín
Got dem! Geggjuð varsla aftur hjá Evu í markinu, núna frá Alexöndru sem var í fínu færi en dómarinn dæmdi rangstöðu.
61. mín
Þeir sem mættu á völlinn í dag eru hetjur! Sitja í gegnum rigningar ógeðið og kuldan og styðja sín lið. Ég er ánægður með ykkur. Megið samt alveg taka eitt stykki ÍR klapp lklapp eða Breiðablik Klapp Klapp ég bið ekki um mikið.
58. mín
Shaneka virðist ekkert gífurlega peppuð að hafa komið hérna inn a í hálfleik. Hangandi haus og veikburða hreyfingar.

ÍR fá aukaspyrnu sem að Andrea Magg tekur spyrnan fer bara aftur fyrir markið og hættan líður hjá.
56. mín
ÚFF yfirvinna í skiptingum.

Þetta er alltof auðvelt á köflum hjá Breiðablik. Varnarmenn ÍR verða að verkjast betur, Breiðablik labba framhjá þeim trekk í trekk.
55. mín
Inn:Fransesca Salaorni (ÍR) Út:Klara Ívarsdóttir (ÍR)
55. mín
Inn:Guðrún Gyða Haralz (Breiðablik) Út:Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
55. mín
Inn:Esther Rós Arnarsdóttir (Breiðablik) Út:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
51. mín
Mér sýnist þetta ætla stefna í anann hálfleik af einstefnu. Blikar eru frá Kópavogi og þekkja lítið annað en einstefnu götur svo þær eru semí á heimavelli hérna.

Ég átti skemmtilegt spjall við Kjartan þjálfara kvennalið Fylkis í hálfleik en þær komust áfram í 4-liða úrslit eftir sigur á ÍBV í gær.
50. mín
Jæja það voru skiptingar í hálfleik en ekkert var tilkynn svo ég þurfti að nota my special power í að komast að því hverjir fóru inn og út og það tók smá tíma.
47. mín MARK!
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Breiðablik)
ÚFF þær skora bara strax og núna er það Karólína eða Tækni Karó. Aukaspyrnan er frábær inn á boxið og Blikar ná 2-3 skotum áður en boltinn er lagður út á Karólínu sem að setur hann örrugt í netið 5-0
46. mín
Blikar fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað hægra megin við teig ÍR.


46. mín
Leikur hafinn
45. mín
Inn:Shaneka Jodian Gordon (ÍR) Út:Heba Björg Þórhallsdóttir (ÍR)
45. mín
Hálfleikur
Jæja hálfleikur, ég ætla láta sem fæst orð duga um hann þið sjáið á stöðunni hvernig leikurinn er.

Ég ætla skoða hvort Maggi eigi til kaldan og með því
44. mín
Þarna ertu Ásta Vigdís. Hún fékk að snerta boltann, hún hefur þurft að verja hann einu sinni annars held ég bara svei mér þá ekki komið við boltann í þessum fyrri hálfleik.
43. mín
"FARIÐ AÐ TAKA Á ÞESSU ÍR" heyrist úr stúkunni. Gömul kempa sem hefur greinilega tekið þátt í tveimur til þremur undirgöngs slagsmálum í Breiðholtinu, hann vill fá smá baráttu og hörku í þetta.
42. mín MARK!
Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik)
Nei æjiii þetta var óþarfi! Selma Sól á geggjað skot fyrir utan teig sem að Eva virðist ætla verja í markinu en ekki nógu sterkur úlniður þarna og boltinn skoppar inn í markið. 4-0
40. mín
KÁPÁW heyrist þegar Guðrún Arnardóttir reynir neglu af 33,6 metrunum. Boltinn fer af varnarmanni og Blikar fá jú hornspyrnu. Eva nær að slá boltann í burtu áðiur en blikar eiga skot aftur fyrir. Ég verð bara gefa Evu það hún hefur verið góð og flott í teignum.
39. mín
ÚFF... Andra Magg kicksar boltann og hann fer í Evu markmann og Alexandra er við það að komast í færi en ÍR vörninn bjargar þessu að lokum.

Maggi Stulla er að bjóða fólki í kaffi upp á annari hæðinni en Baileys-ið er búið segir hann. Hann uppsker lófatak eftir kynningu.
36. mín
Það þarf að taka fram hverjir eru í stúkunni. Hjónin með sturluðu geninn Maggi og Unnur eru á sínum stað en þau eru foreldrar Selmu sól, Sindra Snæ leikmann ÍBV og Söndru sem er einnig leikmaður Breiðabliks. Ekkert eðlilega góð gen í gangi þar.

Blikar fá tíundu hornspyrnu sína í fyrri hálfleik hver veðjaði á það? sá hinn sami er að casha vel út núna.
33. mín
Blikar fá áttundu hornspyrnuna sína en Eva slær hana vel frá.

ÍR KEMST Í SÓKN!! En blikar eru fljótar til baka og ná að vinna boltann strax aftur.
31. mín
SLÁÁÁÁINNNNNN!! Váááá hvað Selma Sól smellhitti þennan og í slánna fór hann DINGGGG heyrðist um allt Breiðholtið. Boltinn fellur út á Sólveigu sem að reynir skot en Eva ver aftur virkilega vel í markinu. Hún hefur átt góðan leik þrátt fyrir að vera búin að fá á sig 3 mörk.


Blikar halda bara áfram og dæla inn á boxið frábærum fyrirgjöfum. Berglind reynir skalla en yfir markið fer hann.
30. mín
Breiðablik fá horn.... Já ég er ekki að skrifa sömu færslu tvisvar, sjöunda hornspyrnan á 30 mínútum. Ef starfræðin er ekki að bregðast mér þá er það hornspyrna á um 4 mínútna fresti segir eftirlits dómarinn.
27. mín
Ég hef varla undan að skrifa Blikar sækja svo mikið! Þær fá aðra hornspyrnu núna.


Sókn Blika heldur áfram og það kemur geggjaður kross frá vinstri, Alxendra er apð leita ða þrennunni og rís manna hæst í teignum en Eva er með Geggjaðððððaaaaa vörslu og blikar fá horn.
27. mín
Ásta mín hvað borðaðiru eiginlega í morgun? Þú ert búin að vera gjörsamlega sturluð í þessum leik. Sendu mér skiló á twitter ég vil fá mér það sama ói morgunmat og þú
25. mín MARK!
Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Ásta Eir Árnadóttir
Það er flugelda sýning í gangi. Ásta fer núna alla leið til Rússlands áður en hún sendir boltann fyrir markið þar sem Alexandra kemur og skalalr boltann í netið.
22. mín
Svei mér þá.... Ég veit keki hvað skal segja ÍR hafði varist frábærlega í 20 mínútur og fá svo bara 2 mörk kabboom í andlitið.
20. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
ÚFF 2 mörk á tveimur mínútum. ÍR Fengu aukaspyrnu sem var tekinn inn á teig þar endar boltinn hjá Nótt sem er í dauðafæri en Ásta ver sko MEISTARALEGA í markinu. Þær fá bara skyndisókn beint í andlitið þegar að Berglind er send í gegn eftir fáranlega fallega sendingu. ÍR stúkan kallar eftir rangstæðu en Berglind var á eigin vallarhelmingi þegar sendinginn á sér stað. Eva kemur út úr markinu en Berglind kemst framhjá henni og setur boltann í autt markið. 2-0 Blikar
19. mín MARK!
Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Blikar eru komnir yfir og ég verð bara vera hreinskilijnn þetta lá í loftinu. Ásta Eir var kölluð í flug til Barcelona núna og sendir hann háan fyrir markið þar skallar Berglind Björg boltann vel fyrir Alexöndru sem á í engum erfiðleikum með að skora.
16. mín
Breiðablik fá fjórðu hornspyrnuna sem að Selma Sól tekur spyrnan er há og yfir allan pakkan og fer aftur fyrir markið. Arnar dæmir aðra hornspyrnu se þær taka stutt og endar á skoti sem að Eva ver í markinu. Stórsókn Blika heldur áfram en ÍR stelpur kasta sér fyrir allt áður en boltinn endar hjá Berglindi sem reynir skemmtilegt en rétt yfir markið fer boltinn.
16. mín
Berglind mín þennan verðuru að hitta þú veist það! Ásta Eir var kölluð út í flug til köben og leggur af stað hún á góða fyrirgjöf eftir jörðinni en Berglind hittir hann ekki!



14. mín
Breiðablik fær gefins horn þegar að Anna Bára bara sparkar boltanum aftur fyrir. Jæja núna vil ég skot á markið og við fáum það! Blikar taka skemmtilegt Barcelona horn og spila alveg út fyrir teiginn þaðan kemur boltinn aftur inn á teig til Selmu sem að leggur boltann út á Karólínu en skot hennar er laus og beint á Evu í markinu. Þetta var aldrei í efa Eva #5aur
13. mín
Er Ásta Eir flugfreyja eða flugstjóri? Hún er með áætlunarferðoir upp hægri kantinn.
11. mín
ÍR liðið hefur varsti ágætlega fyrstu mínúturnar en þær snerta ekki boltann. Ásta Eir kemur með geggjaða fyrirgjöf fyrir markið sem endar á því að boltinn dettur fyrir Selmu Sól sem að hittir boltann ekki vel og hættan líður hjá.
8. mín
Blikar eru að spila skemmtilegan bolta hérna sem endar á því að Alexandra er við það að komast í skot en hakkarinn frá austurlandinu Klara Ívarsdóttir kemur á fleygiferð og tæklar boltann í horn.

Áslaug Munda tekur hornið en það er svipað slappt og Men in Black 3.... það var ein slæm mynd.
7. mín
Berglind reynir skalla hérna en hittir ekki á ramman. Sturluð staðreynd boltinn hefur tvisvar farið á vallarhelming Breiðabliks og ÍR stelpur hafa ekki en snert boltann þeim megin á vellinum.

Breiðablik fær horn en það er enginn hætta af því.
4. mín
Ég er með áríðandi skilaboð til Alexöndru Jóhanns og Selmu Sól. Ef þið eruð að rokka stutterma treyju og enga undirtreyju þá eigiði ekki að vera með vettlinga. Þeir eru líka svartir og tískulöggurnar myndu engan vegin samþykkja þetta lágmark að hafa þá græna. Þið takið þetta til skoðunar Takk.
3. mín
Berglind fellur í teignum en Arnar lætur sér fátt um finnast og dæmir ekkert. Boltinn dettur fyrir Tækni Karó sem að tekur skotið með vinstri en það fer yfir markið.
2. mín
Breiðablik munu að öllum líkindum hafa boltann svona 84% í þessum leik á meðan ÍR verða með hann sirkað 16% já ég er geggjaður í starfræði. Heyrði fyrir leik að ÍR ætlar bara parkera rútunni Mourhinio stæl
1. mín
Leikur hafinn
GAME ON! Vá hvað ég er peppaður í þennan leik.
Fyrir leik
"Where the hood where the hood where the hood at" hljómar í kerfinu meðan að liðin ganga út á völlinn. Vallarþulurinn gerist ekki mun stærri en þetta en MAGGI STULLA! Maggi skólastjóri, Maggi Pool, Maggi æji þið vitið hvern ég er að tala um er á mæknum. What a voice
Fyrir leik
Jæja liðin hafa lokið upphitun og halda til búningsherbergja. Ég ætla vera á skemmtilegu nótunum í dag ég meina það er laugardagur.
Fyrir leik
Dj-inn er að gera frábæra hluti hérna bombar í "Á sama tíma á sama stað" við mikinn fögnuð á vellinum.

Ég væri til í að sjá slatta af áhorfendum frá ÍR í dag. Það er ekki oft sem ÍR hefur farið í 8- liða úrstli bikars hvað þá að fá svona stórlið líkt og Breiðablik er í heimsókn. Svo Breiðhyltingar þetta er áskorun til ykkar fjölmennið á völlinn og styðjið við ykkar hverfislið. Ég þarf ekki að segja Blikum að mæta þær eiga alltaf góðan kjarna af stuðningsmönnum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar.

Hjá ÍR byrjar hakkarinn Klara Ívarsdóttir ásamt rakettunni Söndru Dögg Bjarnadóttir og skemmtikraftinum Andreu Magnúsdóttir.

Hjá Blikum byrjar Þjóðhátíðar drottninginn Berglind Björg Þorvaldsdóttir ásamt tækni Karó (Karólína Lea Vilhjálmsdóttir) og Alt mulig pige Selmu Sól Magnúsdóttir
Fyrir leik
Ég er mættur á Ghetto Ground og ég tók með mér bulletproof vesti til vonar og vara.

Völlurinn lítur ágætlega út, vallarstjórinn er að gera geggjaða hluti hérna verð ég að segja.

Veðurspáin í dag er eftirfarandi: Rigning, blautt grasið og logn. Já það er logn í Breiðholtinu góða.
Fyrir leik
Ef við tölum hreina íslensku þá á ÍR ekki að eiga möguleika í þennan leik. Fyrir leik spá allir stórsigri Breiðabliks en það er það fallega við bikarkeppnir.... Allt getur gerst.

Blikarnir mega ekki koma með vanmat inn í leikinn því ég er 110% viss um að ÍR stelpur muni koma tjúllaðar og vel peppaðar í þennan leik.
Fyrir leik
ÍR stelpur hafa farið í gegnum Gróttu og Aftureldingu/fram til að komast alla leið í 8-liða úrslitinn. En verkefnið í dag er ansi krefjandi enda Breiðablik með eitt öflugasta kvennalið landsins.

Breiðablik sló út annað Pepsi-deildar lið þegar þær unnu KR 0-1 í Frostaskjóli og taka nú á móti Inkasso liði ÍR í 8-liða úrslitum.
Fyrir leik
Komiði blessuð og sæl og verið velkominn í beina textalýsingu frá Hertz vellinum eða "Ghetto Ground" í Breiðholtinu. Í dag eigast við lið ÍR og Breiðablik í leik í 8.liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna.
Byrjunarlið:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir ('72)
8. Heiðdís Lillýardóttir
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('55)
13. Ásta Eir Árnadóttir (f) ('55)
16. Alexandra Jóhannsdóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
21. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen
27. Selma Sól Magnúsdóttir
28. Guðrún Arnardóttir

Varamenn:
5. Samantha Jane Lofton
7. Agla María Albertsdóttir ('72)
14. Guðrún Gyða Haralz ('55)
18. Kristín Dís Árnadóttir
19. Esther Rós Arnarsdóttir ('55)

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Fjolla Shala
Sonný Lára Þráinsdóttir
Ólafur Pétursson
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Særún Jónsdóttir
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:
Guðrún Gyða Haralz ('87)

Rauð spjöld: