Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   lau 04. maí 2024 10:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Isak efstur á óskalista Arsenal - Tekur Tuchel við af Ten Hag?
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Slúðurpakki dagsins er kominn í hús. Tekið saman af BBC af öllum helstu miðlum heims.


Thomas Tuchel stjóri Bayern er á lista yfir mögulega arftaka Erik ten Hag hjá Man Utd ef Hollendingurinn yfirgefur enska félagi í sumar. (Times)

Tuchel hefur hins vegar opnað á þann möguleika að vera áfram hjá Bayern eftir tímabilið þrátt fyrir að það hafi verið gefið út í febrúar að hann myndi yfirgefa það eftir tímabilið. (Florian Plettenberg)

Mikel Arteta stjóri Arsenal hefur sett Alexander Isak, 24, framherja Newcastle efst á óskalistann sinn fyrir sumarið. (Independent)

Benjamin Sesko, 20, framherji RB Leipzig er ódýrari kostur fyrir Arsenal. (Football Transfers)

Arsenal hefur hafið viðræður við brasilíska miðvörðinn Gabriel, 26, um nýjan samning til að losna við áhuga sterkra liða á honum. (Football Insider)

Javier Zanetti, varaforseti Inter, hefur gefið í skyn að ítölsku meistararnir munu berjast við Man Utd og Arsenal um Joshua Zirkzee, 22, framherja Bologna í sumar. (Mirror)

Man Utd hefur heyrt í umboðsmanni Adrien Rabiot, 29, en samningur hans við Juventus rennur út í sumar. (Team Talk)

Aston Villa ætlar ekki að festa kaup á Nicolo Zaniolo, 24, sem er á láni frá Galatasaray. Enska félagið hefur spurst fyrir um Matias Soule, 21, miðjumann Juventus. (Tuttomercatoweb)

Tosin Adarabioyo, 26, miðvörður Fulham er mjög eftirsóttur en hann hallast að þvíað ganga til liðs við Newcastle þegar samningur hans við Fulham rennur út í sumar. (Mail)

Everton vonast til að sannfæra Jarrad Branthwaite, 21, um að vera í eitt ár í viðbót hjá félaginu en Man Utd er sannfært um að tilboð upp á 60-70 milljónir punda fyrir enska miðvörðin verði samþykkt. (Football Insider)

Tottenham er tilbúið að hlusta á tilboð í Richarlison, 26, í sumar. (Telegraph)

Real Madrid hefur spurst fyrri um Franco, Mastantuono, 16, leikmann River Plate og argentíska u20 ára landsliðsins. (Fabrizio Romano)

Thomas Partey, 30, miðjumaður Arsenal, er efstur á óskalista Barcelona. (Caught Offside)

Man City skoðar að fá Christos Mandas, markvörð Lazio, til sín í sumar. Man Utd hefur einnig áhuga á þessum 22 ára gamla gríska markverði. (Corrieree dello Sport)

Dougie Freedman, yfirmaður fótboltamála hjá Crystal Palace, ereinn af þremur aðilum sem Newcastle vill að taki við stöðunni hjá félaginu. (Mail)

Ruben Amorim stjóri Sporting útilokar ekki að taka við Chelsea eftir að hafa hafnað Liverpool og West Ham. (Mirror)

Inter Miami er í viðræðum við Angel Di Maria, 36, fyrrum leikmann Real Madrid og argentíska landsliðsins. (ESPN Argentina)

Stefano Pioli stjóri AC MIlan mun líklega yfirgefa félagið í sumar. Hann er líklegastur til að taka við af Napoli. (Gazzetta dello Sport)


Athugasemdir
banner
banner