Breiðablik
4
1
FH
Thomas Mikkelsen '32 1-0
1-1 Robbie Crawford '52
Davíð Kristján Ólafsson '76 2-1
Gísli Eyjólfsson '78 3-1
Arnór Gauti Ragnarsson '86 4-1
22.07.2018  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: 10 stiga hiti og skúrir
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 1342
Maður leiksins: Gísli Eyjólfsson
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
7. Jonathan Hendrickx
8. Arnþór Ari Atlason ('63)
9. Thomas Mikkelsen ('83)
11. Gísli Eyjólfsson ('86)
15. Davíð Kristján Ólafsson
18. Willum Þór Willumsson
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
11. Aron Bjarnason ('63)
17. Sveinn Aron Guðjohnsen
20. Kolbeinn Þórðarson ('86)
27. Arnór Gauti Ragnarsson ('83)
36. Aron Kári Aðalsteinsson
45. Brynjólfur Darri Willumsson

Liðsstjórn:
Ólafur Pétursson (Þ)
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Jón Magnússon
Hildur Kristín Sveinsdóttir
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Guðmundur Steinarsson

Gul spjöld:
Arnþór Ari Atlason ('26)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Blikar vinna 4-1 sigur á FH og jafna Stjörnuna af stigum í 2.sæti deildarinnar.
91. mín
Þrem mínútum bætt við.
86. mín
Inn:Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik) Út:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
86. mín MARK!
Arnór Gauti Ragnarsson (Breiðablik)
Stoðsending: Aron Bjarnason
Blikarnir gjörsamlega að jarða FH-inga í lokin, núna fer Aron upp vinstri kantinn og kemur svo með geggjaðan bolta framhjá Gunna og Arnór mokar honum yfir línuna.
83. mín
Inn:Arnór Gauti Ragnarsson (Breiðablik) Út:Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Mark og stoðsending hjá Mikkelsen í dag, fær þvílika klappið úr stúkunni þegar Arnór kemur inná.
83. mín
Willum í dauðafæri en FH bjarga í horn á síðustu stundu.
80. mín
Inn:Atli Guðnason (FH) Út:Jákup Thomsen (FH)
Reynslan kominn inná en Jákup hefur ekki mikið sést í dag.
78. mín MARK!
Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Stoðsending: Andri Rafn Yeoman
Blikar skora bara strax aftur! Frábær skyndisókn þar sem Willum keyrði með boltann upp, sendir í gegn á Andra sem nær stjórn á boltan og rennir honum til hliðar á Gísla sem skorar í autt markið! Blikar að klára leikinn hérna.
76. mín MARK!
Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik)
Stoðsending: Thomas Mikkelsen
Blikar komnir yfir aftur! Aftur Gísli með aukaspyrnu og aftur á Mikkelsen sem teygir fótinn í boltann og þaðan virðist hann á leiðinni framhjá en Davíð mætir og mokar honum yfir línuna!
74. mín
Hendrickx reynir skot fyrir utan en það er langt framhjá.
73. mín
Inn:Halldór Orri Björnsson (FH) Út:Brandur Olsen (FH)
Halldór Orri kemur hér inná fyrir Brand.
70. mín Gult spjald: Jónatan Ingi Jónsson (FH)
70. mín
Vá hvað þeir voru nálægt því að skora Blikarnir, Mikkelsen í færi sem Clarke nær að komast fyrir og boltinn skoppar svo hárfínt framhjá!
68. mín
Crawford með frábæru chippu yfir vörn Blika en skalli Lennons er slakur og beint í fangið á Gulla sem var mættur út á móti.
65. mín
Jónatan Ingi með sprett hérna og skot fyrir utan sem fer rétt framhjá, það á enginn roð í hann þegar hann kemst á ferð.
63. mín
Inn:Aron Bjarnason (Breiðablik) Út:Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
Arnþór ekki sést í dag og kemur út fyrir Aron Bjarna.
58. mín
Gunnleifur Gunnleifsson dömur mínar og herrar! Laglegt þríhyrningsspil hjá Thomsen og Lennon sem endar með dauðafæri og laglegu skoti hjá Lennon fast út í horn en Gulli ver það bara líka!
56. mín Gult spjald: Robbie Crawford (FH)
52. mín MARK!
Robbie Crawford (FH)
Stoðsending: Jónatan Ingi Jónsson
FH jafna leikinn! Hjörtur Logi með fyrirgjöf sem Jónatan Ingi hendir sér á hann og þaðan berst boltinn út á Crawford sem skorar.
52. mín
Dauðafæri! Gísli fer illa með Clarke og sendir svo yfir á Mikkelsen, sendingin aðeins of föst en Mikkelsen nær samt að kontrolla boltann en skot hans langt framhjá!
51. mín
Gulli Gull takk fyrir! Lennon með geggjað skot alveg út í hornið en Gulli með frábæra skutlu og ver skotið!
47. mín
Hendrickx með bolta fyrir markið sem er hættulaus en Clarke neglir honum samt í horn.
46. mín
Vá spretturinn hjá Thomsen hérna, sólar Blika upp úr skónum en lætur sig svo detta við litlar sakir.
46. mín
Leikur hafinn
46. mín
Inn:Robbie Crawford (FH) Út:Guðmundur Kristjánsson (FH)
Crawford kemur inn í hálfleik fyrir Gumma sem hlýtur að vera eitthvað meiddur.
45. mín
Eftir að hafa séð markið aftur þá er ljóst að Mikkelsen var rangstæður þegar Gísli tekur spyrnuna og hefði því þetta mark aldrei átt að standa!
45. mín
Hálfleikur
FH-ingar voru slegnir útaf laginu þegar Blikar skoruðu þvert gegn gangi leiksins. 1-0 í hálfleik.
45. mín
1 mínúta í uppbót.
43. mín
FH-ingar taka horn af æfingasvæðinu, Lennon sendir út á Brand sem er með mikið pláss en skot hans er svo himinhátt yfir að það nær engri átt.
39. mín
Jónatan Ingi tekur á skarið og sprettar framhjá Blikunum og skýtur svo í hælinn á varnarmanni Blika og rétt framhjá markinu.
38. mín
Vá Davíð Kristján með alvöru takta hérna, tekur gabbhreyfingu fram hjá Viðari sem endar á rassinum!
35. mín Gult spjald: Eddi Gomes (FH)
Bíddu nú við, Eddi Gomes togar í Gísla hérna og er réttilega dæmdur brotlegur, mér sýndist þetta klárlega vera inn í teig en Þóroddur dæmir aukaspyrnu. Blikar eru brjálaðir og hafa mikið til síns máls.
33. mín Gult spjald: Steven Lennon (FH)
Er of seinn og tekur Hendrickx niður, klárt gult.
32. mín MARK!
Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Stoðsending: Gísli Eyjólfsson
Hvað er Gunnar Nielsen að gera í markinu!? Gísli með aukaspyrnu inná teiginn sem Mikkelsen skallar í þægilega hæð fyrir Gunna en hann slær hann inn. Hann verður einfaldlega að verja þetta, gjöf frá Gunna!
30. mín
FH-ingar eru mun líklegri en Blikar hérna, eru að yfirspila þá en komast ekki í gegnum þéttan varnarmúr Blika.
26. mín Gult spjald: Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
Ljótt hjá Arnþóri, tæklar Davíð Þór niður löngu eftir að Dabbi senti og fær gult, þetta var appelsínugult!
25. mín
FH með fína sókn sem endar með fyrirgjöf sem Blikar komast fyrir, horn.
21. mín
Góð sókn hjá Blikum núna, Mikkelsen lætur boltann fara á Arnþór sem er í dauðafæri en skot hans beint á Gunna. Arnþór á að skora þarna en hann þarf svona 15 færi til að skora mark.
17. mín
Gummi virðist eitthvað gera við Mikkelsen hérna, mögulega olnbogaskot en ekkert dæmt, ég sá ekki hvað gerðist en trúi því varla uppá Gumma að gera eitthvað svona viljandi.
15. mín
Brandur með hornið beint á hausinn á Gumma sem skallar rétt yfir, hann var aleinn!
14. mín
Gummi Kristjáns með laglega sendingu inná teiginn þar sem Lennon beið eftir að fá hann en Damir gerir mjög vel og nær að koma boltanum í horn.
13. mín
Andri Yeoman er alltof seinn í Gumma á miðjunni en sleppur við spjaldið, sammála Þóroddi þarna.
11. mín
Davíð Kristján með góðan sprett upp vænginn en fyrirgjöf hans fer yfir markið og í markspyrnu.
6. mín
Mikkelsen með fínan sprett og er svo tekinn niður af Gumma en ekkert dæmt, hefði átt að vera aukaspyrna að mínu mati.
4. mín
Gulli Gull er rosalegur! Jákup með skot fyrir utan sem virðist vera að fara í hornið en Gulli nær að skutla sér og teygja höndina í boltann, þvílík varsla!
2. mín
Vá Gummi Kristjáns tekur bakfallsspyrnu hérna en hún fer framhjá, hefði verið stórskemmtilegt mark!
2. mín
Jákup kominn í þrongt færi og sendir hann yfir á Lennon sem skýtur í varnarmann og í hornspyrnu.
1. mín
Leikur hafinn
FH byrja leikinn og sækja í átt að Fífunni þar sem Augnablik tapa aldrei stigum!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin og það eru tíðindi hjá FH-ingum. Nýji leikmaðurinn Jákup Thomsen byrjar og Cedric D'Uvlio er kominn í leikmannahópinn. Þá er Geoffrey Castillion ekki í leikmannahópnum og eru allar líkur á að hann sé á förum frá liðinu. Þá er Atli Guðna settur á bekkinn fyrir Jónatan Inga og Kiddi fer á bekkinn fyrir Thomsen. Pétur Viðars er í banni eftir rauða spjaldið í Grindavík og Eddi Gomes byrjar í hjarta varnarinnar með Rennico Clarke.

Blikar stilla upp óbreyttu liði þar sem Sveinn Aron situr enn á varamannabekknum fyrir nýja manninn, Thomas Mikkelsen.
Fyrir leik
Þessi lið mættust í 2. umferð á Kaplakrikavelli og höfðu Blikar mikla yfirburði í þeim leik sem þeir unnu 3-1. Jonathan Hendrickx fyrrverandi leikmaður FH skoraði í leiknum og fagnaði fyrir framan stuðningsmenn FH.

Hendrickx er eini leikmaður Blika sem lék áður fyrir FH en FH eru með þónokkra Blika, Óli Kristjáns er auðvitað fyrrum þjálfari Breiðabliks og Kiddi Steindórs, Gummi Kristjáns og Egill Makan eru allir Blikar.
Fyrir leik
Breiðablik hafa verið í vandræðum með að skora í sumar en eftir tvö markalaus jafntefli í röð skoruðu þeor 2 og unnu dramatískan 2-1 sigur a Fjölni í síðustu umferð þegar nýji framherjinn, Thomas Mikkelsen skoraði sitt fyrsta mark. Þeir hafa líka ekki tapað fótboltaleik síðan þeir töpuðu 1-0 á heimavelli gegn Stjörnunni 3.Júní.

FH hafa ekki náð að tengja saman sigra síðan þeir unnu Fjölni og KA í 3.-4. Umferð. Þeir unnu Grindavík 2-1 í síðustu umferð og eru komnir áfram í Evrópu svo það verður fróðlegt að sjá hvort þeir komist á eitthvað almennilegt skrið núna.
Fyrir leik
Þetta er svo sannarlega 6 stiga leikur eins og klisjan segir. Breiðablik stingur FH af og eltast við toppsætið með sigri. FH hins vegar komast inn í pakkann og jafna Blika að stigum með sigri og halda lífi í titilbaráttu sinni.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá stórleik Breiðabliks og FH á Kópavogsvelli í Pepsí-deild karla.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Davíð Þór Viðarsson
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
7. Steven Lennon
11. Jónatan Ingi Jónsson
15. Rennico Clarke
16. Guðmundur Kristjánsson ('46)
18. Eddi Gomes
18. Jákup Thomsen ('80)
23. Viðar Ari Jónsson
27. Brandur Olsen ('73)

Varamenn:
12. Vignir Jóhannesson (m)
3. Cédric D'Ulivo
6. Robbie Crawford ('46)
8. Kristinn Steindórsson
11. Atli Guðnason ('80)
19. Zeiko Lewis
22. Halldór Orri Björnsson ('73)

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Eiríkur K Þorvarðsson
Guðjón Örn Ingólfsson
Ólafur H Guðmundsson
Axel Guðmundsson
Styrmir Örn Vilmundarson
Ásmundur Guðni Haraldsson

Gul spjöld:
Steven Lennon ('33)
Eddi Gomes ('35)
Robbie Crawford ('56)
Jónatan Ingi Jónsson ('70)

Rauð spjöld: