Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Grindavík
2
1
Víkingur R.
Nemanja Latinovic '19 1-0
Sito '31 2-0
2-1 Arnþór Ingi Kristinsson '45
08.08.2018  -  19:15
Grindavíkurvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Grindvískt veður, sól, 10 gráðu hiti og stífur vindur af landi
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Áhorfendur: 358
Maður leiksins: Rodrigo Mateo
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Nemanja Latinovic ('68)
6. Sam Hewson
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
11. Elias Tamburini
17. Sito ('75)
22. René Joensen ('87)
24. Björn Berg Bryde
26. Sigurjón Rúnarsson
80. Alexander Veigar Þórarinsson

Varamenn:
3. Ingi Steinn Ingvarsson
7. Will Daniels ('75)
8. Hilmar Andrew McShane
9. Matthías Örn Friðriksson ('68)
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
23. Aron Jóhannsson ('87)

Liðsstjórn:
Óli Stefán Flóventsson (Þ)
Maciej Majewski
Milan Stefán Jankovic
Arnar Már Ólafsson
Guðmundur Ingi Guðmundsson
Sigurvin Ingi Árnason
Jóhann Ingi Ármannsson
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:
Gunnar Þorsteinsson ('92)
Elias Tamburini ('93)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með sigri heimamanna. Sanngjarn sigur þar sem slakur fyrri hálfleikur varð gestunum að falli.
93. mín Gult spjald: Elias Tamburini (Grindavík)
Hleypur of snemma úr veggnum á móti spyrnunni
92. mín Gult spjald: Gunnar Þorsteinsson (Grindavík)
Brot rétt utan teigs. Hættulegt en síðasti séns líklega.
92. mín
Þetta er að fjara út Víkingar að reyna en gengur lítt gegn sterkri vörn heimamanna.
90. mín
Það eru +3 í uppbótartíma.
89. mín
Skallað yfir sá ekki hver sólin komin ansi lágt á loft og erfitt að sjá
89. mín
Víkingar pressa en eru ekki að skapa sér nein færi. Fá þó horn hér
87. mín
Inn:Aron Jóhannsson (Grindavík) Út:René Joensen (Grindavík)
87. mín Gult spjald: Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Víkingur R.)
86. mín
Inn:Atli Hrafn Andrason (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
82. mín
Vá hvað BBB var heppinn þarna rennur með tvo í pressu en nær á einhvern ótrúlegan hátt að pota boltanum og koma í veg fyrir að Víkingar kæmust 2 gegn Jajalo
81. mín
Inn:Örvar Eggertsson (Víkingur R.) Út:Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Víkingur R.)
reyna að bæta í sóknina hér í lokin.
78. mín
Tamburini með skot úr teignum. Hættulaust.
75. mín
Inn:Will Daniels (Grindavík) Út:Sito (Grindavík)
Skiptingar það eina sem leikurinn er að bjóða uppá þessa stundina.
68. mín
Inn:Matthías Örn Friðriksson (Grindavík) Út:Nemanja Latinovic (Grindavík)
67. mín
Castillion skallar hann fyrir Bjarna sem reynir skot á lofti en vel yfir.
65. mín
Tamburini með skemmtilega takta, leikur á Davíð Örn og á fyrirgjöf/skot sem siglir rétt framhjá fjærstönginni.
63. mín
Sé það núna að Alex Freyr hefur komið inná fyrir Arnþór í hálfleik hjá Víkingum. Eitthvað hef ég verið sofandi. Sem og aðrir hér í boxinu.
62. mín
Víkingar fá horn og ég fæ eitthvað að skrifa um
57. mín
Bjarsýnisverðlaun dagsins fær Gunnar Þorsteinsson. Reynir að ég held skot af 45 metrum með vindi. Aldrei nálægt því en hann reyndi.
54. mín Gult spjald: Milos Ozegovic (Víkingur R.)
Gult fyrir brot. Einar velti þessu mjöööög lengi fyrir sér áður en hann lyfti spjaldinu.
53. mín
Heimamenn að færa sig upp á skaftið en engin færi komin hér
48. mín
Fer rólega af stað hér í seinni. Víkingar þó meira að reyna að sækja. Svo sem ekkert skrýtið verandi undir.
45. mín
Inn:Alex Freyr Hilmarsson (Víkingur R.) Út:Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.)
45. mín
Leikur hafinn
Farið af stað á ný, liðin skipt um vallarhelming eins og reglur gera ráð fyrir og sólinn beint í augun á okkur í blaðamannastúkunni.
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur hér, Grindvíkingar verið afskaplega nýtnir á sínar sóknir og skorað tvö mörk.

Að sama skapi geta gestirnir nagað sig í handarbökin að hafa ekki gert meira úr þessum fyrri hálfleik enda leika þeir gegn sterkum vindi hér í þeim síðari.
45. mín MARK!
Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Erlingur Agnarsson
Arnþór Ingi skorar með skalla eftir hornspyrnu frá Erlingi

Held ég, sólin aðeins að blinda mig.
43. mín
Vindurinn tekur það seinna og blæs því afturfyrir.
42. mín
Heimamenn fyrstir á boltann en gefa annað horn
41. mín
Vindurinn að taka virkan þátt í leiknum og reynir hér að skapa færi fyrir Víkinga eftir smá háloftabolta, Sigurjón bjargar og Víkingar fá horn.
40. mín
Sumarið hjá Castillion í hnotskurn. Víkingar komast í álitlega sókn og Erlingur með fína fyrirgjöf en Castillion bara á hælunum og of seinn á fjærstönginni.
35. mín Gult spjald: Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
Gult fyrir brot. Veit ekki með það
34. mín
Sito aftur að ógna af svipuðum stað en núna fer skotið hátt yfir.
31. mín MARK!
Sito (Grindavík)
Stoðsending: René Joensen
MAAAARK!!!!

Frábært mark hjá Sito fær boltann vel fyrir utan teig leikur aðeins áfram og hamrar hann niður í hornið!!!!!


Grindavík í frábærum málum eftir 30 mín og það gegn sterkum vindi.
30. mín
Leikurinn stopp vegna meiðsla og á meðan getum við sagt ykkur frá því að Alex Freyr Hilmarsson leikmaður Víkinga og fyrrum leikmaður Grindavíkur er nýgiftur óskum honum til hamingju með það.
28. mín
Jajalo heppinn, Reynir að leika á Castilion en missir boltann frá sér, sá hollenski með sendingu inná teiginn en BBB nær að trufla Arnþór sem nær ekki skotinu,
26. mín
Víkingar klaufar en vindurinn að stríða þeim líka. Eru að finna opnanir á vörn Grindavíkurn en sendingar að klikka.
24. mín
Milos með hörkuskot úr teignum eftir hornið en Sigurjón bjargar á línu fyrir heimamenn!!!! Vel staðsettur á fjærstöng
23. mín
Castillion étur BBB í teig Grindavíkur og kemur boltanum út í teiginn en gul tá kemur boltanum afturfyrir.
20. mín Gult spjald: Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Víkingur R.)
Bjarni fær gult fyrir að mótmæla markinu.
19. mín MARK!
Nemanja Latinovic (Grindavík)
Grindavík skorar eða hvað??????'

Nemo með boltann að marki, Víkingar hreinsa frá og ég er bara ekki viss að boltinn hafi verið inni. Víkingar brjálaðir.

Dómarinn dæmir þó mark og við treystum því.
17. mín
Grindavík kemst í sókn og inn að teig en ekkert verður úr.

Vindurinn erfiður viðueignar.
14. mín
Áhyggjuefni fyrir Grindavík. BBB virðist meiða sig eitthvað og heldur um nárann. Vonandi er þó í lagi með hann.
11. mín
Víkingar í snöggri sókn sem endar með skoti frá Nikolaj frá vítateigsboga, Framhjá fer boltinn
10. mín
Hef það sterklega á tilfinninguni eftir fyrstu 10 mínútur þessa leiks að þetta verði ekki fallegasti fótbolta leikur sem ég hef séð,
7. mín
Erlingur með aukaspyrnu langt utan af velli, átti að vera sending en verður bara þokkalegt skot. Framhjá þó.
5. mín
Aftur Víkingar að reyna að sækja, Jörgen með fyrirgjöf sem vindurinn feykir afturfyrir.
4. mín
Spyrnan endar hjá Milos hægra meginn í teignum sem reynir að lyfta honum á fjærstöngina en Jajalo ekki í vandræðum með það.
3. mín
Mikill barningur hér í byrjun og bæði lið eiga erfitt með að hemja boltann í vindinum. Víkingar fá þó horn hér.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Heimamenn hefja leik og sækja að Þorbirni.
Fyrir leik
Ég er ekki frá því að það hafi bætt aðeins í vindinn hérna í Grindavík. Líklega betra fyrir menn í dag að halda boltanum niðri. Í það minnsta vona boltastrákar Grindavíkur að leikmenn liðanna geri það.
Fyrir leik
Byjunarlið liðanna mætt í hús.

Heimamenn í Grindavík gera nokkrar breytingar á liði sínu sem tapaði gegn KR í síðustu umferð, , Will Daniels og Aron Jóhannsson fá sér sæti á bekkinn og inn í þeirra stað koma þeir Nemanja Lationvic Og René Joensen. Jóhann Helgi Hannesson er svo farinn aftur norður yfir heiðar til Þórs og kemur Alexander Veigar Þórarinsson inn í hans stað.

Víkingar gera sömuleiðis breytingar á sínu liði en þeir Sindri Scheving, Alex Freyr Hilmarsson og Aron Már Brynjarsson fá sér sæti á bekknum fyrir þá Jorgen Richardsen, Erling Agnarsson og Arnþór Inga Kristinsson.
Fyrir leik
Mættur á völlinn hér í Grindavík og það verður að segjast að það blæs aðeins þó langt því frá eins mikið og í gær.

Efast nú samt um að vindurinn hafi teljandi áhrif á leikinn enda ættu menn að vera vanir svona aðstæðum.
Fyrir leik
Leikurinn átti að fara fram í gær þriðjudag en vegna veðurs var honum seinkað þar til í dag en töluverður vindur var í Grindavík í gær sem hefði gert leikmönnum erfitt fyrir.
Fyrir leik
Heilir og sælir lesendur góðir og verið hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Grindavíkur og Víkings í Pepsideild karla.
Byrjunarlið:
1. Andreas Larsen (m)
3. Jörgen Richardsen
5. Milos Ozegovic
7. Erlingur Agnarsson ('86)
12. Halldór Smári Sigurðsson
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('81)
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
21. Arnþór Ingi Kristinsson ('45)
23. Nikolaj Hansen (f)
24. Davíð Örn Atlason
27. Geoffrey Castillion

Varamenn:
12. Serigne Mor Mbaye (m)
2. Sindri Scheving
7. Alex Freyr Hilmarsson ('45)
8. Viktor Örlygur Andrason
18. Örvar Eggertsson ('81)
20. Aron Már Brynjarsson
77. Atli Hrafn Andrason ('86)

Liðsstjórn:
Logi Ólafsson (Þ)
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Fannar Helgi Rúnarsson

Gul spjöld:
Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('20)
Davíð Örn Atlason ('35)
Milos Ozegovic ('54)
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('87)

Rauð spjöld: