Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Mjólkurbikar karla
Augnablik
LL 1
2
Stjarnan
Mjólkurbikar karla
Þróttur R.
LL 1
2
HK
Mjólkurbikar karla
Valur
LL 3
0
FH
Mjólkurbikar karla
LL 2
9
KR
Selfoss
1
1
Grindavík
Allyson Paige Haran '36 1-0
1-1 Rio Hardy '80
16.08.2018  -  18:00
JÁVERK-völlurinn
Pepsi-deild kvenna
Aðstæður: Sól og blíða
Dómari: Kristján Már Ólafs
Áhorfendur: 327
Maður leiksins: Linda Eshun (Grindavík)
Byrjunarlið:
12. Caitlyn Alyssa Clem (m)
Alexis Kiehl ('75)
2. Hrafnhildur Hauksdóttir
5. Brynja Valgeirsdóttir
8. Íris Sverrisdóttir
9. Halla Helgadóttir ('91)
10. Barbára Sól Gísladóttir
16. Allyson Paige Haran
18. Magdalena Anna Reimus
20. Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir ('65)
21. Þóra Jónsdóttir

Varamenn:
1. Emma Mary Higgins (m)
11. Anna María Bergþórsdóttir ('91)
15. Unnur Dóra Bergsdóttir ('65)
16. Nadía Rós Emilíud. Axelsdóttir

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Anna María Friðgeirsdóttir
Erna Guðjónsdóttir
Dagný Brynjarsdóttir
Svandís Bára Pálsdóttir
Hildur Grímsdóttir
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
Óttar Guðlaugsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jafntefli niðurstaðan og er það svona heilt yfir líklega sanngjörn úrslit. Selfoss sterkari í fyrri hálfleik en Grindavík í seinni hálfleik.
91. mín
Inn:Anna María Bergþórsdóttir (Selfoss) Út:Halla Helgadóttir (Selfoss)
Síðasta skiptingin hjá Selfossi. Dagný kemur ekki við sögu í dag.
90. mín
Uppbótartíminn er 3 mínútur
90. mín
Hættuleg hornspyrna hjá Ísabel en Linda Eshun dettur á einhvern veginn á boltann. Dómarinn dæmir hendi á hana.
90. mín
Grindavík er að reyna að ná inn sigurmarki. Atgangur upp við markið hjá Selfossi en heimakonur ná að bægja hættunni frá.
88. mín Gult spjald: Rio Hardy (Grindavík)
Truflaði Caitlyn þegar hún ætlaði að sparka fram.
86. mín
Það má með sanni segja að þetta sé búið að vera leikur tveggja hálfleikja. Selfoss sterkari í fyrri hálfleik en Grindavík sterkari í þeim seinni.
84. mín
Erna Guðjónsdóttir gerir vel að ná sér í stöðu en skot hennar er ekki gott. Fyrsta tilraun Selfyssinga í langan tíma.
83. mín
Rio Hardy að gera sig líklega til að bæta við marki. Nær flottum snúningi en Caitlyn í markinu sér við henni.
80. mín MARK!
Rio Hardy (Grindavík)
MARK!!! Þetta lá í loftinu...Madeline tekur langt innkast, en innköstin hennar hafa verið hættuleg í þessum leik.

Hún tekur innkastið og þar skallar varnarmaður Selfoss boltann upp í loft áður en Rio Hardy sneiðar boltann í netið.
75. mín
Inn:Erna Guðjónsdóttir (Selfoss) Út:Alexis Kiehl (Selfoss)
Selfoss gerir sína aðra breytingu. Þær eiga enn Dagnýju Brynjarsdóttur á bekknum.
75. mín
Hættuleg hornspyrna sem endar með því að Madeline Keane setur boltann fram hjá markinu. Grindvíkingar eru að pressa.
72. mín
BESTA FÆRI GRINDAVÍKUR. Flott aukaspyrna sem fór yfir allan pakkan í teignum, á fjærstöngina á Lindu Eshun sem þar var mætt. Hún náði ekki að hitta boltann.

Þetta var besta færi Grindavíkur í leiknum.
70. mín
Rio Hardy lítið sést í þessum leik, en hún er aðeins meira í boltanum þessar síðustu mínútur.
69. mín
Grindvíkingar verða að fara að gera betur í sóknarleik sínum. Þær eru að búa til sóknir en ná ekki að slútta þeim nægilega vel. Skot langt yfir markið rétt í þessu.
67. mín
Aukaspyrnan ratar á markið en skotið er ekki erfitt fyrir Caitlyn.
67. mín
Rio Hardy vinnur aukaspyrnu á hættulegum stað. Sýnist Hardy ætla að taka þetta sjálf.
65. mín
Inn:Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfoss) Út:Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir (Selfoss)
Brynhildur Brá hefði átt að skora í þessum leik.
64. mín Gult spjald: Steffi Hardy (Grindavík)
63. mín
Grindvíkingar hafa færst framar á völlinn í seinni hálfleik en hafa hingað til ekki náð að ógna marki Selfoss að alvöru. Grindavík þarf að fá eitthvað úr þessum leik.
56. mín Gult spjald: María Sól Jakobsdóttir (Grindavík)
55. mín
Hrafnhildur með sendingu fyrir, fer af Lindu Eshun og þaða inn í teig. Ratar á kollinn á Alexis (sýnist mér) en skallinn er laus og beint á Viviane. Þarna skall hurð nærri hælum fyrir Grindavík, sem hefur byrjað seinni hálfleikinn ágætlega.
53. mín
Magdalena reif fram Ronaldinho-skærin þarna en komst ekki fram hjá Lindu Eshun. Gaman samt að sjá gömlu góðu skærin.
50. mín
Margrét Hulda með bjartsýnisskot beint í lúkurnar á Caitlyn Clem.
48. mín
Mikill darraðadans í teig Grindvíkinga. Endar með því að Allysson á skot sem fer yfir markið.
46. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta komið aftur af stað! Fáum við fleiri mörk?
45. mín
Það er sannkölluð rjómablíða á Selfossi og situr fólk í brekkunni við JÁVERK-völlinn og fylgist með gangi mála.
45. mín
Hálfleikur
Selfoss leiðir 1-0 í hálfleik og verður það að teljast verðskuldað.
44. mín
Brynhildur Brá aftur í DAUÐAFÆRI! Hún ætlar ekki að ná að skora. Boltinn dettur fyrir hana í teignum og hún er ein á móti Viviane sem gerir vel að sjá við Brynhildi.

Brynhildur ætti með réttu að vera komin með tvö mörk.
36. mín MARK!
Allyson Paige Haran (Selfoss)
Stoðsending: Hrafnhildur Hauksdóttir
MARK!!!

Allyson Paige Haran skorar eftir aukaspyrnuna sem Selfoss fékk eftir brotið hjá Madeline. Hrafnhildur setur boltann inn á teiginn og þar mætir Alysson og stýrir boltanum inn.
35. mín Gult spjald: Madeline Keane (Grindavík)
Var þetta kannski rautt spjald? Madeline Keane fer ansi harkalega í Þóru Jónsdóttur og uppsker fyrir það gult spjald. Þetta leit ekki vel út.
26. mín
Magdalena með skemmtilega aukaspyrnu inn á teiginn. Allyson Paige nær skallanum en hann er ekki góður og fer fram hjá.
24. mín
Alexis Kiehl á skot en það fer beint í varnarmann. Leikurinn aðeins róast síðustu mínútur.
15. mín
Sophie O'Rourke með skemmtilegan sprett upp hægri vænginn en þegar kemur að því að senda boltann fyrir er það ekki nægilega vel gert.
8. mín
ÞVÍLÍKT DAUÐAFÆRI! Halla Helgadóttir með frábæran sprett og setur boltann fyrir markið. Þar kemur Brynhildur Brá á mikilli ferð og setur boltann á einhvern óskiljalegan hátt fram hjá. Hún verður að gera betur þarna, hún var fyrir framan autt markið!!
6. mín
Peppi Pepsídós er mættur á Selfoss og er í miklu stuði!
4. mín
Brynhildur Brá með aukaspyrnu langt utan af velli en Viviane var með þetta á kristaltæru. Fjörugar fyrstu mínúturnar á Selfossi.
1. mín
Selfoss nær að byggja upp ágætis sókn á fyrstu sekúndunum en Viviane er vel á verði í marki Grindavíkur og kemur út og getkur boltann.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Grindavík byrjar með boltann.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin nú þegar klukkutími er í upphafsspark.

Selfoss vann FH 1-0 í síðustu umferð en ein breyting er gerð frá þeim leik. Grace Rapp er ekki með og kemur Íris Sverrisdóttir inn í hennar stað. Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir er enn á varamannabekknum, en hún eignaðist sitt fyrsta barn í júní. Fyrirliðinn Anna María Friðgeirsdóttir er jafnframt á bekknum hjá Selfossi.

Grindavík byrjar með sama lið og tapaði 2-1 fyrir Stjörnunni í síðustu umferð.
Fyrir leik
Með flautuna í dag er Kristján Már Ólafs. Honum til aðstoðar eru Árni Heiðar Guðmundsson, Sigurður Schram og Eiður Ottó Bjarnason. Eftirlitismaður KSÍ er Ólafur Ingi Guðmundsson.

Við óskum þeim öllum góðs gengis hér á JÁVERK-vellinum!
Fyrir leik
Svava Rós Guðmundsdóttir, leikmaður Roa í Noregi, lýsti þessum leik sem ,,mest spennandi" leik umferðarinnar. Fótbolti.net fékk hana til að spá í leiki umferðarinnar.

Selfoss 2 - 0 Grindavík (klukkan 18:00 í kvöld)
Fyrir mér er þetta mest spennandi leikurinn. Grindavík þarf nauðsynlega að næla sér í stig til að halda í við KR og til að eiga möguleika á að halda sér uppi. En ég held að gæðin í Selfoss liðinu sigli sigrinum heim.

Smelltu hér að skoða spánna í heild sinni.
Fyrir leik
Fyrir leikinn í dag er Selfoss sjötta sæti með 15 stig en Grindavík er í næst neðsta sæti með níu stig. Grindavík hefur tapað fimm deildarleikjum í röð, en liðinu til varnar hefur leikjaplanið verið fáránlega erfitt. Síðustu fjórir leikir liðsins hafa verið gegn Stjörnunni, Val Breðabliki og Þór/KA - fjórum sterkustu liðum deildarinnar.
Fyrir leik
Fylgist sérstaklega með þessum leikmönnum:

Magdalena Anna Reimus (Selfoss): Hefur verið í lykihlutverki hjá Selfossi í sumar og líklega besti leikmaður nýliðanna heilt yfir. Er sterk á miðjusvæðinu.

Rio Hardy (Grindavík): Enskur framherji sem kom hingað til lands ásamt tvíburasystur sinni, Steffi. Rio hefur skorað sex mörk í 10 leikjum í sumar og verið sterkasti leikmaður Grindavíkur.

Ísabel Jasmín Almarsdóttir (Grindavík): Efnilegur fyrirliði Grindvíkinga.

Vivane Holzel Domingues (Grindavík): Einn besti markvörður deildarinnar.

Anna María Friðgeirsdóttir (Selfoss): Fyrirliði Selfoss, uppalin og hjartað slær þar. Góður varnarmaður.
Fyrir leik
Þessi lýsing verður í léttari kantinum þar sem fylgst verður með leiknum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Fyrir leik
Góðan og margblessaðan daginn. Hér munum við fylgjast með viðureign Selfoss og Grindavíkur í Pepsi-deild kvenna. Þetta er fyrsti leikurinn í 14. umferð deildarinnar, en hinir leikir umferðarinnar eru spilaðir á morgun og á þriðjudag.

Breiðablik og Stjarnan mætast í bikarúrslitum á morgun og eru þau lið því ekki í eldlínunni, margumtöluðu, fyrr en á þriðjudaginn.
Byrjunarlið:
1. Viviane Holzel Domingues (m)
3. Linda Eshun
6. Steffi Hardy
7. Sophie O'Rourke
9. Margrét Hulda Þorsteinsdóttir
9. Rio Hardy
11. Dröfn Einarsdóttir
16. Ísabel Jasmín Almarsdóttir (f)
17. María Sól Jakobsdóttir
22. Helga Guðrún Kristinsdóttir
26. Madeline Keane

Varamenn:
8. Guðný Eva Birgisdóttir
8. Katrín Lilja Ármannsdóttir
14. Lísbet Stella Óskarsdóttir
15. Elísabeth Ýr Ægisdóttir
18. Ása Björg Einarsdóttir
20. Áslaug Gyða Birgisdóttir
21. Telma Lind Bjarkadóttir

Liðsstjórn:
Nihad Hasecic (Þ)
Ray Anthony Jónsson (Þ)
Þorsteinn Magnússon
Aleksandar Cvetic

Gul spjöld:
Madeline Keane ('35)
María Sól Jakobsdóttir ('56)
Steffi Hardy ('64)
Rio Hardy ('88)

Rauð spjöld: