Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
   mán 07. júlí 2025 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Chelsea þarf að selja og býst við tilboðum - Gyökeres hjálpar Arsenal
Powerade
Noni Madueke er orðaður við Arsenal.
Noni Madueke er orðaður við Arsenal.
Mynd: EPA
Gyökeres sterklega orðaður við Arsenal.
Gyökeres sterklega orðaður við Arsenal.
Mynd: EPA
Slúðurpakki dagsins er í boði Powerade og það er BBC sem tekur það helsta í slúðrinu saman.



Chelsea býst við tilboðum sem fara yfir 50 milljónir punda frá Arsenal í kantmanninn Noni Madueke (23) sem hefur þegar samið um kaup og kjör hjá Arsenal. (Telegraph)

Tottenham og West Ham halda viðræðum áfram um Mohammed Kudus (24). Hamrarnir höfnuðu 50 milljóna punda frá Spurs á dögunum. (Sky Sports)

Viktor Gyökeres (27) er tilbúinn að verða af um 2 milljónum punda í laun til þess að hjálpa 70 milljóna punda félagaskiptum til Arsenal yfir línuna. (Record)

Arsenal var orðað við Benjamin Sesko (22) en RB Leipzig vill fá 100 milljónir evra fyrir slóvenska framherjann. (Sky í Þýskalandi)

Dortmund vill framlengja lánssamninginn við Carney Chukwuemeka (21) frá Chelsea. Hann er með 40 milljóna punda riftunarákvæði sem er ólíklegt að verði virkjað. (Talksport)

Chelsea þarf að safna meira en 60 milljónum punda með sölum til að geta skráð nýja leikmenn í Meistaradeildarhópinn á komandi tímabili. (Times)

Crystal Palace er að nálgast kaup á Borna Sosa (27) vinstri bakverði Ajax. (Athletic)

Roma hefur áhuga á Matt O'Riley (24) miðjumanni Brighton. (Gazzettan)

Victor Osimhen er tilbúinn að fara til Galatasaray, þar sem hann var síðasta vetur, en tyrkneska félagið þarf að greiða Napoli 65 milljónir punda til að fá hann. (Corriera dello Sport)

Leeds hefur áhuga á Anton Stach (26) miðjumanni Hoffenheim. (Kicker)

Idrissa Gueye (35) hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Everton. (Fabrizio Romano)

Flavio Ricciardella, yfirmaður fótboltamála hjá Genoa, hefur náð samkomulagi við Jamie Vardy (38) en Patrick Vieira, stjóri félagsins, kom í veg fyrir félagaskiptin. (La Repubblica)

Norwich hefur náð samkomulagi við Mathias Kvistgaarden (23) varnarmann Bröndby. (Tipsbladet)
Athugasemdir
banner
banner