Fylkir
3
1
Grindavík
Daði Ólafsson '50 1-0
1-1 Will Daniels '55
Ragnar Bragi Sveinsson '58 2-1
Daði Ólafsson '82 3-1
27.08.2018  -  18:00
Floridana völlurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Rigning og vindur. Haust veður
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 680
Maður leiksins: Daði Ólafsson - Fylkir
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
Daði Ólafsson
2. Ásgeir Eyþórsson
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
10. Andrés Már Jóhannesson
11. Valdimar Þór Ingimundarson ('65)
14. Albert Brynjar Ingason (f)
16. Emil Ásmundsson ('74)
16. Ólafur Ingi Skúlason
23. Ari Leifsson
28. Helgi Valur Daníelsson ('81)

Varamenn:
12. Stefán Ari Björnsson (m)
5. Orri Sveinn Stefánsson
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('74)
17. Birkir Eyþórsson
24. Elís Rafn Björnsson ('81)
33. Magnús Ólíver Axelsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Liðsstjórn:
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Þorleifur Óskarsson (Þ)
Oddur Ingi Guðmundsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Magnús Gísli Guðfinnsson
Halldór Steinsson

Gul spjöld:
Helgi Valur Daníelsson ('61)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Verðskuldaður sigur Fylkis og Árbæingar eru komnir úr fallsæti. Evrópdraumar Grindvíkingar eru hins vegar að fjúka út í veður og vind.

Skýrsla og viðtöl innan tíðar.
90. mín
Þremur mínútum bætt við.
87. mín
Leikurinn að fjara út. Grindvíkingar ekki líklegir til að koma til baka úr þessu.
82. mín MARK!
Daði Ólafsson (Fylkir)
Stoðsending: Ragnar Bragi Sveinsson
Draumur bakvarðarins. Daði er kominn með tvö mörk í dag. Kristjan Jajalo hins vegar í brasi!

Fylkir fær aukaspyrnu við vítateigslínuna hægra megin. Daði lætur vaða og Kristijan Jajalo missir boltann klaufalega undir sig.
81. mín
Inn:Elís Rafn Björnsson (Fylkir) Út:Helgi Valur Daníelsson (Fylkir)
Helgi Valur fær verðskuldað klapp frá stuðningsmönnum Fylkis. Viktor Lekve, vallarþulur, keyrir stemninguna í gang í stúkunni. Eru Árbæingar að sigla mikilvægum stigum í hús?
80. mín
Inn:Brynjar Ásgeir Guðmundsson (Grindavík) Út:Marinó Axel Helgason (Grindavík)
Matthías Örn fer í bakvörðinn fyrir Marinó og Brynjar Ásgeir kemur inn í hjarta varnarinnar.
75. mín
Aron Jóhannsson með lúmskt skot úr aukaspyrnu af 25 metrunum. Rétt framhjá
74. mín
Inn:Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir) Út:Emil Ásmundsson (Fylkir)
Fylkismenn með varnarsinnaða miðju síðasta korterið. Ásgeir Börkur, Helgi Valur og Ólafur Ingi. Ætla að sigla þessu heim.
69. mín
Sam Hewson reynir skot frá miðju en það er alltof máttlítið. Aron tekur boltann bara á kassann í markinu.
68. mín
680 áhorfendur hér í dag.
67. mín
Emil Ásmundsson reynir hjólahestaspyrnu fyrir utan vítateig en hittir ekki boltann. Vindurinn líklega truflað.

65. mín
Inn:Aron Jóhannsson (Grindavík) Út:René Joensen (Grindavík)
65. mín
Inn:Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir) Út:Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir)
Oddur kemur inn á kantinn.
61. mín Gult spjald: Helgi Valur Daníelsson (Fylkir)
Stöðvar Gunnar á leið í skyndisókn.
58. mín MARK!
Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
Stoðsending: Daði Ólafsson
Flóðgáttir hafa opnast hér í Árbænum!

Ragnar Bragi Sveinsson kemur Fylki aftur yfir eftir hornspyrnu. Ragnar Bragi er einn og óvaldaður fyrir utan vítateig. Daði tekur hornspyrnuna út á hann, Ragnar tekur boltann framhjá Sigurjóni í fyrstu snertingu og hamrar honum svo í netið. Glæsilega gert!
57. mín
Albert Brynjar í fínu færi en Jajalo ver. Allt annað að sjá leikinn hér í síðari hálfleik. Miklu meira fjör!
55. mín MARK!
Will Daniels (Grindavík)
Stoðsending: Gunnar Þorsteinsson
Þvílík innkoma hjá Bandaríkjamanninum. Hann mætti inn á, stakk sér í gegn og jafnaði!

Gunnar Þorsteins átti stungusendinguna og Will sýndi kraft sinn með því að halda Ara Leifssyni frá sér og renna boltanum í fjærhornið.
54. mín
Inn:Will Daniels (Grindavík) Út:Sito (Grindavík)
53. mín
Valdimar Þór Ingimundarson fær dauðafæri til að koma Fylki í 2-0. Kantmaðurinn ungi sleppur í gegn en hikar og Jajalo nær að koma út á móti og hirða boltann af honum.
50. mín MARK!
Daði Ólafsson (Fylkir)
Stoðsending: Emil Ásmundsson
Fylkismenn eru komnir yfir!

Vandræðagangur í vörninni hjá Grindavik. Valdimar Þór Ingimundarson á hælspyrnu inn á Albert Brynjar sem kemst einn inn á teiginn þar sem Sigurjón Rúnarsson og Björn Berg Bryde, varnarmenn Grindvíkinga voru báðir komnir út úr stöðu. Albert rennir boltanum fyrir á Emil Ásmundsson sem er í fínu færi en Jajalo ver með góðu úthlaupi. Frákastið fer beint á Daða sem þakkar fyrir sig með marki!

47. mín
Sito vinnur boltann af Helga Val og brýst inn á teiginn. Á síðan skot úr þröngu færi sem fer í hliðarnetið.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn. Óbreytt liðsskipan. Við auglýsum eftir mörkum.
45. mín
Alltaf fjör í hálfleik á Fylkisvelli. Boltum sparkað upp í stúku og þeir sem fá bolta mega spreyta sig í knattþraut. Í verðlaun er pizza frá Domino´s.
45. mín
Hálfleikur
Ekki mörg færi hér í fyrri hálfleiknum. Heimamenn líklegri, sérstaklega síðustu mínúturnar.

Sjáum hvað gerist í seinni. Grindvíkingar fá á vindinn í bakið.
45. mín
Ein mínúta í viðbótartíma. Fylkismenn eru líklegri þessa stundina
45. mín
Albert Brynjar á skot með vinstri úr teignum eftir góðan sprett og hælsendingu frá Ragnari Braga. Jajalo er vel á verði og ver af öryggi.

42. mín
Besta færi leiksins! Andrés Má á góða aukaspyrnu af vinstri kantinum. Boltinn fer á fjærstöngina þar sem Emil kemur á siglingunni einn og óvaldaður en skot hans fer yfir markið.
39. mín
Fylkismenn áfram líklegri. Emil rétt missir af fyrirgjöfinni á fjærstöng og boltinn berst í kjölfarið út fyrir vítateig. Ólafur Ingi á hörkuskot en í samherja sinn sem er rangstæður
36. mín
Ólafur Ingi vinnur boltann með tæklingu á miðjunni. Fylkismenn fara í skyndisókn og fá hornspyrnu.

32. mín
Daði Ólafsson með skot úr aukaspyrnu af 25 metra færi sem Jajalo ver örugglega.

Daði er vallarstarfsmaður Fylkisvelli og hann sá um að slóða gervigrasið í morgun.
31. mín
Helgi Valur með laglega stungusendingu á Andrés Má. Andrés lætur skotið ríða af en Sigurjón Rúnarsson nær að komast fyrir. Vel gert hjá Sigurjóni.
30. mín
Þorsteinn Lár rífur stúkuna í gang og Árbæingar hvetja sína menn til dáða núna. Fylkismenn þurfa nauðsynlega stig í fallbaráttunni.
29. mín
Ragnar Bragi nálægt því að komast í gott færi en siðasta snertingin svíkur hann. Grindvíkingar eru með þétta fimm manna varnarlínu og gefa Fylki lítið pláss þegar komið er nálægt teignum.
28. mín
Björn Berg Bryde í dauðafæri eftir aukaspyrnu en Aron Snær ver.....hefði ekki talið. Eðvarð var búinn að flagga. Rangstaða.
24. mín
Hættuleg skyndisókn hjá Fylki en Björn Berg Bryde kemst inn í stungusendingu sem Albert reyndi á Ragnar Braga. Björn Berg liggur eftir meiddur en er fljótur að hrista það af sér.
22. mín
Lagleg sókn hjá Grindavík og fyrsta marktilraun þeirra. Gunnar vippar boltanum af miðjunni inn á Marinó Axel sem er hægra megin í teignum. Marinó Axel leggur boltann með brjóstkassanum á Rene Joensen sem á hörkuskot en Aron Snær ver. Hornspyrna.
21. mín
Fylkismenn loka öllum leiðum þegar Grindavík á útspörk og láta Jajalo sparka á móti vindinum. Jajalo er með góðar spyrnur og nær að sparka vel yfir miðju þó að vindurinn sé nokkuð öflugur.

18. mín
Fylkismenn líflegri þessar mínúturnar.
15. mín
Valdimar með skemmtilega sendingu inn á Ragnar Braga sem nær boltanum á undan Kristijan Jajalo sem er kominn utarlega í teiginn. Björn Berg Bryde vinnur hins vegar boltann og Jajalo sleppur með skrekkinn.
12. mín
Stöðubarátta í gangi. Vindurinn er ekkert að hjálpa leikmönnum.
7. mín
Ragnar Bragi Sveinsson með fysta skot leiksins. Skot af 25 metrunum sem fer framhjá. Lúmskt skot. Boltinn barst til hans eftir aukaspyrnu sem Grindvíkingar skölluðu út úr teignum.
5. mín
Elias Tamburini með fyrirgjöf sem vindurinn tekur. Aron Snær naði að handsama boltann áður en Sito komst í hann.
2. mín
Grindvíkingar eiga fyrstu sóknarlotuna og fá hornspyrnu. Boltinn siglir hins vegar framhjá öllum á teignum og í innkast.
1. mín
Leikur hafinn
Fylkismenn völdu að sækja í átt að Árbæjarlauginni. Fylkismenn eru með vindinn í bakið í fyrri hálfleik.
Fyrir leik
Einar Ásgeirsson, reyndasti ljósmyndari landsins, smellir liðsmynd af Fylkisliðinu inni á vellinum fyrir leik. Albert Brynjar Ingason er að reima skó og missir af myndinni. Skellur!
Fyrir leik
Endilega takið þátt í umræðunni með því að nota #fotboltinet
Fyrir leik
Grindvíkingar leika í bláum varabúningum í dag. Gult og appelsínugult of líkt.

Liðin eru að fara að labba inn á völl. Ungir krakkar úr Fylki leiða leikmenn inn á.
Fyrir leik
Rigning og vindur í Árbænum. Haustveður. Boltinn ætti að rúlla hratt á blautu gervigrasinu. Fáum vonandi mörk og fjör!
Fyrir leik
Leikurinn í dag er þriðji heimaleikur Fylkis í röð þar sem liðið skipti á heimaleikjum við FH í fyrri umferðinni.

Eftir tap gegn Stjörnunni og jafntefli gegn FH, kemur þá fyrsti sigurinn á nýja gervigrasinu í dga?
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár hér til hliðar.

Helgi Valur Daníelsson kemur inn á miðjuna hjá Fylki fyrir Ásgeir Börk Ásgeirsson frá því í 1-1 jafnteflinu gegn FH. Elís Rafn Björnsson er einnig í hópnum á nýjan leik eftir að hafa verið í banni í síðasta leik gegn FH.

Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindvíkinga, er klár í slaginn á nýjan leik eftir leikbann og hann kemur inn í liðið fyrir Aron Jóhannsson sem skoraði í síðasta leik gegn Stjörnunni.

Fyrir leik
Þóroddur Hjaltalín, dómari frá Akureyri, er með flautuna í dag. Frosti Viðar Gunnarsson og Eðvarð Eðvarðsson eru honum til aðstoðar. Einar Ingi Jóhannsson er varadómari og Hjalti Þór Halldórsson er eftirlitsmaður.
Fyrir leik
Mikil dramatík var í fyrri leik þessara liða en Will Daniels skoraði þá sigurmarkið í blálokin.
Fyrir leik
Hjálmar Örn Jóhannsson skemmtikraftur spáði í leiki 18. umferðar fyrir Fótbolta.net. Hann býst við fjölda áhorfenda.

Fylkir 2 - 0 Grindavík
Spái met mætingu í Árbæinn og glæsilegum sigri Fylkis, 2-0. Það verður eitt rautt spjald!
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Fylkis og Grindavíkur í 18. umferð Pepsi-deildar karla.

Leikurinn hefst 18:00 á Fylkisvelli.
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
Marinó Axel Helgason ('80)
4. Rodrigo Gomes Mateo
6. Sam Hewson
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
9. Matthías Örn Friðriksson
11. Elias Tamburini
17. Sito ('54)
22. René Joensen ('65)
24. Björn Berg Bryde
26. Sigurjón Rúnarsson

Varamenn:
5. Nemanja Latinovic
7. Will Daniels ('54)
8. Hilmar Andrew McShane
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('80)
23. Aron Jóhannsson ('65)

Liðsstjórn:
Óli Stefán Flóventsson (Þ)
Maciej Majewski
Milan Stefán Jankovic
Arnar Már Ólafsson
Guðmundur Ingi Guðmundsson
Sigurvin Ingi Árnason
Þorsteinn Magnússon
Einar Haraldsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: