Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
Í BEINNI
Meistarar meistaranna konur
Valur
45' 0
1
Víkingur R.
Þróttur R.
1
2
Haukar
0-1 Arnar Aðalgeirsson '67
0-2 Elton Renato Livramento Barros '77
Viktor Jónsson '80 1-2
31.08.2018  -  19:15
Eimskipsvöllurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Það blæs duglega, sólskin með skúrum inn á milli.
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Maður leiksins: Ísak Jónsson (Haukar)
Byrjunarlið:
Arnar Darri Pétursson
3. Teitur Magnússon
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f)
6. Birkir Þór Guðmundsson
8. Aron Þórður Albertsson ('63)
8. Baldur Hannes Stefánsson ('63)
9. Viktor Jónsson
11. Emil Atlason
11. Jasper Van Der Heyden
20. Logi Tómasson ('75)
23. Guðmundur Friðriksson

Varamenn:
2. Finnur Tómas Pálmason
7. Daði Bergsson ('63)
10. Rafn Andri Haraldsson
15. Egill Darri Makan Þorvaldsson
16. Óskar Jónsson ('63)
26. Páll Olgeir Þorsteinsson ('75)

Liðsstjórn:
Gunnlaugur Jónsson (Þ)
Baldvin Már Baldvinsson
Valgeir Einarsson Mantyla
Sveinn Óli Guðnason
Jamie Paul Brassington
Jón Breki Gunnlaugsson
Nadia Margrét Jamchi
Halldór Geir Heiðarsson

Gul spjöld:
Baldur Hannes Stefánsson ('44)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÞETTA ER BÚIÐ! Haukar með risa risa risa sigur í Laugardalnum og sækja þrjú virkilega mikilvæg stig í fallbaráttunni!
95. mín Gult spjald: Óskar Sigþórsson (Haukar)
Tafir
95. mín
Inn:Oliver Helgi Gíslason (Haukar) Út:Frans Sigurðsson (Haukar)
94. mín
ÚFF!! Þróttur nálagt því, Daði Bergsson fær gott skotfæri en skotið hans fer yfir markið!
92. mín
Lítið að gerast mikið um aukaspyrnur
90. mín
Það eru fimm mínútur í uppbótartími fáum við dramatík!
88. mín
Þvílík pressa frá Þrótti þessa stundina! Mér finnst í alvöru liggja jöfnunarmark í loftinu.
86. mín
HAUKAR BJARGA Á LÍNU eftir skalla úr hornspyrnunni og Þróttur fá aðra hornspyrnu! Birkir nær skallanum sem fer rétt yfir markið!
85. mín
Það er stress í Haukavörninni þessa stundina og Þróttur vinnur horn ná þeir að jafna??
83. mín
Váá! Viktor Jóns með flottan bolta fyrir og Daði Bergs rétt missir af honum. Hvar hefur þessi kraftur verið hjá Þrótti í leiknum?? Rosalegar 5 mínútur.
82. mín
Það helli helli rignir þessa stundina!
80. mín MARK!
Viktor Jónsson (Þróttur R.)
Stoðsending: Jasper Van Der Heyden
Hann heldur áfram að skora og að sjálfsögðu með skalla! Geggjuð fyrirgjöf frá Van Heyden og Viktor rís manna hæst og skallar boltann í fjærhornið og Óskar á ekki séns! Fáum við dramatík!?
79. mín
Inn:Hilmar Rafn Emilsson (Haukar) Út:Indriði Áki Þorláksson (Haukar)
77. mín MARK!
Elton Renato Livramento Barros (Haukar)
GAME OVER!! Barros er að klára þetta hér. Ömurleg móttaka hjá Hreini og Barros nýtir sér það með því að hirða boltann og er 1 á móti Arnari í markinu og vippar yfir hann. Arnar rennur aðeins til en nær að slæma höndinni í boltann en inn lekur hann!
76. mín
Geggjup aukaspyrna inn á teiginn en Teitur Magnússon nær ekki nógu góðu touchi og boltinn skoppar til Óskars í markinu!
76. mín Gult spjald: Gunnar Gunnarsson (Haukar)
Seinn í boltann og róttur fær aukaspyrnu á stór hættulegum stað.
75. mín
Inn:Páll Olgeir Þorsteinsson (Þróttur R.) Út:Logi Tómasson (Þróttur R.)
Páll Olgeir kemur inn á fyrir Loga. Páll mögulega með stærsta aðdáendaklúbb Íslands á Twitter.
74. mín
Inn:Gylfi Steinn Guðmundsson (Haukar) Út:Arnar Aðalgeirsson (Haukar)
Markaskorarinn útaf.
73. mín
Birkir vinnur hornspyrnu fyrir Þrótt. Logi tekur hana en Haukar skalla boltann frá boltinn endar hjá Van heyden en skotið hans fer langt langt langt yfir.
72. mín
Vandræðarlegt vol 2... Logi með rangt innkast
72. mín
Það virðist ekkert ganga hjá heimamönnum sóknarlega.
68. mín
Þvílíkt högg á Pepsí vonir Þróttar en hversu mikilvægt gæti þetta mark orðið fyrir Hauka í lok sumars!

Ná Þróttur að svara þessu? Þeir eru þekktir fyrir það!
67. mín MARK!
Arnar Aðalgeirsson (Haukar)
Stoðsending: Ísak Jónsson
HVAÐAN KOM ÞETTA!! Þessi bolti frá Ísaki beint í hlaupaleiðina hjá Arnari sem að tekur boltann skemmtilega framhjá að mér sýndist Hrein og fer hinum megin við hann og klárar þetta frábærlega í netið! Þetta touch var geggjað hjá Arnari á fullri ferð. 1-0 Haukar!
65. mín
Ég vil ekki virka neikvæður en þessi leikur hefur boðið upp á svo lítið. Ég ætla rífa jákvæðnina vel upp síðustu 25. mínúturnar. Guðmundur Friðriks með frábæran sprett upp hægri vænginn og reynir fyrirgjöfina en beint í hendurnar á Óskari!
63. mín
Inn:Daði Bergsson (Þróttur R.) Út:Aron Þórður Albertsson (Þróttur R.)
Tvöföld skipting ekkert múður hjá Gulla!
63. mín
Inn:Óskar Jónsson (Þróttur R.) Út:Baldur Hannes Stefánsson (Þróttur R.)
62. mín
Skalli á mrkið! En þessi skalli var aldrei líklegur. Kemur fínn bolti inn á teig þar sem Frans reynir máttlausan skalla beint á Arnar.
61. mín
Haukar fá horn þetta er 11. hornspyrna leiksins. En upp úr hornspyrnunni kemur ekkert og Þróttur hreinsar.
59. mín
Emil Atla a ðsýna geggjaða vinnslu þegar hann eltir uppi lausan bolta og þvingar Hauka í vandræði að lokum fá Þróttur Innkast en ekkert verður úr því.
58. mín
Ef að Gulli fer ekki að gera skiptingar þá býst ég ekki við miklu af Þrótti finnst vanta meira power í þá.
56. mín
Haukar fá aðra aukaspyrnu á svipuðum stað og áðan og núna tekur Frans hana. Þessi spyrna fer yfir allan pakkan og heimamenn hreinsa að lokum.

Boltinn berst þaðan til Ísaks út á kantinum sem reynir fyrirgjöf sem að Emil ætlar að hreinsa en boltinn fer beint aftur fyrir og Haukar fá horn. Spyrnan fer af Barros og Þróttur hreinsa.
55. mín
Haukar fá aukaspyrnu á fínum sstað svona mitt á milli miðju og vítateigs heimamanna. Ísak er mættur til að taka hana en þessar spuyrnur eru bara alltof alltof háar og Arnar á auðvelt með þær.
54. mín
Allt í einu bara tvö færi á tveimur mínútum! Núna á Logi frábæran bolta fyrir á skallakónginn Viktor sem nær flottum skalla en yfir markið fer hann!
53. mín
Litla ruglið! Vá þarna fengu Haukar allt í einu geggjað færi þegar Barros vippar boltanum skemmtilega inn fyrir á Arnar Aðalgeirs sem að nær að setja boltann framhjá Arnari en varnarmenn Þróttar eru mættir. Þeir ná hinsvegar ekki að hreins og boltinn endar hjá Ísaki fyrir utan teiginn en skotið hans fer framhjá.
51. mín
Jæja þarna gerðist næstum því eitthvað! Emil Atla kemur með flottan bolta fyrir á milli markmanns og varnarmanns en enginn gerir áras.
47. mín
Þróttur fær horn og Logi skokkar til að taka það en Haukar koma því frá.
46. mín
Leikur hafinn
Síðari hálfleikur er kominn af stað vonandi fáum við mark í þetta ef ekki mörk!
45. mín
Hálfleikur
Vallarþulurinn er glorhungraður og kvartar yfir því að hafa ekki fengið burger meðan hann étur súkkulaðistykki úr kæliskápnum. Hann er hinsvegar búin með 2-3 kalda enda erfið vinnuvika að baki!
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í hjarta Reykjavíkur. Þetta er ekki besta föstudagspartý sem ég hef verið í en það er aðeins búið að færast líf í þetta á seinustu mínútum fyrri hálfleiks.
45. mín
HALLÓ HALLÓ! Fór þetta í höndina á Óskari í markinu fyrir utan teig? Mér sýnist hann taka hann á bringuna. Arnar Darri með gjörsamlega sturlaða spyrnu fram og Viktor Jóns er allt í einu kominn einn í gegn en Óskar er fljótur út úr markinu og nær að kassa skotið hans Viktors frá. Heyden reynir svo skot þegar hann nær frákastinu en það fer framhjá.
44. mín Gult spjald: Baldur Hannes Stefánsson (Þróttur R.)
Fer af fullum krafti í Indria Áka og dómarinn dæmir. Ekki gult að mínu mati en ég er ekki dómari.
42. mín
Hvaða ruglaði hraði er þetta sem að Jasper Heyden býr yfir. Vil láta mæla hann og það strax! Þróttur fær innkast og vinna hornspyrnu upp úr því. Hvað gerist næst? Jú fyrsti varnarmaður Hauka skallar frá.
40. mín
Emil Atlason með skalla við teigslínu eftir fyrirgjöf frá Guðmundi en skallinn hans fer aftur fyrir. Þróttarar aðeins verið að vakna síðustu mínútur.
38. mín
Barros steinliggur eins og hann hafi verið skotinn eftir einvígi við Hrein Inga. Þróttarar halda bara leik áfram og bruna fram þar sem Aron Þórður kemur boltanum á Viktor sem lætur vaða en í varnarmann og Þróttur fær horn.

Saga leiksins... Varnarmenn hreinsa fast leikatriði frá.
36. mín
Vá! Upp úr engu er Viktor Jónsson allt í einu kominn í góða stöðu þegar hann vinnur boltann upp við teig Hauka. Hann keyrir á þá og reynir skotið en Kristinn Pétursson nær að tækla fyrir það og Þróttur fær horn. Logi tekur spuyrnuna sem að Haukar koma frá og Þróttur fær annað horn sem að Jasper tekur en það rennur út í sandinn.
33. mín
Þessi leikur er enginn bullandi gæði ef svo má að orði komast. Þróttarar missa boltann klaufalega á vinstri vængnum sem ednar með því að Aron Freyr keyrri upp og gefur hann fyrir en skallinn frá Barros fer farmhjá og var bara aldrei líklegur.

Það er föstudagskvöld ég vil smá Partý koma svo!
31. mín
Heyrðu FÆRI! Emil Atlason keyrir á Aron Frey á vinstra teigshorninu og leggur boltann fyrir hægri löppina á sér en skotið hans fer langt yfir. Köllum þetta hálffæri
31. mín
Höfum ekki ennþá fengið svona alvöru færi og auglýsi ég eftir því!
28. mín
Haukarnir fá hornspyrnu bjóðum velkominn á sviðið Ísak Jónsson.

Þessar spyrnur eru samt búnar að vera svo slæmar hingað til að ég get varla lýst því. Þessi fer yfir allan pakkan og aftur fyrir hinum megin.
27. mín
Haukar eru bara mun líkegri fyrstu 27 mínúturnar. Birgir Magnús kemur með langt innkast sem að Viktor skallar frá en beint aftur til Birgis sem reynir þá fyrirgjöf sem endar á kollinum á Elton Barros en skallinn hans fer yfir markið!

Stuðningsmenn Þróttar reyna rífa þetta í gang og taka Lifi lifi Þróttur.
24. mín
Haukar fá horn eftir að skot frá Ísaki fer af varnarmanni og aftur fyrir. Haukarnir reyndu tvö skot en heimamenn komust fyrir þau bæði.

Ísak tekur hornspyrnuna en Viktor skallar boltann aftur fyrir markið og Haukar fá hornspyrnu hinum megin. Ísak hlýtur að pústa aðeins en hann hleypur hérna á milli til að taka hornið. Að lokum koma heimamenn þessu frá
22. mín
Birgir Magnús á í miklum vandræðum með Guðmund og Jasper Heyden á hægri kantinum. Virðist ýta við Guðmundi þegar hann er að fara krossa fyrir markið eftir að hann kemst framhjá honum og fyrirgjöfin fer aftur fyrir endamörk.
20. mín
Guðmundur Friðriks reynir hérna sirkuskúnstir sem hann réð ekki við og brýtur svo klaufalega af sér. Haukar fá aukspyrnu á miðjum vallarhelmingi Þróttar en spyrnan frá Ísak er enn og aftur alltof há og Arnar er bara í léttum teygjuæfingum við að grípa þessa bolta.
19. mín
Vandræðarlegt... Egill Arnar dæmir hér rangt innkast á Loga.
17. mín
Skemmtilegt Ísak! Ísak hefur verið virkilega öflugur fyrstu 17 mínúturnar. Hann reynir núna að taka boltann í fyrsta á lofti sem Arnar þarf aðeins að hafa fyrir en ver þó nokkuð örruglega.

Stuttu seinna á svo Frans Sigurðsson skot sem að fer beint á Arnar.
16. mín
Jæja! Fengum góða fyrirgjöf frá vinstri sem að Óskar Sigþórsson stekkur á áður en Viktor kemst í hann. Þetta var góður bolti frá Loga!
14. mín
Vil benda fólki á að það er hægt að taka þátt í leiknum á Twitter með hashtagginu #fotboltinet hver veit nema þitt twitt rati í lýsinguna. Aron Elís mjög líklegur enda vel virkur á twitter
12. mín
Lítið um færi síðustu mínútur. Haukar verið aðeins meira með boltan án þess þó að skapa hættu upp við teig Þróttara.
9. mín
Haukar eru að spila virkilega fínan bolta hérna fyrstu mínúturnar og ætla sér greinilega þrjú stig úr þessum leik. Verða að gæta sín samt framlína Þróttar er eldsnöggt og skyndisóknir þeirra eru stórhættulegar!
7. mín
Stúkan tekur við sér "Þróttur, Þróttur, Þróttur" alltaf líf í Laugardalnum!
6. mín
Haukar fá aukaspyrnu upp við miðjuboga sem að Ísak ætlar að taka inn á teiginn. Spyrnan er ágætt og neyðast varnarmenn Þróttar til að hreinsa í horn. Hver er mættur til að taka hornið? Jú Ísak Jónsson.

Fínasta spyrna inn á teiginn en skallakóngurinn Viktor Jónsson hamrar þetta í burtu.
3. mín
Þvílíkur kraftur í upphafi leiks! Núna fær Ísak boltann rétt fyrir utan teig og reynir að leggja hann í fyrsta en varnarmenn Þróttar komast fyrir þetta!


2. mín
Haukar fá aukaspyrnu utarlega á vinstri kantinum á vallarhelmingi Þróttar. Ísak Jónsson tekur spyrnuna en hún var svo hátt upp í loftið að enginn átt séns í þennan bolta nema Arnar í markinu!

Strax hinum er Viktor Jónsson að reyna pota boltanum í gegn á Van Heyden en sendinginn er aðeins of föst og Óskar kemur út úr markinu og hansamar knöttinn!
1. mín
Heimamenn byrja af miklum krafti og er Guðmundur Friðriks kominn inn á teig en missir boltann aðeins frá sér áður en hann komst í ákjósanlegt færi.
1. mín
Leikur hafinn
GAME ON! Það eru heimamenn sem að byrja með boltann og sækja í átt að húsdýragarðinum.

Það er ágætis mæting mættu vera fleiri. Sá sem bjó til "Lifi Þróttur" Remixið sem ómaði í græjum vallarins meðan leikmenn gengu inn er greinilega hörkufær producer!
Fyrir leik
Liðin eru að ljúka upphitun og það styttist í þessa Inkasso veislu!

Það verður áhugavert að sjá hvernig þessi leikur kemur til með að þróast. Munu Haukar liggja til baka og freista þess að beita skyndisóknum eða munu þeir sækja á móti sókndjörfu liði Þróttar?

Köttararnir eru að gæða sér á börger og með því í hvíta tjaldinu góða. Ég þyrfti eiginlega að næla mér í einn fyrir leik.
Fyrir leik
Það er alltaf svo notalegt að koma á Eimskipsvöllinn. Öll umgjörð hér er til fyrirmyndar, kaldur og gos í kæli ásamt súkkulaði og ekki má gleyma frægu hamborgurunum sem boðið er upp á. Myndi gefa umgjörðinni heilt yfir góða 9,7/10. Enginn er fullkominn en þetta er ansi nálagt því!

Veðrið er aðeins að stríða myndatökumanni stöðvar2sport og þarf hann að færa sig í stúkuna til að geta sýnt þennan leik í beinni. Skynsamleg ákvörðun þar sem hann myndi eflaust fjúka af gámnum hinum megin í góðri vindhviðu.
Fyrir leik
Veðurspá kvöldsins: Það blæs duglega frá vinstri til hægri í átt að Laugardalsvelli. Sólin lætur sjá sig við og við en svo koma skúrir þess á milli. Vinur minn sem er mikill Haukamaður í þokkabót hann Gummi "Tölfræði" segir að sólin muni vera um 67% tímans en rigning eða skúrir 23% tímans. Ég treysti Gumma og hans tölfræi en svo mæli ég einnig með góðri úlpu það er að koma september og þá fylgir kuldi með því miður við búum jú á Íslandi.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar.

Hjá Þrótti byrjar markavélin Viktor Jónsson að sjálfsögðu í fremstu víglínu og treystir á Emil Atlason og Jasper Van der Heyden til að skapa fyrir sig færi!

Hjá Haukum byrjar fyrirliðin Gunnar Gunnarsson ásamt Indriða Áka Þorlákssyni og gæjanum með svalasta nafnið í deildinni Elton Renato Livramento Barros


Fyrir leik
Fyrir þennan leik eru liðin á sitthvorum endanum í töflunni.

Þróttur hefur verið á fljúgandi siglingu undanfarnar vikur og sitja í 3 sæti með 35 stig og narta verulega í hælana á HK og ÍA sem eru í efstu tveimur sætunum með 40. og 39. stig.

Haukar eru hinsvegar í 9. sæti og í harðri botnbaráttu. Þeir eru með 17. stig líkt og ÍR sem tapaði í gær fyrir Fram og aðeins tveimur stigum fyrir ofan Selfoss í fallsætinu sem að tapaði fyrir Leikni R. í gær.

Í stuttu máli gott fólk... Bæði lið þurfa lífsnauðsynlega sigur í kvöld. Þróttur til þess að halda áfram að þrýsta á efstu tvö liðin og Pepsí drauminn. Haukar til þess að losa sig burt frá fallbaráttunni.
Fyrir leik
Komiði blessuð og sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Þróttar og Hauka í Inkasso ástríðunni og hefst leikurinn klukkan 19:15 á Eimskipsvellinum í hjarta Reykjavíkur.
Byrjunarlið:
12. Óskar Sigþórsson (m)
Indriði Áki Þorláksson ('79)
2. Kristinn Pétursson
6. Þórður Jón Jóhannesson
6. Gunnar Gunnarsson (f)
7. Aron Freyr Róbertsson
8. Ísak Jónsson (f)
9. Elton Renato Livramento Barros
11. Arnar Aðalgeirsson ('74)
16. Birgir Magnús Birgisson
24. Frans Sigurðsson ('95)

Varamenn:
4. Ísak Atli Kristjánsson
13. Aran Nganpanya
16. Oliver Helgi Gíslason ('95)
17. Gylfi Steinn Guðmundsson ('74)
22. Alexander Freyr Sindrason
29. Karl Viðar Magnússon

Liðsstjórn:
Kristján Ómar Björnsson (Þ)
Hilmar Rafn Emilsson
Hilmar Trausti Arnarsson
Árni Ásbjarnarson
Þórður Magnússon
Ríkarður Halldórsson
Sigurður Stefán Haraldsson
Sigmundur Einar Jónsson

Gul spjöld:
Gunnar Gunnarsson ('76)
Óskar Sigþórsson ('95)

Rauð spjöld: