Kópavogsvöllur
laugardagur 08. september 2018  kl. 14:00
Pepsi-deild kvenna
Dómari: Bríet Bragadóttir
Maður leiksins: Alexandra Jóhannsdóttir
Breiðablik 3 - 0 Þór/KA
1-0 Alexandra Jóhannsdóttir ('33)
Andri Hjörvar Albertsson , Þór/KA ('67)
2-0 Alexandra Jóhannsdóttir ('88)
Bianca Elissa, Þór/KA ('89)
3-0 Agla María Albertsdóttir ('94)
Myndir: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Byrjunarlið:
1. Sonný Lára Þráinsdóttir (m)
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('74)
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('78)
11. Fjolla Shala
13. Ásta Eir Árnadóttir
16. Alexandra Jóhannsdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
21. Hildur Antonsdóttir ('90)
28. Guðrún Arnardóttir

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
5. Samantha Jane Lofton ('90)
14. Berglind Baldursdóttir
15. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('78)
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('74)
24. Hildur Þóra Hákonardóttir

Liðstjórn:
Ólafur Pétursson (Þ)
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir
Ragna Björg Einarsdóttir
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir

Gul spjöld:
Kristín Dís Árnadóttir ('70)

Rauð spjöld:
@MistRunarsdotti Mist Rúnarsdóttir
95. mín Leik lokið!
ÞETTA ER BÚIÐ OG BLIKAR VINNA TOPPSLAGINN!

Ótrúlegur fótboltaleikur sem Breiðablik sigrar 3-0 og styrkir stöðu sína rækilega á toppi deildarinnar. Eru með 5 stiga forystu nú þegar tvær umferðir eru eftir. 9 fingur og 10 tær á Íslandsmeistaratitlinum.

Frábær frammistaða hjá grænum í dag.
Eyða Breyta
94. mín MARK! Agla María Albertsdóttir (Breiðablik), Stoðsending: Fjolla Shala
Þvílíkar lokamínútur og dramatík!

Norðankonur eru algjörlega heillum horfnar og Agla María slúttar þessu endanlega!

Blikar vinna illa framkvæmt innkast Þór/KA. Mér sýnist það vera Fjolla sem nær boltanum og kemur honum fyrir á Öglu Maríu sem skorar örugglega.
Eyða Breyta
93. mín
STÓRHÆTTA!

Áslaug Munda brunar upp hægri. Setur boltann fyrir þar sem Agla María kemur á fleygiferð og reynir skot. Þetta gerist svo hratt að ég sé ekki hvort það er markmaðurinn eða varnarmaður sem nær að komast fyrir þetta og koma í veg fyrir þriðja markið.
Eyða Breyta
91. mín Gult spjald: Andrea Mist Pálsdóttir (Þór/KA)
Brýtur á Öglu Maríu alveg á vítateigslínunni. Þarna munaði litlu.

Agla María tekur aukaspyrnuna sjálf en setur boltann beint á Stephanie.
Eyða Breyta
90. mín Samantha Jane Lofton (Breiðablik) Hildur Antonsdóttir (Breiðablik)

Eyða Breyta
89. mín Rautt spjald: Bianca Elissa (Þór/KA)
Hausinn alveg farinn þarna. Kastar boltanum í Ástu Eir eftir að hún vildi innkast.
Eyða Breyta
88. mín MARK! Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðablik), Stoðsending: Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
MARK!

Alexandra er að klára þetta fyrir Blika!

Varamennirnir áttu stóran þátt í þessu. Áslaug Munda á góða fyrirgjöf frá hægri. Sólveig lætur boltann fara á Alexöndru sem mætir á fjær og klárar pent.
Eyða Breyta
88. mín
Agla María tekur aukaspyrnu fyrir Blika. Setur boltann inná teig þar sem Alexandra er alein en nær ekki skalla á markið.
Eyða Breyta
87. mín María Catharina Ólafsd. Gros (Þór/KA) Anna Rakel Pétursdóttir (Þór/KA)
Þriðja skipting gestanna. Ungur senter fyrir vinstri vængbakvörð.
Eyða Breyta
85. mín Gult spjald: Ariana Calderon (Þór/KA)
Ariana fær gult fyrir pirringsbrot á Guðrúnu.
Eyða Breyta
85. mín
Aftur vilja norðankonur víti. Í þetta skiptið fer Mayor niður í teignum en mér fannst þetta ekki vera neitt.
Eyða Breyta
84. mín
Aftur fá Blikar aukaspyrnu. Í þetta skiptið hægra megin á miðjum vallarhelmingi Þórs/KA.

Agla María setur boltann inn á teig en Lillý er sterk í loftinu og skallar frá.
Eyða Breyta
82. mín Gult spjald: Bianca Elissa (Þór/KA)
Bianca straujar Áslaugu Mundu rétt utan teigs og Blikar fá aukaspyrnu.

Agla María tekur spyrnuna. Reynir að setja boltann fastan niðri en Bianca kemst fyrir og ekkert verður úr þessu.
Eyða Breyta
81. mín Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA) Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Önnur skipting Þór/KA. Karen María kemur inná.
Eyða Breyta
78. mín Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Breiðablik) Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Hin eldfljóta Sólveig Larsen leysir Berglindi af á toppnum hér í lokin. Byrjar á því að hlaupa niður auglýsingaskilti.
Eyða Breyta
77. mín
Þór/KA fær aukaspyrnu úti til vinstri. Anna Rakel tekur spyrnuna en hún ar arfaslök og fer beint aftur fyrir.

Þór/KA verður að gera betur en þetta ef þær ætla að fá eitthvað út úr þessu.
Eyða Breyta
74. mín Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik) Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Breiðablik)
Fyrsta skipting Blika. Karólína búin að eiga fína kafla en Áslaug Munda klárar leikinn á hægri kantinum.
Eyða Breyta
73. mín
Séns hjá Blikum!

Þær bruna í fína skyndisókn. Hildur gerir vel í að spila á Öglu Maríu upp í horn. Agla María leikur í átt að teignum og tekur svo sína eftirlætishreyfingu til að hrista Bianca af sér. Lætur vaða í kjölfarið en setur boltann aðeins framhjá fjær.
Eyða Breyta
70. mín Gult spjald: Kristín Dís Árnadóttir (Breiðablik)
Það er að hitna í kolunum. Kristín Dís fær réttilega gult fyrir að toga í Mayor sem var að komast framhjá henni.

Þór/KA fær aukaspyrnu ca. 40 metrum frá marki. Anna Rakel spilar stutt á Mayor sem reynir að komast af stað en mætir tveimur Blikum sem stöðva hana og setja boltann í horn.

Guðrún Arnardóttir rís hæst í horninu og skallar spyrnu Andreu Mistar frá.
Eyða Breyta
68. mín Margrét Árnadóttir (Þór/KA) Sandra María Jessen (Þór/KA)
Skipting hjá Þór/KA. Áhugavert. Sandra María hlýtur að vera meidd.
Eyða Breyta
67. mín Rautt spjald: Andri Hjörvar Albertsson (Þór/KA)
Aðstoðarþjálfarinn fær rautt fyrir mótmæli.
Eyða Breyta
65. mín
JAHÉRNA HÉR!

Hulda Ósk tekur við boltanum í teignum, virðist vera að stýra boltanum framhjá Guðrúnu sem fær boltann í höndina!

Ég hefði haldið að þetta væri klár vítaspyrna en Bríet dæmir ekkert!

Það verður allt BRJÁLAÐ á bekknum hjá Þór/KA. Donni dúndrar vatnsbrúsa inn á völlinn og eftir að hafa reynt að róa leikmenn fer Bríet að bekknum og sýnir Andra Hjörvari aðstoðarþjálfara rauða spjaldið. Önnur brottvísunin hans í sumar.
Eyða Breyta
63. mín
MAYOR!

Anna Rakel setur boltann upp vinstri kantinn á Söndru Mayor sem leikur inn á teig, fíflar varnarmann og setur boltann svo rétt framhjá!

Einhverra hluta vegna er dæmd hornspyrna í kjölfarið en Blikar koma boltanum frá!
Eyða Breyta
62. mín
Þung pressa í vítateig Blika. Hulda Ósk nær ekki að skalla fyrirgjöf Söndru Mayor að marki og í kjölfarið verður svokallaður darraðadans í teignum áður en að Blikar ná að hreinsa.
Eyða Breyta
59. mín
Andrea Mist er nýbúin að negla hátt yfir úr örvæntingarfullri tilraun. Stuttu síðar fær Þór/KA horn. Andrea Mist tekur en hún er ekki að hitta boltann vel í dag og setur boltann bara beint aftur fyrir.
Eyða Breyta
56. mín
Stórhætta!

Sandra Mayor kemst með fram endalínunni og leggur boltann fyrir á Söndru Maríu en Heiðdís nær að koma sér á milli á síðustu stundu og bjargar málunum.
Eyða Breyta
55. mín
Það er hiti í þessu. Hildur brýtur á Ariana. Þór/KA fær aukaspyrnu úti á velli vinstra megin.

Anna Rakel setur boltann inn á teig. Blikar skalla frá, beint fyrir Andreu Mist sem lúrir utan teigs og reynir viðstöðulaust skot með vinstri. Það er kraftur í skotinu en það fer vel yfir.
Eyða Breyta
54. mín
Ariana reynir langskot með vinstri. Engin hætta þarna. Boltinn vel yfir.
Eyða Breyta
50. mín
VÁ!

Þarna munar ENGU!

Hulda Ósk fer illa með Ástu Eir við endalínuna og kemur boltanum svo fyrir. Ariana mætir á nær, potar stóru tá í boltann sem fer RÉTT framhjá.
Eyða Breyta
49. mín
AGLA MARÍA!

Þvílíkur sprettur. Brunar frá eigin vallarhelmingi og kemst í námunda við vítateig Þór/KA þar sem hún lætur vaða en skýtur rétt framhjá.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er hafinn. Hvorugt liðanna gerir breytingu.

Let's go!
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur og staðan 1-0 fyrir heimakonum.

Þór/KA verið meira með boltann en Blikavörnin verið sterk. Bæði lið fengið sénsa en nýtingin betri hjá heimakonum.

Við getum reiknað með því að Þór/KA reyni að blása til stórsóknar hér í síðari hálfleik. Þær verða að fá eitthvað út úr þessum leik ef þær ætla að verja titilinn.
Eyða Breyta
44. mín
Blikar að finna Karólínu út til hægri. Nú átti hún fyrirgjöf á Berglindi sem virtist í fínni stöðu í teignum en valdi að skalla boltann niður á hættusvæðið í stað þess að stýra honum á markið. Þar er enginn Bliki og Lillý hreinsar.
Eyða Breyta
42. mín
Karólína Lea!

Hún kemst upp hægra megin, leikur að teignum og lætur vaða en boltinn flýgur rétt framhjá fjær.
Eyða Breyta
36. mín
Þór/KA reynir að svara strax. Sonný var að verja vel frá Huldu Ósk sem tókst að finna skotið í teignum.
Eyða Breyta
33. mín MARK! Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðablik), Stoðsending: Ásta Eir Árnadóttir
Það er bara þannig!

Alexandra er búin að koma Breiðablik yfir!

Þór/KA var í basli með að vinna boltann eftir Blikasókn. Hildur Antons vann baráttuna við Mayor úti á velli. Spilaði á Karólínu sem setti boltann út til hægri á Ástu Eir.

Ásta smellti boltanum svo á fjær þar sem Alexandra át Bianca í loftinu og skallaði boltann í fjær framhjá Stephanie sem átti ekki séns í markinu.
Eyða Breyta
32. mín
Og áfram sækja gestirnir. Nú komust þær upp hægra megin. Hulda Ósk setti boltann aðeins til baka á Bianca sem smellti fínni fyrirgjöf á fjær. Þar var Sandra María en hún náði ekki að stýra kollspyrnu sinni á markið.
Eyða Breyta
30. mín
Þór/KA áfram hættulegri. Áttu nú heldur máttlausa sókn sem endaði á því að Hulda Björg skallaði vel framhjá.
Eyða Breyta
27. mín
Hætta í vítateig Blika. Anna Rakel kemst upp vinstra megin og reynir fasta fyrirgjöf með jörðinni. Sonný er eldsnögg niður og nær að handsama boltann áður en hann kemst fyrir markið.
Eyða Breyta
24. mín
Þarna vilja Blikar eitthvað fyrir sinn snúð. Alexanda er nálægt því að sleppa í gegn eftir klaufalegan varnarleik Lillýar. Bianca setur höndina eitthvað í áttina að Alexöndru sem nær ekki að komast á ferðina og Þór/KA vinnur boltann.

Ég sá ekki hversu alvarlegt þetta var hjá Bianca en Blikar eru mjög ósáttar.
Eyða Breyta
18. mín
Þarna munar litlu. Alexandra flikkar boltann fallega í hlaupaleið Berglindar. Það má ekki miklu muna að hún komist í boltann en Bianca gerir vel í að vera á undan.
Eyða Breyta
16. mín
Hulda Björg vinnur horn fyrir Þór/KA. Anna Rakel snýr boltann inn með gullfætinum en Blikar ná að koma boltanum af hættusvæðinu.

Gestirnir vinna hann aftur og flengja honum inn á teig en Blikar hreinsa.
Eyða Breyta
14. mín
Ekki gott. Andrea Mist og Hildur skella saman þegar þær reyna við sama skallaboltann. Hildur fær töluvert þyngra högg og fer útaf til aðhlynningar.

Hún fær grænt frá sjúkraþjálfaranum stuttu síðar og er komin aftur inná.
Eyða Breyta
12. mín
Hulda Björg togar í Öglu Maríu í stað þess að hleypa henni á ferðina. Blikar fá aukaspyrnu út við hliðarlínu úti á miðjum velli.

Agla María tekur spyrnuna sjálf og setur háan bolta í átt að teignum en gestirnir skalla frá.
Eyða Breyta
11. mín
Þór/KA ógnar strax í næstu sókn. Ágætri sókn lýkur á að Andrea Mist skýtur rétt yfir af vítateigslínunni.
Eyða Breyta
10. mín
Fyrsta sókn Blika og hún er ágæt. Agla María vinnur boltann og sækir að marki áður en hún leggur boltann út í skot á Hildi Antons.

Hildur er góðum 30 metrum frá marki en leggur boltann fyrir sig og lætur vaða. Fín tilraun en boltinn aðeins yfir.
Eyða Breyta
9. mín
Það eru læti í stúkunni og stuðningsmenn liðanna kallast á. Svona viljum við hafa þetta!
Eyða Breyta
7. mín
Klaufagangur í Blikavörninni. Einhver misskilningur á milli Ástu Eirar og Sonnýjar. Ásta ætlar að skýla boltanum en Sandra María kemst á milli. Nær ekki að búa sér til skotfæri en sækir fyrsta horn leiksins.

Sandra María tekur hornið sjálf en Sonný kýlir frá. Þór/KA vinnur boltann og setur hann aftur háan inn á teig. Í þetta skiptið stígur Sonný vel út og grípur krefjandi bolta.
Eyða Breyta
5. mín
Fyrstu fimm liðnar og gestirnir hafa byrjað af miklum krafti. Ætla sér greinilega að reyna að ná marki sem fyrst.

Hafa ekki náð að skapa sér færi enná en Hulda Björg var að eiga ágæta langskotstilraun sem flaug framhjá markinu.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Við erum farin af stað! Sandra Mayor sparkar þessu af stað fyrir svartklæddar Þór/KA konur sem leika í átt að Smáranum.

PARTY TIME!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er örstutt í veisluna. Eins og sjá má hér til hliðar eru byrjunarliðin óbreytt frá síðustu umferð.

Arna Sif Ásgrímsdóttir er enn frá vegna meiðsla hjá gestunum og Sam Lofton kemst ekki í liðið hjá Blikum á meðan Kristín Dís blómstrar í vinstri bakverðinum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Twitter hefur talad og spair naumum sigri Blika:Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er rosalegt að skoða viðureignir liðanna í deildinni frá 2013. Þau hafa mæst 11 sinnum. Unnið fjóra sigra hvort og þrisvar hefur orðið jafntefli. Liðunum hefur báðum tekist að skora 15 mörk í þessum leikjum. Jafnara gæti það ekki verið!

Ef við lítum okkur nær hafa norðankonur þó gert betur. Þær unnu báðar innbyrðis viðureignir liðanna í fyrra sem og fyrri leik liðanna í sumar.

Hann var spilaður þann 24. júní á Akureyri og Sandra María Jessen skoraði bæði mörk Þórs/KA í 2-0 sigri.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fótbolti.net náði tali af leikmönnum beggja liða fyrir leikinn og það er óhætt að segja að Blikinn Ásta Eir Árnadóttir og fyrirliði Þór/KA, Sandra María Jessen, séu vel peppaðar.

Ásta Eir: Maður spilar aldrei upp á jafntefli
,,Við förum inn í þennan leik með eitt markmið. Maður spilar aldrei upp á jafntefli," sagði Ásta Eir en Blikar ætla sér sigur þó að jafntefli séu betri úrslit fyrir þær en gestina.

Sandra María: Extra mikil tilhlökkun
,,Lykillinn að sigri er að halda í það sem við erum að gera vel, spila agaðan varnarleik og nýta okkur þeirra veikleika til að ná inn mörkum," sagði Sandra María meðal annars um leikinn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Jói er annars ekki einn um að velta úrslitum leiksins fyrir sér og í spá sinni fyrir 16. umferðina sagði Daði Rafnsson, stundum kallaður NostraDaðus, eftirfarandi:

Daði Rafns spáir í 16. umferð í Pepsi-deild kvenna

Breiðablik 1 - 1 Þór/KA
Stórleikurinn sem gæti farið langt með að ráða úrslitum. Blikar hafa átt erfitt uppdráttar gegn Þór/KA frá 2015. Leikstíll Blika hentar norðankonum mjög vel og þær hafa oft náð að verjast djúpt og stinga sér svo beittar fram á við. Finnst líklegt að Blikar skori fyrst en Þór/KA jafni þegar líður á leikinn í mjög jöfnum og spennandi leik og spennan haldi áfram yfir í næstu umferð. Ef Þór/KA skorar fyrst gæti orðið á brattan að sækja fyrir þær grænu.

Þá leitaði Fótbolti.net til sex álitsgjafa og fékk þeirra spá fyrir leikinn.

Álitsgjafar spá í leik Breiðabliks og Þórs/KA

Í stuttu máli eiga álitsgjafarnir öll von á jöfnum leik. Pepsi-marka sérfræðingarnir Helena Ólafsdóttir og Þorkell Máni Pétursson spá jafntefli en þeir Orri Sigurður Ómarsson, Sindri Sverrisson og Björgvin Stefánsson hafa á tilfinningunni að Þór/KA vinni með einu marki. Íþróttafréttakonan Ástrós Ýr Eggertsdóttir er eini álitsgjafinn sem spáir Blikum sigri.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ég held það sé óhætt að segja að augu margra hafi verið á þessum leik frá því mótinu var raðað upp og frábært að fá hann svona seint.

Fótbolti.net fékk Jóhann Kristinn Gunnarsson, fyrrum þjálfara Þórs/KA og sérfræðing Fótbolta.net um deildina, til að rýna í leikinn.

Jói rýnir í toppslaginn - Spáir sigurmarki í lokin

,,Það er einhver tilfinning sem segir að leikurinn verði lokaður og jafn. Lítið um opin færi. Eigum við ekki að segja að úrslitin ráðist á einu marki og það verða gestirnir sem skora það undir lok leiks."

,,Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn verði því hnífjöfn og spennandi eftir þennan stórleik!"

Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er hrikalega mikið í húfi hér í dag. Takist Blikum að sigra eru þær komnar í ansi góð mál. Sigur hjá Þór/KA kemur þeim hinsvegar í bílstjórasætið.

Við skulum þó ekki fara alveg fram úr okkur og tala um leikinn sem hreinan úrslitaleik. Sigurliðið á enn eftir að gera heilmikið til að klára titilinn.

Blikar eiga eftir að spila við Selfoss og Val en Þór/KA á eftir að mæta Val og Stjörnunni. Auk þess sem þær fá risa verkefni á miðvikudag þegar Wolfsburg kemur í heimsókn norður.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Gleðilegan laugardag og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá stærsta leik sumarsins!

Á slaginu 14:00 takast Breiðablik og Þór/KA á í leik sem fer langt með að útkljá titilbaráttuna!

Það eru aðeins tvö stig sem skilja liðin að í toppsætum deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir.

Blikar sitja á toppnum með 40 stig en Þór/KA andar ofan í hálsmálið á þeim grænklæddu með 38 stig.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Stephanie Bukovec (m)
4. Bianca Elissa
5. Ariana Calderon
7. Sandra María Jessen ('68)
8. Lára Einarsdóttir
9. Sandra Mayor
10. Anna Rakel Pétursdóttir ('87)
15. Hulda Ósk Jónsdóttir ('81)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
24. Hulda Björg Hannesdóttir

Varamenn:
25. Helena Jónsdóttir (m)
2. Rut Matthíasdóttir
6. Karen María Sigurgeirsdóttir ('81)
7. Margrét Árnadóttir ('68)
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir
17. María Catharina Ólafsd. Gros ('87)

Liðstjórn:
Haraldur Ingólfsson
Johanna Henriksson
Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir
Ágústa Kristinsdóttir
Christopher Thomas Harrington
Einar Logi Benediktsson
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Andri Hjörvar Albertsson

Gul spjöld:
Bianca Elissa ('82)
Ariana Calderon ('85)
Andrea Mist Pálsdóttir ('91)

Rauð spjöld:
Andri Hjörvar Albertsson ('67)
Bianca Elissa ('89)