Vivaldivöllurinn
laugardagur 22. september 2018  kl. 14:00
2. deild karla
Dómari: Ásmundur Þór Sveinsson
Maður leiksins: Kristófer Orri Pétursson
Grótta 4 - 0 Huginn
1-0 Valtýr Már Michaelsson ('9)
2-0 Óliver Dagur Thorlacius ('48)
3-0 Arnar Þór Helgason ('69)
4-0 Orri Steinn Óskarsson ('90)
Myndir: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Byrjunarlið:
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
0. Dagur Guðjónsson
2. Arnar Þór Helgason
6. Sigurvin Reynisson (f)
7. Pétur Theódór Árnason ('65)
10. Kristófer Orri Pétursson
15. Halldór Kristján Baldursson
17. Agnar Guðjónsson ('81)
19. Axel Freyr Harðarson ('77)
25. Valtýr Már Michaelsson
29. Óliver Dagur Thorlacius

Varamenn:
12. Jón Ívan Rivine (m)
11. Sölvi Björnsson ('81)
21. Ásgrímur Gunnarsson ('65)
21. Orri Steinn Óskarsson ('77)

Liðstjórn:
Bjarki Már Ólafsson
Bjarni Rögnvaldsson
Daði Már Patrekur Jóhannsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason
Hlynur Helgi Arngrímsson
Leifur Þorbjarnarson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@ Arnar Sigþórsson
90. mín Leik lokið!
Grótta er komið í Inkasso-deildina!!

Viðtöl og skýrsla á leiðinni
Eyða Breyta
90. mín MARK! Orri Steinn Óskarsson (Grótta)
Orri kemst þarna einn í gegn með boltann skoppandi og setur hann yfir Bergstein í markinu 4-0!
Eyða Breyta
87. mín
Leikurinn hefur aðeins róast hérna síðustu mínútur

Gróttu menn bara að bíða eftir loka flautinu
Eyða Breyta
83. mín
Enn ein hornspyrnan sem heimamenn fá

Kristófer með spyrnuna en hún fer ofan á markið
Eyða Breyta
82. mín
Óliver í dauðafæri kominn einn í gegn en skotið framhjá!
Eyða Breyta
81. mín Sölvi Björnsson (Grótta) Agnar Guðjónsson (Grótta)
Síðasta breyting heimamanna
Eyða Breyta
79. mín
Afturelding var að komast yfir gegn Hetti það þýðir að Gróttumenn enda í öðru sætinu
Eyða Breyta
77. mín Orri Steinn Óskarsson (Grótta) Axel Freyr Harðarson (Grótta)
Frábær leikur hjá Axeli
Eyða Breyta
75. mín
KRISTÓFER!!!! í slánna geggjuð spyrna en beint í þverslánna!
Eyða Breyta
73. mín Gult spjald: Bergsteinn Magnússon (Huginn)
fyrir tuð
Eyða Breyta
73. mín Gult spjald: Milos Ivankovic (Huginn)
fyrir að brjóta á Axeli á línunni
Eyða Breyta
73. mín
Aukaspyrna sem að heimamenn fá á vítateygslínunni
Eyða Breyta
69. mín MARK! Arnar Þór Helgason (Grótta), Stoðsending: Kristófer Orri Pétursson
Kristófer tók frábæra hornspyrnu beint á pönnuna á Arnari sem skallaði í markið Grótta 3-0 Huginn

Gróttu menn farnir að finna lyktina af Inkasso-deildinni
Eyða Breyta
67. mín
Ásgrímur með hörkuskot fyrir utan teyginn en Bergsteinn ver vel
Eyða Breyta
65. mín Ásgrímur Gunnarsson (Grótta) Pétur Theódór Árnason (Grótta)
Fyrsta skipting heimamanna Pétur búinn að skila fínu dagsverki hér í dag
Eyða Breyta
63. mín
ekkert verður úr seinni hornspyrnunni
Eyða Breyta
62. mín
Hornspyrna sem heimamenn fá

gestirnir skalla aftur í horn
Eyða Breyta
59. mín
Þarna fannst mér Ásmundur hafa getað dæmt víti Agnar fór þarna framhjá Emil inn á teygnum og er að fara taka skotið þegar Emli fer aftan í hælin á Agnari en ekkert dæmt.
Eyða Breyta
54. mín
Axel með fyrirgjöfina og Pétur reynir þarna klippuna en hún er laflaus og beint á Bergstein
Eyða Breyta
52. mín Ivan Eres (Huginn) Hinrik Atli Smárason (Huginn)
Fyrsta breytingin hjá gestunum
Eyða Breyta
50. mín
En og aftur er Kristófer með frábæra sendingu núna inn á Pétur en fyrsta snertingin svíkur hann og boltinn fer aftur fyrir endamörk
Eyða Breyta
48. mín MARK! Óliver Dagur Thorlacius (Grótta), Stoðsending: Kristófer Orri Pétursson
Frábær sending frá Kristófer inn fyrir á Óliver sem er svellkaldur og setur hann í fjærhornið virkilega vel gert hjá Óliver þarna!
Eyða Breyta
46. mín
Gestirnir fá hornspyrnu hér strax í byrjun

En heimamenn skalla þetta frá
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Jæja þá er þetta hafið á ný!
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
1-0 fyrir heimamenn í hálfleik
Eyða Breyta
44. mín
Axel þarna í ágætisfæri en Bergsteinn ver frá honum í tvígang frábær markvarsla
Eyða Breyta
42. mín
Aukaspyrna svona 5 metrum fyrir utan teygs á frábærum stað fyrir heimamenn

En spyrnan léleg og endar í höndunum á Bergsteini
Eyða Breyta
41. mín
Dauðafæri! Richard sendir of lausa sendingu til baka og Kristófer er kominn einn í gegn en Bergsteinn nær að lesa hann þegar hann ætlaði að reyna fara framhjá honum
Eyða Breyta
39. mín
Þetta er svakalega andlaust hjá Gróttu, Huginn hafa bara verið betri í fyrri hálfleik ef eitthvað er
Eyða Breyta
34. mín
ÚFF!!! Dauðafæri sem gestirnir fá Halldór hittir ekki boltan og Manuel er kominn einn í gegn en Hákon ver virkilega vel!

Eyða Breyta
30. mín
Heimamenn fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað á vítateygshorninu, en skotið beint á Bergstein
Eyða Breyta
28. mín
Frábærlega gert hjá Axeli vann boltan af Magnúsi á kantinum gaf hann á Kristófer sem átti hörkuskot en beint á Bergstein í markinu
Eyða Breyta
26. mín
Höttur er komið í 1-0 gegn Aftueldingu það þýðir að eins og staðan er núna er Grótta að fara enda í fyrsta sætinu
Eyða Breyta
23. mín
Stuðningsmenn Gróttu að taka HÚH-ið ég veit ekki alveg með þetta...
Eyða Breyta
19. mín
Aftur fá gestirnir hornspyrnu

frábær bolti frá Ingólfi og Richard nær skallanum en skallin rétt framhjá.
Eyða Breyta
19. mín
Gestirnir að sækja aðeins þessa stunndina, fá tvær hornspyrnur í röð
Eyða Breyta
17. mín
Gróttu-menn mikið að leyta inn fyrir hérna fyrstu mínútur Kristófer ekki langt frá því að senda Axel í gegn þarna en sendingin aðeins of föst
Eyða Breyta
14. mín
Frábær sprettur hjá Hinriki þarna á kantinum og leggur hann svo út á Rúnar en skot hans hátt yfir
Eyða Breyta
12. mín
Gróttumenn héldu að þeir væru komnir í 2-0 en aðstoðardómarinn vel á verði og flaggar rangstöðu á Pétur hárrétt
Eyða Breyta
9. mín MARK! Valtýr Már Michaelsson (Grótta), Stoðsending: Pétur Theódór Árnason
Pétur fékk boltann fyrir utan teyg og kom með frábæra hælsendingu inn fyrir og Valtýr leggur hann í netið 1-0!
Eyða Breyta
6. mín
Heimamenn fá fyrstu hornspyrnu leiksins

En Huginn-menn ná að skalla frá
Eyða Breyta
4. mín
fyrsta skot leiksins á markið eiga gestirnir en Hákon vel á verði og ver
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þetta er farið af stað!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Mættur á völlin, og má búast við geggjuðum leik, geggjað veður alveg logn og glampandi sól

Grótta á leiðinni í Inkasso?
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrri leikur þessara liða á tímabilinu endaði með 1-0 sigri Gróttu.

Gróttu menn hafa tapað þremur í síðustu átján leikjum sínum og eru því á mjög fínni siglingu.

Aftur á móti hafa Seyðisfirðingar tapað átta leikjum í röð, og hafa unnið einn leik á þessu tímabili.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrir umferðina eiga alls fjögur lið möguleika á að vinna sér inn sæti í Inkassodeildinni að ári, Afturelding með 42 stig, Grótta með 42 stig, Vestri með 41 stig og Völsungur sem vann öruggan 3-0 sigur á Huginn í vikunni með 40 stig.

En það þýðir að Gróttumenn verða að vinna hér í dag til að tryggja sér sæti í Inkasso-deildinni á næsta tímabili, og treysta á að Afturelding misstigi sig gegn Hetti á Egilsstöðum þá lyfta þeir bikarnum í dag.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin sitja í öðru sæti og tólfta

Gróttu menn sitja í því öðru með 42 stig jafn mörg stig og Afturelding en Mosfellingar eru með mun betri markatölu.

Huginn sitja í því tólfta með 6 stig og hafa átt skelfilegt tímabil.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan daginn og verið hjartanlega velkominn.

Hér fer fram bein textalýsing í 22.umferð í 2.deildinni með leik Gróttu-Huginn og þar með síðasta umferðin á þessu tímabili.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Bergsteinn Magnússon (m)
2. Milos Ivankovic
3. Blazo Lalevic
4. Emil Smári Guðjónsson
5. Richard Sanz Medina
6. Ingólfur Árnason
7. Rúnar Freyr Þórhallsson (f)
8. Manuel Gasent Navarre
10. Hinrik Atli Smárason ('52)
14. Nenad Simic
25. Magnús Heiðdal Karlsson

Varamenn:
9. Nedo Eres
17. Ivan Eres ('52)
18. Bjarki Sólon Daníelsson
23. Sólmundur Aron Björgólfsson
27. Hörður Bragi Helgason

Liðstjórn:
Brynjar Skúlason (Þ)

Gul spjöld:
Bergsteinn Magnússon ('73)
Milos Ivankovic ('73)

Rauð spjöld: