Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Mjólkurbikar karla
Augnablik
LL 1
2
Stjarnan
Mjólkurbikar karla
Þróttur R.
LL 1
2
HK
Mjólkurbikar karla
Valur
LL 3
0
FH
Mjólkurbikar karla
LL 2
9
KR
Víkingur R.
2
3
KR
Rick Ten Voorde '21 , víti 1-0
1-1 Óskar Örn Hauksson '24
1-2 Atli Sigurjónsson '52
Halldór Smári Sigurðsson '61 , sjálfsmark 1-3
Geoffrey Castillion '70 2-3
29.09.2018  -  14:00
Víkingsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Bjart en kalt, 5 gráðu hiti og völlurinn blautur.
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Maður leiksins: Óskar Örn Hauksson
Byrjunarlið:
1. Andreas Larsen (m)
4. Gunnlaugur Hlynur Birgisson
7. Erlingur Agnarsson
10. Rick Ten Voorde ('68)
12. Halldór Smári Sigurðsson
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('59)
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
18. Örvar Eggertsson ('64)
20. Aron Már Brynjarsson
24. Davíð Örn Atlason
27. Geoffrey Castillion

Varamenn:
12. Serigne Mor Mbaye (m)
2. Sindri Scheving
7. Alex Freyr Hilmarsson
8. Viktor Örlygur Andrason ('68)
23. Nikolaj Hansen ('64)
26. Kolbeinn Theodórsson
77. Atli Hrafn Andrason ('59)

Liðsstjórn:
Logi Ólafsson (Þ)
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Fannar Helgi Rúnarsson
Sölvi Ottesen

Gul spjöld:
Halldór Smári Sigurðsson ('33)
Gunnlaugur Hlynur Birgisson ('51)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
KR er komið í Evrópukeppni á ný.

Mikilvægur áfangi fyrir þá...viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín
Beitir fór og sótti þennan!

Mikilvægt inngrip.
90. mín Gult spjald: Björgvin Stefánsson (KR)
Stoppar skyndisókn og gefur aukaspyrnu á miðjunni.
88. mín
Beitir kemur og sækir langt innkast frá Davíð.

Virkilega vel gert.
88. mín
Víkingar eru að fara ofar...
86. mín
KR sækja á færri mönnum núna. Finnur og Pálmi sitja báðir.
85. mín
Hansen liggur, fékk slæma byltu þarna, Davíð með sendingu til baka sem Björgvin er nálægt að ná, Hansen rétt á undan en fær smell á höfuðið.

Liggur um stund en heldur svo áfram.
83. mín
Hansen enn að verja, nú var Atli að detta í gegn en Hansen náði að loka vel á færið og hirti boltann.
80. mín
KR halda áfram að sækja.

Pablo er komin í fölsku níuna og Pálmi niður í staðinn.
78. mín
Enn ver Hansen!

Núna flotta aukaspyrnu frá Atla Sigurjóns, slær í enn eitt hornið.
72. mín
DAUÐAFÆRI!

Óskar enn að fara í gegnum vörn Víkinga, leggur boltann á Atla Sigurjóns sem tekur alltof fast skot sem fer framhjá og yfir.
70. mín MARK!
Geoffrey Castillion (Víkingur R.)
Stoðsending: Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
Við fáum leik!!!

Langur bolti rrá Gunnlaugi, Castillion fær boltann á vítateigslínu, snýr af sér varnarmann og setur hann í fjærhorn.
69. mín
Inn:Pablo Punyed (KR) Út:Kennie Chopart (KR)
Þar með fara KR í 4231.

Pálmi verður fölsk nía.
68. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Út:Rick Ten Voorde (Víkingur R.)
Síðasta skipting heimamanna.
64. mín
Inn:Nikolaj Hansen (Víkingur R.) Út:Örvar Eggertsson (Víkingur R.)
Gæti líka verið Keli í Agent Fresco...frábært hár hjá Hansen.
61. mín SJÁLFSMARK!
Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Skúli Jón Friðgeirsson
Nú væri gott að hafa endursýningu.

Mikil hætta verið að koma úr hornum gestanna og nú kom markið. Boltinn datt fyrir Skúla sem skaut að marki og af Víkingi hrökk hann inn. Ekki viss um að það hafi verið Halldór, en sjálfsmark er það.
60. mín
Það lifnar yfir stúkunni þessa stundina...hér mætti öflugur danskur stuðningamaður, líklega eftir nokkra kalda og rífur fólk í gang.

Gaman að þessu, ráða manninn!!!
59. mín
Inn:Atli Hrafn Andrason (Víkingur R.) Út:Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Víkingur R.)
58. mín
Önnur geggjuð varsla Hansen frá Óskari í horn.

KR eru inni í teig Víkinga algerlega, fullkomnir yfirburðir þessa stundina.

57. mín
Chopart með skot sem varnarmenn Víkinga komast naumlega fyrir og boltinn fer í fimmta hornið hérna á stuttum tíma.

Upp úr því fær Óskar skotfæri en neglir yfir.
54. mín
Geggjuð varsla hjá Hansen.

Óskar með skot af vítateignum með jörðinni sem Daninn ver í horn.
52. mín MARK!
Atli Sigurjónsson (KR)
KR komnir yfir!

Atli ætlaði klárlega að senda þennan bolta af hægri á fjær, vindurinn á þátt í því að Hansen misreiknar flugið á boltanum sem endaði í fjærhorninu!
51. mín Gult spjald: Gunnlaugur Hlynur Birgisson (Víkingur R.)
49. mín
DAUÐAFÆRI!

KR með frábæra sókn, Chopart pikkar í gegn á Óskar sem kemst aleinn inn í teiginn en velur að senda á Björgvin í stað þess að skjóta sjálfur. Björgvin tekur of mikinn tíma í skotið og Hansen ver.
48. mín
Fyrsta færið er Víkinga, Ten Voorde kemst á bakvið Kristin og veður upp vænginn.

Sendingin inn í teiginn er aðeins of föst fyrir Erling sem kom á hundraðinu!
46. mín
Leikur hafinn
Aftur af stað í Víkinni.
45. mín
Hálfleikur
Stál í stál og við endum með 1-1 í hálfleik.

Heimamenn verið sterkari.
40. mín
Gunnlaugur Birgis komst í fínt skotfæri en dúndraði yfir.
36. mín
Vel varið Hansen!

Atli klókur í aukaspyrnu, tekur snöggt innfyrir og Óskar er í flottu færi en Daninn greip boltann.
33. mín Gult spjald: Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
Slæm tækling á Kristni.
31. mín
Erlingur klobbaði Arnór duglega og komst inn í teiginn en sendingin á Örvar var vond.

Heimamenn eru sprækari þessa stundina.
28. mín
Víkingarnir eru að ýta frá sér hér, Castillion að láta finna fyrir sér.
24. mín MARK!
Óskar Örn Hauksson (KR)
Stoðsending: Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Svona gera fyrirliðar!!!

Eiginlega pínu svindl að Arnór fái stoðsendingu...löng sending frá hægri til vinstri sem Óskar kassar inn í teiginn og fer þar framhjá tveimur varnarmönnnum og klínir í fjær.
23. mín
Mörk eiga víst að breyta leikjum...nú er að sjá hvað verður!
21. mín Mark úr víti!
Rick Ten Voorde (Víkingur R.)
Stöngin inn...sultuöruggt.
20. mín
Víti fyrir Víking.

Atli brýtur á Erlingi!!!
19. mín
Castillion fellur í teignum og að sjálfsögðu kallað eftir víti.

Sem var aldrei.
15. mín
FH var að komast yfir í sínum leik svo að KR þarf mark.
13. mín
Víkingar fá aukaspyrnu í skotfæri, brotið á Örvari.

Léleg afgreiðsla, langt yfir.
12. mín
Hvað var Chopart að gera þarna?

Óskar með flottan bolta á fjær og Kennie í flottu færi. Virðist skalla hann inn í teig á Björgvin sem nær honum ekki. Hefði átt að vera miklu eigingjarnari hér!
11. mín
KR eru í 4-4-2

Beitir

Arnór - Skúli - Aron - Kristinn

Atli - Finnur - Pálmi - Óskar

Kennie - Björgvin.
7. mín
Víkingar eru 4-2-3-1

Larsen

Davíð - Gunnlaugur F - Halldór - Aron

Bjarni - Gunnlaugur B.

Örvar - Ten Voorde - Erlingur

Castillion
5. mín
Frábært færi hjá KR, Kennie óvænt sloppinn i gegn en skýtur full snemma og Larsen ver í horn.
3. mín
Víkingar byrja sprækt, Örvar rétt dottinn í gegn hérna en KR ná að komast.
1. mín
Leikur hafinn
Af stað höldum við!
Fyrir leik
KR unnu uppkastið og sparka í átt að Víkinni, heimamenn sækja upp í Kópavog.
Fyrir leik
Þá koma liðin.

KR alljósbláir gegn Víkingum í hefðbundnum litum. Doddi dómari endar ferilinn auðvitað alsvartur eins og dómarar eiga að vera.
Fyrir leik
Liððin eru að gera sig klár í röðunum við Víkina.

Rett að detta á gras sýnist mér.
Fyrir leik
Vert að minnast þess að hér erum við að sjá síðasta grasleik í Víkinni í bili allavega.

Mér skilst að strax eftir helgina mæti vinnuvélar til að byrja að undirbúa nýjasta gervigrasvöll borgarinnar.
Fyrir leik
Byrjunarliðsfréttir eru þær helstar að Alex Freyr er á bekknum hjá Víkingi.

Líklega birtingarmynd minnst varðveitta leyndarmáls íslenska boltans, Hornfirðingurinn knái á leið í Vesturbæinn næsta sumar.

Byrjunarliðsfréttin hér..

https://fotbolti.net/news/29-09-2018/byrjunarlid-vikings-og-kr-alex-freyr-a-bekknum-gegn-verdandi-samherjum


Fyrir leik
Leikurinn í dag verður lokaleikur Dodda Hjaltalín sem knattspyrnudómari.

Þórsarinn sá öflugi ætlar að leggja flautunni eftir 10 ára veru á meðal þeirra bestu og það verður eftirsjá af karli.

Með honum í störfum dagsins eru þeir Frosti V. Gunnarsson og Eðvarð Þór Eðvarðsson og til vara er Einar Ingi Jóhannsson. Þeir munu fá skrifaða skýrslu um sig af Viðari Helgasyni.

Þetta verður eðall örugglega!
Fyrir leik
Þjálfarateymi Víkinga þekkir vel til hjá KR, þeir Logi Ólafs og Arnar Gunnlaugs þjálfað í Vesturbænum.

Bjarni Guðjónsson aðstoðarþjálfari KR var aðstoðarmaður Loga í fyrra í Víkinni. Svo þjálfararnir ættu að þekkja leikkerfin sem þeir eiga við í dag!
Fyrir leik
Víkingar verða á Jörgen Richardsen sem verður í leikbanni, að öðru leyti eru leikmannahópar félaganna fullskipaðir.

Það verður því gaman að sjá hvernig liðin rúlla inn á leikskýrsluna, búið að vera töluvert rót á báðum í sumar.
Fyrir leik
KR kunna þó vel við sig í Fossvogi.

Í síðustu 10 viðureignum liðanna hér hafa gestirnir unnið 8 leiki en heimamenn tvo...á síðustu leiktíð unnu KR öruggan 0-3 sigur.
Fyrir leik
KR-ingar koma í Víkina með harma að hefna.

Víkingar mættu nefnilega í Vesturbæinn og gerðu strandhögg í 11.umferð þegar Bjarni Páll setti sigurmark í 0-1 þýðingarmiklum sigri.
Fyrir leik
Leikurinn hefur mikla þýðingu í baráttunni um Evrópusæti næsta sumar.

KR verða að gera jafnvel og FH í dag og þá verður það sæti í þeirra höndum. Ef þeir misstíga sig þá geta FH hrifsað sætið af þeim.

Víkingar gætu með sigri farið í 7.sæti deildarinnar en með tapi mögulega endað í 10.sæti. Þeir sigla þó lygnan sjó.
Fyrir leik
Góðan daginn og hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá Reykjavíkurslag í Fossvogi.

Hér taka heimamenn í Víkingi á móti KR-ingum í lokaumferð PEPSI deildarinnar 2018.
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
8. Finnur Orri Margeirsson
9. Björgvin Stefánsson
11. Kennie Chopart (f) ('69)
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
2. Hjalti Sigurðsson
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
4. Albert Watson
16. Pablo Punyed ('69)
21. Adolf Mtasingwa Bitegeko
24. Þorsteinn Örn Bernharðsson
27. Tryggvi Snær Geirsson

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Magnús Máni Kjærnested
Valgeir Viðarsson
Jón Hafsteinn Hannesson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason

Gul spjöld:
Björgvin Stefánsson ('90)

Rauð spjöld: