Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Í BEINNI
Besta-deild karla
HK
14:00 0
0
FH
Fylkir
2
2
ÍA
0-1 Hörður Ingi Gunnarsson '13
1-1 Einar Logi Einarsson '52 , sjálfsmark
Geoffrey Castillion '71 2-1
2-2 Óttar Bjarni Guðmundsson '90
05.05.2019  -  19:15
Würth völlurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Sól og brakandi blíða, hliðarvindur í formi golu. Teppið lítur vel út, vökvakerfið nýtt óspart.
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Áhorfendur: 1670
Maður leiksins: Helgi Valur Daníelsson
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
Daði Ólafsson
Ragnar Bragi Sveinsson
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
6. Sam Hewson ('82)
10. Andrés Már Jóhannesson
13. Arnór Gauti Ragnarsson ('62)
16. Ólafur Ingi Skúlason
20. Geoffrey Castillion ('75)
23. Ari Leifsson
28. Helgi Valur Daníelsson

Varamenn:
31. Kristófer Leví Sigtryggsson (m)
5. Orri Sveinn Stefánsson
9. Hákon Ingi Jónsson ('75)
11. Valdimar Þór Ingimundarson ('82)
17. Davíð Þór Ásbjörnsson
21. Kolbeinn Birgir Finnsson ('62)
22. Leonard Sigurðsson

Liðsstjórn:
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Óðinn Svansson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Magnús Gísli Guðfinnsson
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:
Sam Hewson ('8)
Ragnar Bragi Sveinsson ('35)
Ólafur Ingi Skúlason ('50)
Hákon Ingi Jónsson ('87)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Hasar og skemmtun í sólinni.

Fótboltinn er frábært sport!

Skýrslan og viðtöl á leiðinni.
90. mín
+4

DAUÐAFÆRI Fylkismanna!!!

Upp úr horni skoppar boltinn um allt, endar að lokum hjá Valdimar sem neglir framhjá úr vítateignum.
90. mín MARK!
Óttar Bjarni Guðmundsson (ÍA)
Stoðsending: Marcus Johansson
+2

Hallóhalló!!!

Boltanum skipt frá hægri til vinstri inn í teiginn og þar stýrir Lars boltanum inn í markteiginn þar sem Óttar hendir sér á boltann sem fer í markið.

Verður gaman að sjá hvort að hann var mögulega full ágengur við Aron, en honum og öðrum Skagamönnum er algerlega sama og einfaldlega trylltust af fögnuði!
90. mín
+1

RISA atvik...boltinn fer af Daða og í horn, héðan frá séð er þetta ansi nálægt því að verða dæmt víti.

Skagamenn á velli og í stúku tryllast! Spjald sett á bekkinn.
90. mín
Þrjár mínútur í uppbótartíma.
90. mín
...sem Viktor skallar framhjá.
90. mín
Horn hjá Skagamönnum...
87. mín Gult spjald: Hákon Ingi Jónsson (Fylkir)
Missti boltann frá sér og togaði Hall niður.
86. mín
Skagamenn henda í 442.

Bjarki fer á vinstri vænginn og Tryggvi upp á topp með Viktori.
85. mín
Inn:Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA) Út:Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
83. mín
Leon kemst upp að endamörkum og sendir inní en Aron grípur vel inní.
82. mín
Inn:Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir) Út:Sam Hewson (Fylkir)
Hrein skipting.
79. mín
Skagamenn farnir að þrýsta fastar á heimamenn, Viktor skallar rétt framhjá upp úr aukaspyrnu.
75. mín
Inn:Hákon Ingi Jónsson (Fylkir) Út:Geoffrey Castillion (Fylkir)
Og þá kom skiptingin sem átti að koma áðan...en varð ekki og Castillion skoraði.
72. mín
Skemmtilegt að segja frá því að við höfðum fengið upplýsingar um að við næsta leikstopp hefði Castillion farið útaf og Hákon komið inná!
71. mín MARK!
Geoffrey Castillion (Fylkir)
Stoðsending: Sam Hewson
Góð sókn heimamanna endar með því að Hewson á geggjaða sendingu milli Einars og Arnars, Castillion tekur flotta snertingu og leggur boltann snyrtilega í fjær undir Árna.

Heimamenn í forystu!
68. mín
Neibb.

Enn sama taktík, Arnar fer í hafsentinn og Albert fer inn á miðjuna.
67. mín
Aukaspyrna af 25 metrum, Tryggvi setur hann hátt yfir.
65. mín
Inn:Albert Hafsteinsson (ÍA) Út:Einar Logi Einarsson (ÍA)
Gæti verið taktísk breyting.
64. mín
Kolbeinn fær strax færi til að skora, boltinn lagður á hann frá vinstri á vítapunktinum en hann tekur aukasnertingu og Skagamenn hreinsa frá.
62. mín
Inn:Kolbeinn Birgir Finnsson (Fylkir) Út:Arnór Gauti Ragnarsson (Fylkir)
Kolbeinn fer á hægri kantinn, Ragnar yfir á vinstri.

Strákur mættur heim í Árbæinn a láni frá Brentfore.
61. mín
Hörkuskot frá varamanninum Leon sem Aron ver vel í horn.

Sem ekkert kemur útúr.
59. mín
Það er allt annað að sjá heimamenn hér í seinni hálfleik, komið sjálfstraust í spiliðð og þeir eru hægt og rólega að ná tökum á leiknum sýnist mér.
58. mín
Inn:Gonzalo Zamorano (ÍA) Út:Steinar Þorsteinsson (ÍA)
Örugglega hrein skipting.
57. mín
1670 mæta í sólina í dag á Árbæjarvelli. Nokkuð vel gert bara!
53. mín Gult spjald: Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Brýtur á Hewson.
52. mín SJÁLFSMARK!
Einar Logi Einarsson (ÍA)
Fylkismenn hafa jafnað.

Eitraðasti vinstri fótur deildarinnar liggur hjá Daða Ólafs, hann á fast innsvingshorn sem Einar reynir að skalla frá en tekst ekki betur en svo að boltinn fer beint inn...enginn Fylkismaður nálægt.
50. mín Gult spjald: Ólafur Ingi Skúlason (Fylkir)
Brýtur á Arnari á miðsvæðinu.
49. mín
Fyrsta færi seinni hálfleiks er heimamanna.

Snörp sókn upp hægri vænginn endar með sendingu á Arnór á vítapunktinum. Hann gerir vel í því að snúa af sér varnarmann en skotið er yfir.
46. mín
Leikur hafinn
Komið af stað í Árbænum á ný.

Liðin óbreytt.
45. mín
Hálfleikur
Sanngjörn staða í Árbæ.

Skagamenn mun sterkari og gætu hæglega verið meira yfir en eitt mark.
45. mín
Arnór nær skoti utan teigsins sem fer ekki langt framhjá. Teljum þetta færi hjá heimamönnum, ekki hafa þau verið mörg.


43. mín
Árni grípur hér vel inní sendingu áður en Castillion kemst í boltann.
41. mín
Enn ná Skagamenn færi úr föstu leikatriði, nú er það Arnar sem skallar naumlega framhjá eftir aukaspyrnu Tryggva.
38. mín
Enn usla innköstin Stefáns.

Hann grýtir inn á miðjan teiginn enn á ný og Fylkismenn bjarga í horn sem að er svo hreinsað frá.
35. mín Gult spjald: Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
Fyrir að brjóta á Tryggva á miðsvæðinu.
31. mín
Og Fylkir fær færi.

Hewson á langa sendingu og rangstöðurvörn ÍA klikkar, Ragnar er sloppinn í gegn en Árni ver og upp úr klafsi þaðan frá fá Skagamenn innkast. Langbesta sókn heimamanna.
29. mín
Johansen fær 30 metra flugbraut upp völlinn og á að lokum skot sem Aron ræður auðveldlega við.
29. mín
Sem Skagamenn skalla örugglega frá.
28. mín
Klárt mál að Helgi er að lesa textalýsinguna mína og kippir í spotta.

Fylkismenn aðeins farnir að ná að senda á milli sín og flytja boltann ofar á völlinn, voru nú að ná í sitt fyrsta horn.
25. mín
Þessar fyrstu 25 hafa verið eign gestanna, flott hápressa sem hefur skilað þeim fullt af færum og hálffærum, heimamenn virðast fá svör eiga.
22. mín
Enn færi Skagamann nú upp úr horninu, Viktor fær nóg pláss til að skalla boltann en Aron ver.

Einstefna að Fylkismarkinu!
22. mín
Geggjuð björgun Andrés Már!!!

Stefán stingur inn á Tryggva sem er kominn í dauðafæri en Andrés kastar sér fyrir skotið sem hrekkur þá rétt framhjá.
20. mín
Aukaspyrnan tekin hátt inn á teig en Árni slær hann út úr markteignum.

Fyrsta sinn sem hann snertir boltann í leiknum held ég...
19. mín Gult spjald: Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Straujar Arnór á miðjunni.

Hárrétt.
18. mín
Dauðafæri úr horninu!

Óttar vinnur skallaeinvígið á vítapunkti og skallar inn í markteiginn þar sem Steinar er aleinn en stýrir boltanum yfir.
18. mín
Stefán með annað gríðarlangt innkast sem er skallað út úr teignum, nú kemur Hallur og neglir á markið en Aron slær í horn.
17. mín
Aron búinn að vera í brasi að fá sendingar til baka, hér er Viktor rétt búinn að hirða af honum boltann í markteignum en Aron reddar sér í innkast.
13. mín MARK!
Hörður Ingi Gunnarsson (ÍA)
Fyrsta skot að marki og það er alvöru!

Stefán tekur langt innkast frá hægri sem er skallað út úr teignum þar sem Hörður Ingi tekur eina snertingu og neglir í þaknetið. Aron nær snertingu en skotið of fast.

Alger negla - bring it on please!
10. mín
Eftir töluverða umræðu hérna í boxinu tippum við á 343 sem upplegg Skagamanna.

Árni

Óttar - Johansen - Einar

Hallur - Arnar - Stefán - Hörður

Tryggvi - Viktor - Steinar.
8. mín Gult spjald: Sam Hewson (Fylkir)
Suddaleg tækling á miðjunni.

Hárrétt ákvörðun Guðmundar.
6. mín
Fylkismenn henda að venju í 4231

Aron

Andrés - Ari - Ásgeri - Daði

Ólafur - Helgi Valur

Arnór - Hewson - Ragnar

Castillion
2. mín
Skagamenn fá að vera með boltann hér í upphafinu og byrja nokkuð sterkt.
1. mín
Leikur hafinn
Lagt af stað í Árbæ.

Skagamenn sækja að Árbæjarlaug og heimamenn hefja leikinn.
Fyrir leik
Fylkismenn eru í sínum appelsínugulu og svörtu búningum en Skagamenn eru alsvartir. Dómararnir skarta grænu!
Fyrir leik
Eins og áður í lýsingunum þá skora ég á fólk að henda myllumerkinu #fotboltinet í tístin sín og þá reyni ég að kippa þeim inn í lýsinguna sem gætu hjálpað til í stemmingunni!


Fyrir leik
Liðin gengin til búningsherbergja í lokaundirbúninginn, það getur oft skipt sköpum!
Fyrir leik
Dómaratríó kvöldsins er ekkert slor.

Guðmundur Ársæll Guðmundsson flautar. Hann er væntanlega sítengdur aðstoðarmönnum sínum með flöggin þeim Adolf Þ. Andersen og Kristjáni Ólafs.

Hver veit nema að fjórði dómarinn Jóhann Ingi Jónsson verði eitthvað með í spjallinu og svo fylgist grandvar eftirlitsmaðurinn Eyjólfur Ólafsson með því að allt fari rétt fram.
Fyrir leik
Jói Kalli er sá eini í þessum tveimur félögum sem hefur tengingu við þau bæði, nokkuð sem er harla óvenjulegt í þessum tiltölulega litla íslenska fótboltaheimi.

Svo...það eru engin stór vinabönd sem hristast í kvöld!
Fyrir leik
Jóhannes Karl núverandi þjálfari ÍA spilaði síðasta leik sinn fyrir félagið í umræddu 1-3 tapi áður en hann reri á ný mið.

Eftir að hafa farið í Fram þá lék Jóhannes 17 leiki með Fylki sumarið 2015 og skoraði 2 mörk, þannig að hann ratar um Fylkissvæðið, spurning hvort það gæti skipt sköpum?
Fyrir leik
Fylkismenn og Akurnesingar hafa verið í næst efstu deild til skiptis undanfarin tvö ár og hafa því ekki mæst í deildinni síðan sumarið 2016.

Þá gerðu liðin 1-1 jafntefli á Akranesi en á Fylkisvelli unnu svo gestirnir 0-3 sigur.

Við þurfum að fara allt aftur til ársins 2013 til að finna sigur Fylkis á Skagamönnum í deildarkeppninni, það ár sigruðu Fylkismenn 1-3, semsagt enginn Fylkissigur á ÍA í 6 ár.
Fyrir leik
Þessi tvö lið hófu mótið með glæsibrag.

Fylkismenn sóttu þrjú stig út í Eyjar með frábærum 0-3 sigri og Skagamenn hófu endurkomu sína á meðal bestu liða landsins með því að sigra sterkt KA-lið 3-1 uppi á Skaga.

Semsagt, hvorugt lið tapað stigi hingað til og því um toppslag að ræða.
Fyrir leik
Ok - djók smá frá gömlum manni með grasást.

Við erum á glæsilegum Wurth-vellinum á fyrsta heimaleik Fylkis í deildinni þegar þeir taka á móti gulum og glöðum Skagamönnum.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn og velkomin í beina textalýsingu úr 2.umferð PepsiMax deildarinnar hér úr iðagrænu plastinu í Árbæ.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson ('85)
Einar Logi Einarsson ('65)
2. Hörður Ingi Gunnarsson
3. Óttar Bjarni Guðmundsson (f)
8. Hallur Flosason
9. Viktor Jónsson
10. Steinar Þorsteinsson ('58)
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson
18. Stefán Teitur Þórðarson
93. Marcus Johansson

Varamenn:
1. Aron Bjarki Kristjánsson (m)
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
8. Albert Hafsteinsson ('65)
17. Gonzalo Zamorano ('58)
19. Bjarki Steinn Bjarkason ('85)
28. Benjamín Mehic

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Arnór Snær Guðmundsson
Hlini Baldursson
Gunnar Smári Jónbjörnsson
Sigurður Jónsson
Kjartan Guðbrandsson

Gul spjöld:
Arnar Már Guðjónsson ('19)
Stefán Teitur Þórðarson ('53)

Rauð spjöld: