Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Leiknir R.
4
1
Magni
Sævar Atli Magnússon '14 1-0
Stefán Árni Geirsson '16 2-0
Sólon Breki Leifsson '55 3-0
3-1 Gunnar Örvar Stefánsson '59
Vuk Oskar Dimitrijevic '82 4-1
04.05.2019  -  16:00
Leiknisvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Stefán Árni Geirsson
Byrjunarlið:
Eyjólfur Tómasson
Sólon Breki Leifsson ('61)
2. Nacho Heras
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
7. Stefán Árni Geirsson
10. Sævar Atli Magnússon (f) ('55)
10. Ingólfur Sigurðsson ('77)
15. Kristján Páll Jónsson (f)
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
19. Ernir Freyr Guðnason
20. Hjalti Sigurðsson

Varamenn:
30. Brynjar Örn Sigurðsson (m)
3. Ósvald Jarl Traustason
6. Ernir Bjarnason ('77)
7. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson
8. Árni Elvar Árnason
10. Daníel Finns Matthíasson ('61)
23. Natan Hjaltalín
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('55)

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Stefán Gíslason (Þ)
Valur Gunnarsson
Elías Guðni Guðnason
Diljá Guðmundardóttir

Gul spjöld:
Sævar Atli Magnússon ('30)
Nacho Heras ('88)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Viðtöl og skýrsla á leiðinni.

Öruggur sigur heimamanna staðreynd. Magnamenn ganga niðurlútir af velli - ekki byrjunin sem þeir voru að stefna á.
90. mín
Venjulegum leiktíma lokið. Magnamenn vinna aukaspyrnu á hægra vítateigshorninu. Leiknismenn koma boltanum frá.
89. mín
Magnamenn senda fyrir úr aukaspyrnu frá hægri. Eyjólfur grípur auðveldlega inn í. Meinlaust.
88. mín Gult spjald: Nacho Heras (Leiknir R.)
Réttilega áminntur
87. mín
Þetta er að fjara út. Magnamenn lagstir á bakið og allur vindur úr þeim.
82. mín MARK!
Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir R.)
Stoðsending: Bjarki Aðalsteinsson
Aukaspyrna úr hægra horninu. Daníel Finns með fastan og hnitmiðaðan bolta fyrir. Bjarki flikkar af nærstönginni á Vuk Óskar sem er einn á fjær og klárar laglega.
80. mín Gult spjald: Gauti Gautason (Magni)
Stoppar upphlaup. Enn ein aukaspyrnan á ákjósanlegum stað. Vuk tekur þessa. Beint í vegginn. Magnamenn hafa stillt upp í mjög trausta varnarveggi það sem af er degi. 4/5 nýting.
80. mín
Algjör einstefna að marki Magnamanna. Brjóta trekk í trekk. Leiknismenn hinvegar ekki að nýta sér efnilegar leikstöður.
77. mín
Inn:Ernir Bjarnason (Leiknir R.) Út:Ingólfur Sigurðsson (Leiknir R.)
75. mín
Loks ná gestirnir að færa liðið sitt ofar. Hefur batnað talsvert með innkomu Gunnars Örvar sem hefur sterkari nærveru þarna uppi.
74. mín Gult spjald: Kristinn Þór Rósbergsson (Magni)
Klippir Stefán Árna niður
72. mín
Sama uppi á teningnum hérna. Leiknismenn stýra ferðinni. Magnamenn reyna hvað þeir geta að skapa en ná ekki að tvinna þær margar sendingarnar saman.
67. mín
Leiknismenn keyra upp og Ingó Sig finnur sig með fullt af svæði. Hlaupinn uppi fljótt og örugglega en Ingó færir boltann yfir á vinstri og hleður í skot sem fer hátt yfir.
66. mín
Inn:Bergvin Jóhannsson (Magni) Út:Þorgeir Ingvarsson (Magni)
66. mín
Stefán Árni of svalur þarna. Fékk bolta í 45 gráðunum. Tekur snertingu og lætur varnarmann Magna setjast. En tekur sér of langan tíma svo og færið rennur út í sandinn. Dauðafæri!
62. mín
Ingó með aukaspyrnu. Leit vel út en yfir fór boltinn.
61. mín
Inn:Daníel Finns Matthíasson (Leiknir R.) Út:Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.)
61. mín Gult spjald: Jakob Hafsteinsson (Magni)
Brýtur af sér (jújú) - uppsafnað segir Jóhann
59. mín MARK!
Gunnar Örvar Stefánsson (Magni)
Stoðsending: Gauti Gautason
Magnamenn hafa svarað. Skora upp úr horninu. Gauti vinnur fyrsta bolta og flikkar á Gunnar Örvar sem er réttur maður á réttum stað og skorar. Magnamenn hafa dregið línuna.
59. mín
Magnamenn líklegir þarna. Fá boltann á silfurfati. Frosti tekur snertingu að marki og skýtur en Eyjólfur ver í horn
57. mín
Vuk Óskar gerir árás á Gauta innan teigs. Fellur við en Jóhann Ingi vill ekkert með þetta hafa. Fyrir mína parta var þetta ekki víti.
55. mín
Inn:Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir R.) Út:Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
55. mín MARK!
Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.)
Stoðsending: Kristján Páll Jónsson
Það er verið að valta yfir Magnamenn. Ingólfur með lykilsendingu á Kristján Pál sem kemur á fartinu upp hægri og sendir fyrir á Sólon sem klárar. Steinþór var í þessum.
54. mín
Allt galopið hérna. Magnamenn tapa boltanum og Leiknismenn geysast upp 3v2 en skot Sævar Atla varið af Steinþóri
52. mín
Sólon Breki kemst hér inn fyrir. Gauti lendir fyrir aftan hann og getur lítið aðhafst. Sólon sprettir að marki en skotið yfir markið.
50. mín
Hætta. Magnavörnin liggur á teignum. Hjalti með fyrirgjöf frá hægri - finnur Stefán Árna á fjær sem er einn og óvaldaður en skallinn hans framhjá. Stefán hefði í raun getað tekið boltann niður þarna.
48. mín
Ingó skýtur að marki en boltinn fer yfir markið. Náði honum yfir vegginn en boltinn datt ekki niður.
47. mín
Sólon sækir hér aukaspyrnu beint á móti markinu. 20m færi. Ingólfur Sig og Sólon gera sig líklega
45. mín
Inn:Gunnar Örvar Stefánsson (Magni) Út:Lars Óli Jessen (Magni)
45. mín
Leikur hafinn
Leikar hafnir á ný.
45. mín
Hálfleikur
Í því flautar Jóhann Ingi til hálfleiks
45. mín
Ingó Sig með fallega skiptingu. Finnur Stefán Árna sem nær boltanum við endalínuna og sækir aukaspyrnu sem gestirnir svo koma frá markinu.

Stefán Árni verið sprækur
44. mín
Spyrnan frá Ingó slök og beint í belginn á Magnamanni í veggnum. Sólon tekur frákastið og neglir aftur í vegginn. Traustur veggur þarna.
43. mín
Stefán með góðan sprett og sækir aukaspyrnu af 25m sem Ingó Sig virðist líklegur til að taka.
41. mín
Magnamenn stoppaðir hér í upphlaupi. "ef þið haldið áfram að tosa fer ég í vasann" segir Jóhann Ingi dómari
35. mín
Darraðardans. Skot að marki frá Sævari eftir að Sólon lætur lága fyrirgjöf fljóta framhjá sér. Sævar kemur aðeins tánni í boltann en Steinþór ver og upphefst alls kyns vesen og sóðaskapur í teignum sem endar á skoti fyrir utan teig sem hefði verið gott og gilt vallarmark.
35. mín
Gestirnir stíga núna aðeins ofar og reyna að pressa en Leiknisliðið leysir vel úr fyrstu línu af pressu og gestirnir falla jafnharðan niður í skotgrafirnar.

Heimamenn með öll tök hérna
33. mín
Sólon Breki þarna aðgangsharður. Fór þetta á kraftinum og viljastyrknum. Færði boltann yfir á hægri á teignum en dregur skotið framhjá.
31. mín
Lars Óli staðinn á fætur og fær grænt ljós á að koma inn á aftur.
31. mín
Lars Óli Jessen liggur hér eftir. Vann einvígi í loftinu og virðist hafa tekið högg. Uppúr skallaeinvíginu voru Magnamenn aðgangsharðir í flikkið en Nacho Heras kom boltanum af hættusvæðinu á síðustu stundu
30. mín
Aukaspyrnan föst inn á markið en Eyjólfur handsamar knöttinn með herkjum. Hann varð að halda þessum með fullt box af mönnum fyrir framan sig.
30. mín Gult spjald: Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Magnamenn sækja aukaspyrnu við vinstra vítateigshornið. Sævar Atli nær tveimur brotum, fær spjald fyrir það fyrra en Jóhann dómari beitti hagnaði.
27. mín
Ingólfur Sigurðsson skorar hér - en flaggaður réttilega rangstæður. Eitt lið á vellinum hérna í Breiholti
24. mín
Nacho Heras liggur hér eftir - Jóhann Ingi heldur leik áfram hinsvegar og Leiknisliðið finnur Kristján Pál með ekrur af plássi hægra megin. Hann tvinnar sig inn í teiginn. Sýnir skot með hægri, færir yfir á vinstri en skotið máttlaust.
21. mín
Verður að segjast að gestirnir eru ekki að líta vel út hérna það sem af er. Verður fróðlegt að sjá hvort þeir gerir tilraun til að stíga ofar með liðið. Þetta hefur verið einstefna hingað til og aðeins eitt lið á vellinum líklegt.
20. mín
Inn:Jakob Hafsteinsson (Magni) Út:Sveinn Óli Birgisson (Magni)
Fyrsta skiptingin. Fyrirliðinn Sveinn fer af velli. Meiðsli sennilega.
16. mín MARK!
Stefán Árni Geirsson (Leiknir R.)
Stoðsending: Ernir Freyr Guðnason
Stefán hljóp næstum inn með þennan! Tekur Arnar Geir á útá vinstri kant. Leggur svo í leiðangur og fer framhjá Sveini og svo áfram inn í teiginn. Hleypir svo af inn í markteig og boltinn lekur inn af Steinþóri. Verulega dapur varnarleikur hjá Magna og Stefán nýtti sér það til fullnustu!
14. mín MARK!
Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Jæja þá er fyrsta markið komið. Sævar þræddur inn í teiginn af Sólon Breka. Skýtur með vinstri en Steinþór ver vel en Sævar hirðir frákastið og treður boltanum inn fyrir línuna
12. mín
Liggur þungt á Magnamönnum. Leiknismenn hinsvegar ekki að ná hreinum opnunum. Vörn Magna heldur enn vatni
9. mín
Gestirnir komnir ofar á völlinn. Dæla inn löngu innkasti sem heimamenn hreinsa.
5. mín
Leiknismenn byrjar þetta í bílstjórasætinu. Magnamenn leggjast niður á teiginn og hafa ekki enn náð að færa sig upp völlinn að neinu ráði.
1. mín
Heimamenn byrja beittir. Komast strax upp í hægra hornið þar sem fyrirgjöf er komið af hættusvæðinu á síðusta augnabliki áður en Sólon Breki komst í boltann
1. mín
Leikur hafinn
Leiknismenn byrja með boltann og sækja í átt að Vesturberginu
Fyrir leik
Liðin ganga hér inn á völlinn
Fyrir leik
Styttist í þetta. Liðin farin inn til búningsherbergja.


Fyrir leik
Hjá heimamönnum eru lykilmennirnir klárlega Eyjólfur fyrirliði í markinu. Sólon Breki Leifsson og Sævar Atli Magnússon eru svo stórir póstar í sóknarleik liðsins sem kemur til með að treysta á framlag frá þeim.
Fyrir leik
Hjá Magnamönnum eru þeir Gauti Gauta og Sveinn Óli Birgis klárir lykilmenn í að binda saman varnarleik gestanna. Fram á við þurfa þeir svo framlag frá Bjarka Aðalsteins sem er með sterka nærveru og tekur mikið til sín. Lars Óli Jessen er svo iðinn frammi og oft allskyns bax sem verður í kringum hann.
Fyrir leik
Athygisvert að sjá Val Gunnarsson markmannsþjálfara Leiknis (og club legend) í rauðum takkaskóm. Menn reka upp stór augu hérna að sjá síðasta Copa Mundial no-nonsense manninn falla.


Fyrir leik
Liðin komin út á völl og löngu byrjuð að hita. 23 mínútur í þetta.
Fyrir leik
Leiknir Reykjavík
Enduðu í 7.sæti í fyrra á tímabili sem byrjaði hreint afleitlega með þjálfaraskiptum þegar aðeins þrjár umferðir voru búnar af mótinu.

Liðið hélt flestum sínum kjölfestumönnum á milli leiktíða. Fengu Stefán Gíslason til að halda um þjálfarataumana. Skv spá Fótbolta.net er liðið talið til alls líklegt en 7.sæti deildarinnar var niðurstaðan úr spánni.

Komnir:
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson frá KR
Ingólfur Sigurðsson frá KH
Nacho Heras frá Víkingi Ó.
Natan Hjaltalín frá Fylkir
Stefán Árni Geirsson frá KR
Hjalti Sigurðsson frá KR
Viktor Marel Kjærnested frá Aftureldingu

Farnir:
Miroslav Zhivkov Pushkarov til Búlgaríu
Ryota Nakamura
Tómas Óli Garðarsson
Trausti Sigurbjörnsson í Aftureldingu
Fyrir leik
Magni Grenivík
Björguðu sér í fyrra á einhvern ævintýralegasta máta síðustu ára. Nokkrar hræringar hafa verið á leikmannahóp þeirra í vetur. Pétur V. Gíslason er enn í brúnni og helstu hreyfingar á markaðnum hafa verið í formi ungra lánsmanna frá KA á Akureyri.

Liðinu er spáð 12.sæti Inkasso deildarinnar í sumar af spámönnum Fótbolta.net

Komnir:
Angantýr Máni Gautason frá KA
Bjarni Aðalsteinsson frá KA (Á láni)
Frosti Brynjólfsson frá KA (Á láni)
Gauti Gautason frá Þór
Ingólfur Birnir Þórarinsson frá KA
Patrekur Hafliði Búason frá KA
Tómas Veigar Eiríksson frá KA (Á láni)
Viktor Már Heiðarsson frá KA
Þorsteinn Ágúst Jónsson frá KA
Björn Andri Ingólfsson frá KF
Birkir Már Hauksson frá Þór
Áki Sölvason frá KA (á láni)

Farnir:
Bjarni Aðalsteinsson í KA (var á láni)
Brynjar Ingi Bjarnason í KA (var á láni)
Ívar Örn Árnason í KA (var á láni)
Jón Alfreð Sigurðsson í Stjörnuna (var á láni)
Ólafur Aron Pétursson í KA (var á láni)
Sigurður Marinó Kristjánsson í Þór
Davíð Rúnar Bjarnason í Nökkva
Baldvin Ólafsson í KA
Pétur Heiðar Kristjánsson í Nökkva
Fyrir leik
Heilir og sælir lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa textalýsingu frá Efra Breiðholti.

1.umferð Inkasso deildarinnar 2019 er senn að fara afstað þar sem Leiknismenn taka á móti Magna frá Grenivík

Leikið verður að þessu sinni á gervigrasvelli Leiknis enda grasvöllurinn hér í Efra-Breiðholti ekki tilbúinn að sögn vallarstjóra. En völlurinn kemur ágætlega undan vetri miðað við oft áður.
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
Frosti Brynjólfsson
Gauti Gautason
3. Þorgeir Ingvarsson ('66)
4. Sveinn Óli Birgisson (f) ('20)
8. Arnar Geir Halldórsson
10. Lars Óli Jessen ('45)
17. Kristinn Þór Rósbergsson
18. Ívar Sigurbjörnsson
26. Viktor Már Heiðarsson
29. Bjarni Aðalsteinsson

Varamenn:
23. Steinar Adolf Arnþórsson (m)
23. Aron Elí Gíslason (m)
9. Gunnar Örvar Stefánsson ('45)
11. Tómas Veigar Eiríksson
18. Jakob Hafsteinsson ('20)
19. Marinó Snær Birgisson
21. Oddgeir Logi Gíslason
99. Angantýr Máni Gautason

Liðsstjórn:
Páll Viðar Gíslason (Þ)
Bergvin Jóhannsson
Gísli Gunnar Oddgeirsson
Áki Sölvason
Þorsteinn Þormóðsson

Gul spjöld:
Jakob Hafsteinsson ('61)
Kristinn Þór Rósbergsson ('74)
Gauti Gautason ('80)

Rauð spjöld: