Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
   lau 27. desember 2025 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Slúðurpakki dagsins er kominn í hús. James Garner, Goncalo Ramos, Sandro Tonali, MIcky van de Ven, Oscar Bobb og fleiri koma við sögu.

Man Utd er að íhuga óvænt tilboð í James Garner, 24, fyrrum leikmann liðsins, í janúar. Samningur hans við Everton rennur út næsta sumar. (Mail)

Chelsea er að skoða Jeremy Jacquet, 20, miðvörð Rennes og Djyllan N'Guessan, 17, framherja Saint-Etienne en það er í forgangi að selja leikmenn eins og Axel Disasi, 27, Raheem Sterling, 31, og Tyrique George, 19. (Athletic)

Sandro Tonali, miðjumaður Newcastle, er á óskalista Juventus en þessi 25 ára gamli ítalski miðjumaður er opinn fyrir því að snúa aftur í Serie A. Juventus hefur einnig áhuga á Radu Dragusin ásamt Roma. (La Gazzetta dello Sport)

Fulham og Crystal Palace fylgjast með stöðu Oscar Bobb, 22, ef Man City leyfir honum að fara í janúar. Félög áborð við Sevilla utan Englands hafa einnig áhuga. (Talksport)

Sporting er komið fram úr erkifjendum sínum í Porto í kapphlaupinu um Luis Guilherme, 19, vængmann West Ham og er nálægt því að ná samkomulagi um kaup á honum. (ESPN í Brasilíu)

Tottenham vill framlengja samninginn við Micky van de Ven til langs tíma. (Athletic)

Liverpool gæti skoðað að fá Goncalo Ramos, 24, framherja PSG á láni út tímabilið til að leysa Alexander Isak, 26, af hólmi sem er meiddur. (Caught Offside)

Wolves íhugar að fá Sam Surridge, 27, fyrrum framherja Bournemouth og Nottingham Forest. Surridge skoraði 24 mörk fyrir Nashville í MLS deildinni á síðustu leiktíð. (Talksport)

Liverpool hefur ekki ákveðið hvort félagið vilji leyfa Trey Nyoni, 18, að yfirgefa félagið í janúar. Liverpool er í viðræðum við félög í úrvalsdeildinni og Championship. (Teamtalk)

Sevilla, Real Oviedo og Getafe hafa áhuga á því að fá framherjan Enes Unal, 28, frá Bournemouth aftur til Spánar. (Fichajes)
Athugasemdir
banner