Würth völlurinn
mánudagur 13. maí 2019  kl. 19:15
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Gervigrasið í toppstandi, smá vgola á annað markið
Dómari: Atli Haukur Arnarsson
Maður leiksins: Cesilía Rán Rúnarsdóttir
Fylkir 2 - 1 KR
1-0 Hulda Hrund Arnarsdóttir ('16)
2-0 Ída Marín Hermannsdóttir ('42)
2-1 Guðmunda Brynja Óladóttir ('78)
Byrjunarlið:
1. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
0. Sæunn Rós Ríkharðsdóttir ('23)
4. María Björg Fjölnisdóttir
5. Ída Marín Hermannsdóttir
6. Hulda Sigurðardóttir
8. Hulda Hrund Arnarsdóttir ('83)
9. Marija Radojicic ('72)
15. Stefanía Ragnarsdóttir
21. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
22. Sigrún Salka Hermannsdóttir
26. Þórdís Elva Ágústsdóttir (f)

Varamenn:
28. Brigita Morkute (m)
6. Sunna Baldvinsdóttir
7. Thelma Lóa Hermannsdóttir ('72)
10. Ragnheiður Erla Garðarsdóttir
10. Bryndís Arna Níelsdóttir ('83)
20. Margrét Björg Ástvaldsdóttir ('23)
24. Lilja Vigdís Davíðsdóttir
29. Jenný Rebekka Jónsdóttir

Liðstjórn:
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
Tinna Björk Birgisdóttir
Rakel Leósdóttir
Sigurður Þór Reynisson
Kjartan Stefánsson (Þ)
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@unnarjo Unnar Jóhannsson
90. mín Leik lokið!
Frábær sigur Fylkis, tæpt stóð það.
Fylkisstelpur fagna undir Fylkislaginu, geggjað lag!
Eyða Breyta
90. mín
Katrín Ómars svo nálægt því!, slapp í gegn en missti boltann frá sér og Cecilía nær til hans
Eyða Breyta
90. mín
Berglind fyrirliði byrjaði þessa sókn og endaði, skallinn frá henni framhjá.

1 min eftir af uppbót
Eyða Breyta
90. mín
Komnar 90 min á klukkuna góðu í Árbænum. 3 min í uppbót.

Tilkynnt á íslensku og ensku í hátalarakerfinu, svona á að gera þetta!
Eyða Breyta
89. mín
Guðmunda virðist þurfa að hafa svo lítið fyrir þessu, labbar framhjá varnarmönnum Fylkis. Sendingin inní of há.

KR fær hornspyrnu, darraðadans í teignum en þær koma boltanum í burtu
Eyða Breyta
86. mín
Thelma vinnur hornspyrnu. Skot frá Ídu framhjá
Eyða Breyta
85. mín
Stuðningsmenn Fylkis lifna við í stúkunni, reyna að gefa þeim þá orku sem þarf til að ná í 3 punkta
Eyða Breyta
83. mín Bryndís Arna Níelsdóttir (Fylkir) Hulda Hrund Arnarsdóttir (Fylkir)
Hulda búin að vera mjög góð í dag
Eyða Breyta
82. mín
Fylkisliðið að gefa aðeins eftir og KR-ingar hóta jöfnunarmarki
Eyða Breyta
78. mín MARK! Guðmunda Brynja Óladóttir (KR)
Þær voru búnar að hóta þessu! Guðmunda fékk boltann í teignum hægra megin af varnarmanni og skaut föstu ristarskoti í nærhornið. Geggjað skot
Eyða Breyta
75. mín
Ásdís Karen að gera sig líklega í Fylkisteignum en skot hennar í varnarmann áður en Cecilía handsamar knöttinn
Eyða Breyta
74. mín
Guðmunda með fast skot fyrir utan teig en yfir markið. Smá kraftur í KR núna
Eyða Breyta
73. mín
Katrín Ómars með lausan skalla eftir fyrirgjöf frá Þórunni, gæði í þessum tveimur leikmönnum
Eyða Breyta
72. mín Thelma Lóa Hermannsdóttir (Fylkir) Marija Radojicic (Fylkir)
Marija búin að eiga góðan leik, Thelma kemur inná með ferskar fætur
Eyða Breyta
70. mín
Guðmunda með góðan skalla en frábær varsla hjá Cecilíu. Góð aukaspyrna frá Asdísi
Eyða Breyta
68. mín
Sandra Dögg í dauðafæri, nær ekki að skora en aðstoðardómarinn uppi með flaggið. Ágætt fyrir Söndru þar sem þetta var Færi með stóru F-i
Eyða Breyta
67. mín
Brotið á Guðmundu fyrir framan varamannaskýli Fylkis, réttilega dæmd aukaspyrna
Eyða Breyta
64. mín
KR-ingar fá hornspyrnu. Laufey með skallan framhjá

Marija er komin aftur inná hjá Fylki, hún virðist hölt, þurfa væntanlega að taka hana útaf
Eyða Breyta
62. mín
Hulda Hrund búin að spila vel!, frábær snerting framhjá varnarmanninum og skotið rétt framhjá
Eyða Breyta
59. mín Gult spjald: Ingunn Haraldsdóttir (KR)
Ingunn með svakalega tæklingu á Mariju. Hárrétt
Eyða Breyta
57. mín Grace Maher (KR) Kristín Erla Ó Johnson (KR)
Önnur skipting KR-inga í leiknum. Nær Grace að koma með líf í þetta?
Eyða Breyta
52. mín
Klaufar! - þarna kom sendingin frá Stefaníu nokkrum sek of seint á Mariju og réttilega dæmd rangstæða. Þarna var séns. Fylkir líklegri að bæta við
Eyða Breyta
51. mín
Frábær sending innfyrir frá Huldu S, endar með marki frá Mariju en flaggið uppi og Agnes reyndi ekki við þennan í markinu
Eyða Breyta
49. mín
Brotið á Katrínu. Aukaspyrna fyrir utan teig hægra megin. Ásdís tekur en beint í vegginn
Eyða Breyta
47. mín
DAUÐAFÆRI! - Stefanía í frábæru færi eftir undirbúning frá Mariju. Agnes Þóra ver vel í markinu. Þarna var séns
Eyða Breyta
46. mín Íris Sævarsdóttir (KR) Hugrún Lilja Ólafsdóttir (KR)
Gera breytingu í hálfleik
Eyða Breyta
45. mín Leikur hafinn
Allt komið af stað aftur
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Atli flautar til hálfleiks. Sanngjörn forustu Fylkis. KR stelpur eru þó með leikmenn sem þurfa ekki mikinn tíma til að valda usla.
Fáum okkur kaffi!
Eyða Breyta
45. mín
Ingunn heppin að sleppa við spjald þarna, peysutog og tækling. Tiltal látið duga
Eyða Breyta
45. mín
Komin uppbótartími, eflaust einverju bætt við, mikið um tafir. Skot frá Þórunni fyrir utan teig en skotið yfir markið
Eyða Breyta
45. mín
Ásdís Karen búin að vera spræk í KR-liðinu í dag. Flottur leikmaður greinilega
Eyða Breyta
44. mín
Fín pressa frá Mariju sem endar á því að Agnes þarf að setja boltann í horn. Ekkert verður úr horninu
Eyða Breyta
42. mín MARK! Ída Marín Hermannsdóttir (Fylkir), Stoðsending: Marija Radojicic
Frábær undirbúningur hjá Mariju, sólaði sig inn í teiginn og lagði boltann fyrir markið. Ída á réttum stað og skoraði í autt markið
Eyða Breyta
39. mín
Guðmunda liggur á vellinum eftir sparkið sem hún varð fyrir. Sýndist KR-ingar getað fengið víti þarna. Hún fær aðhlynningu og virðist ætla að jafna sig.
Eyða Breyta
38. mín
KR-ingar vilja fá víti þegar Guðmunda féll í teignum. Fylkisstelpur bruna í sókn og skora en hendi dæmd réttilega á Huldu Hrund
Eyða Breyta
36. mín
Stefanía heppin að fá ekki á sig spjald, togar þarna í leikmann KR á miðjum vellinum. Fær tiltal.
Eyða Breyta
35. mín
Sigrún Salka með tæklingu á Katrínu Ómars, Katrín harkar að sér, hörkutól
Eyða Breyta
33. mín
Ásdís Karen dæmd rangstæð. Sigursteinn er með þetta allt á hreinu þarna á línunni!
Eyða Breyta
32. mín
KR fær hornspyrnu, Hugrún tekur hana. KR setja upp í góða "raðahornið frá vítapunkti" en ná ekki að nýta sér fína hornspyrnu
Eyða Breyta
30. mín
Ragna Lóa er komin í þjálfarateymi KR eftir að hafa verið í Árbænum, eflaust skrýtið að stýra á móti sínu gamla liði og að auki á móti tveimur dætrum sínum
Eyða Breyta
29. mín
Fyrirgjöf frá Titjönu, yfir Cecilíu en KR-ingar ná ekki að gera sér mat úr því
Eyða Breyta
28. mín
Tvígrip á Berglindi fyrirliða á miðjum velli, skemmtileg tilraun. Greip boltann nánast
Eyða Breyta
27. mín
Þórdís Elva með fína tilraun fyrir utan teig en það fer framhjá. Fín tilraun
Eyða Breyta
26. mín
Aðeins að róast þessa stundina eftir fjörugar min
Eyða Breyta
24. mín
Fylkisstelpur fá horn, Marija að valda varnarmönnum KR usla. Hulda Sig með hornið beint af æfingasvæðinu, stutt horn en það gengur ekki. Einhverjir segja að stutt horn virki aldrei, sel það ekki dýrara en ég keypti það
Eyða Breyta
23. mín Margrét Björg Ástvaldsdóttir (Fylkir) Sæunn Rós Ríkharðsdóttir (Fylkir)
Sæunn meiddist og virðist slæm af þeim meiðslum. Margrét kemur inn
Eyða Breyta
23. mín
Flott spil hjá Fylki endar með skoti frá Mariju en Agnes ver
Eyða Breyta
22. mín
Fylkisstelpur eru ennþá einum færri, núna loksins virðist varamaður vera að gera sig klára
Eyða Breyta
20. mín
Kristín Erla með fína sendingu inn á teig Fylkis, skallinn frá Guðmundu beint á Cecilíu, hún er hættuleg hún Guðmunda!
Eyða Breyta
18. mín
Sæunn Rós liggur á vellinum, virðist þjáð. Vonum það besta. Virðist þurfa fara af velli
Eyða Breyta
17. mín
Stefanía með fína tilraun úr KR teignum en beint á Agnesi
Eyða Breyta
16. mín MARK! Hulda Hrund Arnarsdóttir (Fylkir)
Vann boltann af varnarmanni og lét vaða frá miðjum vallarhelmingi KR, gamla góða bananaskotið! óverjandi fyrir Agnesi
Eyða Breyta
15. mín
Guðmunda að gera sig líklega, labbar framhjá varnarmönnum Fylkis en skotið er varið. Stuttu síðar er Katrín Ómars með skalla sem er varin. Fínar tilraunir hjá KR. Stál í stál eins og er!
Eyða Breyta
13. mín
Skot langt fyrir utan teig frá Þórunni en það fer framhjá, Cecilía var með þetta allan tímann.
Eyða Breyta
12. mín
Frábært spil hjá Fylki! - endar með fyrirgjöf frá hægri en skotið úr teignum endar beint á Agnesi
Eyða Breyta
11. mín
Fylkisstelpur virðast vera í 3-5-2 leikkerfinu á meðan að KR-ingar eru í 4-3-3
Eyða Breyta
9. mín
Marija með skot fyrir utan teig en yfir markið. Ágætis tilraun
Eyða Breyta
8. mín
Aukaspyrna sem KR fær á miðjum vallarhelmingi Fylkis úti hægra megin, Guðmunda í baráttunni í teignum en nær ekki skotinu
Eyða Breyta
7. mín
Þarna fær Atli boltann í sig og því er knötturinn látinn falla á miðjum velli. Ný regla nýjar áherslur og allt það
Eyða Breyta
6. mín
Fylkir fær horn frá hægri, Hulda Sig tekur. KR kemur boltanum í burtu
Eyða Breyta
4. mín
Ásdís Karen með skot utan af velli en Cecelía ver hann með fótunum, veit ekki hvað markmannsþjálfarar landsins segja við þessu
Eyða Breyta
3. mín
Guðmunda Brynja að gera sig líklega en Fylkisstelpur bjarga áður en hún nær að skjóta.
Eyða Breyta
2. mín
Fylkisstelpur byrja að krafti, halda boltanum vel innan liðs
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Leikurinn er farinn í gang, KR-ingar sækja í átt að sundlauginni fyrir þau sem eru kunnug staðháttum. Fylkisstelpur með smá golu í bakið
Eyða Breyta
Fyrir leik
Verið að henda fólki úr VIP stúkunni, skiljanlega vill fólk vera þar - mætingin er ekkert frábær en það á pottþétt eftir að bætast í. Hvet fólk til að mæta.

Liðin ganga inná völlinn. Viktor vallarþulur er með allt í frægu teskeiðinni, ekkert vesen þar
Eyða Breyta
Fyrir leik
KR stelpur farnar inn að hlusta á síðustu skilaboð frá sínum þjálfara. Fylkisstelpur fylgja þeim eftir, nú fer allt að verða klárt. 10 min í leik. Veisla framundan
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hér er allt uppá 10. Liðin hita upp, KR-ingar í halda bolta, Fylkisstelpur í sendingum og dómararnir í liðleikateyjum.

Gleðibankinn í græjunum - Europartý!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru mætt hér til hliðar.
Hjá Fylki kemur Hulda Hrund Arnarsdóttir inn fyrir Margréti Ásvaldsdóttur frá síðasta leik við Þór/KA.

Hjá KR kemur Ásdís Karen Halldórsdóttir inn fyrir Lilju Dögg Valþórsdóttir frá síðasta leik við Val. Ásdís var að koma úr Val en hún er uppalin í Vesturbænum. Verður gaman að fylgjast með henni í dag
Eyða Breyta
Fyrir leik
Velkomin til leiks í Árbænum!
Fylkir og KR munu etja hér kappi. Fylkisstelpur eru nýliðar í deildinni en KR-ingar enduðu í 8.sæti deildarinnar í fyrra.

Bæði lið eru búin með 2 leiki í deildinni. Fylkir eru með 3 stig eftir sigur á Keflavík en tap á móti Þór/KA. KR eru án stiga eftir tapleiki við HK/Víking og Val.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Agnes Þóra Árnadóttir (m)
2. Kristín Erla Ó Johnson ('57)
3. Ingunn Haraldsdóttir (f)
4. Laufey Björnsdóttir
5. Hugrún Lilja Ólafsdóttir ('46)
7. Guðmunda Brynja Óladóttir
8. Katrín Ómarsdóttir
11. Ásdís Karen Halldórsdóttir
12. Tijana Krstic
16. Sandra Dögg Bjarnadóttir
20. Þórunn Helga Jónsdóttir

Varamenn:
23. Birna Kristjánsdóttir (m)
10. Betsy Doon Hassett
11. Gréta Stefánsdóttir
13. Margrét Edda Lian Bjarnadóttir
14. Grace Maher ('57)
17. Hildur Björg Kristjánsdóttir
22. Íris Sævarsdóttir ('46)
27. Halla Marinósdóttir

Liðstjórn:
Bojana Besic (Þ)
Guðlaug Jónsdóttir
Sædís Magnúsdóttir
Gísli Þór Einarsson
Ragna Lóa Stefánsdóttir

Gul spjöld:
Ingunn Haraldsdóttir ('59)

Rauð spjöld: