Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Þór
2
3
Grótta
0-1 Axel Sigurðarson '1
0-2 Óliver Dagur Thorlacius '3 , víti
Nacho Gil '6 1-2
1-3 Axel Sigurðarson '37
Nacho Gil '50 , víti 2-3
Orri Sigurjónsson '61
18.05.2019  -  16:00
Þórsvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
Dómari: Þorvaldur Árnason
Maður leiksins: Axel Sigurðsson
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
Sveinn Elías Jónsson ('71)
Orri Sigurjónsson
4. Hermann Helgi Rúnarsson
5. Loftur Páll Eiríksson
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
23. Dino Gavric ('45)
24. Alvaro Montejo
30. Bjarki Þór Viðarsson
88. Nacho Gil ('83)

Varamenn:
2. Tómas Örn Arnarson
4. Aron Kristófer Lárusson ('45)
6. Ármann Pétur Ævarsson
10. Sigurður Marinó Kristjánsson ('83)
12. Aron Ingi Rúnarsson
14. Jakob Snær Árnason ('71)
17. Fannar Daði Malmquist Gíslason
18. Alexander Ívan Bjarnason
25. Aðalgeir Axelsson

Liðsstjórn:
Gregg Oliver Ryder (Þ)
Hannes Bjarni Hannesson
Guðni Þór Ragnarsson
Kristján Sigurólason
Perry John James Mclachlan

Gul spjöld:
Aron Birkir Stefánsson ('3)
Hermann Helgi Rúnarsson ('32)

Rauð spjöld:
Orri Sigurjónsson ('61)
Leik lokið!
Óvænt úrslit vægast sagt hér á Þórsvelli. Nýliðar Gróttu hirða öll stigin.
93. mín
Þór dælir boltum inn í teig en Grótta hreinsar jafnóðum. Lítið eftir.
92. mín
Allir Gróttumenn bak við boltann og allir Þórsarar fyrir framan miðju. Spennan er áþreifanleg á vellinum.
91. mín
Jakob Snær reynir fyrirgjöf en hún er afspyrnu léleg og Grótta á innkast hinum meginn á vellinum.
90. mín
5 mínútur í uppbótartíma!
90. mín
Það verður ekkert úr fyrri hornspyrnunni en Þór fær aðra. Hef ekki tölu á þeim og aftur ná þeir ekki að gera sér mat úr þeim.
89. mín
Jóhann Helgi reynir skot fyrir utan teig en Bjarki fer fyrir það. Hornspyrna sem Þór á.
88. mín
Spennandi lokamínútur framundan! Grótta hefur ekki verið að fá neinn færi í seinni hálfleik en Þórsarar eru ágætlega líklegir til að skora jöfnunarmark
87. mín
Jónas mundar fótinn en þetta var langt yfir!
86. mín Gult spjald: Arnar Þór Helgason (Grótta)
Groddaralega tækling á Alvaro. Þór fær aukaspyrnu á flottum stað ef einhver vill munda skotfótinn.
84. mín
Aftur fær Þór hornspyrnu, þeir eru að þjarma að Gróttu drengjum manni færri.
83. mín
Inn:Sigurður Marinó Kristjánsson (Þór ) Út:Nacho Gil (Þór )
Þá fer hann útaf eftir að hafa haltrað hluta af fyrri og allan seinni + að setja tvö mörk úr vítaspyrnum.
82. mín
Jakob Snær með takta! Fer fram hjá einum og svo öðrum og kominn í fínt færi en í Gróttu mann og Þór fær horn sem verður ekkert úr.
81. mín Gult spjald: Agnar Guðjónsson (Grótta)
Sparkar boltanum í burtu eftir að það hefði verið dæmt brot. Alltaf svo heimskuleg spjöld.

Það verður ekkert úr aukaspyrnu Þórs inn á teig.
80. mín
Inn:Axel Freyr Harðarson (Grótta) Út:Kristófer Orri Pétursson (Grótta)
Þriðja og síðasta skipting Gróttu.
78. mín
Nacho með gott skot fyrir utan teig en það er langt yfir markið. Eftirteknarvert að hann er ennþá haltrandi inn á vellinum síðan í fyrri hálfleik.
75. mín
Axel fær boltann inn á eigin vallarhelming og leggur af stað upp völlinn en það var enginn samherji sem fylgdi honum. Það má segja að hann hafi svo sótt sér aukaspyrnu.

Grótta er að fá mikið af aukaspyrnum og eru að taka mjög langan tíma í allar þessar aðgerðir sem gerir það að verkum að fína tempóið sem var í leiknum er orðið töluvert minna. Allt eftir áætlun væntanlega.
73. mín
Grótta meira með boltann núna en ekki að skapa neitt fyrir framan markið.
71. mín
Inn:Jakob Snær Árnason (Þór ) Út:Sveinn Elías Jónsson (Þór )
70. mín
Grótta fær aukapsyrnu utarlega hægra meginn inn á vallahelming Þórs. Hér er hægt að valda usla en sóknarbrot dæmt á Óliver.
69. mín
Inn:Agnar Guðjónsson (Grótta) Út:Halldór Kristján Baldursson (Grótta)
68. mín
Báðir sjúkraþjálfarar hlaupa inn á völlinn. Loftur þarf aðhlynningu inn á vallahelmingi Þórs en hann setist sjálfur niður. Sigurvin lá hinum meginn eftir sókn hjá Þór en báðir staðnir upp.
67. mín
Grótta hefur verið að ná vopnum sínum eftir þetta rauða spjald. Þór er ekki að ná að opna þá í sama mæli og í upphafi seinni hálfleiksins.
65. mín
Þór fær hornspyrnu ef góðan sprett frá Alvaro en boltinn beint á Hákon í markinu.
61. mín Rautt spjald: Orri Sigurjónsson (Þór )
Þór orðið manni færri. Sé ekki alveg hvað gerðist en brotið er út á miðjum velli.
59. mín
Þór hefur átt þennan seinni hálfleik og fá aðra hornspyrnu. Nacho setur hausinn í boltann en nær ekki að setja hann á markið. Gróttumenn hafa ekki fengið breik fyrir áhlaupum.
57. mín
Inn:Gunnar Jónas Hauksson (Grótta) Út:Bjarni Rögnvaldsson (Grótta)
Fyrsta breyting Gróttu í leiknum.
56. mín
Þór tekur hornspyrnu sem er skölluðu frá.
55. mín
USS Alvaro með geggjað skot utan af miðjum vallarhelming Gróttu sem Hákon þurfti að hafa fyrir að verja. Kominn langt út úr markinu og Alvaro ætlaði að nýta sér það.
53. mín
Þór kemur mjög ákveðið inn í seinni hálfleikinn og hefur átti þessar mínútur fyrir mark númer 2 og þeir eru ekki hættir! Hér á Nacho frábært skot fyrir utan teig sem siglir rétt framhjá markinu. Einhver hefur hálfleiksræðan verið.
50. mín Mark úr víti!
Nacho Gil (Þór )
Hann er aftur mjög öruggur á punktinum! 2-3!
50. mín
VÍTI!! Þór fær aftur víti! Þriðja vítið í þessum leik og Alvaro sækir það einn og óstuddur. Fær boltann inn á teig þar sem hann heldur í boltann og reynir að fara framhjá Gróttumönnum. Þeir brutu örugglega þrisvar á honum áður en það var dæmt víti.
50. mín
Grótta hefur ekki farið yfir miðju þessar fyrstu mínútur af hálfleiknum.
48. mín
Aron setur sitt mark á leikinn með skoti á mark en Hákon gerir vel.
47. mín
Brotið á Alvaro út á velli og Þór fær aukaspyrnu sem er tekinn hratt. Það kemur svo bolti frá Jónasi inn á teig en beint í hendurnar á Hákoni.
46. mín
Þórsarar ákveðnir á sækja mark tvö strax. Eðlilega. Hafa verið beittir á að koma boltanum í átt að teignum.
45. mín
Leikurinn er hafinn aftur. Heimamenn sem hefja leik.
45. mín
Inn:Aron Kristófer Lárusson (Þór ) Út:Dino Gavric (Þór )
Dino átt erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik. Þór fer í þriggja manna varnalínu.


45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur á Þórsvellinum þar sem nýliðar Gróttu leiða með tveimur. Seinni hálfleikur ætti að verða spennandi.
Varnarlína Þórs í tómu basli í mörkunum.
45. mín
+3
Hér mátti engu muna. Grótta hreinsar frá eftir langt innkast frá Jónasi. Boltinn berst til Alvaro fyrir utan teig sem setur hann þráðbeint inn í teig aftur. Jóhann Helgi nær að pota í boltann en hann fer í stöngina. CM mál!
45. mín
Þremur mínútum bætt við þennan skemmtilega fyrri hálfleik.
44. mín
Jóhann Helgi reynir fyrirgjöf sem Arnar Þór bægir frá. Hornspyrna. Skapast ágætis hætta eftir honspyrnuna en Þór nær ekki að gera sér mat úr þessu.
43. mín
Kristófer Orri þarf aðhlynningu inn á vellinum. Nóg að gera hjá sjúkraþjálfurunum. Hann getur haldið áfram leik.
42. mín
Grótta virkilega grimmir eftir þriðja markið. Manni fannst Þór líklegri áður til að skora en það virðist hafa slegið þá út af laginu að fá þetta þriðja mark á sig.
41. mín
Þór er að ná fínum boltum inn á teiginn en Hákon ótrúlega öruggur á alla bolta og grípur þá flesta.
39. mín
Þórsarar fá hornspyrnu og nú eru leikmenn Þórs inn í teignum. Boltinn kemur á fjærstöngina, smá hætta sem skapast en Grótta fyrst á boltann og koma honum út úr teignum.
37. mín MARK!
Axel Sigurðarson (Grótta)
Stoðsending: Óliver Dagur Thorlacius
Ég skal segja ykkur það! Þetta var keimlíkt fyrsta markinu. Frábær sending frá Óliver inn á Axel sem slúttar eins og fyrra markinu frábærlega!
35. mín
Nacho kominn inn á völlinn aftur en haltrar. Veit ekki hversu lengi hann endist svona.
34. mín
Kristófer reynir skot úr aukaspyrnunni en hún fer himinhátt yfir markið.
33. mín
Nacho leggst niður allt í einu. Var aleinn og haltrar hér út af vellinum eftir aðhlynningu. Lítur ekki vel út.
32. mín Gult spjald: Hermann Helgi Rúnarsson (Þór )
Hermann brýtur á Axel sem var á góðri leið í átt að teig Þórsarar. Grótta fær aukaspyrnu á fínum stað!
32. mín Gult spjald: Óliver Dagur Thorlacius (Grótta)
Óliver stoppar skyndiáhlaup í kjölfar hornspyrnunar. Jónas kominn á fulla ferð samt ennþá inn á eigin vallarhelming.
30. mín
Úff hér mátti engu muna! Óliver tekur lúmskt skot inn í teig Þórs sem Aron rétt nær að setja litla puttann í. Hornspyrna sem Grótta á en verður ekkert úr.
28. mín
Hér átti Sveinn Elías að gera miklu miklu miklu betur og hann veit það sjálfur. Kominn inn í teig Gróttu og í stað þess að senda boltann á annað hvort Alvaro eða Jóhann Helga sem voru báðir vel staðsettir inn í teig ákveður hann að taka skot.
27. mín
Pétur Thedór nánast sloppinn í gegn eftir langan bolta en Hermann gerir vel í vörninni og kemur hættunni frá.
24. mín
Hörkuskot frá Axel inn í teig Þórs en hittir ekki rammann.
23. mín
Báðir standa upp og geta haldið áfram leik. Góðar fréttir!
22. mín
Á meðan fær Gregg alla varnarlínuna eins og hún leggur sig til sín og þeir fara yfir málin. Enda kannski ekki í boði að fá á sig tvö mörk á upphafsmínútunum.
22. mín
Jóhann Helgi og Sigurvin liggja báðir eftir samskipti og báðir sjúkraþjálfararnir hlaupa inn á völlinn.
20. mín
Þá erum við mætt hinum meginn þar sem Pétur Theódór tekur skot fyrir utan teig sem Aron í markinu tekur nokkuð auðveldlega.
19. mín
Grótta missir boltann á hættulegum stað. Alvaro keyrir upp að teig Gróttu og nær fyrirgjöfinni sem er á kollinn á Jóhann Helga en hann nær ekki að stýra boltanum á markið.
18. mín
Fyrsta hornspyrna Gróttu og hún er afskaplega léleg frá Óliver og Þór á auðvelt með að hreinsa frá.
16. mín
Óliver setur líklega heimsmet hér í að reima skóinn sinn. Það fór líklega mínúta af leiktímanum í þetta.
15. mín
Þórsarar hafa verið að ná meiri völdum á vellinum eftir þessar tuskur í andlitið í upphafi hans.
12. mín
Nacho reynir skot fyrir utan teig en það er laust og beint á Hákon í markinu.
11. mín
Það verður ekkert úr hornspyrnunni þrátt fyrir skemmtilega útfærslu á henni.
10. mín
Fyrsta hornspyrna Þórs í leiknum. Jónas röltir að hornfánanum.

Allir leikmenn Þórs nema Alvaro bíða út á miðjum vallarhelming Gróttu þangað til rétt áður hornspyrnan er tekinn og vaða þá allir inn í teig.
9. mín
Jónas með frábæran sprett upp vinstri kantinn en sendingin ratar ekki á samherja.
8. mín
Svakalegar upphafs mínútur á Þórsvellinum. Ég hef engan veginn haft undan því á skrifa. Liðin skiptast á því að halda í boltann og reyna að skapa eitthvað.
6. mín MARK!
Nacho Gil (Þór )
Öruggur á punktinum!
6. mín
VÍTI!!! og nú er það Þórsmanna! Sýnist það vera Bjarki sem brýtur mjög klaufalega á Sveinn Elías inn í teig og það er réttilega dæmt víti.
3. mín Gult spjald: Aron Birkir Stefánsson (Þór )
Fyrir brotið á Axel inn í teig.
3. mín Mark úr víti!
Óliver Dagur Thorlacius (Grótta)
Mjög öruggur á punktinum. Setur Aron í vitlaust horn. 0-2 fyrir Gróttu!
3. mín
VÍTI!! Grótta fær víti...hvað er að gerst hér í upphafi! Aftur var Axel kominn einn í gegn. Aron braut á honum innan teigs og þetta var klárt víti og gult á Aron.
1. mín MARK!
Axel Sigurðarson (Grótta)
Grótta er komið yfir hér á Þórsvellinum. Fá aukaspyrnu á eigin vallarhelming sem þeir taka stutt. Frábært spil upp völlinn sem endar á stungu inn fyrir á Axel sem klárar sitt með sóma einn á móti Aron Birki. Þórsarar virkuðu ekki vaknaðir þarna og Grótta nýti sér það!
1. mín
Gestirnir hefja leikinn.
Fyrir leik
Þetta fer að hefjast, liðin rölta inn á völlinn.
Fyrir leik
Dróni sem flýgur yfir stúkunni, spurning hvað eigi að nýta hann í.
Fyrir leik
Það er ekki alveg bongó en 10 stiga hiti og sólin lætur sá sig við og við. Völlurinn lítur hins vegar hrikalega vel út! Veðrið hefur leikið við grasvellina hér fyrir norðan síðustu vikur.


Fyrir leik
Byrjunarliðin eru mætt.

Það eru engar breytingar á byrjunarliði Þórs frá síðasta leik.

Það eru hins vegar þrjár breytingar hjá Gróttu. Bjarni Rögnvaldsson, Halldór Kristján og Júlí Karlsson koma allir inn í lið Gróttu frá síðasta leik. Axel Freyr fær sér sæti á bekknum, Orri Steinn er ekki í hóp og Dagur Guðjónsson tekur út leikbann eftir að hafa fengið tvö gul og þar með rautt á móti Þrótti R.
Fyrir leik
Liðin hafa spilað sjö sinnum gegn hvort öðru í gegnum tíðina. Þórsarar hafa unnið fimm viðureignir og Grótta tvær. Síðasti sigur Gróttu á Þór kom árið 2015. Í viðureignum þessara liða hafa 16 mörk verið skoruð, Þór hefur átt 13. þeirra og Grótta 3.
Fyrir leik
Þór hefur farið vel af stað í deildinni. Þeir unnu Aftureldingu sannfærandi á heimavelli í fyrsta leik og sóttu svo þrjú stig til Njarðvíkur. Þeir eru því með fullt hús stiga.

Grótta hefur sömuleiðis leikið tvo leiki. Þeir töpuðu gegn Víking Ólafsvík í fyrstu umferð og gerðu svo hádramatískt jafntefli gegn Þrótti Reykjavík í síðustu umferð þegar þeir jöfnuðu leikinn í uppbótatíma og uppskáru sitt fyrsta stig.
Fyrir leik
Góðan daginn og velkominn í beina textalýsingu frá leik Þór og nýliðum Gróttu í 3. umferð Inkasso deildarinnar.

Leikurinn hefst kl. 16:00 á Þórsvellinum og samkvæmt veðurspá á að vera bongó blíða á meðan á honum stendur.
Byrjunarlið:
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
Bjarni Rögnvaldsson ('57)
Halldór Kristján Baldursson ('69)
2. Arnar Þór Helgason
3. Bjarki Leósson
6. Sigurvin Reynisson (f)
8. Júlí Karlsson
10. Kristófer Orri Pétursson (f) ('80)
11. Axel Sigurðarson
29. Óliver Dagur Thorlacius
77. Pétur Theódór Árnason

Varamenn:
12. Theodór Árni Mathiesen (m)
11. Sölvi Björnsson
14. Björn Axel Guðjónsson
17. Agnar Guðjónsson ('69)
17. Gunnar Jónas Hauksson ('57)
19. Axel Freyr Harðarson ('80)
25. Valtýr Már Michaelsson

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Hlynur Helgi Arngrímsson
Leifur Þorbjarnarson

Gul spjöld:
Óliver Dagur Thorlacius ('32)
Agnar Guðjónsson ('81)
Arnar Þór Helgason ('86)

Rauð spjöld: