Hásteinsvöllur
mánudagur 27. maí 2019  kl. 18:00
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Sól og gott veður. Smá vestan gola og 12°c hiti
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Áhorfendur: 127
Maður leiksins: Cloé Lacasse
ÍBV 5 - 0 Stjarnan
1-0 Cloé Lacasse ('9)
1-0 Sigríður Lára Garðarsdóttir ('27, misnotað víti)
2-0 Emma Rose Kelly ('29)
3-0 Cloé Lacasse ('54)
4-0 Clara Sigurðardóttir ('66)
5-0 Cloé Lacasse ('69)
Byrjunarlið:
30. Guðný Geirsdóttir (m)
2. Ragna Sara Magnúsdóttir
4. Caroline Van Slambrouck
6. Sesselja Líf Valgeirsdóttir
7. Rut Kristjánsdóttir
8. Sigríður Lára Garðarsdóttir (f)
9. Emma Rose Kelly ('70)
10. Clara Sigurðardóttir ('76)
20. Cloé Lacasse
23. Shaneka Jodian Gordon ('43)
24. Helena Jónsdóttir

Varamenn:
12. Sigríður Sæland Óðinsdóttir (m)
3. Júlíana Sveinsdóttir
11. Kristín Erna Sigurlásdóttir
14. Guðrún Bára Magnúsdóttir ('70)
16. Thelma Sól Óðinsdóttir
19. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
22. Birgitta Sól Vilbergsdóttir
26. Þóra Björg Stefánsdóttir ('43)

Liðstjórn:
Sigþóra Guðmundsdóttir
Margrét Íris Einarsdóttir
Sonja Ruiz Martinez
Jón Ólafur Daníelsson (Þ)
Óskar Rúnarsson
Richard Matthew Goffe

Gul spjöld:
Cloé Lacasse ('76)
Sesselja Líf Valgeirsdóttir ('84)

Rauð spjöld:
@DanelGeirMoritz Daníel Geir Moritz
92. mín Leik lokið!
Sannfærandi sigur hjá ungu liði ÍBV! Viðtöl og skýrsla á leiðinni!
Eyða Breyta
90. mín
Uppbótartíminn verður eflaust ekki langur en við fáum ekki að vita hversu langur.
Eyða Breyta
84. mín Gult spjald: Sesselja Líf Valgeirsdóttir (ÍBV)
Hárrétt spjald. Léleg móttaka og fór hún hátt með fótinn.
Eyða Breyta
80. mín
Sigrún Ella með aukaspyrnuna og DAUÐAFÆRI hjá Kolbrúnu Tinnu en yfir. Það var nánast erfiðara að setja hann yfir en í markið en allt kom fyrir ekki.
Eyða Breyta
79. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu í fínu fyrirgjafafæri. Hægra megin.
Eyða Breyta
76. mín Margrét Íris Einarsdóttir (ÍBV) Clara Sigurðardóttir (ÍBV)
Clara búin að vera frábær hér í dag og kemur út af. Gotts-stelpa út og Einsa-kalda stelpa inn.
Eyða Breyta
76. mín Gult spjald: Cloé Lacasse (ÍBV)
Tæklar við hliðarlínu. Fór af áfergju í boltann en uppskar gult fyrir. Skrýtið.
Eyða Breyta
72. mín Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjarnan) Renae Nicole Cuellar (Stjarnan)
Byrjaði vel en hvarf. Aníta kemur inn.
Eyða Breyta
72. mín Gult spjald: María Eva Eyjólfsdóttir (Stjarnan)
Pirringsbrot hjá Maríu Evu.
Eyða Breyta
70. mín Guðrún Bára Magnúsdóttir (ÍBV) Emma Rose Kelly (ÍBV)

Eyða Breyta
69. mín MARK! Cloé Lacasse (ÍBV)
FRÁÁÁÁÁBÆRT MARK!!! Cloé með frábær tilþrif og fíflaði Jasmín áður en hún þrumaði boltanum í netið! Hrein rist og Birta átti ekki séns!!! Við erum að tala um 5-0!!!
Eyða Breyta
66. mín MARK! Clara Sigurðardóttir (ÍBV), Stoðsending: Emma Rose Kelly
Ég skal segja ykkur það! Frábær sending inn á Clöru sem renndi boltanum í fjærhornið. Ungt lið ÍBV að PAKKA Stjörnunni saman.
Eyða Breyta
65. mín
GÓÐAN DAGINN! Þóra Björg með frábær tilþrif þar sem hún sólaði tvo leikmenn Stjörnunnar í einu.
Eyða Breyta
61. mín
Kristján gerir tvöfalda skiptingu. Stjarnan er ekki beint að skína hér og svolítið síðan þær sköpuðu hættulegt færi.
Eyða Breyta
60. mín Helga Guðrún Kristinsdóttir (Stjarnan) María Sól Jakobsdóttir (Stjarnan)

Eyða Breyta
60. mín Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir (Stjarnan) Birna Jóhannsdóttir (Stjarnan)

Eyða Breyta
58. mín
ÚFF! Ljót tækling hjá Eddu en blessunarlega hitti hún Sísí ekki almennilega. Edda kveinkar sér eftir þessa fáránlegu tilraun sína. Heppin að fá ekki rautt.
Eyða Breyta
56. mín
Klafs í teig Stjörnunnar og Sísí nær skoti en það deyr í klafsinu.
Eyða Breyta
54. mín MARK! Cloé Lacasse (ÍBV), Stoðsending: Emma Rose Kelly
3-0!!! Frábær sending frá Emmu og Cloé geystist fram, lék á Birtu og renndi boltanum í autt markið! Vel gert en mögulega var Cloé fyrir innan.
Eyða Breyta
51. mín
Diljá skallar framhjá af stuttu og þröngu færi. Sending frá Renae.
Eyða Breyta
46. mín
Leikur hafinn að nýju!
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
2-0 fyrir ÍBV í hálfleik! Stórt að Birta hafi ekki fengið rautt fyrir að verja með hendi utan teigs og að Sísí hafi klúðrað víti.
Eyða Breyta
43. mín Þóra Björg Stefánsdóttir (ÍBV) Shaneka Jodian Gordon (ÍBV)
Dregið verulega af Shaneku sem hefur samt skilað fínu dagsverki. Er að finna sitt form og leikur 43 mínútur hér í dag.
Eyða Breyta
43. mín
Frábær varnarleikur hjá Rut! Sending af hægri kantinum og komst Renae í skotfæri en Rut með allt í testkeið.
Eyða Breyta
39. mín
DAUÐAFÆRI!!! Diljá Ýr sleppur í gegn og Guðný mætir vel og skotið fer framhjá. Þarna hefði Diljá átt að gera betur. Flott sókn.
Eyða Breyta
36. mín
Cloé með flotta fyrirgjöf og Shaneka með lausan skalla beint á Birtu.
Eyða Breyta
29. mín MARK! Emma Rose Kelly (ÍBV)
MARK!!! Emma Rose með skot utan af velli og hefur hann viðkomu í varnarmanni og í netið! Mögulega sjálfsmark en höldum þessu svona í bili. 2-0 fyrir ÍBV!
Eyða Breyta
27. mín Misnotað víti Sigríður Lára Garðarsdóttir (ÍBV)
VARIÐ!!! Vel gert hjá Birtu en afleitt víti hjá Sísí. Boltinn rúlaði bara til vinstri og Birta varði með fótunum.
Eyða Breyta
27. mín Gult spjald: Edda María Birgisdóttir (Stjarnan)
VÍTI!!! Edda María rífur Cloé niður í teignum og uppsker gult spjald. Cloé eins og raketta.
Eyða Breyta
24. mín Gult spjald: Birta Guðlaugsdóttir (Stjarnan)
Gunnar Oddur, ertu að grínast? Shaneka nær boltanum og skýtur á markið og Birta ver með höndum fyrir utan teig og uppsker bara gult spjald! Galin ákvörðun. Þetta á að vera skýrt í reglum!
Eyða Breyta
20. mín
Birta!!! Ja, hér. Sending frá Shaneku inn í teiginn en Birta missir hann og munaði sáralitlu að Emma hefði potað inn. Birta mokaði upp eftir sig en tæpara mátti ekki standa.
Eyða Breyta
18. mín
Clara í frábæru færi en einhvern veginn vafðist fyrir henni að taka ákvörðun og fjaraði sénsinn út. Cloé var að koma í hlaup en Clara hefði líka getað skotið en ekkert varð úr.
Eyða Breyta
17. mín
Emma Rose Kelly með fínt skot en Birta ver vel.
Eyða Breyta
14. mín
Klafs sem leiðir til skots yfir markið frá Birnu Jó.
Eyða Breyta
14. mín
Stjörnukonur fá horn.
Eyða Breyta
13. mín
Renae með frábæran sprett og fínt skot sem Guðný varði. Þetta voru svokölluð Play Station tilþrif.
Eyða Breyta
9. mín MARK! Cloé Lacasse (ÍBV), Stoðsending: Sesselja Líf Valgeirsdóttir
Frábært mark! Sending upp vinstra megin og Cloé kemur inn á völlinn og skorar með frábæru skoti. 1-0 fyrir heimakonur!
Eyða Breyta
7. mín
Birna Jó í dauðafæri en bíðum nú við ... flaggað. Skot hennar fór framhjá en ég er ekki viss með flaggið.
Eyða Breyta
5. mín
Vá! Vel gert Guðný! Renae með skalla eftir frábæra sendingu frá Diljá en Guðný varði frábærlega. Stórhættuleg sókn gestanna.
Eyða Breyta
4. mín
Talandi um sand, þá er búið að ná samningi við skipasmíðastöðina í Póllandi um nýjan Herjólf. Gleðidagur!
Eyða Breyta
3. mín
Færi! Sísí fær fínan séns en nær ekki að leggja hann fyrir sig og í sandinn rann það.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Leikur hafinn og foreldrar fyrirliðanna sitja hlið við hlið að horfa.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru komin á völlinn og eru kynnt vasklega til leiks af Geir Reynissyni.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Í byrjunarliði Stjörnunnar kemur Diljá Ýr inn fyrir Hildigunni. Þá er Sóley Guðmunds fyrirliði liðsins en hún lék með ÍBV lengi vel.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þær Ragna Sara Magnúsdóttir og Helena Jónsdóttir byrja í fyrsta sinn á ferlinum. Ragna Sara er systir Sigurðar Arnar, varnarmanns karlaliðsins. Hún er á 16. ári en Helena aðeins á því 15.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Jón Óli, þjálfari ÍBV, mun væntanlega horfa á leikinn úr stúkunni í dag. Hann sagði í viðtali eftir síðasta leik að hann sjái leikinn betur þaðan.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, þjálfaði karlalið ÍBV síðustu tvö ár og gerði liðið að bikarmeisturum. Til gamans má geta að það er til bumbuboltahópur í Vestmannaeyjum sem heitir Knattspyrnufélagið Kristján, honum til heiðurs. Besti leikmaður liðsins er Ingi Freyr Ágústsson.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Í síðustu umferð tapaði ÍBV gegn KR á Meistaravöllum á meðan Stjarnan vann Fylki. ÍBV er með 3 stig eftir fjóra leiki en Stjarnan 9 stig eftir jafn marga leiki.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er sól og blíða í Vestmannaeyjum þennan mánudaginn og býð ég lesendur velkomna í textalýsingu á leik ÍBV og Stjörnunnar.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
12. Birta Guðlaugsdóttir (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir
4. Edda María Birgisdóttir
7. Renae Nicole Cuellar ('72)
8. Viktoría Valdís Guðrúnardóttir
9. Sigrún Ella Einarsdóttir
11. Diljá Ýr Zomers
16. María Eva Eyjólfsdóttir
17. María Sól Jakobsdóttir ('60)
18. Jasmín Erla Ingadóttir
19. Birna Jóhannsdóttir ('60)

Varamenn:
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
10. Anna María Baldursdóttir
13. Helga Guðrún Kristinsdóttir ('60)
15. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir ('60)
27. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir ('72)
29. Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir
35. Hrefna Steinunn Aradóttir
39. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir

Liðstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Kjartan Sturluson
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
Sigurður Már Ólafsson
Róbert Þór Henn

Gul spjöld:
Birta Guðlaugsdóttir ('24)
Edda María Birgisdóttir ('27)
María Eva Eyjólfsdóttir ('72)

Rauð spjöld: