ÍBV
2
0
Fjölnir
Jonathan Franks '37 1-0
Jonathan Glenn '54 2-0
29.05.2019  -  17:00
Hásteinsvöllur
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Smá austangola, brakandi sól og 8° hiti. Völlurinn er þokkalegur en virkar þurr.
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Áhorfendur: 246
Maður leiksins: Gilson
Byrjunarlið:
93. Rafael Veloso (m)
Jonathan Glenn ('79)
2. Sigurður Arnar Magnússon
3. Felix Örn Friðriksson
7. Evariste Ngolok ('90)
8. Telmo Castanheira
11. Víðir Þorvarðarson
19. Breki Ómarsson ('65)
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson
73. Gilson Correia
77. Jonathan Franks

Varamenn:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
8. Priestley Griffiths ('90)
11. Sindri Snær Magnússon
12. Eyþór Orri Ómarsson ('65)
17. Róbert Aron Eysteinsson ('79)
92. Diogo Coelho

Liðsstjórn:
Pedro Hipólito (Þ)
Ian David Jeffs
Matt Garner
Jóhann Sveinn Sveinsson
Björgvin Eyjólfsson
Márcio Santos

Gul spjöld:
Víðir Þorvarðarson ('13)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Flottur heimasigur hjá ÍBV. Vestmanneyingar hafa unnið bikarmeistara Stjörnunnar og að margra mati besta lið Inkasso og eru komnir í 8 liða úrslit Mjölkurbikarsins!
95. mín
ÍBV fær horn.
90. mín
+1 Eyþór klúðrar hér dauðafæri. Boltinn kemur inn á markteig og er á loft en hann nær ekki að stýra honum á markið.
90. mín
5 mínútum bætt við
90. mín
Inn:Priestley Griffiths (ÍBV) Út:Evariste Ngolok (ÍBV)
89. mín
Vá! Hans Viktor með skot eftir að Veloso lendir í klafsi en framhjá. Rafael liggur eftir.
84. mín
Víðir með flott skot en Atli ver. Felix fylgdi eftir en þrumaði í hliðarnetið.
81. mín
Inn:Orri Þórhallsson (Fjölnir) Út:Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
Gummi Kalli hefur ekki verið nein veisla hér í dag.
79. mín
Inn:Róbert Aron Eysteinsson (ÍBV) Út:Jonathan Glenn (ÍBV)
Fínu dagsverki lokið hja Glenn. Róbert Aron kemur inn og uppsker lófatak úr stúkunni.
77. mín
Franks með hornið og Glenn skallar nokkuð fast en beint á Atla Gunnar.
77. mín
Franks og Víðir með fína takta á hægri kannti og fá horn.
74. mín
Inn:Kristófer Óskar Óskarsson (Fjölnir) Út:Elís Rafn Björnsson (Fjölnir)
74. mín Gult spjald: Ingibergur Kort Sigurðsson (Fjölnir)
Ingibergur Kort fær hér kort frá dómara leiksins fyrir fáránlega tæklingu á Franks.
72. mín
246 manns mættir og sáu ágæta sókn hjá ÍBV sem hófst á tilþrifum Eyþórs Orra.
71. mín
Gummi Karl með horn beint í lúkurnar á Rafael.
68. mín
Víðir með galna sendingu aftur en Rafael komst í boltann á undan Alberti.
65. mín
Inn:Eyþór Orri Ómarsson (ÍBV) Út:Breki Ómarsson (ÍBV)
Eyþór Orri kemur inn.
59. mín
Breki kemur boltanum frá og leggst á völlinn.
59. mín
Fjölnir fær horn.
56. mín
Inn:Jóhann Árni Gunnarsson (Fjölnir) Út:Valdimar Ingi Jónsson (Fjölnir)
Ási reynir að bregðast við erfiðari stöðu.
54. mín MARK!
Jonathan Glenn (ÍBV)
Stoðsending: Gilson Correia
Maaaaaaaaaaaark! Ngolok með skot sem endar hjá Gillz sem þrumar á markið og Atli Gunnar ver beint fyrir fætur Glenn! 2-0!!!
54. mín
Úff, Franks með spyrnuna og skallað er í horn. Hefði getað orðið sjálfsmark, svei mér þá.
53. mín
Breki með frábæran dans hérna vinstra megin og fiskar aukaspyrnu. Þetta gæti orðið hættulegt.
50. mín
Gillz! Hvað ertu að gera? Reynir að skýla boltanum og Ingibergur kemst inn í og skýtur framhjá. Ótrúlega dapurleg vörn þarna.
46. mín
Leikur hafinn að nýju! ÍBV byrjar og sækir til austurs.
45. mín
+1
Hálfleikur hér! 1-0 fyrir ÍBV. Gestirnir eflaust súrir með stöðuna en ÍBV var mikið betra hér undir lokin eftir basl frá 10. mín eða svo.
45. mín
Einni mín er bætti við.
45. mín
Hætta. Glenn fær boltann inn fyrir en móttakan sveik hann og Atli Gunnar komst í boltann.
42. mín
Gleeeennn! Vá! Telmo með hálf misheppnað skot sem Glenn nær að skalla en í slána og skoppaði yfir. Munaði mjög litlu að heimamenn kæmust þarna í 2-0!
37. mín MARK!
Jonathan Franks (ÍBV)
Stoðsending: Breki Ómarsson
Maaaaaaaaaaaaaaaaark!!! Frábært sending hjá Breka og Franks mætir á fjær og potar í autt markið. Boltinn hafði viðkomu í varnarmanni og tók alla vörnina úr leik, sem og Atla. 1-0 ÍBV!!!
36. mín
Telmo með fyrirgjöf frá vinstri en Atli Gunnar grípur vel inn í.
32. mín
Felix tók aukaspyrnuna sem var slök og boltinn barst út og Víðir tók boltann og þrumaði ... langt yfir.
32. mín
ÍBV fær aukaspyrnu hægra megin við teiginn.
29. mín
Lúmskt hér! Boltinn datt fyrir utan teig heimamanna og Elís Rafn reyndi bjartsýnisskot. Það var síðan nær en virtist í fyrstu en rétt framhjá.
27. mín
Vá!!! Flott fyrirgjöf af hægri kannti en Ingibergur Kort hitti ekki boltann! Dauðafæri.
24. mín
Frábær tækling hjá Gilson, eða Gillz eins og hann er kallaður í Eyjum. Boltinn inn fyrir vörn ÍBV og færi að skapast en Gillz tæklaði vel.
19. mín
Arnór með hornið en brot dæmt á Fjölnismenn.
19. mín
Albert Brynjar að minna á sig og á fína fyrirgjöf sem er skölluð í horn.
15. mín
Einar Ingi með lítið samræmi. Hans Viktor braut á Víði en sóknin hélt áfram. Ekkert spjald á Viktor en ÍBV fékk horn. Franks tók hornið og Ngolok fékk gott færi á fjær en skaut framhjá.
13. mín
Albert Brynjar í DAUÐAFÆRI! Fékk boltann inni í teig hægra megin og kom að markinu og þrumaði yfir. Þarna hefði Fjölnir getað komist yfir.
13. mín Gult spjald: Víðir Þorvarðarson (ÍBV)
Fyrirliði dagsins fær hér gult spjald fyrir að stöðva hraða sókn.
12. mín
Seyðfirðingurinn knái grípur boltann.
12. mín
ÍBV fær horn!
8. mín
Kötturinn Felix með fínan sprett. Kom inn á völlinn af vinstri kannti og skaut með hægri, sem er hans lakari fótur, en Atli Gunnar varði.
7. mín
Fjölnir reyndir horn af æfingasvæðinu en ÍBV bjargar.
6. mín
Valdimar Ingi með flottan sprett og sendi á Albert sem fiskaði horn.
5. mín
Telmo með frábæra tæklingu og reyndi skot af löööngu færi en yfir fór hann.
2. mín
HÆTTA. Fjölnir með horn og Bergsveinn skaut en Rafael varði. Flaggið fór á loft svo það er spurning hvort mark hefði staðið hefði boltinn farið inn. Svolítið mörg hefði hér í upphafi.
1. mín
Leikur hafinn
Fjölnir byrjar!
Fyrir leik
Rafael er í marki heimamanna. Halldór Páll náði 2 leikjum í röð og er það met markvarðanna í sumar yfir marga leiki í röð.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn.


Fyrir leik
Ási Arnars, þjálfari Fjölnis, þekkir vel til í Eyjum en hann þjálfaði liðið síðari hluta móts 2015.
Fyrir leik
Bergsveinn Ólafs, Albert Brynjar, Rasmus, Hans Viktor og Guðmundur Karl eru á meðal manna í byrjunarliði Fjölnis. Margir spá Fjölni upp og eru þeir í 3. sæti í Inkasso deildinni.
Fyrir leik
Sindri Snær, fyrirliði ÍBV, er í leikmannahópnum í dag. Hans hefur verið sárt saknað.
Fyrir leik
Fjölnir vann Leikni R og ÍR á leið sinni í 16 liða úrslitin og eru því sannkallaðir Breiðholtsbanar í sumar.
Fyrir leik
ÍBV vann Stjörnuna í 32 liða úrslitum eftir framlengdan leik. Óskar Zoega skoraði eina mark leiksins og er hann í byrjunarliði heimamanna í dag.
Fyrir leik
Kæru lesendur. Velkomnir á leik ÍBV og Fjölnis í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
Byrjunarlið:
12. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
2. Valdimar Ingi Jónsson ('56)
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson
7. Ingibergur Kort Sigurðsson
8. Arnór Breki Ásþórsson
14. Albert Brynjar Ingason
23. Rasmus Christiansen
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson ('81)
30. Elís Rafn Björnsson ('74)

Varamenn:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
16. Orri Þórhallsson ('81)
17. Lúkas Logi Heimisson
26. Ísak Óli Helgason
31. Jóhann Árni Gunnarsson ('56)
32. Kristófer Óskar Óskarsson ('74)
33. Eysteinn Þorri Björgvinsson

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Gunnar Már Guðmundsson
Einar Hermannsson
Kári Arnórsson
Magnús Birkir Hilmarsson

Gul spjöld:
Ingibergur Kort Sigurðsson ('74)

Rauð spjöld: