Samsung völlurinn
laugardagur 01. júní 2019  kl. 13:00
Mjólkurbikar kvenna
Dómari: Ásmundur Þór Sveinsson
Maður leiksins: Barbára Sól Gísladóttir
Stjarnan 2 - 3 Selfoss
0-1 Grace Rapp ('19)
1-1 Jana Sól Valdimarsdóttir ('23)
2-1 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('90)
2-2 Grace Rapp ('90)
2-3 Barbára Sól Gísladóttir ('92)
Byrjunarlið:
12. Birta Guðlaugsdóttir (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir
9. Sigrún Ella Einarsdóttir
11. Diljá Ýr Zomers ('70)
15. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
18. Jasmín Erla Ingadóttir
27. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir ('91)
29. Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir
35. Hrefna Steinunn Aradóttir ('65)
37. Jana Sól Valdimarsdóttir ('45)
39. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir

Varamenn:
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
7. Renae Nicole Cuellar ('91)
8. Viktoría Valdís Guðrúnardóttir ('65)
10. Anna María Baldursdóttir
13. Helga Guðrún Kristinsdóttir
17. María Sól Jakobsdóttir ('45)
19. Birna Jóhannsdóttir ('70)

Liðstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Kjartan Sturluson
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
Gréta Guðnadóttir
Guðný Guðnadóttir
Róbert Þór Henn

Gul spjöld:
Jasmín Erla Ingadóttir ('120)

Rauð spjöld:
@brynjad93 Brynja Dögg Sigurpálsdóttir
120. mín Leik lokið!
Ásmundur flautar leikinn af!

Selfoss áfram í 8. liða úrslit eftir 3-2 sigur á Stjörnunni. Fjörugar loka mínútur í annars frekar rólegum leik. Minni á viðtöl og skýrslu hér rétt á eftir.
Eyða Breyta
120. mín Gult spjald: Jasmín Erla Ingadóttir (Stjarnan)
Brýtur á Karítas á miðjunni
Eyða Breyta
117. mín
Selfyssingar ekkert að flýta sér að taka föst leikatriði, enda aðeins 3 mínútur eftir af framlengingunni.
Eyða Breyta
110. mín
Eva Lind skiptir boltanum yfir á Barbáru sem tekur skot langt utan af velli, rétt fram hjá markinu.
Eyða Breyta
107. mín
Barbára kemur bltanum inn á Darian sem er rangstæð.
Eyða Breyta
106. mín
Seinni hlutinn hafinn - byrjar með kröftugri sókn Stjörnunnar sem endar með skoti frá Jasmín Erlu farmhjá.
Eyða Breyta
105. mín
Fyrri hluti framlenginarinnar liðinn.

Ásmundur flautar hér fyrri hluta framlengarinnar af. Selfoss leiðir 3-2 eins og er og hafa verið líklegri til að setja annað ef eitthvað er. Stjarnan verður að koma mun ákveðnari inn í þennan seinni hluta vilji þær áfram í næstu umferð.
Eyða Breyta
105. mín Gult spjald: Grace Rapp (Selfoss)
Sá ekki alveg fyrir hvað, því miður.
Eyða Breyta
102. mín
Barbára með skot rétt yfir markið!

Fyrirgjöf frá Hægri kantinum og boltinn berst út á Barbáru sem hafði nægan tíma til að koma skoti á markið.
Eyða Breyta
100. mín Darian Elizabeth Powell (Selfoss) Þóra Jónsdóttir (Selfoss)

Eyða Breyta
92. mín MARK! Barbára Sól Gísladóttir (Selfoss)
Frábært einstaklings framtak! Fær boltann vinstra megin og nær góðu skoti.
Eyða Breyta
91. mín Renae Nicole Cuellar (Stjarnan) Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjarnan)

Eyða Breyta
90. mín
Búið að flauta - Við erum á leið í framlengingu!

Mikið í gangi hér síðustu mínúturnar og ég átti í fullu fangi við að koma öllum upplýsingum til skila! En við fengum hér tvö mörk í uppbótartíma!
Eyða Breyta
90. mín Halla Helgadóttir (Selfoss) Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfoss)
Kom að vísu inn rétt á undan markinu en það er ómögulegt að halda í við það sem er að gerast hérna!
Eyða Breyta
90. mín MARK! Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (Stjarnan), Stoðsending: Sóley Guðmundsdóttir
Alltof mikið að gerast! Jöfnunarmarkið strax komið! Frábær fyrigjöf frá Sóleyju sem skallar hann yfir Kelsey í markinu!


Eyða Breyta
90. mín MARK! Grace Rapp (Selfoss), Stoðsending: Eva Lind Elíasdóttir
Eva Lind á skot í slánna og boltinn berst aftur út í teiginn. Þar er Grace fyrst að átta sig og kemur boltanum yfir línunna
Eyða Breyta
86. mín
Fríða leggur boltann inn á Barbáru sem reynir að koma boltanum fyrir en Birta vel á verði og grípur boltann.
Eyða Breyta
82. mín
Hornspyrna frá Önnu Maríu sem Fríða skallar í slánna!
Eyða Breyta
80. mín
Selfoss örlítið líklegri þessa stundina. Fríða með fast skot sem fer í varnarmann Stjörnunnar og aftur fyrir.
Eyða Breyta
80. mín
Karítas með sendinguna inn fyrir á Grace sem á skot í stöngina! Munaði litlu þarna.
Eyða Breyta
78. mín Eva Lind Elíasdóttir (Selfoss) Magdalena Anna Reimus (Selfoss)

Eyða Breyta
76. mín
Magdalena með fyrirgjöf sem Fríða nær að skalla, en skallinn beint á Birtu í markinu.
Eyða Breyta
72. mín
Langur bolti frá miðvörðum Selfoss inn fyrir vörn Stjörnunnar þar sem Barbára var mætt en skýtur rétt fram hjá!
Eyða Breyta
70. mín
Barbára kom boltanum á Magdalenu sem tók snúning inn í teig en náði því miður ekki nógu góðu skoti.
Eyða Breyta
70. mín Birna Jóhannsdóttir (Stjarnan) Diljá Ýr Zomers (Stjarnan)

Eyða Breyta
65. mín Viktoría Valdís Guðrúnardóttir (Stjarnan) Hrefna Steinunn Aradóttir (Stjarnan)

Eyða Breyta
65. mín
Barbára með hratt innkast á Fríðu sem keyrir á stað og nær skoti úr þröngu færi sem Birta ver.
Eyða Breyta
61. mín
Aníta Ýr með skot í stöngina! Þarna munaði litlu!
Eyða Breyta
59. mín
Diljá með fast skot sem Birta ver í horn, fín sókn hjá Stjörnunni.
Eyða Breyta
56. mín
Fríða með skot langt yfir úr fínu færi! Barbára keyrði á vörn Stjörnunnar og boltinn barst út á leikmann Selfoss sem fann Fríðu aleina fyrir framan markið.
Eyða Breyta
53. mín
Fríða með skemmtileg tilþrif! Tekur snúning og vippar boltanum inn fyrir á Magdalenu en varnarmaður Stjörnunnar kemur þessu frá.
Eyða Breyta
50. mín
Karítas með flott hlaup upp völlinn, skýtur á markið rétt utan teigs og Birta ver auðveldlega.
Eyða Breyta
45. mín María Sól Jakobsdóttir (Stjarnan) Jana Sól Valdimarsdóttir (Stjarnan)
Stjarnan gerir eina breytingu í hálfleik og tekur markaskorarann af velli.
Eyða Breyta
45. mín Leikur hafinn

Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Leikurinn hefur verið mjög jafn og lítið um færi. Liðin hafa skiptst á að vera með boltann og sækja en vantar að skapa sér enn betri færi.

Þess má til gamans geta að meðal aldur byrjunarliðs Stjörnunnar er 19,3 ár sem hlýtur að vera með því yngsta sem gerist í Pepsi-Max deildinni.
Eyða Breyta
45. mín
Bolti frá Karítas inn fyrir vörnina og Barbára nálægt því að komast í færi en Birta gerir vel og kemur út á móti.
Eyða Breyta
39. mín
Fyrirgjöf frá vinstri kantinum og Hildigunnur nálægt því að komast í boltann! Hornspyrna sem Stjarnan á.
Eyða Breyta
38. mín
Hornspyrna sem Selfyssingar eiga. Magdalena skallar framhjá.
Eyða Breyta
32. mín
Rólegar mínútur hér eftir markið, bæði lið skiptast á því að vera með boltann.
Eyða Breyta
23. mín MARK! Jana Sól Valdimarsdóttir (Stjarnan)
Upp úr engu! Skot lengst utan við teiginn - sláin inn, algjörlega frábært mark!

Ég sá ekki hver átti skotið og skráði fyrst markið á Diljá en eftir smá rannsóknarvinnu kom í ljós að það var Jana Sól sem skoraði! Biðst innilegrar afsökunar á þessu.
Eyða Breyta
19. mín MARK! Grace Rapp (Selfoss), Stoðsending: Barbára Sól Gísladóttir
Barbára keyrði á vörnina og er nálægt því að sleppa í gegn en boltinn berst á Grace sem leggur boltann í netið.
Eyða Breyta
15. mín
Barbára með fast skot úr þröngu færi sem Birta ver út í teiginn og Katrín setur boltann í horn.

Ekki mjög hættuleg hornspyrna, Birta nær þó ekki að grípa hann en varnarmenn koma boltanum frá.
Eyða Breyta
13. mín
Fínt spil hjá Magdalenu og Fríðu en þær komast ekki fram hjá öftustu línu Sjtörnunnar.
Eyða Breyta
11. mín
Langur bolti inn fyrir á Barbáru. Birta kemur út úr markinu og lendir beint á Barbáru. Birta liggur eftir. Þetta leit ekki vel út.

Birta er þó staðin upp og virðist þetta því ekki hafa verið alvarlegt.
Eyða Breyta
8. mín
Þetta var tæpt! Fyrirgjöf frá Diljá sem Kelsey mætir út í en missir boltann og mátti ekki miklu muna að hann færi inn fyrir.
Eyða Breyta
7. mín
Leikurinn fer rólega af stað en barátta í báðum liðum.

Nú átti Selfoss skot yfir markið.
Eyða Breyta
Fyrir leik Leikur hafinn
Selfoss byrjar með boltann.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er sól og blíða og frábærar aðstæður til að spila fótbolta. Hinsvegar allt of fáir í stúkunni miðað við að það séu tæpar 5 mínútur í leik, vonum að fólk skríði inn á síðustu stundu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár, þau má sjá hér til hliðar.

Aðeins 5 leikmeinn Stjörnunnar halda sæti sínu í byrjunarliði og það eru þær Birta Guðlaugs, Sóley Guðmunds, Sigrún Ella, Diljá Ýr og Jasmín Erla. Það eru því margar að fá tækifæri til að sanna sig hér í dag.

Tvær breytingar eru á liði Selfoss og er það fyrirliðinn Anna María sem kemur aftur inn í liðið og sömuleiðis er Fríða komin inn. Á bekkinn setjast þær Eva Lind og Darian Powell.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin spiluðu bæði erfiða leiki fyrr í vikunni en Selfoss heimsótti Val á Hlíðarenda, þar sem leik lauk með 4-1 sigri Vals. Stjarnan fékk sömuleiðis skell í Eyjum og tapði 5-0 fyrir spræku liði ÍBV.

En þau úrslit skipta engu máli hér í dag og bæði lið mætt til að tryggja sér sæti í 8.liða!
Eyða Breyta
Fyrir leik
16 liða úrslitin hófust í gær og þar voru það Þór/KA, Valur og ÍA sem tryggðu sér sæti í 8. liða úrslitunum. Umferðin heldur áfram í dag þar sem 4 leikir eru spilaðir og lýkur á morgun með leik Augnabliks og Tindastóls.

Í þeim þremur leikjum sem spilaðir voru í gær, voru skoruð hvorki meira né minna en 20 mörk!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan dag og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Stjörnunar og Selfoss í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Bæði liðin leika í Pepsi-Max deildinni og koma því beint inn í 16 liða úrslitin.

Stutt er síðan þessi lið mættust síðast en það var í fyrstu umferð Pepsi-Max deildarinnar í byrjun maí. Þeim leik lauk með 1-0 sigri Stjörnunnar eftir mark frá Birnu Jóhanns.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
0. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir
1. Kelsey Wys
4. Grace Rapp
6. Bergrós Ásgeirsdóttir
7. Anna María Friðgeirsdóttir (f)
10. Barbára Sól Gísladóttir
14. Karitas Tómasdóttir
18. Magdalena Anna Reimus ('78)
21. Þóra Jónsdóttir ('100)
26. Hólmfríður Magnúsdóttir ('90)
29. Cassie Lee Boren

Varamenn:
13. Friðný Fjóla Jónsdóttir (m)
5. Brynja Valgeirsdóttir
9. Halla Helgadóttir ('90)
11. Anna María Bergþórsdóttir
23. Darian Elizabeth Powell ('100)
25. Halldóra Birta Sigfúsdóttir

Liðstjórn:
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
Baldur Rúnarsson
Eva Lind Elíasdóttir
Óttar Guðlaugsson
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)

Gul spjöld:
Grace Rapp ('105)

Rauð spjöld: