Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Víkingur Ó.
0
1
Fram
0-1 Helgi Guðjónsson '7 , víti
Harley Willard '36 , misnotað víti 0-1
22.06.2019  -  14:00
Ólafsvíkurvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Brakandi sól og hægur andvari
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Marcao
Byrjunarlið:
1. Franko Lalic
2. Ívar Örn Árnason
3. Michael Newberry
5. Emmanuel Eli Keke ('90)
6. James Dale (f)
7. Grétar Snær Gunnarsson
8. Martin Cristian Kuittinen ('64)
11. Harley Willard
13. Emir Dokara
14. Sallieu Capay Tarawallie
24. Abdul Bangura ('79)

Varamenn:
12. Baldur Olsen (m)
7. Ívar Reynir Antonsson ('64)
17. Kristófer Jacobson Reyes
19. Breki Þór Hermannsson ('79)
21. Pétur Steinar Jóhannsson
22. Vignir Snær Stefánsson ('90)

Liðsstjórn:
Ejub Purisevic (Þ)
Gunnsteinn Sigurðsson
Antonio Maria Ferrao Grave
Jónas Gestur Jónasson
Suad Begic
Einar Magnús Gunnlaugsson
Harpa Finnsdóttir

Gul spjöld:
Emmanuel Eli Keke ('13)
Ejub Purisevic ('58)
Einar Magnús Gunnlaugsson ('58)
Grétar Snær Gunnarsson ('74)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Annar tapleikur á heimavelli í röð hjá Víkingum staðreynd. Annars hörkuleikur og flottur sigur hjá fram í leik.
Skýrslan kemur inn von bráðar en þvi miður verða engin viðtöl.

Takk fyrir mig.
90. mín
Víkingar fengu aukaspyrnu á álitlegum stað, Emir setti boltann í varnarvegginn , fékk hann aftur og setti yfir
90. mín
DAUÐAFÆRI!! Franko varði vel í markinu sá ekki frá hverjum
90. mín
Inn:Magnús Þórðarson (Fram) Út:Helgi Guðjónsson (Fram)
90. mín
Inn:Vignir Snær Stefánsson (Víkingur Ó.) Út:Emmanuel Eli Keke (Víkingur Ó.)
89. mín
Vignir að koma inná hjá Víkingum
87. mín
Dómarinn er í aðalhlutverki hérna á síðustu mínútum leiksins með mjög skrýtnar ákvarðanir oft á tíðum
85. mín
Framararnir leggjast í grasið núna við hvert brot og vinna þar með smá tíma
82. mín
Víkingar með hornspyrnu sem að endar með því að einhver framari liggur hér á vellinum
80. mín
Helgi átti hér skot í stöngina
79. mín
Inn:Breki Þór Hermannsson (Víkingur Ó.) Út:Abdul Bangura (Víkingur Ó.)
Sonur Hemma þórs Víkings legends að koma hér inná
74. mín Gult spjald: Grétar Snær Gunnarsson (Víkingur Ó.)
Kolvitlaust ákvörðun. Góð tækling og boltinn á milli. Grétar var allt annað en sáttur og lét Pétur heyra það og þá dró hann upp gula oftur og gaf honum rautt. Svo bara hætti hann við það. Mjög skrýtið
72. mín
Inn:Unnar Steinn Ingvarsson (Fram) Út:Hilmar Freyr Bjartþórsson (Fram)
Framarar með sína fyrstu skiptingu
66. mín
Ívar vinnur horn fyrir Víkinga

Keke með skalla hátt yfir markið
64. mín
Inn:Ívar Reynir Antonsson (Víkingur Ó.) Út:Martin Cristian Kuittinen (Víkingur Ó.)
Fyrrum framarinn kemur hér inná
58. mín Gult spjald: Einar Magnús Gunnlaugsson (Víkingur Ó.)
58. mín Gult spjald: Ejub Purisevic (Víkingur Ó.)
57. mín
Skil ekki hvernig hann gat sleppt þvi að dæma þarna. Abdul sloppinn einn innfyrir og að mér sýndist Marcao brýtur á honum en ekkert dæmt.
Ejub allt annað en sáttur og uppsker gult spjald sem og Einar markmannsþjálfari
55. mín Gult spjald: Jökull Steinn Ólafsson (Fram)
Sá ekki brotið
55. mín
Obbosí boltinn dæmdur af Víkingum fyrir vitlaust innkast
54. mín
Víkingar taka svo langt innkast, Harley kassar boltann niður á vítapunktinum og setur hann framhjá
52. mín
Framarar brjálaðir, vilja meina að brotið hafi verið á Má sem að var á hörkuspretti upp völlinn en Jamrs Dale kom með magnaða tæklingu eins og honum einum er lagið og bjargar
47. mín
Framarar í ágætri sókn en þá kom Eli og bjargaði fyrir Víkinga
46. mín
Leikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Hörku fyrri hálfleik lokið, vonandi fáum við fleiri mörk í seinni
45. mín
Víkingar fá aukaspyrnu á hættulegum stað
43. mín
Ekkert varð úr því frekar en fyrri daginn og baráttan heldur áfram.
42. mín
Jæja, eitthvað í gangi, Víkingar fá horn
36. mín Misnotað víti!
Harley Willard (Víkingur Ó.)
Ólafur varði vel frá Harley þarna
35. mín
VÍTI
Víkingar fá víti
29. mín
Ekki mikið í gangi í augnablikinu. Framarar eru frekar aftarlega á vellinum og beita skyndisóknum sem að eru oft mjög hættulegar.
20. mín
Þvíklikt klúður hjá Má þarna. setti hann í stöngina fyrir opnu marki. Tiago fór illa með vörn Víkinga og kom með þversendingu fyrir markið og Már var aleinn á fjarstönginni og setti hann í stöngina
19. mín
Víkingar nálægt því að jafna þarna. en Ólafur varði skot Abdul vel
15. mín
Marcao tók sér laaangt tilhlaup í aukaspyrnunni en spyrnan langt yfir markið.
Ejub fær svo tiltal frá Pétri dómara
13. mín Gult spjald: Emmanuel Eli Keke (Víkingur Ó.)
Heppinn að fá ekki rautt þarna. Báðir fætur á undan í tæklinguna og Fram fær aukaspyrnu á hættulegum stað
9. mín
HVERNIG VAR ÞETTA EKKI MARK!!????
Harley með flottan sprett upp hægri kantinn og kom með sendingu inn á teig þar sem að Sallieu átti skalla sem að Ólafur varði vel en Abdul fékk frákastið við marklinuna en lét verja á línu frá sér.
7. mín Mark úr víti!
Helgi Guðjónsson (Fram)
Newberry missti boltann klaufalega rétt við vítateig Ólsara, framarar komust inn í teig þar sem að Tiago var felldur. Helgi setti hann í vinstra hornið niðri
6. mín
VÍTI.
5. mín
Flott stungusending inn fyrir vörn Ólsara en aftur kemur Franko út úr teignum og bjargar
4. mín
Spyrnan góð og Newberry náði skallanum en Fram bjargaði á línu
3. mín
Víkingar fá aukaspyrnu við vítateig Framara
2. mín
Varnarmenn Víkings ekki sáttir og vildu fá rangstöðu dæmda á Helga sem að var sloppinn einn inn fyrir en Franko kom út fyrir teiginn og kassaði boltann niður og bjargaði
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og byrja Víkingar með boltann og sækja í átt að sundlauginni
Fyrir leik
Annars er rjómablíða í víkinni fögru og um að gera fyrir fólk að skella sér á leikinn.
Fyrir leik
Víkingar hafa unnið síðustu 5 viðureignir þessara liða í deild og vilja Framarar væntanlega bæta eitthvað úr því.
Fyrir leik
Abdul Bangura er að fara að spila sinn fyrsta leik fyrir Víking Ólafsvík að ég held. En hann kemur inn fyrir Barrie sem að er fjarri góðu gamni í dag.
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Víkings og Fram í Inkasso deildinni.

Leikurinn hefst klukkan 14:00 í Ólafsvík.
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
Matthías Kroknes Jóhannsson
5. Sigurður Þráinn Geirsson
6. Marcao
9. Helgi Guðjónsson ('90)
10. Fred Saraiva
11. Jökull Steinn Ólafsson
16. Arnór Daði Aðalsteinsson
20. Tiago Fernandes
22. Hilmar Freyr Bjartþórsson ('72)
23. Már Ægisson

Varamenn:
3. Unnar Steinn Ingvarsson ('72)
3. Heiðar Geir Júlíusson
11. Magnús Þórðarson ('90)
13. Alex Bergmann Arnarsson
15. Guðlaugur Rúnar Pétursson
71. Alex Freyr Elísson

Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Daði Guðmundsson
Marteinn Örn Halldórsson
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Sverrir Ólafur Benónýsson
Hilmar Þór Arnarson
Magnús Þorsteinsson

Gul spjöld:
Jökull Steinn Ólafsson ('55)

Rauð spjöld: